Heimilistíminn - 03.05.1979, Blaðsíða 32
hvila okkur, þegar okkur langar til, og reykja,
þegar við viljum.” Reykingarnar freistuðu
ekki Halla. Honum geðjaðist alls ekki að
tóbaki.
5. kafíi
Drengirnir strjúka
Dag einn i hádegishléinu þustu flestir
drengirnir út á stétt, þvi að fregn barst um það
eins og eldur i sinu að einn kennarinn væri þar
með dreng, sem staðinn hefði verið að broti á
reglum heimilisins.
Halli flýtti sér út eins og hinir. Hann varð
strax órólegur, þvi að hann grunaði að nú hefði
Villi orðið uppvis að reykingum, enda reyndist
það rétt.
Kennarinn var þarna með drenginn og fór nú
með hann inn til yfirheyrslu. Þegar Villi kom
aftur út, þyrptust margir drengir i kringum
hann. Kom þá i ljós að grunur Halla var réttur.
Villi hafði sézt reykjandi, verið kærður og hafði
nú játað allt, bæði með tóbakið og eldspýturn-
ar. Hann hafði einnig nefnt aðstoð Halla við að
útvega eldspýtur.
Umsjónarmennirnir töluðu ákaft saman og
fylgdust með drengjunum.
Nýir snáðar bættust i hópinn. „Hefurðu brot-
ið af þér?’” Hefurðu fengið áminningu?”
spurðu ýmsir þeirra ákafir.
Innan skamms vissu allir drengirnir að Villi
mundi hljóta alvarlega refsingu vegna reyk-
inga og að Halli væri einnig bendlaður við brot-
ið.
Villi hrakti nú strákahópinn frá sér og innan
skamms var hann einn eftir með Halla.
„Nú strjúkum við i nótt”, sagði Villi
ákveðinn. „Á morgun kemur forstöðumaður-
inn heim og tæpast trúi ég þvi að þú viljir biða
eftir yfirheyrslunum hjá honum”.
32
Nei, Halli gat ekki hugsað sér að hitta for-
stöðumanninn eftir þetta óhapp—það gat hann
alls ekki. Og nú fannst honum að hér hvildi
annar svipur en fyrr yfir öllu — ömurlegur og
leiðinlegur svipur. Og það var sem umsjónar-
menn og kennarar væru orðnir óvinir þeirra.
Já, hér 'var allt orðið gjörbreytt.
En Villi var broshýr og hinn brattasti. NÚ
var Halli loksins ákveðinn i að strjúka með
honum. Áætlanirnar voru ræddar. Peninga
höfðu þeir enga,en nesti urðu þeir að útvega sér
með einhverjum ráðum.
„Þú getur ekki náð neinu úr matarpakkan-
um frá mömmu þinni i kvöld þar sem hann er
læstur inni i geymslu fyrst þú hefur gerzt brot-
legur við reglurnar”, sagði Halli... En Villa
tókst það nú samt engu að siður. Nýr um-
sjónarmaður sem hljóp i skörð i sumarfrium
og var ekki kunnugur málavöxtum, opnaði hik-
laust geymsluna svo að Villi gat náð i það sem
hann hafði ætlað sér, en það voru raunar alls
ekki litlar matarbirgðir sem mamma hans
hafði sent honum.
„Ætlarðu að fara með svona mikið?” spurði
umsjónarkennarinn undrandi.
„Já ég ætla að skipta þvi milli strákanna”,
svaraði Villi án þess að blikna eða blána.
Þetta dýrmæta nesti földu drengimir vel
áður en hringt var til kvöldverðar. Fimm
drengir lofuðu að geyma eina smurða
brauðsneið af kvöldskammti sinum og þeim
tókst að stinga þeim undir stakk sinn án þess
að nokkur veitti þvi athygli.
Seinna tókst þeim að afhenda Villa seniðarn-
ar án þess að eftir yrði tekið og urðu þær nokk-
ur viðbót við nestið sem fyrir var.
Að loknum kvöldverði kom Villi af stað
gáskafullum og ærslamiklum leik til þess að
leiða athygli umsjónarmannanna frá vissum