NT - 08.05.1984, Blaðsíða 3

NT - 08.05.1984, Blaðsíða 3
 IW' Þridjudagur 8. maí 1984 3 lil Fréttir Þetta er ekki mál f ræðsluráðs segir Ragnar Júlíusson um kröfu Gerðar Steinþórsdóttur og Þor- bjarnar Broddasonar um að fræðslustjóramálið verði afftur ræftt í ráðinu ■ Þetta er ekki mál fræðsluráðs, fræðslu- ráð afgreiddi það í fyrra og meirihluti borgarstjórnar samþykkti afgreiðsluna. Málið er það að Þorbjörn Broddason og Gerður Steinþórsdóttir skilja það ekki hvort fræðsluráð er yfir borgarráði eða borgarráð yfir fræðsluráði,“ sagði Ragnar Júlíusson borgarfulltrúi í samtali við NT í gær. Tilefnið var harðar umræður sem áttu sér stað í fræðsluráði í gær um hina nýju skipan á yfirstjórn fræðslumála í Reykjavík, sem borgarstjóri hefur tilkynnt að hann muni hrinda í framkvæmd á næstunni. Þorbjörn Broddason og Gerður Steinþórsdóttir báru fram fyrirspurn um það hvert yrði starfssvið Áslaugar Brynjólfsdóttur fræðslustjóra eftir breytinguna. Einnig spurðu þau hvort breyt- ingar hefðu verið gerðar á þeim samnings- drögum sem gerð voru fyrir rúmu ári síðan milli menntamálaráðuneytisins og borgar- innar í ljósi ummæla menntamálaráðherra í viðtölum þess efnis að um lögfræðileg vafaatriði geti verið að ræða, eða hvort menntamálaráðherra hefði skipt um skoðun. Þau óskuðu eftir því að málið yrði formlega tekið á dagskrá á næsta fundi fræðsluráðs. „Það var engin afstaða tekin til þess hvort málið verður tekið á dagskrá," sagði Ragnar Júlíusson. Eftir að borgarstjóra hafði verið falið að hrinda hinum umdeildu samkomulags- drögum í framkvæmd skipaði hann tvo Garðaúðun háð leyfi ■ Hollustuvernd ríkisins hefur í fyrsta skipti gefið út reglur um garðaúðun. Sam- kvæmt þeim verður hver sá, sem ætlar að stunda garðaúðun að sækja um leyfi til þess hjá Hollustuverndinni, en áður stunduðu þessi störf þeir sem höfðu leyfi til að nota þau efni sem til þarf. Garðaúðunarmenn verða einnig að upp- fylla ströng skilyrði um tækjabúnað og hlífðarklæðnað og þeir munu verða undir eftirliti heilbrigðisnefnda á hverjum stað og Vinnueftirlits ríkisins, sem þarf að viður- kenna tækjabúnað þann, sem notaður er. Einnig á að samræma varnarmiða, sem hengdir eru upp í úðuðum görðum, þannig að þeir verði aðeins af einni gerð. I reglunum eru jafnframt ákvæði um fram- kvæmd úðunar, þannig að tillit verði tekið til umhverfisins. T.d. verður að fjarlægja öll færanleg leiktæki barna, eða þá breiða yfir önnur, eins og sandkassa. Jón Gíslason hjá Hollustuvernd ríkisins var spurður hvers vegna reglur þessar hefðu verið settar nú. „Það urðu miklar umræður um úðun í fyrra og mikið deilt á þá, sem unnu að þessu og ég held, að þeir sem vinna að úðuninni hafi haft mikinn áhuga á að gerðar yrðu úrbætur,“ sagði Jón. Mjólkurfram- leiðsla aukist ■ Af alls rúmlega 38,3 milljónum lítra af mjólk sem bárust til Mjólkurbús Flóamanna á s.l. ári voru um 22,1 milljón lítra seld sem nýmjólk, þar af voru 2,5 millj. lítra seldar austan fjalls. Mjólk sem barst til MBF á síðasta ári var 0,2% minni en árið 1982, að því er fram kom á aðalfundi búsins, sem haldinn var s.l. föstudag. Ef litið er á síðustu mánuðina 1983 og þrjá fyrstu mánuði þessa árs hefur hins vegar orðið veruleg aukning á mjólkurfram- leiðslu á Suðurlandi. Hins vegar kom fram á fundinum að þessi þróun væri að breytast nú í aprílmánuði, sem bendi til að aukningin í vetur sé til komin vegna þess að sunnlensk- um bændum sé að takast að jafna ársfram- leiðsluna, þ.e. að losna við hinn stóra framleiðslutopp sem venjulega hefur komið yfir sumarið, sem talið er mikilvægt bæði gagnvart markaðinum og rekstri búsins. Mjólkurbússtjóri hvatti bændur til að draga úr fóðurbætisgjöf næstu mánuðina. Nettó útborgun til bænda, að frádregnum flutningskostnaði til búsins, stofnlánasjóðs- gjaldi og sjóðatillögum, varð 11,29 kr. á hvern lítra. Fram kom á fundinum að rekstur MBF hafi gengið fremur vel á s.l. ári. menn í nefnd til að ræða um málið við menntamálaráðuneytið. Þeir voru Ragnar Júlíusson og Björn Halldórsson, en af hálfu menntamálaráðuneytisins sátu í henni Sól- rún Jensdóttir og Örlygur Geirsson. Gerður og Þorbjörn töldu ekki ljóst hvort sú nefnd hefði í einhverju breytt samkomulagsdrög- unum sem áður lágu fyrir. „Hún fjallaði eingöngu um framkvæmdaatriði, gömlu samkomulagsdrögin standa alveg óbreytt," sagði Ragnar. „Það er í reglugerð að ef tveir borgarfull- trúar óska eftir að taka mál á dagskrá þá skal það gert,“ sagði Gerður Steinþórsdóttir í samtali við NTr „og það ætti Ragnar Júl- íusson að vita. Hún átaldi það að verið væri að vinna að málinu án þess að fræðsluráð fylgdist með því. „Við teljum að ekki sé farið að lögum og því gerum við þá kröfu að það verði tekið á dagskrá fræðsluráðs." Hannesog Kristján Ljóðabækurnar: 36 ljóð eftir Hannes Péturs- son og New York eftir Kristján Karlsson hafa verið tilnefndar af íslands hálfu til Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs fyrir 1985. f dómnefnd- inni, sem valdi bækurnar, eru: Jóhann Hjálmarsson, rithöfundur og Heimir Pálsson, menntaskóla- kennari. dppkz computcr Stórkosdeg verölækkun! Nú geta allir fengið sér alvöru tölvu Nú hafa verið felldir niður tollar og söluskattur af töivubúnaöi. Þetta gerir islendingum kleift að tölvuvæðast í samræmi við kröfur nútímans. Nú átt þú næsta ieik! ' Nú getum við boöið þér vinsælustu alvöru einkatölvu í heimi, Apple / / e, en hún hefur nú selst í 1.500.000 eintökum. Meira en 20.000 forrit eru fáanleg á Apple / / e, en það er mun meira en nokkur önnur tölva getur státaö af. Mörg íslensk forrit eru fáanleg á vélina, t.d. fjárhagsbókhald, viöskiptamannabókhald, lagerbókhald, launabókhald, tollvörugeymsluforrit, veröútreikn- ingar o.fl. Mundu þaö, aö án forrita er tölva eins og bensínlaus bíll. Á Apple / / e er staölaö íslenskt lyklaborö, og hentar hún því einkar vel til ritvinnslu. Notendaminni vélarinnar er 64K, en þaö er stækkanlegt í 128K og ætti þaö aö vera nægilegt fyrir flesta. Apple tölvur eru notaöar hjá skólum, bönkum, opinberum stofnunum, einkafyrirtækjum, skipafélögum, flugfélögum, verk- fræöistofum, læknastofum, rannsóknarstofum, lögfræöistof- um, endurskoöendum, vélsmiöjum, fataframleiöendum, ráö- gjafarfyrirtækjum, verktökum, útgáfufyrirtækjum, prentsmiöj- um og þannig mætti lengi telja. Fjölmargir einstaklingar nota Apple, svo sem kennarar, rithöfundar, vísindamenn, forritarar, rafeindavirkjar, radioamatörar, stjórnendur fyrirtækja og stofn- ana, læknar, verkfræöingar, þýöendur og blaðamenn, og eru þá aöeins tekin örfá dæmi. Tilboö: aöeins kr. 39.980.- Útborgun kr. 8.000 og eftirstöðvar á 10 mánuðum! Skipholti 19, sími 29800

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.