Heimilistíminn - 06.05.1978, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 06.05.1978, Blaðsíða 32
Sagan um Tóta og systkin hans „Náið strax i Brúnku,” sagði Gamli-Jón ákveðinn við drengina.” Þeir létu ekki segja sér það tvisvar og höfðu litið fyrir að ná hryssunni. Hún var alveg orðin róleg og kom strax röltandi á móti þeim, þegar þeir kölluðu á hana. Gamli-Jón lyfti Ingu strax á bak, þegar þeir komu, Litli-Jón kom sér vel fyrir aftan við hana, til að gæta hennar sem bezt, Tóti teymdi hryssuna og gamli maðurinn fylgdist vel með öllu. Nú mátti ekkert óhapp koma fyrir aftur. Þannig héldu þau öll heim á leið á ný. Fólkið heima hafði þegar orðið vart við, að Inga litla var horfin. Og það var einmitt alveg að þvi komið að leggja af stað, til að leita henn- ar, þegar Eirikur sá þau koma upp stiginn neð- an frá vatninu. Hann hljóp i hendingskasti á móti þeim, og konurnar komu rétt á eftir. „Hvað hefur komið fyrir?” kallaði hann. „Ég fór á bak á Brúnku,” kallaði Inga litla hreykin. „Hún hljóp á harða stökki. Ég datt ekki af baki, fyrr en við komum að ánni.” „En þá datt hún lika á kaf i ána, og Tóti og Jón litli björguðu henni,” sagði Bárður. Anna virti telpuna sina fyrir sér og sá strax, að hún var holdvot. Hún kom engu orði upp af undrun og ótta. En Eirikur tók telpuna af baki og horfði á hana byrstur i bragði. „Hafðirðu leyfi til að riða alein á Brúnku?” spurði hann mjög ákveðinn. „Nei..ne..nei,” stamaði Inga og þorði ekki að lita til hans. „Hver hjálpaði þér til að komast á bak á hana?” spurði hann, jafn ákveðinn og fyrr. 32 13 „Það gerði enginn,” svaraði Inga lágt. „Hvað ertu nú að segja, barn?” spurði faðir hennar. „Já, pabbi minn, það er alveg satt,” hvislaði Inga.... „það hjálpaði mér enginn, þvi að ég stökk sjálf niður á bakið á henni, og þó tók hún strax til fótanna.” Faðir hennar áttaði sig ekki enn á þvi til fulls, hvernig þetta hafði gerzt. En eitt var al- veg vist: hún hafði verið i mikilli hættu. „Þú hefur ekkert leyfi til að fara ein á bak á Brúnku, hvernig svo sem þú ferð að þvi...Skil- urðuþað?” sagði pabbi hennar mjög ákveðinn. „Já, já... ég skal reyna að muna það,” hvisl- aði Inga. Hún ýtti blautu hárinu frá andlitinu ogstrauksér um augun... „En..en mér tókst að halda...halda mér fastri, eins og þú talaðir um,” stamaði hún, og var að þvi komin að gráta á ný. Eirikur horfði upp i loftið, eins og hann hefði séð þar eitthvað furðulegt. Hann lyfti Ingu litlu á bak að nýju. Tóti varð að leggja hönd á munninn til að skella ekki upp úr. Gamli mað- urinn var kimileitur og tuggði ákaft. „Ég hef aldrei á ævi minni séð slikan reið- mann,” sagði hann lágt. „Það var eins og hún væri gróin við hryssuna.” „Já, þessu get ég trúað,” andvarpaði Eirik- ur,... „ég hef sjálfur kennt henni þetta. Hún er bara of ung ennþá.” „Já, alveg rétt, hún er enn i minnsta lagi,” sagði Gamli-Jón og kinkaði kolli. „En eftir nokkur ár mun hún verða drengjunum miklu fremri, bæði i reiðmennsku og ýmsum öðrum greinum...Já, sannaðu til”, bætti hann við og greip mjúklega um annan fót Ingu litlu. Það leyndi sér ekki, að Inga hafði unnið hug og hjarta gamla mannsins. 8. kafli Uppi á öræfum Þegar Litli-Jón var smákrakki, hafði gamli maðurinn, afi hans oftast verið þögull og þurr á manninn, stundum jafnvel önugur og hreint og beint ónotalegur. Drengurinn hafði þvi stund- um verið beinlinis hræddur við hann. En eftir þvi sem Litli-Jón stækkaði, varð á þessu mikil breyting til bóta, með afa hans, með hverju ári, sem leið. Ef tíl víll var ástæðan sú, að gamli maðurinn hafði verið fremur einmana um alllagt árabil,

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.