Heimilistíminn - 22.02.1981, Blaðsíða 2

Heimilistíminn - 22.02.1981, Blaðsíða 2
msk. salt, 2 tsk. sykur. Fylling: 1 dtís af kræklingi, dós af ttímötum (dösirnar eiga aö vera ca. 400 grömm), 1 niðurskorin púrra, persill, skorið smátt, 1 tsk. hvitlauks- salt. Steikið pönnukokurnar i 1 1/2 msk. smjörliki. Skreytið með tómatabitum og púrrusneiðum. Þeytið saman eggin og ca. helming- inn af mjólkinni. Bætið hveitinu út i og því sem eftir er af mjólk, salti og sykur og þeytið vel. Látið deigið standa á köldum stað i ca. 10 minútur. Hitið púrrusneiðarnar i nokkrar minútur I léttsöltuðu vatni. Hellið soð- inu af. Steikið púrruna á pönnu. Bætið út I tómötunum og kræklingnum. Blandið persili og hvitlaukssalti saman við. Hellið þessu I smurt eldfast form, ca. 20x30 cm. Hrærið nú lauslega i pönnikökudeig- inu og hellið þvi yfir það sem fyrir er i forminu. Bakið réttinn i 225 stiga heit- um ofni I ca. 30 minútur. Skreytið með púrru og ttímatabitum. Beriö pönnukökuréttinn, sem á að nægja fyrir 6, fram með hrásalati. Pönnukökuterta fyrir fjóra 2 egg, 3 dl. hveiti, 6 dl. mjólk, 1/2 tsk. salt, 2 tsk. sykur, 1 msk. smjörlíki, bráðiö. Notið smjörlikieða smjör til þess að steikja pönnukökurnar i á pönnunni. Fylling: Epplastappa eða bara sulta, og siðan er notaður 1 dl. af þeytt- um rjtíma til þess aö skreyta tertuna með. 1 tsk. af sykri fer í rjómann. Þeytið saman eggin og mest af mjólkinni. Bætið hveiti út i og einnig salti og þeytið vel saman. Blandið saman við mjólkinni og bræddu smjör- llkinu. Bakið þunnar pönnukökur. Raöið pönnukökunum á disk og setj- ið eplastöppuna eða sultu á milli, og efst er settur þeyttur rjómi með sykri. PENNA- VINIR Nýlega barst Heimilis-Timanum bréf frá 27 ára gömlum ógiftum Pólverja, sem óskar eftir þvi að komast i bréfasamband við islenzkar stúlkureða pilta. Hann hefur áhuga á leikhúsum, kvikmyndum og tón- list og ýmsu öðru. Nafnið er: Tomas Kopec, 31-7p6 Krakow (Cracow) Os. Na Stoku 31/23 Poland. Nitján ára gamall piltur i Indlandi hefur snúið sér til Heimilis-Timans með óskum um að komast i bréfasamband við unglinga á Islandi. Nafn hans er Umesh Saraf, Bhalchandra Niwas, Vishnunagar, Naupada, Thane 600602 Maharashtra, India. Ahugamál hans eru iþróttir, póst- kortasöfnun, og að afla sér upplýsinga um sem flest og fjölbreytilegust lönd um allan heim. Debbie Webb, P.O. Box 185 Clallam Bay Wash. 98326 i Bandarikjunum vill eignast pennavini á aldrinum 15-16 ára. Dana Keanum 1080 Sungleton Valley Cir, Norcross, Ga 30093 i Bandarikjunum er 15 ára og vill eignast pennavin hér á landi. Patti Middleton 135 Neville Pk Blvd. Toronto, Öntario M4E 3P7 i Kanada er 21 árs og óskar eftir islenzkum pennavinum. Ég óska eftir pennavinum á aldrinum 20 til 35 ára. Ahugamal eru margvisleg. , Gunnhildur Ragnarsdóttir, Þórufelli 4, Reykjavik 109. Bibi Jan er 14 ára gömul og hefur áhuga á sundi, lestri og gönguferðum. Hún vill skrifast á við krakka á Islandi. Heimilis- fang hennar er Blk 64, 176 H Telok Blangah Dr. Singapore 0010. Annette Wlch er tvitug og á heima á 219 West St Harrington, De. 19952 i Banda- rikjunum. Hún vill skrifast á við Islend- inga. Moni Schnell Cesar — Frank str. 10. 51 Aachen i Vestur-Þýzkalandi er 17 ára og hefur áhuga á tónlist, hjólreiöum, teikn- ingu og gönguferðum. Hún vill fá penna- vini á tslandi. 2

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.