NT


NT - 08.05.1984, Side 26

NT - 08.05.1984, Side 26
Þriðjudagur 8. maí 1984 26 Hvammstanga- hlaupið... ■ Hvammstangahlaup veröur haldið laugardag- inn 12. maí n.k. kl. 14.00. Hlaupið hefst við Félags- heimilið á Hvammstanga og er keppt í sömu flokk- um og í víðavangshlaupi íslands þ.e. karlar 8 km, konur 3 km, drengir og sveinar 3 km, piltar og telpur 1.5 km, strákar og stelpur 1.5 km. Keppt er um bikar í hverjum flokk fyrir 3ja manna sveit, Þátt- tökutilkynningar þurfa að berast fyrir fimmtudags- kvöld 10. maí itl Flemm- ings Jessen síma 1368, eða Páls Sigurðssonar síma 1328. Hlaup þetta er liður í stigakeppni Víðavangs- hlaupanefndar veturinn 1983-1984. Breiðablik tók ÍBV Frá Sigfúsi Guðmunds- syni, Vestmannaeyjum: ■ Breiðablik sigraði ÍBV hér um helgina í bæjarkeppni milli Vest- mannaeyjakaupstaðar og Kópavogskaupsstaðar með fjórum mörkum gegn tveimur. Breiðablik komst í 4-0 þegar 3 mínútur voru Iiðn- ar af síðari hálfleik, staðan í hálfleik var 3-0. Vest- mannaeyingar náðu svo að klóra í bakkann í síðari hálfleik og gerðu þá tvö mörk. Mörk Breiðabliksgerðu Ingólfur Ingólfsson, Jó- hann Grétarsson, Ómar Rafnsson og Benedikt Guðmundsson. MörkÍBV gerðu Sigurjón Kristins- son bæði (Jonni). Haraldur setti met Evrópumeistaramótið í ólympískum lyftingum fór fram í Vitoria á Spáni fyrir skömmu. Frír Islendingar voru meðal keppenda á mótinu, Haraldur Olafs- son og tvíburabræðumir Gylfi og Garðar Gíslasynir frá Akureyri. Mikið var um sterka keppendur á mótinu og var gengi íslensku kepp- endanna í samræmi vð það þótt þeir stæðu sig vel á íslenskan mælikvarða. Haraldur Ólafsson keppti í 75 kg flokki og lenti í 15. sæti. Hann snar- aði 127,5 kg og jafnhenti 172,5 kg, sem er nýtt Is- iandsmet. Hér er einnig um Islandsmet að ræða í samanlögðum árangri, 300 kg slétt. Gylfl keppti í 90 kg flokki og lenti í 18. sæti. Hann snaraði 140 kg og jafnhenti 175 kg. Saman- lagt eru það því 315 kg. Tvíburabróðir hans Garðar Gíslason keppti í 100 kg flokki. Hann snar- aði 145 kg og jafnhenti 175 kg. „Verð líklega áfram í Cannes" ■ „Það getur allt gerst“, sagði Teitur Þórðarson, þegar blaða- maður NT inni hann eftir því hvað tæki við hjá honum á næsta keppnistímahili í knatt- spyrnunni. „Ég á eitt ár eftir af samning- num hér í Cannes og mestar líkur eru á því að ég verði hér áfram. Hins vegar hafa bæði sænsk og frönsk lið sýnt því áhuga að fá mig til sín og allt getur gerst í þeim málum. Jafn- vel flyt ég mig til hér innan Frakklands", sagði Teitur. Cannes leikur sem kunnugt er í 2. deild og hafnaði þar í sjötta sæti á nýloknu keppnistímabili. Áður lék Teitur með 1. deildar- liðinu Lens og kann því að vera freystandi fyrir Teit að komast aftur í 1. deildarkeppnina, þar sem lið í 1. deild hafa áhuga á því að fá hann til sín. Þá varð Teitur sænskur meistari með Öster tvö ár í röð, þegar hann lék í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Þú ert ekkert á leiðinni heim til að leika með í A? „Nei, það held ég ekki. Ég ætla mér að leika erlendis í tvö til þrjú ár í viðbót“, sagði Teitur Þórðarson, í NT-viðtali í gær. Ný stjama í Belgiu -18 ára gamall ftali nú í aðalhlutverki hjá Anderlecht ■ „Enzo Scifo er áreiðanlega mesta efni sem fram hefur kom- ið í evrópskri knattspyrnu í ár“ segir þjálfari Anderlecht, Paul van Himst, um hinn 18 ára gamla miðvallarleikmann, sem núna er að verða einn aðalmað- urinn í leik Anderlecht, í belg- ísku knattspyrnuni. Scifo fæddist í Belgíu 1966 og er sonur sikileyskra innflytj- enda, sem fluttu til Belgíu upp úr 1950. Þar fyrir er Scifo ítalskur ríkisborgari. Sjö ára gamall hóf Scifo feril sinn sem knattspyrnumaður hjá La Louviere, en með því félagi léku einmitt tveir íslend- ingar, átímabili, þeirKarl Þórð- arson og Þorsteinn Bjarnason. Þar sem leikmenn yngri en átta ára fá ekki að taka þátt í knattspyrnukeppni í Belgíu, fékk La Louviere væga sekt fyrir að nota Scifo í leik. Síðan vann hann sig upp og lék með unglingaliðum La Louviere, allt þar til hann var 14 ára gamall. Þá var hann keyptur til Ander- lecht fyrir aðeins eina milljón franka (eða 18.000 dollara). Síðasta keppnistímabil lék hann með unglingaliði Anderlecht og í vetur fór hann að koma inná í leikjum aðalliðsins, sem varam- aður þegar skammt var til leiks- loka. En svo fór Enzo Scifo að leika meira og meira. Þegar Anderlect lék síðari leik sinn gegn Nottingham Forest í UEFA-keppninni var Scifo stór póstur í 3-0 sigri Anderlecht í leiknum og var talinn besti mað- ur vallarins. Fyrir leikinn voru möguleikar Anderlect taidir litlir, þar sem þeir höfðu tapað fyrri leiknum, í Englandi, 2-0. Næstkomandi miðvikudag munu augu 10 milljóna Belga beinast að Enzo Scifo og fé- lögum hans í Anderlecht, því þá leika Anderlecht og Totten- ham Hotspur fyrri úrslitaleik sinn um UÉFA bikarinn. Scifo hefur nú skorað fjögur mörk fyrir Anderlect f vetur, eftir að hann fór að leika með aðalliðinu, á miðju keppnistímabilinu. Aðalhæfi- leikar hans eru hárnákvæmar sendingar og hnitmiðuð föst skot og hefur honum verið líkt við Brasílíumanninn stórkost- lega Pele og argentínska goðið Diego Maradona. Ekki dóna- legur félagsskapur það fyrir 18 ára gutta. Nýlega hefur athygli annarra liða beinst að Scifo og haft er fyrir satt að útsendarar frá ■ ítölskum félögum hafi sést á sveimi við bækistöðvar Ander- lect. Sjálfur segist Scifo hafa mest- an áhuga á því að fara til Ítalíu, sem innfæddur, því samkvæmt þarlendum reglum telst hann útlendingur, því hann hefur leikið svo lengi í Belgíu. Það ætti hins vegar ekki að vera eins mikið mál fyrir Scifo að fá að leika með ítalska landsliðinu þegar fram líða stundir. Þess má geta að lokum að þau tækifæri sem Scifo hefur fengið með Anderlecht í vetur, koma til vegna þess að aðalmiðvallar leikmaður liðsins frá því í fyrra, Arnór Guðjohnsen, hefur átt við meiðsl að stríða í allan vetur og af þeim sökum ekki getað leikið með liðinu. Reykjavíkur- mótið í kvöld: ■ Einn leikur fer fram í Reykjavíkurmót- inu í knattspyrnu í kvöld. Leika þá Valur og Fylkir og eru Valsmenn sigurstranglegri. Það gæti þó orðið gaman að fylgjast með þessari viðureign. Valsmenn tefla fram mjög ungu liði og með þeim leika ýmsir nýir leikmenn. T.d. Örn Guðmundsson áður í KR og Jóhann Þorvarðarson, sem áður lék með Víkingi. ■ „Liðssamvinna í hnotskurn“ gæti þessi mynd heitið. Við rákumst á hana í erlendu blaði og gátum ekki stillt okkur um að birta hana. Það mun vera franska landsliðið í rugby sem svona vel vinnur saman í leikjum. Þeir virka nú heldur þreytulegir greyin enda örugglega ekkert auðvelt að stunda íþrótt sem rugby. VIPPU- bílskúrshurðin Lagerstærðir 210 x 270 cm, aðrar stærðir eru smíðaðar eftir beiðni Gluggasmiðjan Síðumúla 20 Reykjavfk - Símar 38220 og 81080 Punktar... ... í A-Þýskalandi er það helst að frétta að Dynamo Berlin leiðir í fyrstu deild- inni þar með 37 stig eftir 24 leiki. í öðru sæti er Dynamo Dresden með 34 stig eftir 24 leiki. í öðru sæti er Dynamo Dresden með 34 stig eftir 24 leiki og í þriðja sæti er Lokomotiv Leipzig með 33... ... Austria Vín og Rapid frá Vín eru efst og jöfn í Austurríki. Hvort lið um sig er með 39 stig. í þriðja sæti er Lask með 36 stig... ... Grikkland. Nú bíða margir spenntir. Panathin- aikos er efst með 46 stig en í öðru sæti er Olympiakos. Liðið í þriðja sæti heitir Iraklis og hefur 42 stig. Fyrir aðdáendur Paok liðsins þá má geta þess að það er í fimmta sæti með 35 stig... ... Rauða stj arnan frá Bel- grad hefur nauma forystu í júgóslavnesku knatt- spyrnunni, er með 36 stig, einu stigi meira en Partiz- an og Rijeka sem hafa þar af leiðandi 35 stig... Grimsby úr leik ■ Það má segja að Grimsby hafl endanlega misst af fyrstu deildarsæti með tapi sínu gegn Oldham í gærdag. Leiknum lauk mcð tveimur mörkum gegn einu. Blackburn og Cardiff skildu jöfn, 1-1. Brighton sigr- aði Middlesbrough 3-0, Cam- bridge vann Shrewsbury, 1-0 og Carlisle og Crystal Palace gerðu jafntefli, 2-2. Fulham sigraði Charlton á útivelli í skemmti- legum leik með fjórum mörkum gegn þremur. Chelsea fór létt með Barnsley, sigraði 3-1 og Newcastle tryggði sér fyrstu deildar sæti með jafntefli gegn Huddersfíeld á útivelli. Topp- liðið, Sheff. Wednesday sigraði Manchester City ekki, heldur gerði jafntefli án þess að mark væri gert í leiknum. Loks má geta þess að Swansea og Leeds skildu jöfn 2-2. I skosku deUdinni léku Dund- ee United og Aberdeen og fór það þannig að hvorugt liðið náði að setja mark. Hagkaups Open ■ Opna Hagkaups golf- mótið, verður haldið á HómsveUi í Leiru um helg- ina 12.-13. maí. Byrjað verður að ræsa út laugar- daginn kl. 8.00. Skráning hefst á morgun, miðviku- daginn 9. maí kl. 19.00 í golfskálanum Leiru, sími 2908. Reglugerð mótsins mun þá liggja frammi. Æfingadagar verða á fimmtudag og föstudag. Leiknar verða 36 holur eftir Stableford, 18 holur hvom dag. Veitt verða 15 glæsUeg verðlaun og í fyrstu verð- laun verður Dunlop Maxfli Model ’84 ásamt poka og kerru, að verð- mæti 40.000 kr. sem munu vera ein glæsilegustu verð- laun sem veitt hafa verið hér á landi. 2.-15. verð- laun eru IKEA-vörur og er heUdarverðmæti vinn- inga um 80.000 kr. Þá fær sigurvegarinn nafn sitt skráð á farand- grip sem geymdur er í verslun Hagkaups í Njarðvík. Sigurvegari í þessu móti í fyrra var Sig- urður Pétursson. Kepp- endur eru minntir á að sýna félagsskírteini til sönnunar forgjafar. Iþrótta- maður HSK 1983 ■ I febrúar s.l. var hinn kunni afreksmaður Vé- steinn Hafsteinsson frá Selfossi kjörinn íþrótta- maður ársins innan Hér- aðssambandsins Skarp- héðins. Vésteinn er 23 ára kringlukastari. Frami hans í kringlukasthringnum hefur verið skjótur og glæsilegur. í fyrra kastaði hann í fyrsta sinn yflr 60 m og bætti sig um 6.12 m frá fyrra ári. Hann setti 9 HSK met og eitt Islands- met og varð íslandsmeist- ari í kringlu. íslandsmetið setti hann í Bikarkeppni FRÍ, kastaði 65.50 m, og mun það hafa verið annar besti árangur á Norður- löndum á árinu. Vésteinn náði Olympíulágmarkinu 15. maí er hann kastaði 62.60 m. Vésteinn varð fímmti á bandaríska háskólameist- aramótinu með 61.50 m. Hann keppti á Heims- meistaramótinu og varð í 24. sæti. Þá náði hann þeim frábæra árangri að vera valinn í úrvalslið Norðurlanda (3 í grein), sem keppti gegn banda- ríska landsliðinu í Stokk- hólmi. Hann var fasta- maður í íslenska landslið- inu í kringlukasti og kúlu- varpi. Keppti með því í Kalottkeppninni, 6-landa- keppni í Edinborg, Kast- landakeppni við Itali og Evrópukeppni í Dublin. Samkvæmt alþjóðlegri stigatöflu hlaut Vésteinn 1.129 stig, sem er besta afrek íslendings 1983. Til samanburðar gefur afrek Einars Vilhjálmssonar í spjótkasti 1.099 stig.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.