NT - 08.05.1984, Blaðsíða 14
ÍW' Þriðjudagur 8. maí 1984 14
Lil Úttekt
GARÐA
HVAÐ^
i Iííi
vlTuu]^
LLLLLLV/'Í
llll“*m&
lLtLLUfe 'X,
GARÐA-
PLAST
hefur verið notað
við kartöflurækt
með góðum
árangri.
Garðaplast
★ Eykur uppskeruna
★ Eykur gæði kartafl-
anna
★ Styttirvaxtartímann
Veljið það
besta
Heildsölubirgðir
1'liisl.os lll’
© 8 26 55
Sólarlandaferðirnar:
Sólin er uppseld!“*
■ „Sólin er uppseld“; Ef til vill til sæti í
júlí og september en annað uppselt;
„Mikið til fullt í sólarlandaferðir hjá
okkur.“ Þetta voru svör sem NT fékk
undantekningarlaust hjá ferðaskrifstof-
um þegar blaðið spurðist fyrir um eftir-
spurn eftir sólarlandaferðum í sumar.
Petta er önnur saga en í fyrra
þegar sólarlandamarkaðurinn
brást miðað við þær áætlanir
sem gerðar höfðu verið. Árið
1982 hafði verið mjög mikið
ferðaár og ferðaskrifstofurnar
miðuðu áætlanir sínar fyrir árið
1983 við það. Síðan kom í ljós
að ferðir til sólarlanda bókuðust
illa, og skrifstofurnar gerðu þá
ráðstafanir, felldu niður ferðir
eða sameinuðu leiguflug. Petta
varð til þess að ferðaskrifstof-
urnar sluppu flestar með sæmi-
lega heil skinn, þrátt fyrir að tap
yrði á rekstri þeirra yfir árið.
Vegna þessa var hálfgerður
kreppuviðbúnaður hjá ferða-
skrifstofunum í haust þegar þær
skipulögðu sínar ferðir til sólar-
landa. Sætaframboð í leigu-
flugum er nú talsvert minna í
heild en það var í fyrra eftir
samdráttarráðstafanirnar.
En svo virðist sem ekki hafi
verið ástæða til svartsýni því
eins og sagði í upphafi hefur
eftirspurn eftir skipulögðum
ferðum, hvort heldur er til sólar-
landa eða í sumarhús í Evrópu,
verið mjög mikil í vor. Þetta
kemur e.t.v. á óvart eftir
krepputal og kjaraskerðingu
undanfarinna mánuða: bendir
þetta til þess að þrátt fyrir tal
um lág laun og erfiðleika við að
ná endum saman sé þessu ekki
svo farið í raun?
NT sneri sér til nokkurra
framámanna í ferðaiðnaðnum
og spurði þá hverju þetta sætti
að þeirra dómi.
Aukinn stöðug-
leiki í
þjóðfélaginu
„Ég held að það sé þessi
aukni stöðugleiki í þjóðfélag-
inu. Fólk virðist ákveða sig
snemma og fyrr en venjulega.
Það veit meira að hverju það
gengur og getur þar af leiðandi
gert áætlanir fram í tímann"
sagði Ingólfur Guðbrandsson
forstjóri Útsýnar en Útsýn er
stærsta ferðaskrifstofan á sólar-
landamarkaðnum. „Betri kjör
á ferðum koma þarna einnig við
sögu. Verðið á þeim hefur ekki
hækkað eftir gengisfellingu í
fyrra og í sumum tilfellum hefur
það lækkað vegna ennþá hag-
stæðari samninga og afnáms
ferðamannagjaldeyrisskatts-
ins.“
„Veðurfarið undanfarið, tveir
þungir vetur og vont sumar í
fyrra, gott verð á ferðunum nú
og yfirleitt lægra en í fyrra og
almennt betri greiðsluskilmálar
eru atriði sem hafa mikið að
segja“ sagði Karl Sigurhjartar-
son, framkvæmdastjóri Úrvals.
„En það kemur fleira til, ákveð-
inn stöðugleiki í þjóðfélaginu
eykur bjartsýnina. Fólk
sem
veit nú nokkurnveginn hvar það
stendur og treystir sér því betur
til að leggja í svona fjárfestingu.
Samningar við verkalýðsfélögin
gengu síðan c.t.v. betur en
menn þorðu að vona og gengið
helst stöðugt.“
„Veðurfarið hefur haft mikið
að segja“ sagði Steinþór Einars-
son sölustjóri hjá Samvinnu-
ferðum - Landsýn. Menn eru
orðnir þreyttir eftir tvo erfiða
vetur og síðan léttan „vetur“ í
fyrrasumar. Mér er sagt að á-
standið á fasteignamörkuðum
sé t.d. frekar rólegt, fólk fari
frekar út í sumar en að fara út í
stærri fjárfestingar.“
■ Böðvar Valgeirsson
stjóri Atlantik.
Og nú eru önnur viðhorf í
peningamálum. Áður kom fólk
og kynnti sér verð sem síðan
þegar til átti að taka hafði
hækkað um 10-15%. Nú finnur
maður á fólki að það gerir ráð
fyrir að verð sem það fær í
hendurnar á vori standist fram
eftir sumri. Við höfum líka ýtt
undir þessa trú því fátt bendir til
þess að þetta þurfi að hækka."
er
„Þetta land okkar er e.t.v.
ekki besti staður í heimi þó það
sé margt gott um það að segja.
Það er hálfgert veðravíti" sagði
Böðvar Valgeirsson forstjóri
Atlantik. „Fyrir 20 árum eða
svo þekkti fólk ekki annað en
nú eru utanlandsferðir orðnar
fastur þáttur í lífi margra; það
að hlakka til einhvers frís og
það er tilbúið að láta annað
víkja. Þetta er mynstur sem
gengið hefur í gegnum síðustu
áratugi í nágrannalöndum
okkar.
„í fyrra hélt fólk að
höndum þar sem það vissi ekki
hvar það stóð, sagði íslaug
Aðalbjörnsdóttir forstjóri
Ferðamiðstöðvarinnar. „Þetta
er öðruvísi nú. Gengið
stöðugt og fólk trúir að það
geti gert áætlun sem stenst fram
í tímann. Fólk ákvað sig
snemma nú, það kom hér og var
þá búið að ákveða sig þá þegar
og þurfti ekki að velta vöngum.“
Eins og lesa mátti er varla
hægt að benda á neina einhlíta
skýringu á meiri ferðagleði ís-
lendinga nú í sumar en í fyrra,
en þó má ætla að þær ástæður
sem flestir nefndu, íslenska
veðráttan og meiri festa í pen-
ingamálum séu aðalskýringarn-
ar. En auk þess vegur örugglega
þungt á metunum að verð sólar-
for-
landaferðanna er tiltölulega
hagstætt, hefur í sumum tilfell-
um staðið í stað frá því í fyrra
ogjafnvel lækkað. Þar kemurtil
stöðugleiki í gengismálum og
einnig afnám ferðamannagjald-
eyrisskattsins eins og Ingólfur
Guðbrandsson nefndi. Áður
þurftu ferðaskrifstofur að greiða
fyrir hótel og íbúðir ytra í
ferðamannagjaldeyri en eftir af-
nám hans hafa ferðirnar lækkað
í raunvirði. Auk þess koma til
hagstæðari samningar við
flugfélögin um leiguflug, kvöld-
flug og fleira.
Hagnaður víkur
fyrir tryggri
afkomu
■ Karl Sigurhjartarson fran-
kvæmdastjóri Úrvals.
■ Ingólfur Guðbrandsson for-
stjóri Útsýnar.
En samdráttur í sætafram-
boði hefur einnig áhrif á verð-
lagningu. Með því móti fæst
betri nýting á ferðunum enda er
verðlagning þeirra öðrum þræði
miðuð við góða nýtingu.
Þá er hagnaðarsjónarmiðið
frekar látið sitja á hakanum
fyrir tryggri afkomu. í leigu-
flugum er miðað við að ákveðið