NT - 08.05.1984, Blaðsíða 4

NT - 08.05.1984, Blaðsíða 4
Þriðjudagur 8. maí 1984 4 Ætlar þú að hund? Nýjar reglur um hundahald í Reykjavík: „Ég sé ekki hvernig hægt er að koma þessu heim og saman“ - segir Skúli Johnsen borgarlæknir Höldumokkurvið köttinn í bili ■ „Maður veit aldrei hvað gerist í tilverunni, en það eru engar ráðagerðir um slíkt á prjónunum.“ Þetta sagði Davíð Oddsson borgarstjóri, þegar hann var spurður hvort hann ætlaði að fá. sérhund. En það var Davíðsem lagði fram tillögu þá um að hundahald yrði leyft með ströngum skilyrðum, sem sam- þykkt var í borgarstjórn í síð- ustu viku. Davíð var spurður hvers vegna hann ætlaði ekki að fá sér hund. „Við eigum kött og höfum nóg með hann“ - Ertu kannski ekki áhuga- maður um hunda? „Jú,jú, en við höfum ekkert rætt þetta í fjölskyldunni.“ - Þú útilokar þó ekki að þar geti orðið breyting í framtíð- inni? „Ég útiloka það ekki, en við höldum okkur við köttinn í bili.“ ■ „Ég sé ekki hvern- ig er hægt að koma þessu heim og saman,“ sagði Skúli Johnsen borgarlæknir, þegar NT spurði hann hvert álit hans væri á þeim rýmkuðu heimildum til hundahalds, sem borg- arstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum. „Ég hef ekki séð samþykktina, en mér skilst að menn megi halda hunda að uppfylltum mjög ströngum skilyrðum, og það verður þá væntanlega ennþá ólöglegra en verið hefur að halda ólöglega hunda. Þetta krefst mikils eftirlits sem er dýrt. og það hlýtur að verða að greið- ast af hundaeigendum, mér finnst það ekki verjandi að fólk sem er á móti hundahaldi greiði Skúli Johnsen borgarlækn- Hannes Hólm syngur á árshátíð ■ Hannes Hólm(steinn) Gissurarson, söngvarinn víð- förli, er kominn til landsins. Tilefni ku vera það, að öfga- . klúbburinn Félag frjálshyggju- manna á 5 ára afmæli um þessar mundir og fengu þeir Hannes til að skemmta. Margir munu hafa hug á að heyra Hannes syngja að þessu sinni, en sá þráláti orðrómur hefur gengið í landinu, að hann geti alls ekki sungið. Hafa gárung- arnir kallað hann „Garðar Hólm“ af þessum sökum. Hannes hefur ekki látið orð- róm þennan sem vind um eyru þjóta, heldur sendir hann reglulega fréttatilkynningar um nám sitt og ferðalög í Morgunblaðið. Er það siður hans að enda flestar ferðasögur sínar á orðunum fleygu, „Sá einn veit, er víða ratar.“ Því má skjóta hér inn, að Hannes er óumdeilanlega flínkur með orðskviði og spak- mæli ýmiss konar. Hefur hann oftlega skrifað í dagblöð um þessa leikni sína. Margir niinn- ast þess er hann listavel fletti ofan af ranghugmyndum manna um nokkur algeng spakmæli. Eitt var „Sjálfs er höndin hollust.“ Óvandaðir einhleypingar höfðu komið þeirri ranghug- mynd inn hjá landsmönnum að máltæki þetta hefði klám- kennda meiningu. Hannes, leiðrétti misskilning þennan og upplýsti að höfundurmáltækis- ins væri enginn annar en járn- frúin breska, Margrét Thatcher, og hefði meining hennar verið sú, að kapítalism- inn væri góður! Allir sjá nú að þetta er öldungis kórrétt. Tal um kór og söng dregur fram minninguna um mestu vonbrigði ársins. Þannig var að Hannes Hólm hafði skorað á einn verstan óvin sinn, Ólaf Ragnar Grímsson, í einvígi. Ástæðan var sú að Ólafur hafði styggt Hannes með einhverri ómerki- legri gagnrýni á Bandaríkja- manninn Milton Friedman. Vildi Hannes að þeir fjandvin- irnir mættust á leiksviðinu í Austurbæjarbíó og háðu með sér einsöngskeppni. Var að skilja á Hannesi að hann vildi með þessu ganga frá andstæð- ingi sínum, kommaskrattan- um, og í leiðinni kveða endan- lega niður raddir um litla söng- hæfileika sína. Undirbúningur var vel á veg kominn þegar Ólafur Gríms- son (eins og Hannes nefnir hann, vegna þess að honum er illa við að kommar monti sig með millinöfnum) gerði kröfur sem voru óaðgengilegar fyrir Hannes, og var því söngeinvígi þess aflýst. Ólafur vildi gera úr þessu stóran viðburð, þannig að þeir forsöngvararnir syngju hvor sinn hlutann í Páskaóratoríu Hayeks og væri Pólyfónkórinn hans Ingólfs Guðbrandssonar með þeim á pallinum. Taldi Ólafur að úr þessu yrði betri söngskemmtun ef kórinn bryddaði á bakröddum við verkið, sjúbb-í-dú og þannig. Ingólfur hefur getið sér gott orð á Ítalíu fyrir þannig útsetn- ingar á óratoríum hagfræðinn- ar. „Kór og samsöngur er sós- íalismi", sagði Hannes að bragði og hafnaði hugmynd- inni alfarið. Sagði hann það dæmigert fyrir sameignarsinna að vilja ætíð deila sviðsljósinu með öðrum og syngja í harm- óníum. Varaði hann sérstak- lega við þeirri miklu fjölgun karlakóra sem orðið hefur í landinu. Þar væri sósíalisminn að smjúga inn um bakdyr þjóð- félagsins. ' Einsöngur og sólo er Hannesi Aólm hins vegar að skapi. „Það er einkaframtakið og kapítalisminn", segir hann. Loksins, loksins er komið að því að Hannes ætlar að syngja á íslandi. Eftirvænting- in í hópi pólitískra tónlistar- unnenda er mikil. Allir miðar eru löngu uppseldir, en nokkr- ir ganga enn á fimmföldu frjálsu verði hins svarta mark- aðar. Mörg félög hafa óskað eftir að heyra í drengnum, en hann hefur ekki fengist til að bóka sig annars staðar en hjá Félagi frjálshyggjumanna. • Heyrst hefur að rúsínan í pylsuenda skemmtunarinnar verði stuttur fyrirlestur sens Hannes ætlar að flytja um einkalíf sitt og öfund annarra. Loks hyggst hann tileinka Ólafi Grímssyni siðasta lagið á prógramminu, en það verður la'ljö „Þú ert minn súkkulaði- grís“, eftir nafna hans, Gauk- inn. Einn aðgöngumiði á árs- hátíð þessa hefur borist hingað í skúmaskotið og mun Skuggi því gefa skýrslu um gjörning þennan við fyrsta hentuga tækifæri. Skuggi þann kostnað með sínum sköttum. Svona eftirlit er ef til vill fram- kvæmanlegt í minni bæjum en skýrslur erlendis frá sýna okkur að í borgum með 80 þúsund manns og þar yfir er það mjög erfitt ef ekki óframkvæmanlegt. En það verður að treysta á löghlýðni borgaranna og það kemur í ljós hve hún stendur traustum fótum. Skúli var spurður hvort ekki væri of mikið gert úr þeirri hættu sem frá hundum stafar frá heilbrigðissjónarmiði og svaraði hann því til að heilbrigð- isþjónustan reyndi að fækka sjúkdómstilfellum, en hunda- hald hlyti að fjölga þeim. Hund- ar bæru með sér sjúkdóma sem menn gætu smitast af og leynd- ust lengi með mönnum áður en þeir uppgötvuðust. Þá stafaði af þeim ónæði meira en mörgu fólki þætti heilsu sinni samboð- ið. Einnig væri þekkt að sumt fólk hefði ofnæmi fyrir hundum og yrði fyrir óþægindum af þeim sökum ef hundur væri í sama húsi og það. Menn gætu raunar haft ofnæmi fyrir köttum á sama hátt, „en það virðist óþarft að fjölga sjúkdómsvöldum," sagði Skúli Johnsen. Á ekki að kjósa um hesta,ketti og kanarífugla? spyr Jón Kristjánsson fiskifrædingur, stjórnarmaður í Hundaræktarfélaginu ■ „Ég hef ekki ennþá kynnt mér nákvænilega hvernig þessar nýju reglur eiga að vera, en ég fagna því að heimildir til hunda- halds hafa verið rýmkaðar“, sagði Jón Kristjánsson físki- fræðingur í samtali við blaðið í gær en hann er í stjórn Hunda- ræktarfélagsins og hefur lengi barist fyrir því að hundar yrðu leyfðir í Reykjavík. Hins vegar skyggir það óneit- anlega á að það skuli eiga að hafa allsherjaratkvæðagreiðslu um það hvort hundar verði leyfðir eða ekki. Ef meirihluti verður gegn hundahaldi þá get- ur það ekki Ieitt neitt af sér annað en að hundar í borginni deyi út á nokkrum árum og síðan taki menn að koma sér upp hundum á nýjan leik þótt ólöglegir teljist og sami hringdansinn byrji aftur. Það verða alltaf hundar í borginni, þeir verða ekki bann- aðir“, sagði Jón Kristjánsson. Hann sagðist ekki skilja hvers vegna ætti að kjósa um hunda. „Eigum við ekki að kjósa um hesta, ketti og kanarífugla", spurði hann. Jón sagði að félagsfræðingar hefðu lengi bent á að meira og meira malbik kallaði á fleiri gæludýr, sem fólk hefði til að stytta sér stundir við, hjálpa sér til að vinna bug á einmana- kennd, Þannig væri það heilsu- farslega gott fyrir fólk að halda gæludýr. „Það er talað um að sjúkdóm- ar fylgi hundum og þá vitnað til bandormsins en það er löngu leyst mál“ sagði Jón Kristjáns- son. Hann minnti einnig á mikil- vægi þess fyrir börn að geta umgengist dýr. „Mín börn og vinir þeirra hafa haft mikla ánægju af hundum mínum og ég hef aldrei orðið var við að fólki væri illa við þá. Hitt er annað að Jón Kristjánsson. hundaeigendur verða að siða hunda sína og temja þá vel. Mesti vandi hundaeigenda staf- ar af öðrum bundaeigendum, sem ekki nenna að hirða al- mennilega um hunda sína. Það verður einmitt næsta verkefni Hundaræktarfélagsins að vinna að betri hundamenningu“.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.