Heimilistíminn - 07.06.1979, Page 14

Heimilistíminn - 07.06.1979, Page 14
Stríðninni fylgir oft hlátur en hún getur lika verið hættuleg — En ég var bara að striða þér! Hefur þú ekki heyrt þessa setningu ótal sinnum, eftir að einhver hefur sagt eitthvað, sem sært hefur annan? Börn eru viðkvæmari en aðrir fyrir athugasemdum eða orðalagi, sem er særandi. Sum þeirra gráta, sum hlaupa i burtu, en þið ættuð að muna, að það eru alltaf einhver, sem liður fyrir striðni innan fjölskyldunnar. Ef einhverjum er strftt í lengri tima getur það haft skaöleg dhrif á sjálfsmat þess, sem stritt er. Barn, sem alltaf er verið að striöa vegna þess hve klaufalegt það er getur endað með þvi að trúa þvi sjálft, að þessu veröi ekki breytt og það heldur áfram aö vera klaufi það sem eftir er ævinnar. Stundum fer svo, aðbarn, sem hefur orðið fyrir baröinu á striðinni fjölskyldu öll sin uppvaxtarár, ber þess ekki bætur og sannfærist um aö það sé minnimáttar, og kemur þetta þá fram á margan hátt þegar fram liða stundir i hegðun þess og framgöngu. 1 bókinni Your Childs’s Self Esteem eft- ir Dorothy C. Briggs segir: — stöðug striðni, fleipur og kaldhæðni eru óbeinar afleiðingar innilokaðs fjandskapar. A flestum heimilum þykir fólki betra aö beita þessum aðferðum heldur en tala hreint út. Barniö kemst auðveldlega und- an,— Ég meinti ekkertmeð þessu. En það eru ekki aðeins börn, sem striða. Mörg eru afbrigðin Hversem er innan f jölskyidunnar getur tekiösig til og stritt öörum. Annað hvort foreldrið beinir oft spjótum sinum að einu barnanna, báðir foreldrar geta stritt börnum sinum viö og viö, eöa þá systir eða bróðir taka til að striða hvort öðru. Það kemur sjaldan fyrir, að börn strföi foreldrum sinum vegna þess að foreldrar litaoftast þannig á, að um virðingarleysi sé aö ræða, og láta barnið ekki komast upp með slíkt. Það skiptir ekki máli hver, eða hverjum er strítt, striðni getur alltaf veriö skaðleg innan fjölskyldunnar. Fólk heyrir lika talað um striðni utan heimilisins. Skemmtikraftar lifa oft og tiðum á þvl a6 striöa, eða öllu heldur aö gera grin að ákveðnum persónum. Slflcir menn hafa oft alla sina afkomu af þessari iðju. Þeir segja eitthvað stingandi um einhverja ákveðna persónu, og áhorf- endur og áheyrendur veltast um af hlátri. Fólk skemmtir sér við aö hlusta á það, sem annars er ekki talaö um. En innan fjölskyldunnar er striðnin mun hættulegri. Eitt sinn heyröi ég konu vera að tala um sonsinn úti i buð: — Scott, sem er 15 ára, er fús að passa fyrir mig börnin. Hann hefur ekkert ann- aöaðgera á laugardagskvöldum, þar sem hann á ekki vinkonu. Maðurinn minn er alltaf aö skamma mig fyrir að vera að tala um þetta, en Scott veit, að ég er bara aö striða honum, þegar ég ég segi, að hann verði að eignast vinkonu. Hann lætur sem honum þyki þetta verra, en ég er viss um, að hann gerir sér grein fyrir þvi, að ég meina ekk- ert með þessu. En hverniggeturþessikona verið svona viss I sinni sök? Það er öllu liklegra að Scott sé I raun og verusár, og að hann haldi, aö eitthvað sé að sér, vegna.þess að hann er ekki farinn að vera meöstelpum. Hann þyrfti þó ekk- ert að óttast, þar sem hann er ekki nema fimmtán ára og enn er nógur timi. Dulin hætta 1 hvert skipti, sem þú segir eitthvað óþægilegt við annan aöila, hvort sem þú ætlar þér að særa hann eða ekki, er sá möguleiki fyrirhendi, aö þú hafir beitt til- finningalegu harðýðgi. Orö þin geta haft langvarandi sársauka ogskaða I för með sér. Við þörfnumst þess öll að finnast að aðrir kunni að meta okkur. Börn þarfnast þessfremur en aðrir, að finna sig verðuga fjölskyldumeðlimi. Vel getur verið, að þú getir ekki komið i veg fyrir alla striðni innan fjölskyldunnar á einum degi, en þú getur aö minnsta kosti hætt að striða sjálfur, og synt með þvi gott fordæmi, sem aðrir myndu siðan reyna aö fara eftir. I stað þess aö vera að minna Scott á að hann sé ekki mikið i skemmtanalifinu á laugardagskvöldum gæti móðir hans sagt: — Mikið þykir mér gaman, að þú skulir vilja hugsa um yngri börnin. Ef þú heldur að mikið sé um striöni, kaldhæðni eöa hótfyndni I fjölskylunni ættir þú að leggja við eyrun um sinn, og gera svo viðeigandi ráðstafanir til þess að þetta hætti. Settu þér það markmið að tala um eitthvað ákveðið, og finnir þú svo til löngunar til þess að segja eitthvað sær- andi skaltu þegja. Þegar þetta hefur komist upp i vana er það auöveldara en flest annað. Þaö er auðveit að taia um það sem er viröingar- verteða lofsvert við börnin þin eða maka, en vera ekki alltaf með særandi athuga- semdir. Meö þvi' að vera hvetjandi getur undraveröur árangurnáðst i sambúð fjöl- skyldunnar. Þessi litla grein um striðni birtist fyrir nokkru i bandarisku blaði. Hún lætur ekki mikið yfir sér, en á áreiðanlega erindi til okkar allra. Eftir lestur hennar gætuð þið hugleitt, hvort einhverju mætti breyta á ykkar eigin heimili. j

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.