Heimilistíminn - 03.05.1979, Blaðsíða 23
töskunni sinni. Hún var of utan við sig til þess
að skilja i hvaða tilefni hún hafði fengið þessa
heimsókn, en eftir nokkrar sekúndur fór heil-
inn að starfa á ný, og hún sneri sér við inni i
litlu forstofunni og sagði spennt:
—Þetta hlýtur að vera út af Göran — hvað er
að — er hann veikur, eða eitthvað svoleiðis?
Ég... i
Hún skildi ekki, hvers vegna Sandström rétti
út handlegginn, tilbúinn til þess að taka um
axlir hennar. Hún sá bara alvörusvipinn og
heyrði lága, en ákveðna röddina:
— Ungfrú Lehnberg, ég verð að segja yður,
að Carlsson liðsforingi, unnusti yðar fórst á
Kýpur. Fréttirnar komu fyrir fáeinum klukku-
stundum. Má ég samhryggjast....
Katarina riðaði á fótunum og hann tók um
hönd hennar og hélt áfram.
— Mér þykir leitt, að ekki skuli vera hægt að
segja frá þessu með einhverjum öðrum hætti.
Þér verðið að setjast niður...
Hann leiddi hana inn i dagstofuna og ýtti
henni niður á sófann. Katarina sat eins og löm-
uð og horfði fram fyrir sig. Dáinn — Böran?
Gat Göran verið dáinn? Göran var dáinn...
Hún hristi höfuðið.
— Nei, sagði hún, — Nei, það getur ekki verið
satt. Hann átti að koma heim —■ og allt var svo
rólegt þarna niður frá...
Göran hafði einmitt sagt það i bréfinu. Hann
hafði sagt að ekkert hefði verið að gerast þarna
lengi og gæti ekki verið rólegra. Hér gæti
ekkert komið fyrir hann, og svo hafði hann
sagt, að hún sem alltaf væri hjólandi, yrði að
fara varlega og gæta sin á bilunum....
— Nei, hvislaði Katarina enn einu sinni, og
svo fór hún að gráta. Sandström höfuðsmaður
settist á móti henni og sagði ekkert.
Hann fór stundarfjórðungi siðar, eftir að
hafa hringt í móður Katarinu og sagt henni
fréttirnar. Ulla Lehnberg kom strax i leigubil,
föl og fá, og yfirmaður Görans sagðist ekki
geta útskýrt fyrir Katarinu, hvað komið hefði
fyrir, vegna þess, að hún hefði orðið fyrir svo
miklu áfalli Hannskildi eftir simanúmer sitt og
bað þær að hringja, Þegar Katarina væri búin
að jafna sig, og svo vottaði hann þeim samúð
sina enn einu sinni og fór svo.
— Vina min, sagði Ulla Lehnberg, svolitið
vandræðaleg. Gráttu ekki svona mikið... litla
stúlkan min...
— Ég hefði átt að finna þetta á mér fyrir
nokkrum timum, sagði Katarina snöktandi. —
Ég hefði átt að finna, að ekki var allt með
felldu — þess i stað sat ég og drakk kaffi — ó,
mamma, ég skil þetta ekki....
Ulla Lehnberg hristi höfuðið.
— Ég skil þetta ekki, að ég skuli ekki hafa
vitað þetta....!
— Svona, svona, vina min, elsku litla stúlkan
min....
Katarina fór heim með móður sinni, og þegar
hún hafði tekið inn nokkrar svefntöflur og var
loksin sofnuð hringdi faðir hennar i Sandström
höfuðsmann.
— Hvað kom eiginlega fyrir? spurði Ulla
Lehnberg lágt, þegar hann lagði tólið á aftur.
— Þeir voru i leyfi, sagði Tore Lehnberg án
þess að lita upp. A Kýpur, og tnrn og annar til
voru úti á litlum báti...
— úti á báti? endurtók Ulla Lehnberg
vantrúuð. — Attu við, að það hafi ekki verið
bardagi?
— Nei, þeir voru úti að sigla, já, þetta gerðist
vist i gær. Þeirra var saknað i nótt, en það var
ekki fyrr en siðdegis i dag, að þeir fundu
Göran. Já, þeir funduhann við klettana, endur-
tók Tore Lehnberg snöggt. Hann var fölur.
— Og hinn? hvislaði Ulla Lehnberg.
— Þeir hafa ekki fundið hann ennþá.
— En eru þeir vissir um, að þetta hafi verið
Göran?
— Já, fötin, pappirarnir og einkennismerkið
hans. Allt, og andlitið var... fyrirgefðu, sagði
Tore Lehnberg og þagnaði.
— Vesalings litla stúlkan okkar, sagði Ulla
Lehnberg lágt.
— Vesalings Göran, sagði maður hennar.
— 0, þér likaði hvort eð er aldrei við hann,
sagði Ulla hraðmælt. — Eða hvað?
— Vina min, það varst þú sem ekki likaði við
hann. Mér fannst hann alltaf vera ágætis
drengur — ef hann hefði bara viljað hætta i
hernum og fara að vinna i bankanum — ég
hefði getað útvegað honum, já ég hefði getað
útvegað honum vinnu. En það vildi hann nú
ekki.
— Og nú er hann dáinn, sagði Ulla Lehnberg
og reis á fætur. — Ég ætla að fara inn og lita á
Inu litlu.... sittu kyrr.
Katarina svaf þungum svefni, og guði sé lof
fyrir það, hugsaði móðir hennar. Það yrði vist
nógur timi eftir að hún vaknaði að gera sér
grein fyrir hvernig farið hafði fyrir Göran. Hún
strauk um vanga dóttur sinnar og læddist svo
út aftur. Kistan átti að koma með flugvél heim,
hafði Sandström sagt, og svo var það jarðarför-
in, ekki með sérstakri viðhöfn, en Göran átti
23