Heimilistíminn - 22.02.1981, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 22.02.1981, Blaðsíða 7
Fleira handavinna en útsaumur KRYDD- HILLA, SEM ALLffi GETA SMÍÐAÐ Áhugi fólks á kryddi hefur aukizt mikið undanfarin ár, og notkunin sömuleiðis. Þess vegna þurfa allir að eiga kryddhillur, fullar af kryddkrúsum. Kryddhillur eru yfirleitt heldur dýrar, en hér er teikning af ein- faldri kryddhillu, sem hver sem er ætti að geta búið til án mikillar fyrirhafnar. Það sem til þarf I þessa kryddhillu eru sjö metrar af 9x16 mm listum. Listana ættuö þiö aö geta fengið i timbursölum, þar sem hægt er ab fá alls konar trélista keypta. Listarnir á hliðunum eru 30 cm lang- ir og þeir eru sex talsins. Hliðar- og botnstykkin eru átta talsins, og eru 50 cm á lengd. Sex þverbútar eru skornir niður og eru 6,6 cm á lengd. Kryddhilla þessi passar fyrir krydd- krúsir, sem eru 4,5 cm i þvermál og 11 cm á hæö. 1 hilluna komast 16 krúsir, 8 i hvora hillu. Hillan er negld saman með l'inum nöglum, og svo er einnig gott að setja svolitið lim til þess að tryggja það nægilega vel, að hún detti ekki i sund- ur. Boriö göt á baklistana, áður en hill- an er sett saman til þess aö hægt sé að skrúfa hana innan á skáphurð eöa á vegg ef þiö viljið heldur. A myndinni, sem hér fylgir með er gertráðfyrir, að hillan sé höfð innan á skáphurð i eldhúsinu. Ef skáphuröin hjá ykkur er mjórri en svo að þessi 50 cm breiöa hilla komist innan á hana getið þiö haft hilluna mjórri, svo hún komist fyrir i skápnum. Kryddhilluna skuliö þiö lakka meö glæru lakki, áður en þiö komiö henni fyrir inni á skápnum, eða á veggnum. Einnig getið þið málað hana i ein- hverjum þeim lit, sem hentar vel i eld- húsinu hjá ykkur, ef þiö ætlið aö hafa hana á vegg en ekki lokaða inni i skáp. Kryddhillur geta nefnilega verið til prýöi i eldhúsinu. Kafað í körfuna 7

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.