Heimilistíminn - 03.05.1979, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 03.05.1979, Blaðsíða 15
\ % HJARTAFRIÐ EÐA MÖLBLÓM % þarf að klippa vandlega Plectrantheus er latneska tegundarheitið fyrir þessa plöntu. Heyrt hef ég hana kallaða hjartafrið, en sums staðar mölblóm. Verið get- ur, að hér sé um sitt hvort afbrigði sömu ættar að ræða. Þessi planta þolir töluverBa sól, en getur lika staöiö, þar sem ekki er mikil birta. Hún sprettur mjög vel, en þvi mi&ur er plantan, sem myndin er af ekki upp á sitt bezta. Hún er úr sér sprottin eftir veturinn, og þarfnast greinilega klippingar, svo aö hún þétt- ist og verði gróskumeiri. Eitt er vist, aö blóm af þessariteg- und þurfa töluvert vatn. Þaufara fljótt aö lafa niöur, ef ekki er vökvaB nógu mikiö, aB minnsta kosti, þegar heitt er i veöri og mikil sól. Gott er aB koma plöntunni til meö þvi aö taka græöl- inga, sem eru mjög fljótir aö róta sig. Er sennilega rétt aö vera ekki aö halda i gamlar plöntur, þótt þær séu orönar stórar, heldur taka græölinga og byr ja upp á nýtt. Meö þvi fær maö- ur mun fallegri vöxt og plöntur sem ánægja er á aö horfa. Plönturnar kunna vel aö meta heitar stofur, sem er ekki hægt aö segja um allar aörar plöntur, sem viö erum aö reyna aö baksa viö aö rækta. Blómin á plectrantheus-plöntunum er heldur óásjáleg og lfkjast þau helzt blómunum, sem koma á kólusana. Þess vegna er tæpast hægt aö hugsa sér, aö plantan sé ræktuö þeirra vegna heldur miklu frekar vegna þess, aö blööin eru falleg og hún sjálf getur veriö sérlega ásjáleg, þegar hún er oröin stór og ræktarleg. Plantan er upprunnin i Suö- ur-Afriku, og ekki sérlega algengt stofublóm hér á landi. Um mölblóma- afbrigöi er þaö aö segja, aö þaö gefur frá sér sterka lykt, og trúöu menn þvi, aö þaö fældi i burtu möl úr húsum. —fb

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.