NT - 08.05.1984, Page 7

NT - 08.05.1984, Page 7
Fólks- flótti úr Frétta- stofu ■ Tíðar mannabreyting- ar hafa verið á fréttastofu ríkisútvarpsins undanfarið ár. Nýlega eru hættir tveir reyndir fréttamenn, þeir Helgi H. Jónsson og Gunnar E. Kvaran og nú hefur Ema Indríðadóttir sagt upp störfum og mun hún hætta á miðju sumrí. Það hefur ekki farið leynt að fólksflóttinn stafar fyrst og fremst af óánægju með kjör. „Því er alls ekki að leyna að þetta hefur verið okkur nokkurt áhyggju- efni“, sagði Hörður Vil- hjálmsson fjármálastjóri ríkisútvarpsins í samtali við NT. Hann sagði að það væri öllum ljóst að launaskrið, það er að segja yfirborganir til einstakra starfsmanna, hefði verið minna hjá útvarpinu held- ur en fyrirtækjum almennt. Því hefði kjara- skerðing undanfarinna ára mætt starfsmönnum stofn- unarinnar með fullum þunga. Hann sagði enn- fremur að nú væri verið að leita leiða til að bæta úr þessu, en það væri erfitt að finna til þess leiðir. Þegar hann var spurður hvort forráðamenn stofn- unarinnar óttuðust ekki að með sama áframhaldi stæði fréttastofan uppi með eintómt óreynt starfsfólk, til dæmis á meðan á sumarfríum stendur. Hann taldi ekki mikla hættu á því þar sem ásókn í fréttamannastöður væri mikil og yfirleitt væru reyndir blaðamenn í hópi umsækjenda. Svo væri líka fjöldi reyndra frétta- manna sem ekki hefðu sýnt á sér neitt fararsnið. Mikil ólga ríkjandi meðal starfsfólksins vegna hugmynda um breytta tilhögun vinnu og hugsanlega fækkun í starfsliði ■ Mikil ólga er nú ríkjandi meðal starfsfólks eldhússins í Kópavogshæli vegna breytingar á vinnutilhögun og fækkunar á starfsliði, sem skrifstofa Ríkis- spítalanna tilkynnti að stæði fyrir dyrum, á fundi með fólkinu í gær. Var starfsfólkinu tilkynnt, að annað hvort sætti það sig við hið nýja fyrirkomulag eða eld- húsið yrði lagt niður fljótlega. „Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við það að vinnuveit- endur breyti um skipulag á vinnustöðum. En í þessu tilfelli finnst okkur ekki rétt farið af stað. Við erum öll með innan við 13 þúsund á mánuði í grunnkaup og okkur finnst að eðlilegra hefði verið að klípa af hjá einhverjum öðrum“, sagði Guðlaug Pétursdóttir, trúnað- armaður starfsfóksins, í samtali við NT í gær. Hún sagði að nýja fyrirkomu- lagið fæli það í sér að vinnutími morgunvaktar færðist, það er að segja að hann hefðist klukk- an átta í stað sjö áður og stæði til fjögur í stað þrjú, sem þýddi að álagstíminn milli sjö og átta á morgnana dytti út og þar með þúsund krónur af mánaðar- kaupinu eða þar um bil. Klukk- an fjögur tæki svo við kvöldvakt, sem áður hefði hafist klukkan þrjú, en eftir sem áður lyki henni klukkan sjö, þannig að nú væri hún þrír tímar í stað fjögurra. „Sumir sem á þessari vakt vinna búa í Reykjavík og það fer að verða spurning hvort það borgar sig fyrir þá að fara með strætó í Kópavog til að vinna ekki einu sinni hálfan dag“, sagði Guðlaug. Guðlaug sagði, að því starfs- fólki sem sagt yrði upp í kjölfar fækkunarinnar hefði verið boð- in ný vinna á Ríkisspítölunum, en ekkert hefði komið fram um það hvort það yrðu ræstingar eða eitthvað annað. „Engar breytingar ákveðnar“ segir Símon Steingrímsson hjá Ríkisspítölunum ■ „Það hefur ekkert verið ákveðið í þessu efni, en það er í gangi áætlun um að ná rekstrarkostnaði, og eldhúsin eru eitt af því sem við höfum haft sérstaklega í sigti á undanförnum mánuðum“, sagði Símon Steingrímsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Ríkisspítal- anna, þegar hann var spurður um breytingarnar í eldhúsi Kópavogshælis. Akvörðunar um breytingarnar eru að vænta síðar í þessum mánuði. Símon sagði, að verið væri að leggja mat á það hvort ætti að bjóða út aftur hluta af starfsemi eldhúsa Ríkis- spítalanna, hvort flytja ætti mat á milli stofnana í meira mæli en gert væri, eða hvort hægt væri að ná fram rekstrarhagræðingu á þeim deildum sem væru nú reknar. „Það hefur verið rætt við starfsfólk um að gera tilraun með ákveðnar breytingar í eldhúsinu, en það hefur eng- um verið sagt upp. Ef til breytinga kemur, verður fólki ekki sagt upp, heldur verður það fært til innan Kópavogshælisins eða Ríkis- spítalanna", sagði Símón Steingrímsson. „Eg verð 95 ára í sumar“ - segir Ingibjörg Þorbergs sem er að hætta hjá útvarpinu ■ Ingibjörg Þorbergs vara- dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins hljópvarps er nú að hætta störf- um eftir 38 ára samfellt starf hjá útvarpinu. Við hringdum í hana af því tilefni og spjölluðum aðeins við hana. - Af hverju ertu að hætta? „Ég verð 95 ára í sumar, sem er samanlagður starfsaldur og aldur. Þess vegna fer ég á eftirlaun. Ég hætti í raun og veru ekki fyrr en um áramót, en ég á inni frí svo að ég hætti upp úr miðjum ágúst.“ - Hvað tekur við? „Ég á nóg af áhugamálum. Svo ætla ég líka að hafa það gott, vera í garðinum og svona. Og ef andinn er ekki búinn að yfirgefa mig, þá ætla ég að fara að skrifa og semja. Ég hef reyndar alltaf verið að semja eitthvað, en þá helst í sumarfrí- um og öðrum fríum.“ - Er eitthvað sérstakt á leið- inni frá þér? „Það eru bæði sögur, ljóð, leikrit og tónlist. En þetta er allt hálfklárað, og eins og Halldór Laxness sagði, þá talar maður ekki um ófædd börn.“ - Hvað er þér minnisstæðast úr starfinu? „Ég er búin að vera í mörgum deildum, lengst af í tónlistar- deild. Eg hef verið varadag- skrárstjóri í 3 ár. Þetta hefur verið skemmtilegt allt, þetta er fjöl- breytilegt og lifandi starf. En eftirminnilegasta árið var þegar Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri fór í frí, og þá var ég dagskrár- stjóri. Það var frá 1. okt. ’82 til 1. okt. ’83, og það var bæði erfitt og skemmtilegt.“ ■ Ingibjörg Þorbergs Hótel Saga: Súlnasal breytt „opin kvöld“ duga ekki lengur ■ „Þessi bísnis kallar orðið á það að meira sé gert fyrir gestina. Það þýðir ekki lengur fyrir þig að opna bara dyrnar og segja „opið í kvöld“ - þú verður orðið að hafa mikið meira fyrir því að ná til við- skiptavinanna heldur en það - t.d. að bjóða upp á skemmti- dagskrár og sýningar af ýmsu tagi“, sagði Wilhelm Wessman á Hótel Sögu, en þar standa nú fyrír dyrum breytingar í Súlnasal á sviði, dansgólfí og lýsingu. Wilhelm sagði hugmyndina að stækka sviðið og skapa þar búningsaðstöðu og búr fyrir tæknibúnað svo sem diskótek ljós og annað. Aukning á ljósabúnaði er bæði fyrir sýn- ingar og dans- og diskólýsingu. Þá munu Súlnaslar dansa á upphækkuðu gólfi eftir breyt- ingarnar. Spurður hvort breytingar þessar væru vegna þess að Saga hefði átt erfitt uppdráttar í samkeppninni s.l. vetur, sagði Wilhelm það nú eitthvað annað. „Við byrjuðum á þess- um breytingum s.l. haust og síðan hefur verið stanslaust uppselt hjá okkur hverja ein- ustu helgi og jafnvel 1-2 helgar fram í tímann. Þetta hefur verið líkast því sem það var í þessa góðu gömlu daga, þegar Saga hafði allt að því einokun- araðstöðu á markaðnum”.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.