NT - 08.05.1984, Qupperneq 5
IW' Þriðjudagur 8. maí 1984 5
IlI Fréttir
Bjami Einarsson í nýrri ársskýrslu Framkvæmdastofnunar
■
■
Aðeins 15% nýrra starfa
í hlut landsbyggðarinnar
■ Af 1.072 nýjum störfum
(ársverkum) sem bættust við
hér á landi við byggingar og
mannvirkjagerð á árunum 1981
og 1982 urðu aðeins 32 störf
(3%) til úti á landsbyggðinni,
en hin 1.040 (97%) á Suðvest-
urlandi, að því er fram kemur í
grein Bjarna Einarssonar í nýrri
ársskýrslu Framkvæmdastofn-
unar. Á Suðvesturlandi (Hval-
fjarðarbotn - Hellisheiði) búa
nú 60% þjóðarinnar.
Bjarni rekur þá fjölgun starfa
sem átt hefur sér stað á árunum
1980-1982 og hvernig þau skipt-
ast milli landshluta. Fyrsta árið
var hlutur landsbyggðarinnar
46% af alls 3.395 nýjum
störfum,1981 var sá hlutur38%
af alls 3.666 nýjum störfum og
árið 1982 komu aðeins 15%,
eða 434 störf í hlut landsbyggð-
arinnar af alls 2.810 nýjum störf-
um það ár.
Pá þróun sem lesa megi út úr
þessum tölum telur Bjarni ugg-
vænlega. Haldi svo áfram virðist
ný flóðbylgja flutninga af lands-
byggðinni til Suðvesturlands
vera að rísa í líkingu við þá sem
skall á á höfuðborgarsvæðinu
og Suðurnesjum á 6. áratugn-
um. Slíkt sé hvorki hagur Suð-
vesturlands né landsbyggðar-
innar og síst af öllu þjóðarheild-
arinnar.
Hlutfall landsbyggðarinnar í
nýjum störfum 1981-82 í eftir-
töldum greinum var sem hér
segir: Verslun 21%, banka- og
tryggingastarfsemi 22%, sam-
göngum 33% og iðnaði og
veitum 35%. Samkvæmt því
sem að framan segir hafa þessi
hlutföll verið stórum lakari fyrir
landsbyggðina síðara árið sem
hér er fjailað um.
Eigi full atvinna að haldast í
landinu á árunum 1982-1992
segir Bjarni að um 16.800 ný
störf þurfi að bætast við á þessu
tímabili miðað við núverandi
framleiðni og því fleiri ef fram-
leiðni eykst. Eigi að koma í veg
fyrir frekari fólksflutninga milli
fyrrnefndra landssvæða þurfi
um 8.100 þessara nýju starfa að
verða til úti á landsbyggðinni,
þar sem hlutfallslega stærri ár-
gangar séu á leið inn á vinnu-
markaðinn, og um 8.700 á
Suðvesturlandi. Sé gert ráð fyrir
að allur vöxtur atvinnulífsins
verði í iðnaði og þjónustugrein-
um (þar sem fáir búast við
aukningu í landbúnaði, fisk-
veiðum og fiskvinnslu) segir
Bjarni að þessar greinar saman-
lagðar þurfi að vaxa um 30% úti
á landsbyggðinni á þessu 10 ára
bili og um 15% á Suðvestur-
landi.
Norrænumþýð-
ingarstyrkjum
úthlutað í dag
- frændur vorir vilja
þýða níu íslenskar bækur
■ í dag verður gengið frá úthlutun styrkja
til þýðingar og útgáfu norrænna bókmennta
af einu norðurlandamáli á annað, en fundur
úthlutunarnefndar norræna þýðingarsjóðs-
ins er að þessu sinni haldinn hér á landi. Það
eru útgefendur sem sækja um styrk til
þýðinga og að þessu sinni er sótt um styrk
vegna þýðinga á níu íslenskum bókum yfir
á dönsku, norsku eða sænsku. Um er að
ræða „Sitji Guðs englar“ eftir Guðrúnu
Helgadóttur. „Gefið hvort öðru“, og fleiri
smásögur eftir Svövu Jakobsdóttur.
„Himnaríki fauk ekki um koll“ eftir Ár-
mann Kr. Einarsson. Bók með Ijóðum 50
íslenskra kvenna. Tvær íslendingasögur frá
13. öld og ein biskupasaga frá sama tíma.
Óvíst er hvort að styrkur fæst vegna allra
þessara bóka þar sem sótt er um miklu
meira fé en sjóðurinn hefur til umráða, en
það er 1,65 milljónir danskar og er helm-
ingnum úthlutað nú. Níu prósentum af
þessari fjárhæð verður varið til þýðinga yfir
á íslensku. Pað er níu manna nefnd sem
úthlutar og er formaður hennar Bengt
Holmqvist frá Svíþjóð. Fulltrúi íslands í
nefndinni er Kristján Karlsson, en varamað-
ur hans Gerður Steinþórsdóttir situr þennan
fund nefndarinnar.
Hetjan í hólminum
á ný í sviðsljósið
■ Fyrirlestur Þórhallar Vilmundarsonar
prófessors, „Hver var hetjan í hóiminum?“
vakti verðskuldaða athygli, enda var þar
brugðið nýju Ijósi á ritun og tilurð tiltekinn-
ar Islendingasögu.
Þórhallur sýndi fram á með gildum rökum
að Harðar saga og Hólmverja á sér hlið-
stæðu í hernaðarbrölti og frækilegum tiltekt-
um Sturlu Sighvatssonar, og er skrifuð af
samtíðarmanni hins síðamefnda Styrmi
fróða ábóta íViðey.
í fyrirlestri sínum notaði Þórhallur mynd-
ir til að skýra mál sitt og glöggva áheyrendur
sig vel á þeim aðstæðum sem verið er að lýsa
hverju sinni. Þar að auki er Þórhalli einkar
lagið að útskýra flókna hluti á einfaldan hátt
svo að auðvelt er að fylgja rökfærslu hans.
Vegna tilmæla úr ýmsum áttum verður
fyrirlestur prófessors Þórhallar endurtek-
inn. Flytur hann því „Hver var hetjan í
hólminum?" á ný í hátíðarsal Háskóla
íslands miðvikudaginn 9. maí og hefst hann
kl. 20.40.
Það mun einsdæmi að háskólafyrirlestur
er endurfluttur vegna óska annars staðar að.
Öllum er heimill aðgangur svo lengi sem
hátíðarsalurinn rýmir áheyrendur.
Macintosh
Þessi frábæra nýja 32 bita tölva frá Apple er væntanleg í mjög
takmörkuöu magni næstu daga. Vinsamlegast staöfestiö pantanir.
Skipholti 19 — Sími 29800.