NT


NT - 08.05.1984, Síða 2

NT - 08.05.1984, Síða 2
4i Itt Þriðjudagur 8. maí 1984 Akurey ringar f á stærstu slökkvibifreið landsins Bílasalan þriðjungi meiri en í fyrra: Meira en fjórði hver f ékk sér Lödu eða Fíat ■ Lada og Fiat hafa skotiö öðrum keppinautum sínum ref fyrir rass á bílamarkaðin- um fyrstu þrjá mánuði ársins. Meira en fjórði hver kaupandi, að nýjum bíl á þessu tímabili, hefur valið aðra hvora þessara tegunda, eða um 27,4% af öllum kaupendum. Ladan er á toppnum að þessu sinni með 227 selda bíla þessa þrjá mánuði, sem er um helmingur þessa sem seldist af Lödu allt áriði • fyrra. Fiat verður þó eigin- lega að teljast sigurvegarinn með sína 219 seldu bíla, sem er nær sama tala og seldist allt árið 1983. Næst í röðinni kemur Daihatsu með 191 sölu, sem er um helmingur miðað við allt árið 1983. Þá má geta til gamans að 11 manns hafa nú séð sér fært að kaupa Mercedes Benz, en þeir voru aðeins 17 er það gerðu allt árið 1983. Sala á nýjum fólksbílum var nær þriðjungi meiri mán- uðina jan.-mars í ár en sömu mánuði í fyrra, eða 1.626 bílar nú miðað við 1.234 í fyrra, þ.e. tæp 32% aukning milli ára. Sömuleiðis er sala á nýjum sendibílum um 20% meiri nú. Hins vegar hafa nú um helmingi færri lagt út í vörubílakaup, þ.e. 49 nú á móti 103ásamatímaífyrra. Hvers á biskup að gjalda? ■ Mörg eru mistökin í I Mogga, en sem betur fer er blaðið rúmgott og nóg pláss til að birta leiðréttingar og afsak- | anir. Eina slíka gat að líta í I sunnudagsblaði Moggans og I er þar gerið að láðst hafi að koma á framfæri í myndatexta í föstudagsblaði, að slegnir hafa verið 30 silfurpeningar á fslandi annó 1984 af sérstöku tilefni og þótti þeim sem fyrir myntsláttunni stóðu ekki ann- að hæfa en að biskupi íslands væri afhentur fyrsti peningur- inn. Von er að hér þyrfti að gera bragabót því mikil er ánægja gefanda og þiggjanda silfur- peningsins, hins fyrsta af 30 þegar flett er upp á myndinni góðu í föstudagsmogga. En herra Ásmundur heitinn Guðmundsson hangir brúna- þungur upp á vegg, enda ekki fleiprað með silfurpeningana 30 í hans Biblfu. Vonandi fáum við enn eina leiðréttingu í Mogga um sjóðinn, þar sem sagt verður frá að biskup hafi ekki vitað um upplag silfurpeningana og að myntsláttumenn hafi hvorki lesið kverið sitt eða Biblíuna. Einnig verður gaman að frétta hverjir fengu hina 29 silfurpen- ingana, og hvers vegna verið er að skipta þessu smáræði. ■ Nýr slökkvibíll hefur bæst í flota Slökkviliðs Akureyrar. Er þarna um að ræða stærsta slökkvibíl, sem fluttur hefur verið inn til landsins. Bíllinn er allt í senn, tankbíll sem getur tekið inn á sig 10 tonn af vatni, slökkvibíll, en á honum er öflug dæla, sem hefur 3000 lítra afkastagetu á mínútu, og froðubíll, sem getur dælt 600 lítrum af froðu. Auk þess er vatnsbyssa á toppi bílsins, sem getur sprautað vatni og froðu yfir 50 metra vegalengd. Bíll þessi kostaði 3,5-4 milljónir, kominn á götuna. Þetta er 7. bíllinn sem slökkvi- liðið á Akureyri fær til afnota. Hinir eru orðnir gamlir, en er vel við haldið, að sögn Tómasar Búa Böðvarssonar, slökkviliðs- stjóra: „Það hefur verið erfitt að fá bæjarfélagið til að endur- nýja bílaflotann vegna þess hve vel þeir gömlu líta út,“ sagði Tómas í samtali við NT. Bíllinn er af MAN gerð en yfirbygging hans var smíðuð í Danmörku hjá H.F. Nielsen Maskinfabrik AS. Tómas sagð- ist vera mjög ánægður með samstarfið við Danina en þessi Júdas Ískaríót fékk sína 30 oskipta. Lögbundin lögleysa?? ■ Bandormurinn margfrægi hefur vakið mikinn kurr meðal námsmanna eftir að Ijóst var að þar er nánast lögbundið að lög um námslán skuli að engu höfð. Talið er að lánin rnuni skerðast um allt að 40% og að einungis verði greitt út fyrir 60% fjárþarfar námsmanna. í annarri grein bandormsins seg- ir að fjárveiting til sjóðsins skuli eigi nema hærri upphæð en þeim 650 milljónum sem hann hefur þegar fengið og skuli „hlutfallstala lána af reiknaðri fjárþörf miðuð við það fjármagn sem sjóðurinn hefur til ráðstöfunar". Engin ákvæði eru í frumvarpinu að eldri lög um LÍN séu með þessu numin úr gildi heldur lagagreinin nánast skrifuð eins og þau hafi aldrei verið til. Einhverntíma hefði þetta nú verið kölluð lögleysa en er það tæplega lengur. Það er þó alltjent búið að lögbinda hana. Enn langt í þingkosningar ■ Flóamenn eru sannfærðir um að enn er langt til næstu alþingiskosninga þrátt fyrri að margir þykist sjá feigðarmerki á ríkisstjórninni. Til marks um það hafa þeir að enginn þing- manna Suðurlandskjördæmis var mættur á aðalfund Mjólk- urbús Flóamanna, sem haldinn var í vikunni sem leið. Segja fundarmenn að þegar þingkosningar nálgist sé vart þverfótað fyrir pólitíkusum og mönnum sem hyggja á trama á vettvangi stjórnmála á aðal- fundi MBF. „Það mun að minnsta kosti koma mönnum á óvart ef stjórnin situr ekki út kjörtímabilið - bæði þing- mönnum sjálfum og þeim sem sátu þennan aðalfund", sagði einn aðalfundarmanna. Bless, bless ■ Allt útlit er fyrir, að skóla- rannsóknadeild menntamála- ráðuneytisins fái ekki lengur að leita ráðgjafar Dr. Wolf- gangs Edelstein, prófessors og eins forstöðumanns Max Plank stofnunarinnar í Vestur- Berlín. Wolfgang Edelstein hefur verið skólarannsókna- deildinni ráðgefandi, einkum um endurskipulagningu sam- félagsfræðináms í grunn- skólum, allt frá því að deildin var stofnuð í menntamálaráð- herratíð Gylfa Þ. Gíslasonar, og hefur hann komið hingað a.m.k. einu sinni ári til skrafs og ráðagerða. Opinberlega hefur engin ákvörðun verið tekin í máli þessu, en Ragnhildur Helga- dóttir menntamálaráðherra hefur látið að því liggja, að í framtíðinni verði ekki leitað til Edelstein. Um ástæðurnar er ekki vitað og eiga margir erfitt með að skilja afstöðu ráðherr- ans. verksmiðja starfar í nánum tengslum við slökkvilið þar. Sérfræðingur frá verksmiðjunni mun koma til Akureyrar eftir helgi til að skila bílnum endan- lega og bjóst Tómas við að bíllinn yrði formlega tekinn í notkun um miðja næstu viku. ■ Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri, við nýjan bð Slökkvi- liðs Akureyrar. NT mynd Sverrir Allt stefnir nú í flugmannaverkfall „málið í sjálfheldu“, segir ríkissáttasemjari ■ Ekkert virðist nú geta kom- ið í veg fyrir það að allt flug á vegum Flugleiða stöðvist á föstudag og laugardag, en flug- menn hafa boðað skyndiverkfall þá daga til þess að leggja áherslu á launakröfur sínar. Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari, sagði í samtali við NT í gær að deilan virtist í algerri sjálfheldu og hann myndi taka afstöðu til þess í dag hvort hann boðaði til sáttafundar. „Svona skyndiverkföll skaða félagið alveg gífurlega og líka ísland sem ferðamannaland", sagði Sigfús Erlingsson, fram- kvæmdastjóri Markaðssviðs Flugleiða. „Fólk er kannski búið að ákveða það fyrir löngu að fara í sumarfrí á þessum tíma og svo kemst það ekki. Slíkt spyrst náttúrulega. Svo held ég að það sé ekki tilviijun að verkfallið var boðað um helgi, þegar langflestir eru á ferða- lögum,“ sagði Sigfús ennfrem- ur. „Við fylgjumst vel með þess- ari deilu og ég vona að menn sjái að sér og sættist“, sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra. „Ef þessar upplýsingar sem fram hafa kom- ið um kröfugerð flugmanna eru réttar er alveg ljóst að þær eru langt utan við þá mynd sem aðrir eru inní“, sagði Steingrím- ur ennfremur. Hann sagðist ekki vilja tjá sig um það hvort að ríkisstjórnin myndi grípa inn í deiluna, en bætti við: „Þetta er jú aðeins tveggja daga verkfall“. ■ Níutíu og sex pör tóku þátt í undankeppni íslandsmótsins í tvímenning á Hótel Esju um helgina. Hér sést hluti þátttakenda í mótinu, en alls þurfti 3 sali undir keppnina. NT mynd Ámi Sæberg islandsmótið í tvímenning 1984: Stærsta bridge- mót f rá upphafi ■ Stefán Pálsson og Rúnar Magnússon unnu undankeppni íslandsmótsins í tvímenning í bridge, sem haldin var um helg- ina. Alls tóku 96 pör þátt í undankeppninni, sem er met þátttaka, en 24 komust áfram í úrslitakeppnina, sem haldin verður eftir 3 vikur. Þrátt fyrir hinn mikla fjölda spilara sem tók þátt í mótinu tókst nær öllum sterkustu pör- unum að tryggja sér sæti í úrslitunum. Þó vakti athygli að Guðlaugur Jóhannsson og Örn Arnþórsson oe Guðmundur Pálsson og Sigtryggur Sigurðs- son voru ekki í þeim hópi. Af þeim 24 pörum sem spila í úrslitunum er 21 af höfuðborg- arsvæðinu. Hin þrjú pörin eru frá Akranesi, Borgarnesi og ísa- firði. ísaf jörður myndaður í bak og fyrir ■ Á ísafirði er þessa dagana unnið að gerð kvikmyndar til kynningar á ísafjarðarbæ og atvinnulífinu í bænum, og greiða fyrirtækin þar stærstan hluta kostnaðarins. Að sögn Sigurjóns Valdimarssonar, sem er höfundur textans við mynd- ina, kom frumkvæðið að myndatökunni frá Myndbæ hf. í Reykjavík. Stjórnendur upp- töku eru Magnús Bjarnfreðsson og Bryndís Schram, sem einnig les textann inn á myndina. Myndin verður sýnd á heimil- issýningu og sjávarútvegssýn- ingu í Laugardalshöll í haust. Jafnframt mun hugmyndin að sýna hana í flugstöðvum og hótelum. Þá munu eintök fara myndbandasafn sjómannasam takanna, Námsgagnastofnun o til Ferðamálaráðs, auk þess ser myndinni verður dreift erlendi á vegum utanríkisráðuneytis oj Flugleiða. Allir, sem fjármagn; fyrirtækið, fá síðan eintak ti eigin nota.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.