NT - 08.05.1984, Síða 27
Þriðjudagur 8. maf 1984 27
LlL .. ' * :í - - . ■ - . ':.-Á -'Á- ^ fþróttir
lan Rush gerði fjögur mörk í gær:
Liverpool nú með
fimm stiga forskot
- sigraði Coventry 5-0 í gær og Man. Utd. tapaði óvænt á heimavelli gegn Ipswich
Brian Clough
umlan
■ Maður gærdagsins í Bret-
landi í gær var auðvitað lan
Rush, markaskorarinn mikli
hjá Liverpool. Brian Clough
hinn virti framkvæmdastjóri
Nottingham Forest var beðinn
um að segja álit sitt á lan Rush,
fyrir skemmstu í bresku íþrótta-
blaði. Clough sagði m.a.:
„Hann hreinlega getur ekki
hætt að skora mörk. Allt sem
pilturinn gerir, er gert af hreinni
eðlisávísun, og allt gerir hann
frábærlega vel. Ef hann misnot-
Rush:
ar dauðafæri sem gerist örsjald-
an, þá er hann ekki lengi að
notfæra sér það næsta. Ég veit
að sumir segja að það muni öllu
fyrir Rush að vera í Liverpool
liðinu sem er svo geysisterkt.
Ég veit að hann myndi skora og
skora þótt hann væri í einhverju
öðru liði. Og þó, hann myndi
kannski ekki skora nema 30
rnörk á keppnistímabili".
Þetta sagði Clough um kauð-
ann Rush, sern nú hefur gert 56
mörk á keppnistímabilinu, og
geri aðrir betur!
■ Ian Rush, gerði hvorki
meira né minna en fjögur mörk
í 5-0 sigri Liverpool gegn Co-
ventry er liðin léku í gær í ensku
fyrstu deildinni. Petta var sætur
sigur og kannski enn sætari fyrir
vikið að helstu keppinautar Liv-
erpool um meistaratitilinn,
Manchester United, töpuðu
mjög óvænt á heimavelli gegn
Ipswich, sem hefur staðið sig
afar vel undanfarið. Ipswich
vann 1-2
Lítum þá á úrslitin í fyrstu
deild í gær:
Arsenal-West Ham .............3-3
Aston Villa-Everton...........0-2
Luton-Stoke...................0-1
Man.Utd.-lpswich..............1-2
Norwich-Birmingham............1-1
Nott. Forest-Watford......... S-1
QPR-WBA ......................1-1
Southampton-Tottenham ........5-0
Sunderland-Notts County......0-0
Wolverhampton-Leicester .... 1-0
Já hann er engum líkur hann
Ian Rush og sá var í banastuði í
gærdag gegn Coventry, lék á
als oddi og gerði 4 mörk, ekki
í fyrsta sinn á ferlinum. Þar sem
United tapaði leiknum gegn
Ipswich, þá hefur Liverpool nú
5 stiga forskot, hvorki meira né
minna og eru nú nær öruggir
með meistaratitilinn. Rush
gerði fyrsta mark leiksins á 43.
mínútu og setti nýtt félagsmet í
markaskorun á einu ári hjá
Liverpool, þetta var hans 43
mark í vetur og þar féll 22 ára
gamalt met Roger Hunts.
Nokkrum sekúndum síðarskor-
aði Rush svo aftur eftir góða
sendingufráJohn Wark. Staðan
var 2-0 í leikhléi. Á 57. mínútu
fullkomnaði Rush hat-trick sitt
úr vítaspyrnu sem hann fiskaði
sjálfur. Þá skoraði Alan Hansen
og rétt fyrir leikslok kom svo
fjórða mark Rush, og fimmta
mark Liverpool í leiknum.
Meistarataktar á Anfield og enn
eina ferðina verður það líkleg-
ast Liverpool sem tekur breska
meistaratitilinn.
Þeir brostu leikmenn Manc-
hester United eftir 26 mínútur
því þá hafði welska stirnið,
Mark Hughes komið liðinu yfir
gegn Ipswich liðinu. En aðeins
2 mínútum síðar jafnaði Mick
D’Avray og það virkaði sem
rothögg á áhangendur Man.
Utd. og leikmenn liðsins.
Áhorfendur voru þá fljótir að
ná sér aftur og hvöttu liðið
óspart til dáða. United sótti og
sótti og Stapleton þrumaði í
.stöngina og Wilkins skallaði í
þverslána en inn vildi knöttur-
inn ekki. Alan Sunderland,
áður Arsenal, var á skotskónum
þremur mínútum fyrir leikslok
og tryggði Ipswich óvæntan úti-
sigur.
Sigur Ipswich forðar þeim að
öllum líkindum frá falli en Notts
County féll í gær þar þótt liðið
næði jafntefli á útivelli gegn
Sunderland. Baráttan um þriðja
fallsætið stendur nú á milli
Stoke, Birmingh-og Coventry.
Það vantaði hvorki meira né
minna en 9 fastamenn í Totten-
ham liðið sem lék gegn Sout-
hampton í gærdag. Enda
steinlá liðið, tapaði 5-0
■ Valsmenn sigruðu Fyll ismenn örugglega í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnuí gær, 3-1. Þessi
mynd er úr leiknum í gær. NT-mynd Róbert.
Fimm reknir út af
- hrottaskapur nú aðaleinkenni
spönsku knattspyrnunnar
■ Santiago Bernabeu knattspyrnu-
völlurinn Madrid var enn vettvangur
óíþróttamannlegra átaka í fyrrakvöld,
þegar Real Madrid og Atletico Mad-
rid leiddu saman hesta sína í spönsku
1. deildarkeppninni í fyrrakvöld.
Hræðilega grófum leik lauk með
því að 5 leikmenn voru reknir af
leikvelli og aðrir 5 voru áminntir.
Leiknum lauk með jafntefli 1-1
Á laugardag var þessi sami knatt-
spyrnuvöllur líka vettvangur grófrar
knattspyrnu, því þá fór þar fram
úrslitaleikurinn í spönsku bikar-
keppninni.milli Barcelona Atletico og
Bilbao. Bilbao vann þann leik 1-0. Að
sögn fréttaskýrenda var sá leikur sá
grófasti í spánskri knattspyrnu frá
upphafi og kalla þeir þó ekki allt
ömmu sína, í þeim efnum. Eftir þann
leik logaði allt í slagsmálum og þurftu
þá um sextíu manns að leita læknis
eftir leikinn, jafnt leikmenn sem
áhorfendur.
Menn hljóta nú að fara að velta því
alvarlega fyrir sér hvert knattspyrnan
á Spáni stefnir, eða verður haldið
áfram að þróa knattspyrnuna í þá átt
að hún verði vígaíþrótt eins og til
forna?
Sérstök áskrift að
Islendingaþáttum
- minningar- og afmælisgreinar birtar daglega.
■ Framve}>is vertla af'mælis- o}> minnin}>ar}>reinar liirtar
\ lilaAinu daj>le}>a. en hætt verdtir viknle^ri utjíaln Islend-
in}>aþátta eins o}> verið liefur. I stad þess hefur \erid
akvedid ad }>ela út Íslendin}»aþætti sjaldnar en efiiismeiri.
o}> hjoða þa i serstakri askrif't til þeirra sem alui}>a hafa.
Áhu}>af'(>lk iim íslendingaþættina er hedid um ad lata skra
si}> nidur á af}>rei(islu hladsins. Suinmiila 15. Re\kjavík.
eda i sima 86300. ritst j.
þegar blómin þurfa
Reykjavik
Höföabakka 9, S.85411