NT - 08.05.1984, Qupperneq 28
LÚRIR ÞÚ Á
ÞÁ í SÍMA 8-C
Viö tökum við ábendingum um fréttir allan sðlarhringinn.
Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendincju sem leiðir
til fréttar í blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir
til bitastæðustu fráttar mánaðarins. Fullrar raafnleyndar er gaett
■ Hvert fer hagnaðurinn af
kvótasölum? Rennur hann ó-
skiptur til útgerðarinnar eða á
áhöfnin sama rétt til hlutaskipta
og við aðrar físksölur, þótt
þorskurinn sé í þessu tilviki
seldur „á fæti“?
Kvótakerfið hefur þegar haft
ýmsar lítt fyrirsjáanlegar af-
leiðingar og enn munu ekki öll
kurl komin til grafar í því efni.
NT hafði samband við nokkra
útgerðaraðila sem vitað var að
hefðu selt kvóta eða voru í þann
veginn og spurði þá hvort þeir
ætluðu að láta áhöfnina njóta
góðs af hagnaðinum. Flestir
voru á einu máli um það að
kvótasölurnar kæmu útgerðinni
einni við, þótt einstaka dæmi
fyndust um að menn teldu koma
til greina að hagnaðurinn kæmi
til skipta.
Óskar Vigfússon, formaður
sjómannasambandsins sagði í
stuttu spjalli við NT, að þegar
um væri að ræða hreinar kvóta-
sölur virtist alls ekki fjarstætt að
áhöfnin ætti rétt á hlut, þótt
ekkert slíkt mál hefði enn kom-
ið til kasta sambandsins.
Óskar sagði hins vegar, að
ekki kæmi til nokkurra mála að
áhafnir skipa sem keyptu við-
bótarkvóta, yrðu látnar bera
hluta kostnaðarins með því að
kvótaverðið yrði dregið frá afla-
verðmæti. „Hér er um að ræða
lögbundið lágmarksverð og ef
einhver útgerðaraðili reynir að
minnka hlut skipshafnarinnar
verður það tafarlaust kært til
dómstóla“.
Samkvæmt upplýsingum sem
NT hefur aflað sér, hefur verið
töluvert um kvótasölur að
undanförnu, en þó munu jafn-
vel enn fleiri vera í burðarliðn-
um um þessar mundir.
■ Skiptir máli hvort þorskur-
inn selst lifandi eða dauður?
Harður árekstur
við Hagamelinn
■ Harður árekstur varð á
mótum Hofsvallagötu og
Hagamels á móts við Meia-
búðina, í gærdag. Þar komu
tveir bílar úr sitthvorri áttinni
eftir Hagamel og stöðvuðu á
gatnamótunum en þar er
stöðvunarskylda. Síðan óku
þeir báðir af stað í einu en
annar sveigði skyndilega í
norður og ók inn í hlið hins
bílsins. Kona sem ók öðrum
bílnum, var flutt á Slysadeild
en reyndist ekki vera alvar-
lega meidd. Annar bíllinn
var óökufær á eftir.
■ LögregUn vinnur að mæl-
ingum á gatnamótum Haga-
mels og Hofsvallagötu þar
sem harður árekstur varð í
g*r- ,
NT-mynd Ólafur.
Þorsk-
aflinn
dregst
saman
■ Á tímabilinu jan.-april
veiddust tæplega 110 þús.
iestir af þorski, eða u.þ.b.
30. þús. lestum minna en
á santa tíma i fyrra. Að
öðru leyti er fiskaöi
landsmanna sambæriiegur
við síðasta ár að frátaidri
loðnmmi, en af henni
veiddust yfir 660 þiisund
lestír á vertíðinni i ár en
loðnuveiðin brást alveg í
fyrra sem kunnngt er.
Samdrátturinn í þorsk-
veiðinni er tneiri en sem
svarar áhrifum kvöta-
kerfisins, þannig að nú
virðast jafnvel líkur á að
ekki takist að veiða upp í
allan þorskkvótann. 111
þess að það takist þurfa
þorskveiðarnar að ganga
jafnvel og í fyrra það sem
eftir er ársins.
Fálkaþjófarnir
eru lausir:
Komuá
vegum
þýskra
aðila
V-þýska lögreglan
rannsakar málið þar
■ Þýsku hjónin sem handtek-
in voru í Dalasýslu með 8 fálka-
egg hafa veríð látin laus úr
gæsluvarðhaldi. Þeim hefur hins-
vegar verið gert að halda sig
innan lögsagnarumdæmis
Reykjavíkur þar til máli þeirra
er lokið af hálfu íslenskra dóms-
málayfirvalda.
Að sögn Hallvarðs Einvarðs-
sonar rannsóknarlögreglustjóra
hafa hjónin játað að hafa komið
hingað til lands í þeim tilgangi
að verða sér út um fálkaegg á
vegum aðila í Þýskalandi.
Rannsóknin beinist nú að þeim
tengslum, m.a. með aðstoð
vesmr-þýskra lögregluyfirvalda.
Hallvarður sagði að Konrad
Chiselsky hefði ekki verið sér-
staklega tilgreindur en þó bein-
ist rannsóknin að honum.
Hallvarður sagði að reynt yrði
að hraða afgreiðslu málsins hjá
RLR og það yrði jafnvel sent
ríkissaksóknara í dag eða á
morgun.