Heimilistíminn - 06.05.1978, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 06.05.1978, Blaðsíða 12
nánd Heklu gleypi þá lifandi. sem vilja forvitnast um hana. Hann greinir, að gjárnar séu huldar ösku og vikri, og þvi ómögulegt að vita, hvar þær eru. Einn af þekktustu siðskiptamönnum á Norðurlöndum, Pétur Palladius, hinn frægi Sjálandsbiskup, getur um Heklu og segir, að helviti sé þar. A sama tima er þessgetið i sálmum, að pislarstaðurinn sé i Heklu. Þetta hefur komizt inn i danska alþýðutrú, og hef ur það haldizt við i Dan- mörku og viða i nálægum löndum. En fleira var i máli. :s. í handriti Solinusar frá 13. öld er lslands getiðsvo: „Hafisinn á þessari eyju, rekst saman og kviknar þá i honum af sjálfu sér, og þegar kviknað er i honum, brennur hann eins og tré. Hér eru til kristnir menn, en á vetrum þora þeir ekki að fara út úr neðanjarðarholum sinum sakir liins mikla kulda. En fari þeir samt út nisast þeir svo af kulda, að þeir upplitast af frosthólgu, svo að þeir verða eins og 12 holdsveikir menn. Ef þeir snýta sér, þá dettur af þeim nefið og kasta þeir þvi frá sér með sjálfum hornum”. f bókinni Rudimentum Noviciorum er kom út i Liibeck 1475 er þetta meðal ann- ars um fsland: „fsland er yzta land i Norðurálfu, og liggur fyrir norðan Noreg. Á hinum f jarlægari takmörkum er landið þakið sifelldum jökli, enda nær það til norðursyíir strönd úthafsins, þar er hafið frosið sakir of mikils kulda. Austan að landinu liggur hið efra Skytland, sunnan Noregs, að vestan trlandshaf, að norðan hið frosna haf. Landið er kallað fsland, þar er sagt að séu snjófjöll samfrosin i harðan jökul. Þar finnast kristallar. í þvi landi eru lika hvitabirnir mjög stórir og grimmir, þeir brjóta isinn með klónum og gjöra margar vakir og stinga sér niður í sjóinn gegnum þær. Undir isn- um veiða þeir fiska, draga þá upp um göt- in, er nefnd hafa verið, draga þá til strandar og eta þá. Landið er frjósamt að þvi er snertir jarðávexti, nema á fáum stöðum, þar geta hafrar þó varla vaxið i dölunum. Gras og tré vaxa aðeins þar sem menn búa og i þeim héruðum, framleiðir landið villidyr ogfæðir stórgripi. Landslýðurinn lifir þvi mestmegnis á fiski, dýraveiðum og kjöti, sauðfé getur ekki lifað þar sakir kulda og þess vegna verjast ibúarnir kuldanum oghylja likama sinn með feld- um villidýra og bjarna, sem þeir veiða, annan klæðnað geta þeir ekki haft, nema hann sé að fluttur. Þjóð þessi er mjög feitlagin, sterk og ákaflega hvit, húner gefin fyrir fiskveið- ar og dýraveiðar". Einnig getur svo i um- getni bók: „Þar eru uppsprettur, sem breyta algjörlega i stein öllu, sem i þær er látið, skinni eða tré”. 1 bréfi er ritað var á Islandi 30. mai 1610: „Hvitasunnudag vorum við á norð- austurströnd Islands. Við lifðum þar i svo miklu bilifi, að ég held að ég haf i aldrei átt betra á Englandi. Ibúar þessa lands eru mjög fátækir og lifa aumu lifi, samt fund- um vér þar mikla gnægð fiska og lostæta fugla. Seinni hluta dags drap ég þar eitt sinn svo marga fugla, að öll skipshöfnin, 23 menn, höfðu til hátiðabrigðis nóg i eina máltið af eintómum rjúpum, svo ég ekki telji spóa, lóur, stokkandir, urtandir og gæsir Eg hef séð tvær laugar á tslandi og fór ég i aðra. Vér höfum ákveðið að reyna allt sem frekast er unnt, og liggjum hér aðeins til að biða byrjar og hressa oss áður en vér leggjum i isinn, isinn er nú að koma frá vesturströndinni og vér höfum séð af honum heilar eyjar, en guði sé lof, vér höfum ekki verið i neinni hættu. Að lokum bið ég fyrir ykkúr alla að biðja fyrir oss”. 1. Miöaldahugmyndir útlendinga um ísland eru íurðulegar eins og framangreint greinir. Sjálfsagt eru þær enn þá furðu- legri en ritaðar heimildir greina. Þjóðtrú og hjátrú sýnir þetta betur en nokkuð ann- að. Þær eru að visu á stundum frumstæð- ar og jafnvel barnalegar, en þrátt fyrir það, eru þær i sannleika og raun rétt skil- greining á þvi, eralþýðan hugsaði og vissi fyrr á timum. Hekla er alls ekki neitt aðalatriði i is- lenzkri þjóðtrú. Hún kemur þar furðulitið við sögu. Þó að sumir alþýðumenn á Suðurlandi, notuðu veðrabrigði yfir fjall- inu, við það og i kringum það til þess að spá fyrir um veður næstueikta. Það var ef til vill ekki meira, en var með önnur há og tignarleg fjöll á mörkum hálendis og auðnanna. Fy rr á öldum áttu fáir leið til Heklu eða um Hekluhraun. Þar var i raun engis manns afréttur, engra manna smalaveg- ur né fjallferðir. Landið, hraunið, var snautt gróðri, snautt lifsbjörg búfjárins. Það var nytjalaust með öllu. Fyrr á öldum var byggðin langt inn fyrir Heklu, það er nýtilegt land til bú- skapar, gróðurland, þakið fjölþreifilegum gróðri til beztu nytja. En aska og hraun Heklu eyddi gróðrinum, gerði landið að auðn. Beggja vegna Þjórsár varð riki auðnarinnar. Þar varð riki hins svarta lands, auðnar, sands og hrauna. Fjall- menn urðu stundum á haustum að fara yfir hina breiðu sanda, vigslóða Heklu. Þeir vissu af raun og sann, að hér var eldur úr iðrum jarðar að verki, en ekki sá hinn illi ár, fallinn engill, mótaður og til- orðinn af gyðinglegri heimspeki og trú. Sunnlendingar haf verið og eru lengst af vegi sliks hugsunarháttar allra lands- manna. Mótun skyja og vinda við Heklutind sjálfan, átti líka sina sögu. Hann gaf glöggum og veðurnæmum bændum sýn til hins ókomna af raun landsins sjálfs og brigðum skipta hita og kulda yfir óbyggð- um og sveitum. Þeir spáðu á fjallið, án fyrirbæna, án heitinga á konung undir- djúpanna, er átti útgang um gig Heklu, til að villaogtæla guðs voluð börn á jörðinni. Sendiboðar og boðskapur slikra herkon- unga fór fram hjá bændafólki á Suður- landi. Hekla var þeirra land, hluti af þeirra fjöri, án hindurvitna og fjarstýrðra skilyrða úr Öðrum heimi. Ekkert fjall á tslandi hefur orðið eins frægtum veröldina og Hekla, ekkert fjall orðið eins víðfemt í trú og hinduvitnum og hún. En i landinu sjálfu er hún eins og húsdýr i meðvitund fólksins, misjafnlega agasamt að visu, en nauðsynlegt og heill- andi, og ef til vill búin til þess á hverri stundu að hætta ærslum sinum. Hún er þrátt fyrir allt nauðsynleg fyrir sveitirn- ar, hluti af þeim og móðir. Heimildir. Þorvaldur Thóroddsen og fleiri, og sumra getið i greininni.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.