NT


NT - 08.05.1984, Side 16

NT - 08.05.1984, Side 16
Þriðjudagur 8. maí 1984 16 Úttekt á klæðnaði gesta við - Alltfráþvíaðverastórglæsilegur ■Úthlutun Óskarsverðlauna hefur lengi verið ágætis tæki- færi fyrir gesti til að sýna sig og sjá aðra. Og þá er um að gera að ganga sem mest í augu áhorfenda, því að hver sá, sem hverfur í f jöldann og enginn tekur eftir, hefur þar með glatað einstæðu tækifæri, sem ekki gefst aftur kostur á fyrr en að ári liðnu. 1 Hönnuðurinn Jacques Beliini hefur gert nokkrum gesta við hátíðina þann greiða að gera athugasemdir við CHÉR Perlusaumaði kjóllinn, sem huldi ekki meira en bráðnauðsynlegt er, var alveg stórkostlegur. Hann er fleginn næstum niður á nafla og klæddi hana gífurlega vel. Hún bar af öllum öðrum á hátíðinni. CHRISTIE BRINKLEY Það var ekki hægt að fá nokkurn botn í hvernig hún var klædd. Það var engu líkara en að hún hefði í hasti smeygt sér í svartan nærbol og pils. Hún var eins og gagnfræðaskólastúlka. LIZA MINELLI Fjólublátt og Liza eiga bara alls ekki saman. Hún er stórkostleg kona, en það var engu líkara en að hún hefði reyrt á sér brjóstin, svo að hún gæti verið í þessari spennitreyju. Nureyev (? ára). - *■**"*■ °bú«in8num<r-*> Nureyev dansar ballett í fíkjublaði ■ Þótt Rudolf Nureyev sé með eldri ballett-dönsurum sem enn dansa sem aðaldans- arar, þá er langt í frá að hann sé gamaldags í verkefnavali. Nú er Nureyev að dansa í ballettsýningu, sem 89 ára danskennari, Martha Grahant, er höfundur að, en dansinn þykir þó mjög nýtískulegur. Hún tekur fyrir efni, sem alls ekki hefði komið til greina að sýna á sviði, þegar hún var upp á sitt besta, - en eins og hún segir í blaðaviðtali þá er hún svo heppin að hafa heilsu til að starfa að ballett þrátt fyrir háan aldur og tileinka sér ný vinnubrögð og ný viðhorf á mörgum sviðum. Þessi dans hennar, sem Nureyev dansar nú í er kallað- ur „homosexual ballett“.f’ykir ballettinn fallegur - en nókkuð djarfur, t.d. dansar Nureyev í fíkjublaði (úr teygjuefni) einu saman! ■ Þó að ekki séu allir á eitt sáttir um vinnubrögð bandarísku kvikmyndaakademíunnar, var Shirley MacLaine harðánægð með að vera nú loks álitin verðug Óskarsverðlaunanna eftir 26 ára tilraunir til þess. Jack Nicholson varð ekki eins uppnæmur, enda er þetta í annað sinn, sem hann hlýtur náð fyrir augum (ýmist opnum eða lokuðum) meðlima akademíunnar.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.