Heimilistíminn - 27.04.1980, Side 11
Þegar ég ætlaði að ganga yfir að dyrunum
var eins og gólfinu væri kippt undan fótum
mér, og ég steyptist á höfuðið.
— Hjálpið mér! hrópaði ég. — Komið og
hjálpið mér!
Þegar dyrunum var lokið upp á ný hélt ég
fyrst, að það væri John, sem kominn var aftur
og reyndi að verja mig ósjálfrátt. En það var
Charlotte sem stóð i dyrunum, i náttkjól og
morgunsloppiyfir. Mér létti óendanlega mikið.
Charlotte myndi nú sjá til þess, að ekkert
kæmi fyrir mig. Enda þótt John kæmi aftur,
myndi hann ekki þora að gera mér neitt, þegar
mágkona hans var nærstödd.
— Hvað er þetta? Eruð þér veikar?
Hún lokaði á eftir sér og gekk i áttina til min
en nam svo skyndilega staðar, þegar hún kom
auga á grænu ferðafötin, sem lágu á stólbak-
inu. Hún dró djúpt andann og spurði svo:
— En eru.... eru þetta ekki föt Celiu? Svo leit
hún i átt til min, og bleik húðin var orðin gul-
leit. — Hvar hafið þér fundið þetta?
— í ferðakistunni hennar Celiu uppi á lofti.
Þyngslin voru að gera út af við mig, og ég átti
erfitt með að tala. — Þetta eru fötin, sem Celia
var i, þegar hún var myrt. Og svo bætti ég við
eins og það væri óhjákvæmilegt annað en
segja það upphátt, svo orðin brenndu sig i með-
vitund mina: — Þegar John myrti hana.
Það brá skugga fyrir i fögrum augum Char-
lottu, en hún sagði ekkert. Ég hélt áfram i á-
sökunartón: — Þér vissuð þetta, eða hvað?
Þér hafið vitað þetta frá upphafi?
Charlotte hjálpaði mér á fætur og leiddi mig
aftur yfir að rúminu.
— Ég hef haft minar grumsemdir, muldraði
hún. Siðasta kvöldið þegar ég fór upp til Celiu
sá ég ferðafötin liggja á rúminu, og ég skildi,
að hún hafði hugsað sér að flýja með Brian.
Næsta morgun, þegar við fundum hana dauða
var ég svolitið undrandi á þvi, að ferðafötin
voru hvergi sjáanleg, en það gerðist svo mikið
á skömmum tima, allir voru svo æstir, að ég
gleymdi þessu aftur. Ég mundi ekki eftir þvi
fyrr en siðar, og þá ákvað ég að vera ekkert að
skipta mér af þvi meira, sætta mig bara við
skýringar Johns um að þetta hefði verið óhapp.
Nafn Barclay-ættarinnar varð að vernda, hvað
sem það kostaði....
— Hvernig komst John á snoðir um það, að
Celia ætlaði að yfirgefa hann?
Charlotte hrukkaði ennið. — Vel getur verið,
að Giles hafi sagt honum það. Hafi Giles komið
aftur, eins og Rowena heldur fram, getur hann
vel hafa komizt að þvi að eitthvað grunsamlegt
var að gerast i hesthúsinu — kannski hestarnir
hafi verið söðlaðir. Svo hefur hann mjög lik-
lega riðið aftur til Silver Grove og sótt John.
Já, Giles vissi þetta, hugsaði ég með mér,
það var ástæðan fyrir tökunum, sem hann
hafði haft á John allan þennan tima. Þess
vegna hafði John ekki getað rekið hann. Þegar
ég fór svo að róta þessu upp, varð honum ljóst,
að nauðsynlegt væri að þagga niður i Giles i eitt
skipti fyrir öll. Siðan hafði enn eitt slysið orðið.
Ég skalf frá hvirfli til ilja. Mér fannst ég væri
öll helköld, en samt var ég löðursveitt, eins og
ég væri með háan hita. Charlotte ýtti mér
niður á koddana og sagði áhyggjufull:
— Þér verðið að liggja kyrr, vegna þess að
þér hafið fengið taugaáfall. Litið koniak er það
sem þér þurfið á að halda. Ég skal fara og ná i
glas.
Ég hallaði mér aftur á dak og lagði aftur
augun og reyndi að hugsa ekki um það, hvernig
John hafði verið á svipinn, þegar ég sagði hon-
um frá fötum Celiu, sem ég hafði fundið... Svo
heyrði ég Charlotte koma aftur, fann hvernig
glasinu var þrýst upp að vörum minum. Ég
fékk mér stóran sopa og koniakið brenndi mig
i hálsinn, en svo fékk ég hóstakast.
—Drekkið þetta allt, Jenny. Charlotte settist
við rúmið. — Það gerir yður bara gott. Nú
verðum við að hugsa upp ráð fyrir yður. Þér
verðið auðvitað að fara frá Fernwood eins
fljótt og hægt er, sagði hún eins og ekkert væri
um annað að ræða. — Maður veit aldrei hvað
John.... Nei verið nú róleg. Ég á bara við, að
John hefði kannski verið öruggur, ef þér hefðuð
gifzt honum. En nú — nú getið þér enga áhættu
tekið.
— Hvað á ég......þá að gera?
Charlotta leit undan og i átt til gluggans, þar
sem regnið barði rúðurnar.
— 1 þessu óveðri getið þér ekkert farið. Ég
sting upp á, að þér sofnið nú og hvilizt vel i nótt
og hafið bæði dyr og glugga vandlega lokaða. í
fyrramálið, áður en nokkur er kominn á fætur
verður Jonas að aka með yður til Crossroads.
Þar getið þér komizt i póstvagninn til Leestown
og náð i niulestina til Richmond.
Ég blundaði og lét mér liða vel á meðan ein-
hver annar var að taka ákvarðanir fyrir mig,
lyfta þungum byrðum af öxlum minum. Svo sá
ég andlit Johns fyrir mér, ekki eins og það
hafði verið i hesthúsinu heldur fullt af hlýju
eins og það hafði verið morguninn góða i rósa-
n