Heimilistíminn - 27.04.1980, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 27.04.1980, Blaðsíða 6
BEA TRIX VERÐUR JULIANA IIAF HOLLANDI 30. aprll næst komandi mun Beatrix krónprinsessa I Hollandl taka viö af móöur slnni Juliönu drottningu. Juliana veröur 71 árs þann dag, en Beatrix er nii 42 ára gömul. Hún mun taka sér drottn- ingarnafniö Júliana II um leiö og hún veröur drottning. An efa er Beatrix krónprinsessa vel undir þaö búin aö veröa drottning, og taka viö embætti af hinni vinsælu móöur sinni. Claus von Amsberg maöur hennar er tiu árum eldri en Beatrix, og aöalverkefni hans veröur aö hefja aftur til vegsemdar hlutverk drottningarmannsins, sem nokkuö hefur falliö I skuggann vegna alls kyns ásakana, sem bornar hafa veriö á Bernhard mann Júliönu drottningar. Vandræöi Bernhards prins hafa m.a. oröiö til þess, aö Júllana segir nú af sér embætti drottningarinnar. Þaö hrikti i stoöum hollenzka konungs- rikisins þegar upp komst, aö Bernhard prins, sem veriö haföi nokkurs konar ráöunautur haföi tekiö viö verulegum fjárhæöum frá bandarísku flugvélafram- leiöendunum Lockheed. Hann var neydd- ur til þess aö segja af sér margvislegum opinberum embættum, sem hann haföi haft meö höndum, og hefur frá þvi þetta geröist látiö lltiö fara fyrir sér. Beatrix Wilhelmina Armgard prinsessa af Hollandi, Oraniu-Nassau, Lippe Bister- feld og svo framvegis (hún hefur eina 63 titla til viöbótar) er vel undir þaö búin aö taka viö embætti drottningarinnar, og gera nauösynlega andlitslyftingu á hol- lenzka konungsveldinu. Trix, eins og hún hefur veriö kölluö frá bernsku, er ekki eins lítiö fyrir þaö aö koma fram opinber- lega og móöir hennar, og hún hefur lika lagt sig fram um aö eignást vini á sem flestum sviöum þjóölifsins. Beatrix ólst upp erlendis, þar sem hún varö landflótta eftir árás Þjóöverja á Hol- land. Fjölskylda hennar dvaldist öll I Kanada I útlegö á meöan á striöinu stóö. Beatrix tók próf i lögfræöi frá Leyden-há- skólanum. Þegar aö þvi kom, aö hún skyldi velja sér lifsförunaut vakti val hennar mikla ólgu og kom af staö mót- mælaöldu bæöi frá hollenzku þjóöinni og stjórnvöldum. Beatrix haföi valiö sér Þjóöverjann Claus von Amsberg. Hún hélt fast viö sitt og greinilegt er, að Claus prinsi hefur tekizt aö vinna sér lýðhylli og vinsældir meöal þjóöarinnar. 6 Beatrix hefur veriö nokkuö róttæk I skoöunum, og var stundum kölluö Rauöa-Trix hér áöur fyrr. Þó eru allir sammála um, aö hún er greind og á ef- laust eftir aö veröa mjög gegn rikisstjóri I landi sinu. Hin veröandi Júliana II drottning, Claus prins og synir þeirra þrir, Willem-Alex- andér (12 ára), Johan Friso (11 ára) og Konstantijn (10 ára) hafa tilkynnt, aö þau muni búa I Huisten Bosch i Hag. Þar er nú unnið kappsamlega aö þvi aö lagfæra höllina Moordeinde, sem á aö veröa fram- tiöarheimili drottningarinnar og fjöl- skyldu hennar. Þfb Beatrix, hin verðandi drottning Hollandg hcfur gaman af aö sigla.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.