NT - 08.05.1984, Page 24

NT - 08.05.1984, Page 24
iil Þridjudagur 8. mai 1984 24 Njósnaði kanadískur glæpa- maður um friðarhreyfinguna? Haaf-Reuter ■ Hollensk yfirvöld hafa skýrt frá því að Kanadamaður, sem segist hafa njósnað um friðar- hreyfinguna í Hollandi, hafi langan glæpferil að baki sér. Kanadamaðurínn, sem heitir John Paul Gardiner, dvaldist um fimm mánaða skeið í búðum kjarnorkuandstæðinga nálægt herstöð í Suður-Hollandi þar sem hugsanlegt er að bandarísk- um kjarnorkuvopnum af Cru- ise-gerð verði komið fyrir. Kjarnorkuandstæðingar fylltust grunsemdum um að í röðum þeirra væri njósnari eftir að í ljós kom að lögreglan vissi um mótmælaaðgerðir þeirra fyrir- fram þó svo að undirbúningur þeirra hefði verið leynilegur. Þann 20. apríl síðastliðinn sagði Gardiner kjarnorkuand- stæðingum frá því að hann starf- aði fyrir hollensku leyniþjónust- una og bandarísku leyniþjón- ustuna CIA. Hann sagðist viðurkenna njósnastarfsemi sína til þess að friða sam- viskuna. Síðan hefur hann einu sinni hitt blaðamenn í Hollandi þar sem hann endurtók fullyrð- ingar um að hann hefði starfað fyrir bandarísku og hollensku leyniþjónusturnar þótt hann sýndi engin áþreifanleg sönn- unargögn. Síðastliðinn miðvikudag hélt. öryggismálanefnd hollenska þingsins lokaðan fund þar sem þetta mál var rætt. Eftir fund nefndarinnar var skýrt frá því að John Paul Gardiner hefði verið dæmdur fyrir þjófnað, svindl og fleiri glæpi í Bretlandi. Svíþjóð, Vestur-Þýskalandi og fleiri löndum. Oryggismála- nefnd þingsins mun á fundi sínum m.a. hafa rætt um það hvort hugsanlegt væri að holl- enska leyniþjónustan hefði greitt Gardin er fyrir upplýsing- ar. Síðast þegar fréttist hafði leyniþjónustan e'nn ekki svarað spurningum þar að lútandi. ■ ÞÓTT heimsóknin til Kína yrði góð auglýsing fyrir Reag- an persónulega, hafa frétta- skýrendur yfirleitt talið, að hann hafi ekki haft erindi sem erfiði. Honum hafi t.d. ekki tekizt að draga úr ágreiningi við Kín- verja um Taiwan og ekki heldur tekizt að fá Kínverja til að taka upp nánari sam- vinnu við Bandaríkin um and- stöðu gegn Rússum. Þvert á móti hafi kínverskir fjölmiðlar fellt niður úr ræðum hans um- mæli, sem gátu talizt áróður gegn Sovétríkjunum. Það eru þó ekki allir sam- mála um að Reagan hafi ekkert orðið ágengt í þessum efnum. Meðal þeirra eru forustumenn Sovétríkjanna. Þeir telja kín- versku stjórnina hafa gengið alltof langt til móts við Banda- ríkin. Bersýnilegt er, að þeir ætla að beita þeim áróðri gegn Kínverjum í þriðja heiminum, þar sem Rússar og Kínverjar keppa um forustuna. rekur, ófýsi hennar til að ná samkomulagi við Sovétríkin þar á meðal um afvopn- unarmál. Reagan fullvissaði kínversku forystuna um að Bandaríkin mundu aldrei fall- ast á að undirrita samning við Sovétríkin um niðurskurð eða eyðileggingu kjarnorkuvopna í Evrópu, ef sovéskar eldflaug- ar, sem hafa verið settar upp í Asíu verða óhreyfðar. Samt sem áður gleymdu Reagan og kínverskir viðræðuaðilar hans að minnast á það að Bandarík- in hafa sett upp í Asíu hundruð eldflauga um borð í kafbátum og flugvélum, sem beinast gegn Sovétríkjunum og öðrum löndum í Asíu. Og þau hafa ekki í hyggju að fækka þeim. Það er eftirtektarvert í þessu sambandi að í tali sínu um heimsástandið lögðu kínversk- ir leiðtogar að jöfnu heims- valda- og hernaðarstefnu Bandaríkjanna og friðarstefnu landa hins sósíalíska samfé- Chernenko á Rauða torginu 1. maí síðastliðinn Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar mundu halda áfram að halda sig við þessa afstöðu, sem kem- ur í veg fyrir að eðlilegt ástand komist á milli Sovétríkjanna og Kína.“ I FRAMHALDI greinar- innar er vikið að samningum þeim, sem gerðir voru um viðskiptamál og tæknimál meðan Reagan dvaldi í Kína. Rússar ásaka Kínverja fyrir undanlátssemi við Reagan Þeir viðurkenna þó, að Kínverjar hafi sýnt vissa varúð Þetta kemur glöggt í Ijös í grein, sem borizt hefur frá APN og þykir ekki úr vegi að birta hér útdrátt úr henni, þar sem hún sýnir glöggt þessa hlið á áróðursstríði Rússa og Kín- verja: „ÁHRIFIN af viðræðum um samskiptin milli Kínverska al- þýðulýðveldisins og Banda- ríkjanna, svo og í Asíu í heild, munu koma fram með tíman- um. Það er hægt að segja þegar núna, að Washington sé að reyna að láta heimsókn Reagans líta út sem meiri hátt- ar pólitíska aðgerð og reyni að nota hana í áróðursskyni. Re- agan og stjórn hans viídu nota „Kína-þáttinn“ til hins ýtrasta í áætlunum sínum, með tilliti til áframhaldandi kosningabar- áttu í Bandaríkjunum, leika út „Kína-spilinu“ fyrst og fremst í sambandi við andspænið við Sovétríkin í Asíu og við Kyrra- haf, að stækka þau svæði þar sem Bandaríkin ættu sameigin- legra hagsmuna að gæta með Kína, samkvæmt orðum Reag- ans og halda áfram að sam- ræma aðgerðir með Kína í nokkrum málefnum er varða alþjóðamálefni. Bandaríski forsetinn reyndi á allan hátt að gefa máli sínu, og einkum opinberum yfirlýs- ingum sínum, ögrandi and-so- véskan blæ. Þetta var ný stað- festing á þeirri hernaðarstefnu, sem bandaríska ríkisstjórnin lags, sem er á móti styrjöldum í eðli sínu. Enn fremur virðist Peking ekki skeyta neitt um hina hættulegu stefnu Was- hington í alþjóðamálum, auknar hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna í Asíu og við Kyrrahaf. Deng Xiaoping sagði í þessu sambandi að Kína væri ekki á móti hernað- aruppbyggingu Bandaríkjanna og að það hefði ætíð stutt slík skref af hálfu Bandaríkjanna. Ekki mótmæltu kínverskir aðilar heldur, eins og hægt er að dæma af niðurstöðum við- ræðnanna, þegar verið var að hvetja til hernaðarstefnu í Jap- an og hjá öðrum banda- mönnum Bandaríkjanna, eða rætt var um að koma saman hernaðarbandalagi Washing- ton-Tókíó-Seoul. Við hinar flóknu aðstæður, sem ríkja í dag, þegar and- spæni eykst milli sósíalisma og heimsvaldastefnu, í Asíu og þegar Reagan hefur lýst yfir „krossferð“ gegn kommún- isma, er afar mikilvæg sú staðreynd, að í viðræðum Kína og Bandaríkjanna skyldi vera um að ræða sameiginleg sjón- armið á grundvallaratriðum í alþjóðastjórnmálum. Eins og kom fram hjá Reagan eru þau málefni, sem löndin eru sam- mála um fleiri en þau sem ágreiningur ríkir um. Deng Xiaoping sagði fyrir sitt leyti að Kína og Bandaríkin hefðu sameiginleg sjónarmið á nokkr- Frá viðræðum Dengs Xiaoping og Reagans í Peking um aiþjóðamálum. Peking og Washington hafa lýst yfir því að menn þar séu fylgjandi þvt að halda áfram alhliða stuðningi við andbylt- ingarmenn í Afganistan og khmerana. Þegar umræður stóðu yfir um ástandið í Kóreu krafðist forsætisráðherra Kín- verska alþýðulýðveldisins þess ekki að bandarískar herdeildir yrðu fluttar á brott frá Suður- Kóreu, en þar er um að ræða lykilinn að lausninni á Kóreu- vandamálinu. Þegar rætt var um ástandið í Mið-Ameríku lét yfirmaður kínversku ríkis- stjórnarinnar sér nægja að koma með þá yfirlýsingu að Kína væri ekki á sama máli varðandi sumar aðgerðir Bandaríkjanna í þessum heimshluta án þess að minnast á heimsvaldastefnu Bandaríkj- anna gegn Grenada og Nícar- agúa og vaxandi ógnanir af hálfu Bandaríkjanna í garð hins sósíalíska ríkis Kúbu. Það er eftirtektarvert, að heimsókn Reagans til Kínverska alþýðu- lýðveldisins bar upp á sama tíma og Peking jók spennuna við landamæri Víetnam. Leiðtogar Kínverska al- þýðulýðveldisins og Banda- ríkjanna ræddu, eftir fréttum að dæma, samskipti Sovétríkj- anna og Kína í smáatriðum. Leiðtogar í Peking endurtóku þá kröfu sína að það væri nauðsynlegt að Sovétríkin ryddu úr vegi svokölluðum þrem stórum hindrunum, sem varða sovéska öryggishags- muni og samvinnu Sovétríkj- anna við Afganistan, Víetnam, Kampútseu og Mongólíu og þeir lögðu áherslu á að þeir Ennfremur um hugsanleg vopnakaup Kínverja í Banda- ríkjunum. í greinarlokin segir svo: „Þegar rætt var um árangur- inn af heimsókn bandaríska forsetans lögðu kínverskir leiðtogar á það áherslu, svo og Reagan, að hún hefði verið árangursrík og leitt til þess að gagnkvæmur skilningur jókst og vinátta styrktist. Að vísu olli hin opinskáa valda og hern- aðarstefna Reagan-stjórnar- innar í heimsmálunum vissri varúð hjá opinberum aðilum í Peking. Heimspressan álítur þá staðreynd að hatrömmustu yfirlýsingar Reagans í opinber- um ræðum hans í Peking voru strikaðar út þegar þær voru birtar í blöðum, vera merki um þessa varúð. Þær áskoranir sem komu fram hjá Reagan í Peking er hann hvatti til þess að auka spennu á alþjóðavettvangi, til þess að auka andspænið við Sovétríkin og önnur sósíalísk lönd, staðfesta hernaðarlega þáttinn í stefnu Bandaríkj- anna. Reagan var ekki að fela afstöðu og hagsmuni heims- valdasinna nð viðleitni sína til að fá öll pólitísk öfl í heiminum inn í hina and- kommúnísku og and-sovésku „krossferð“. Þetta er hættuleg stefna. Hún er í andstöðu við hagsmuni friðar og sósíalisma, svo og hagsmuni kínversku þjóðarinnar." Tailenskir síamstvíburar ■ Þessir síamstvíburar fæddust þann 30. apríl síðastliðinn í sjúkrahúsi í Bangkok. Þeir hafa fjórar hendur og tvö höfuð en aðeins tvo fætur. Læknarnir segja að tvíburarnir séu við góða heilsu og að þeir kanni nú hvort hægt sé að skilja þá að. Þeir voru fjögur kíló og fjögur hundruð grömm þegar þeir fæddust. Símamynd-POLFOTO. Náttúran lamin með lurk ■ Borgarstjórinn í Nýju Delhi hefur lögfest að karl- menn megi ekki reyna til við konur í strætisvögnum höfuðborgar Indlands. Héðan í frá er þeim fyrir bestu að stinga höndunum djúpt í buxnavasana og stara út úr glugga strætis- vagnanna. Ef þeir eru staðnir að því að glápa dónalega á konurnar eða gefa til kynna með handa- pati að þeir séu ekki frá- hverfir því að kynnast þeim nánar eiga karlagreyin á hættu að verða dæmdir í tveggja til fjögurra vikna fangelsi. Sömuleiðis er það refsi- vert ef karlmaður rekst á konu í strætó eða snertir hana þegar hann gengur framhjá hinni forboðnu tegund. Fyrstadagblað á Grænlandi ■ Dagblað hefur hafið göngu sína í Nuuk í Grænlandi. Það kom fyrst út í síðustu viku og hefur hlotið heitið Nuuk Ul- lumi, sem útleggst Nuuk í dag. Blaðið á að koma út fjórum sinnum í viku til að byrja með. Nuuk, áður Góðvon, er stærsti bær á Grænlandi og tel- ur 10 þúsund íbúa. Verð á selskinn- umferhækkandi ■ Verð á selskinnum hefur verið lágt undanfarin ár og salan treg. Orsökin er fyrst og fremst sá áróður sem rekinn hefur verið meðal efnaðra þjóða, að ekki beri að drepa sel og fólki ráðlagt að kaupa ekki vörur sem búnar eru til úr selskinni. Á uppboði á selskinnum sem Konunglega danska Grænlands- verslunin hélt í Glostrup voru seld 15 þúsund selskinn og fékkst talsvert hærra verð fyrir þau en í fyrra. Skinnin seldust fyrir 1.5 millj. danskra króna.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.