Heimilistíminn - 06.05.1978, Side 24

Heimilistíminn - 06.05.1978, Side 24
yfir anddyrið, fylgdi hún honum með augun- um, en Hugh kom ekki. Um kvöldið var Jennie samferða Barböru heim, og sagði henni, að hún væri að hugsa um að fara til Suður Kaliforniu yfir hátiðarnar. Rétt áður en hún fór út úr bilnum sagði hún: — Hvað finnst þér um, að dr. Harding skuli vera að fara frá Hilton General? Finnst þér það ekki hræðilegt? — Hann hefur sinar eigin ástæður fyrir þvi, sagði Barbara lágt. — Hann talaði við mig um þetta i fyrrakvöld. — Ég get svo sem imyndað mér eina þeirra, sagði Jennie ákveðin. — Eftir þvi sem ég bezt man, þá hefur hann komizt að þeirri niðurstöðu, að honum muni ganga betur ef hann rekur eigin lækningastofu. Rödd Barböru var heldur kuldaleg. — Ekki hefur mér verið sagt, að það sé á- stæðan. — Það er margt sem hægt er að heyra á Hilt- on General, svaraði Barbara. — Mér finnst það vera hreinasta skömm, sagði Jennie áköf, — að þú skulir ekki kunna að meta Hugh Harding, ungfrú Benson. Hann er svo hrifinn af þér, og einhver sagði honum, að þú værir orðin ástfangin af þessum andstyggi- lega dr. Davidson. Að nokkur skuli--------- Barbara setti bilinn i gang án þess að biða eftirþvi að Jennie lyki við setninguna. Það var reiðisvipur á andlitinu. Hvernig gat Jennie, eða nokkur annar, svo mikið sem látið að þvi liggja,,að hún væri ástfangin af dr. Davidson? Hún dáðist að honum. Jennie hafði sjálf reynt að vekja áhuga hans á sér. Jennie hafði verið að monta sig af þvi, að hún hefði fengið hann til þess að tala við sig daginn áður. Hvernig gat hún verið með einhverjar grunsemdir i sam- bandi við framkomu hennar? Barbara reyndi að kæfa hugsunina um, að i fyrsta skipti i lifinu hefði hún ekki verið full- komlega hreinskilin. Fréttimar af litla drengnum ofan úr fjöllun- um voru ekki glæsilegar. Sjúkdómurinn haföi náð að búa of vel um sig i likama hans, áður en komið var með hann á sjúkrahúsið. Hinum börnunum var farið að batna, og það var al- mennt álitið, að þetta myndi verða til þess að afstaða fólksins i fjöllunum myndi mikið breyt- ast gagnvart sjúkrahúsinu. Foreldrar komu i heimsókn til barna sinna og sáu að þau voru glöð og ánægð i þessu nýja umhverfi. Vel gat verið að þeir væru ekki ánægðir með svona mikið eftirlæti heima fyrir en þeir gátu samt ekki neitað þvi að Hilton General hafði gert mikið til þess að koma i veg fyrir að skelfing gripi um sig meðal fólksins. Barbara óskaði þess að hún gæti rætt við Húgh um ferð sina upp i fjöllin með John Davidson, þessa dimmu og drunga- legu nótt. Hún hafði ailtaf rætt við hann um allf sem fyrir hafði komið fram til þessa. Nú var eins og eitthvað héldi aftur af henni. Henni leið ekki lengur vel i návist Hugh. Hún velti þvi fyrir sér hvort hann myndi fara frá Hilton General án þess að kveðja hana. Svo gerðist það allt i einu daginn fyrir jól að Hugh kom inn i búðina og sagðist þurfa að kaupa smávegis sem hann enn ætti eftir að kaupa. Barbara hjálpaði honum við að velja og pakkaði svo gjöfunum inn fyrir hann. Á meðan var hún að reyna að gera sér ljóst, hvað væri öðru visi við Hugh nú, en hún átti að venjast. Hún óskaði þess með sjálfri sér að hún þyrði að stinga upp á þvi, að þau eyddu jóladeginum saman. — Ég sendi eftir þessu sagði hann við Bar- böru. Hann stóð og beið eitt augnablik, og hún fann að hann horfði á hana með athygli. — Ekkert breytt? spurði hann. Hún hristi höfuðið. Hún horfði á eftir honum ganga út úr búðinni og nema staðar á leiðinni til þess að tala við Jennie en siðan klappaði hann henni vingjarn- lega á öxlina. Hún horfði á hann fara út um dyrnar og ganga yfir anddyrið. — Hvilikur maður, sagði Jennie þegar hún kom til Barböru stuttu siðar. — Áttu við Harding lækni? Barbara reyndi að tala rólega, en það var eins og hún væn aö missa stjórn á röddinni. — Hvern gæti ég átt við annan? sagði Jennie óþolinmóð. — Það munu allir sakna hans hér á sjúkrahúsinu. Ég mun sakna hans, hugsaði Barbara með sér döpur i bragði. Það var aðfangadagur næsta dag og meira að gera en venjulega og viðskiptavinirnir komu þiótandi inn i búðina, til þess að kaupa eitthvað sem þeir höfðu gleymt að kaupa fyrir jólin, kort og gjafir. Það var allt fullt af hjúkrunarkonum og læknum i kaffistofunni. Allir voru hinir kátustu. Einhverjir kátir læknastúdentar höfðu tekið sig til og hengt mistiltein yfir dyrnar að anddyrinu og svo hlógu allir, þegar einhver hjúkrunarkonan var

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.