NT - 08.05.1984, Side 8
LT
Þriðjudagur 8. maí 1984
8
ndur haf
Hvað varð um
HB-heimilisblaðið?
■ Sl. haust var ég undirrituð
beðin að safna áskrifendum
fyrir HB-heimilisblaðið og
skyldi greiða árið fyrirfram, í
árgangi áttu að vera 4 blöð og
var hið fyrsta þeirra afhent við
greiðslu árgjaldsins. Síðan leið
og beið og engin blöð komu og
fóru áskrifendur að ókyrrast
og spyrja hvenær von væri á
blöðunum, sem vonlegt var.
Ég byrjaði að hringja í Ósk-
ar Mikaelsson, framkv.stj. í
janúar og fékk þá þau svör að
þetta hefði nú dregist vegna
veikinda, en blaðið færi alveg
að koma. Næst, þegar ég hafði
samband, sagði hann að þau
væru hætt Jóhanna (ritsj.) og
Smári (ábm.) en hann væri
búinn að fá fólk í þeirra stað
svo þetta færi nú alveg að
koma. Ég hringdi enn og ekki
stóð á svörum: Þá átti blaðið
að vera komið út um land 14.
marz, en ekki gerðist það.
Síðast þegar ég hafði samband
við Óskar í byrjun apríl, sagði
hann að blaðið færi í póst eftir
helgina og þetta yrði kynnt í
útvarpi og sjónvarpi svo ekki
færi fram hjá neinum, svo
kæmu blöðin reglulega, næsta
blað fyrstu dagana í maí og svo
á tveggja mánaða fresti.
Svona framkoma finnst mér
vægast sagt ómerkileg og sjálf-
sagt hafa fleiri en ég verið
blekktir til að safna „áskrifend-
um“ að blöðum, sem svo koma
aldrei út.
Virðingafyllst
Margrét Guðlaugsdóttir
Túngötu 25, Tálknafirði
Ihaldspress-
an gul og grá
-vísa að austan
■ Hrafn Sveinbjarnarson á
Hallormsstað bað mig að
senda ykkur eftirfarandi vísu í
tilefni af því að Tíminn hefur
nú hætt göngu sinni og Nútím-
inn tekið við.
„íhaldspressan gul og grá
gerist æði kt'min,
loksins er nú lagst í dá
landsmálablaðið Tíminn.
Með bestu kveðju og ósk
um góðan árangur í blaðaút-
gáfunni, og vonandi þjarmið
þið nú að íhaldspressunni svo
um munar, svo glottið á henni
fölni.
Jón Kristjansson
Egilsstöðum
■ Strætisvagnar Kópavogs taka upp nýtt leiðakerfi 2. júní nk. og hafa hagkvæmni, sparnað og þjónustu að leiðarljósi.
Nýtt leiðakerfi hjá S.V.K.
- Breiðholtið tengist því
■ í blaði þínu NT 3/5 ’84 er
fyrirspurn frá „Breiðholtsbúa"
um tengsl almenningsvagna-
þjónustu milli Kópavogs og
Breiðholts.
Ástæðurnar fyrir því að ekki
hafa verið betri tengsl þarna á
milli eru margar, t.d. að ekki
eru komin fullnægjandi um-
ferðarmannvirki, ekki talin
vera þörf á því, mikil einka-
bílaeign og fleira mætti telja.
Það má segja að leiðakerfi
strætisvagna þurfi alltaf að
vera í endurskoðun og í því
sambandi er rétt að geta þess
að leiðakerfi S.V.K. var
endurskoðað og breytt veru-
lega 1974 og svo aftur 1981 og
þá lengt verulega í Austurbæn-
um m.a. ekinn hringur um
svokallað iðnaðarhverfi, með
því var ekið inn undir Reykja-
nesbraut og er um 200 m
gangur að biðstöð S.V.R í
Álfabakka. Það hefur komið í
Ijós að umferð gangandi veg-
faranda yfir Reykjanesbraut
skapar verulega slysahættu,
þó slys hafi verið í lágmarki
þarna ennþá, sem betur fer.
Undanfama mánuði hefur rekst-
ur S.V.K. verið í endur-
skoðun og markmiðið: Hag-
kvæmni - sparnaður - þjón-
usta.
Það var svo í síðasta mánuði
að bæjaryfirvöld í Kópavogi
—8---8----=8=
' J Sncl. Grund.
Auóbr. Ð
V Brcttcbr.
Bleaugr.
/
Astún Hólin. V'v ^ /
©—L | —-o— -
ÁLFHÓLSVEGUR [I___Q____, | Alfah. |
Engihj. |
Stekkjarb.Q
\KÓPAVOGSBR.
Kópav. Þingólaak
lióar
SUHAR_0G HELGARttTLUN(VlRKA D*GaJ* 111
Morgun- og mióvakt •
—— (U) j
■ Svona lítur SUlVfAR OG HELGARÁÆTLUN S.V.K. út virka daga, morgun- og miðvakt.
Áætlunin tekur giidi 2. júní nk. og gildir frá kl. 6.40 - 19.30. Ferðirnar verða á 30 mín. fresti á
tímunum kl. 7-9 og 16-19, en á öðrum tímum á 15 mín. fresti.
samþ. nýtt leiðakerfi fyrir un“ sem þýðir að það er ekið á ca. 15 mín., sem sagt ekið
S. V.K. sem gert er ráð fyrir að hálftímafresti, nema á morgn- meira þegar þarf en dregið úr
byrji laugardaginn 2. júní n.k. ana og seinni hluta dags akstriþegarfarþegarerufærri.
og þá svokölluð „Sumaráætl- (virka). Þá verða þéttari ferðir Með þessu nýja leiðakerfi er
ákveðið að vagnar S.V.K. aki
í Breiðholt þ.e.a.s. ekið verður
austur Smiðjuveg inn á
Reykjanesbraut, af henni inní
Álfabakka að biðstöð S.V.R.
(gegnt B.P. bensínstöðinni),
síðan beygt til hægri í Stekkjar-
bakka og biðstöð S.V.R. þar
síðan inn á Breiðholtsbraut og
þaðan upp Suðurhlíðarveg inn
í Kópavog aftur og í skiptistöð
(sjá kort)
Góð samvinna er við S.V.R.
um biðstöðvar og eins er gagn-
kvæmt skiptimiðakerfi síðan
1974. Það er því von þeirra
sem að þessari breytingu
standa að hún komi sér vel.
Forráðamönnum er það vel
ljóst að þetta er erfið leið að
aka á álagstímum vegna mikill-
ar umferðar en það er okkar
von að reynt verði að liðka til
fyrir þessum þörfu samgöngu-
tækjum, eins og kostur er. Ég
geri ekki frekari grein fyrir
þessu nýja leiðakerfi í þessari
blaðagrein en vil þó að lokum
upplýsa eftirfarandi: Farþega-
fjöldi árið 1983 var um 2,3
milljónir, heildarakstur á
öllum vögnum um 580 þús.
km. Farþegum fjölgaði um 4%
á árinu 1983.
Kópavogi 4. maí 1984
Karl Árnason
forstöðumaður S.V.K.
Dónaskapur sjónvarpsins
■ Mér finnst dónaskapur
sjónvarpsins með afbrigðum.
í íþróttaþætti síðast liðinn
mánudag var farið rangt með
nafn á átta ára dreng sem varð
efstur í sínum flokki á Andrés-
ar andar - leikunum. Ekki nóg
með að nafnið væri rangt held-
ur þurfti Bjarni Felixson endi-
lega að kenna hann við rangan
kaupstað. Þegar ég fór þess á
leit að sjónvarpið leiðrétti
þessi mistök varð fátt um svör,
sagt að Bjarni væri í beinni
útsendingu og ekki hægt að fá
að tala við hann. Mér er spurn
hvort ekki hefði mátt koma til
hans bréfsnepli?
Drengurinn sem hér um
ræðir heitir Róbert Hafsteins-
son, en ekki Harðarson.
Hann er frá Isafirði en ekki
Akureyri. Og ég vil benda
Bjarna Felixsyni á það, að átta
ára börnum þykir ekki síður
vænt um að þeirra sé getið fyrir
afrek sem þau vinna en full-
orðnu fólki. Þess vegna er ekki
síður ástæða til að leiðrétta
nafnabrengl hjá þeim en þegar
fullorðnir eiga í hlut. Annars
vil ég þakka sæmilegan íþrótta-
þátt.
Einar Valur Kristjánsson
á ísafirði
Börnum þykir ekki síður vænt um að þeirra sé getið fyrir afrek
sem þau vinna en fullorðnu fólki, segir bréfritari. En þá verður
líka að fara rétt með nöfn þeirra.
Launaumslögin koma eftir 4 til 16 mánuði
■ Peningarnir í launaumslaginu eru oft orðnir lítils virði eftir
4-16 mánuði.
■ Um síðustu mánaðamót
greiddi Mjólkursamsalan
bændum suð-vestanlands upp
mjólk frá í fyrra, 220 milljónir.
Það hefur verið erfitt fyrir
bændur að lána þetta óverð-
tryggt í verðbólgunni. Fóður-
verð tvöfaldaðist á árinu.
Veðurfar alþekkt. Ba:ndur
hafa lifað á skuldasöfnun. Er
það von mín að hægt verði að
borga upp ekki sjaldnar en á 6
mánaða fresti.
Nú hefur ráðherra stungið
M.S. og þar með bændum í
fjárlagagatið. Hætt er við að
enn sé glufa sem vel mætti fylla
upp í. Væri ekki ráð að haga
launagreiðslum ríkisstarfs-
manna líkt og bænda, greiða í
einu lagi eftir 16 mánuði.?
Trausti Skúlason
Skógarnesi