Heimilistíminn - 03.05.1979, Blaðsíða 9
Bandarikjunum i lok siðari heims-
styrjaldarinnar. Arið 1969léztLo og ekkja
hans ákvað að flytjast aftur til Bandarikj-
anna. Það varð þó ekki fyrr en nú fyrir
skömmuaö húnog sonur hennar Didi sem
er 34 ára gamall fengu leyfi til þess að
hverfa úr landi.
Ruth Lo býr nú i Boulder Colorado og
þar ræddi bandariskur blaðamaður við
hana nýlega um reynslu hennar i Kina.
Það sem frú Lo sá fyrsteftir að hún kom
til Kina var ekki glæsilegt. Þar blasti við
henni eymd og vonleysi. — Arið 1937 sá
hún ung börn I Shanghai þræla i silkiverk-
smiðjunum. Mérvarðljóstaðmikiö þurfti
að breytast. Byltingin gaf þó að minnsta
kosti fyrirheit um breytingar.
Arið 1949var allt komið í upplausn segir
hún. Verðbólgan og fátæktin voru óskap-
leg . Fólk fagnaði frelsisherjum
kommúnista þegar þeir birtust. Skemmd
og eyðilegging virtist ekki fylgja þeim
heldur þvert á móti regla og jafnvægi.
Einum eöa tveimur dögum eftir að
herirnir komu og hernumdu Wuchang fór
ég á markaöinn og allir sögðu: — Góðan
daginn félagi. Lögreglan barði ekki
lengur I kringum sig, og konurnar á
markaðinum voru glaðlegar og mjög vin-
gjarnlegar. Ég haföi þaö á tilfinningunni
að allt myndi verða f lagi.
— Kfnverskir menntamenn voru sam-
mála sumum af áætlunum kommúnista
varðandi landbreytingarnar segir frú Lo,
en voru skelfingulostnir vegna meöferðar
kommúnista á landeigendunum. — Einn
kennarinn kom til Wuchang og var mjög
æstur, heldur húnáfram. — Hann gat ekki
komið upp orði um stund en svo sagöi
hann „ég hef hengt mann með þessum
höndum”. Hann h afði i raun og veru tekiö
þátt i þvi aðhengja mann og það var eins
og martröðeftir á. Mönnum fór að veröa
ljóst að réttlæti fyrir bændurna þýddi of-
beldi fyrir fjöldann allan af öðru fólki.
FljóÚega voru teknar upp kennslu-
stundir — hópar 10 til 15 manna komu
saman daglega — og þetta varð fastur
liður — og hefur haldizt alla tið siðan. —
Þar ræða menn vandamál stjórnmálalegs
eðlis, vinnu sina og afstöðu til mála og
meira að segja persónuleg vandamál eins
og — Ættiég aðeignast barn i ár?
Frú Lo útskýrir aö þrátt fyrir þaö að
hún var Bandarikjamaður, varð hún rétt
eins og allir aðrir að taka þátt i þessum
kennslustundum, en þó var alltaf litiö á
hana sem nokkurs konar utanveltugeml-
ing. — Ég las þó svo sannarlega allt sem
til var ætlazt, aö ég læsi af skrifum Mao
formanns, segir hún, — en ég tók aldrei
þátt í umræðunum. Ég held að fólk hafi
taliö mig algjörlega vonlausa vegna
tungumálavandans. (Hún lærði aldrei
nema litið í kinversku).
Hún komst fljóit aö raun um þaö, aö
maður þurfti að vera á varðbergi, þótt I
venjulegum viðræöum viö fólk væri: —
Einhvern tima i kringum 1950 fór ég á
fund, og gekk til vinar mins og sagöi —
Mikið óskaplega er heitt! Hann sagði þá: ,
— Segöu þetta ekki. Ég spuröi: — Hvers
vegna ekki — Það er ekki eins heitt hér
fyrir þig, eins og fyrir bændurna, sem eru
að strita úti á hrisgrjónaökrunum. Mér
varð þá ljóst, að það var taliö í anda
byltingarinnar að kvarta ekki.
Isliku andrúmslofti var erfitt að lenda
ekki i vandræðum. Eitt sinn á meöan á
menningarbyltingunni stóð — skömmu
fyrir 1970 — varð eiginmanni hennar á að
deila á flokksmeölim á fundi. Afleiðingin
varð sú, að hann var dæmdur til þess að
ganga með hatt hægrisinna en það var
hegning, sem tekin hafði veriö upp
snemma á dögum byltingarinnar þegar
landeigendur voru látnir ganga i fylking-
um um götur með trúðahúfur á höföi.
Enda þótt ekki væri formlega farið eftir
þessum dómi, urðu vinir fjölskyldunnar
henni andsnúnir, og dregið var af launum
prófessors Lo.
— Ég maneftir þvi að nokkuö fljótlega
eftir byltinguna tóku nágrannar minir
tveir inn eitur.vegna þess að þeir voru
hræddir um að veröa látnir ganga um
göturnar i hópi andbyltingarsinna.
Nú, þegar frú Lo hefur loks verið leyft
að flytjast frá Kina, hefur hún tekiö til við
að skrifa bók, sem hún vonast til, að muni
auka á skilning milli þjóðanna tveggja,
fósturjarðar hennar og landsins sem hún
valdi að flytjast til endur fyrir löngu. En
hún býst þó ekki við, að sá skilningur
muni koma snöggt.
Ein ástæðan er sú, aö þjóðirnar eru
mjög ólikar i anda Kfnverjarnir eru al-
Teng varaforsætisráöherra hefur nú kom-
ið I opinbera heimsókn til Bandarikjanna,
og er það taliö boða nýtt tímabil i sambúð
þjóðanna.
Frú Lo er hér meösyni sinum Didi. Mynd-
in er tekin aö vetrarlagi áriö 1951 i
Wuchang, og eru þau mæögin i vetrar-
klæönaði.
varlegir og fylgja hefðbundnum reglum 1
einu og öllu. Bandafikjamönnum hættir
til aö vera uppgeröarlegir, og eru þvi oft
misskildir Svo er lika fjöldi Kinverja aö
læra ensku, en hins vegar mjög fáir
Bandarikjamenn, sem leggja fyrir sig
kinversku.
Siðast en ekki sizt er kinverskur máls-
háttur sem skýrir margt: Hann er á þá
leiö, aö fullur magi skilji ekkitómanmaga
— að það sé erfitt fyrir rika þjóð aö skilja
fátæka þjóð. Sumir Bandarikjamenn
ætlast til þess aðKInverjar fyllistlotningu
vegna rikidæmisins i Bandarikjunum, og
ætlast til þess að þá fari að langa til þess
að eiga tvo bila i hverjum bilskúr.
— Vel getur þó verið, að Kinverjar séu
hrifnari af stöðugleikanum i stjórnarfari
okkar, segir frú Lo, — og lýöræðislegu
þjóðskipulaginu.
— Fólk hefúr mikið spurt mig um þaö,
hvernig mér finnist gamla landið, nú eftir
að ég er komineftur, segir frú Lo. — Heil
kynslóö hefur vaxiö úr grasi á þessu tima-
bili, og ég hef haft litið samband við fólk
hér heima. Margt hefur komiö fyrir, Kó-
reustriðið.striðiö i Vietnam, frelsishreyf-
ing kvenna, Watergate og menn hafa fariö
til tunglsins. Allt hefur þetta haft sin
áhrif, en ég held þó að bilarnir og bila-
menningin sé það, sem ég tók fyrst eftir,
eftir aö hingaö kom.
— Það fyrsta sem fyrir augun bar, þeg-
ar ég kom fljúgandi handan yfir Kyrra-
hafið voru vegirnir, sem alls staöar liðuð-
ust um landiö fyrir neðan okkur. Og svo
þegar niöur kom voru alls staðar bilar,
margiitir bensindrekar. Það þarf mikla
9