NT

Ulloq

NT - 17.05.1984, Qupperneq 10

NT - 17.05.1984, Qupperneq 10
 Fimmtudagur 17. maí 1984 10 lll ÁBÓT Unga fólkcíd “1 Echo & The Bunnymen: ■ Echo & The Bunnymen á fyrstu hljómleikunum EIN FREMSTA ROKK HUÓMSVEIT VERALDAR M Echo & the Bunnymen koma frá Liverpool, og upphaflegavoruþeiraðeinsþrírogtrommuheilinn Echo. Söngvarinn, lan McCulloch, kallaður Mac, var frá æsku mjög upptekinn afDavid Bowie. Hann segisthafa heyrt í Bowie í fyrsta skipti þegarhann var tóifára, lagið Starman í útvarpinu. „Eg ímynd• aði mér Ijóshærðan mann með krullað hár, en sá hann svo í Top of the Pops og hann var algjör andstæða en milljón sinnum betri. Það breytti lífi mínu algjörlega." SíðarfórumennaðberaverkMcCuHochssaman við The Doors eða Neil Young. Þá hafði McCulloch lært töluvert af Bowie, t.d. mikilvægi þess að skipta reglulega um skoðun og tala í sláandi frösum. Hann hafði jafnvel snúið baki við Bowie. „Ég held að The Bunnymen séu mún betri en Bowie, “ sagði hann. „Ég hef litið upp til hans allt mitt líf, en nú ætti hann að líta upp til okkar. Við erum besta hljómsveit í heimi. “ Ian McCulloch varð af sjálfu sér aðalmaðurinn í Echo & The Bunnymen. Hann hafði áður verið um skeið í hljóm- sveitinni The Crucial Three, með Julian Cope og Peter Wylie. Cope varð síðar frægur með hljómsveit sinni Teardrop Explodes, og Wylie með hljómsveitinni Wah! Sam- kvæmt McCulloch gerðu þeir aldrei neitt annað en að djamma einu sinni lagið Wait- ing For My Man, sem Velvet Underground hafði flutt á sín-" um tíma. Hinir tveir upphaflegu Bunnymennirnir, Will Serg- eant og Les Pattison höfðu, lengi verið skólafélagar. Will Sergeant hafði mikinn áhuga á músík frá æsku, hélt meira að segja ræður um Velvet Under- ground í skólanum. Hann fékk ræðuna af umslaginu á safn- plötunni Andy Warhol’s Vel- vet Underground featuring Nico. Síðar fóru þeir félagar að stunda Eric’s klúbbinn í Li- verpool, þar sem nýbylgjan í bænum var að ske. Par komu fram hljómsveitir eins og The- Fall (síðar Joy Division.) Þeir Will og Les hófu ýmsar tilraunir í tónlistarefnum. Will keypti sér gítar, segulband og trommuheila og fór að ger,a tilraunakennda instrumental- tónlist. Les skírði sjálfan sig upp á nýtt og kallaði sig Jeff Lovestone. Hann stofnaði síð- an sækadelíska hljómsveit, þar sem allir meðlimirnir urðu að heita Jeff. Peir Mac, Les og Will hittui fyrst á kvenriaklóset Eric’s klúbbnmn, oj tveir að sei hafði hins v úr hljómsveit j' að líka ekki söngvaranum Scott Walker. Les hafði byrjað að læra á bassagítar. sa| vei4 n Cope fyrir plötur með Skömmu eftir fundinn á kvennaklósettinu fóru Mac og Will að æfa saman á gítara með trommuheila sem undir- spil heima hjá Will, og þar fæddist hugmyndin að Echo & The Bunnymen. Sterk tónlist- artengsl fóru að myndast á milli þeirra, og þegar Julian Cope bauð þeim að spila á undan hinni nýju grúppu sinni Teardrop Explodes í Eric’s klúbbnum, þá slógu þeir til. Les Pattison frétti af þessu, keypti sér bassa á 40 pund, samdi bassalínu við lagið Monkeys, og var kominn í bandið. Hljómsveitin kemur fram í fyrsta skipti Eftir að hafa hugleitt nöfn eins og The Daz Men, Glisser- ol og The Fan Extractors var ákveðið að láta hljómsvcitina heita Echo & The Bunnymen. „Pað var eins vitlaust og hin,“ sagði Will síðar. Síðan kom hljómsveitin fram í fyrsta skipti, það var í nóvember 1978. Eftir þetta fóru þeir að spila á ýmsurn stöðum í Liverpool.^ Hljómsveitin tók nokkur 1% upp á demóteip, og síðan sjuti þykktu David Balfe Drummond £rá Zoo-f; inu að gefljtúL litlu plö Picturcs Orultf^LWall. Pefta í mars l92@fo|?platan var *plata vi|pínar bæði í ; Sounds. Echo & The komust á flug. Joktóber 1979 ákváðu þeir ^ráða trommara. „Við vor- hálfhæddir við að ráða raunverulega tónlistarmann, því við vorum það ekki,“ segir Mac. Þeir réðu Peter De Freit- as frá Gqring-on-Thanes (fæddur í Port of Spain á Trinidad í Vestur Indíum.) Hann hafði verið í einkaskóla (Public school) og átti fyrir höndum háskólanám. Hann átti fátt sameiginlegt með hin- um þremur, var úr miðstétt en hinir úr verkalýðsstétt, nema það að liann kunni næstum ekkert á hljóðfæri, átti ekki einu sinni trommusett. Þrátt fyrir þetta þróaðist hann á skömmum tíma í ótrúlega góð- an og kröftugan trommara. í nóvember 1979sömdu þeir við Korova-hljómplötur, sem er dótturfyrirtæki WEA. í apríl 1980 kom fyrsta litla plat- an fyrir það fyrirtæki út, hún hét Rescue, og í júlí kom stóra platan Crocodiles. Þeir Balfe og Drummond voru upptöku- stjórar ásamt með Ian Bro- udie. Platan var lofuð í hástert, sem mjög góð byrjun. „Mjög góð plata og góð byrjun” sagði Ian Cranna íThe Face. „Croc- odiles verður ein af helstu rokkplötum ársins”, sagði Adrian Thrills í NME. L ♦ Bunnyhljómurinn Á plötunni mátti^^Tá" einkenni Bunnyhlf&isin! Gítarar þeirraJýlacs ogwills' klingdu oa sk^^iðu eiiÆ og VelvsJ0ftil|j'gro^l eða Tele- höfðu þró- jenryRjpg spennulausn í taf||ittiiraJPrkennilegan hátt, ö.aJyfir'^Wa hljómaði gotnesk idd MacCullochs. Umfjöll- unarefni voru dauðinn, efa- semdir um lífið, eiturlyfjarugl og villt dýr. Þetta þótti kær- komið, því um þetta leyti var 2-tone eða powerpop það sem helst var að gerast í tónlistinni og var ekki sérlega spennandi. Um sumarið 1980 fór hljóm- sveitin í hljómleikaferð um allt Bretland. í október gáfu þeir út litla plötu, Puppets, ogjóru síðan aðra ferð um landið. Bill Drummond var þá orðinn um- boðsmaður hljómsveitarinnar. Hann réði Bill Butt til að sjá um Ijósin á hljómleikum, og þessi Bill Butt kom með þá hugmynd að hljómsveitin keypti sér hermannabúninga í felulitum til að klæðast á sviði. Ljósasjóvið, dulbúningurinn og þurrísinn myndaði vel heppnaða umgjörð um tónlist- ina, og tónleikar hljómsveitar- innar þótt glæsilegir. Eftir áramótin 1980/81 var tekin kvikmynd af hljóm- leikum Echo & The Bunnym- en í Buxton. Myndin, Shine So Hard var sýnd í ágúst 1981, en EP-plata með tónlistinni úr myndinni kom út í maí. Þótti þetta allt heldur misheppnað. Hljómsveitin lét þetta ekki á sig fá, heldur hélt í hljómleika- för til Bandaríkjanna, í mars 1981 og spiluðu síðan í Bret- landi. Lauk þeirri ferð í Ugm- mersmith Odeon í Lq ir troðfullu húsi- fefðastk Rockfield í ustjórinn var gurinn reyndist eins- ,ir. Það var hin frábæra ven Up Here, sem var svo góó að hún réttlætti næstum hinn ótrúlega hroka McCullochs. Piatan var gerð undir áhrifum áfengis, að því er sagt var, en áður höfðu þær sögur gengið að þeir félagar væru miklir eiturlyfjaneytend- ur. Platan færði hljómsveitinni meiri vinsældir en áður hafði verið. Breiddin í tónlistinni var orðin mun meiri. Allt frá fyrsta laginu, Show Of Strength sýnir hljómsveitin snerpu og kraft. Öll hlið I er samhangandi og endar á besta lagi plötunnar, A Promise. Hinum megin er m.a. The Disease, sem er ákaflega óþægilegt lag, hvernig sem á það er litið. Þar sýngur McCulloch: „My life’s a dis- ease”, í heild er platan frábært verk. Hún var kosin plata árs- ins af gagnrýnendum NME. Platan komst á topp 10 í fyrstu viku. Eftir útkomu hennar ferðaðist hljómsveitin víða, til Evrópu og Skandi- navíu, og síðar til Bandaríkj- anna. Þaðan var farið til Ástra- líu og Nýja Sjálands. Undirbúningur fyrir Porcupine Ef árið 1981 hafði> mikilla frámfara, 1982 ár stabílisjýjjgg||og ingar k í ýiÍS; ípptökus __ ^Spirit með the og Will Sergeant ^tónlistina fyrir kvik- myndina Grind, sem enn á eftir að frumsýna. í apríl 1982 fóru Echo & The Bunnymen stutta ferð upp í skosku hálöndin til að prufa nýtt efni sem samið hafði verið fyrir þriðju plötuna. Þeir fóru án þess að hafa með rótara eða ljósamenn, og höfðu aðeins hljóðmanninn Ian Broudie með í för.Hann átti að stjórna upptökum á næstu plötu. 1 maí kom svo ný lítil plata, Back Of Love. Þar kvað við nokkuð annan tón en í fyrri plötum, hljómurinn var grófari og agressívari. Platan var fyrsta litla plata þeirra sem komst á topp 20. í desember 1982 fóru þeir síðan til íslands til að taka myndir fyrir umslag og vídeó nýju plötunnar, Porcupine. Sú plata var lengi í vinnslu, og var tilbúin á miðju ári 1982, en var þá hafnað af útgáfufyrir- tækinu. Því urðu þeir að vinna hana að mestu upp á nýtt. Loks kom hún út í janúar 1983, ásamt með laginu The Cutter á lítilli plötu. Porcupine fór beint í 2. sæti breska listans á meðan The Cutter komst á topp 10 á smáskífulistanum. Það mátti búast við því að platan fengi misjafnar mót- tökur, sérstaklega þar sem tvær fyrri plöturnar voru slík meistaraverk. Hljómsveitarm- eðlimir samþykktu ýmislegt í þeim slæmu dómum sem plat- an fékk, en þóátti söngvarinn Ian McCulloch ekki í neinum vandræðifrií-fn^ að lýsa plöt- unni,s#i,«€B|t;ilistaverki sem fur nokkurn a atiö ar"sér.“ ann viðurkenndi þó að áLsaukafullt hefði verið að skapa þessa tónlist og ekki væri auðvelt að hlusta á hana. „Það er erfitt að sýnast skemmta sér þegar allt það efni sem þú ert að flytja er yfirleitt ekki um neina skemmtilega hluti,“ sagði Mac. Samt mátti segja að staða hljómsveitarinnar væri staðfest með þeim hætti sem platan var gagnrýnd. Það var viðurkennt að ásamt með Simple Minds, og New Order væru Echo & The Bunnymen skjaldborg og klettur í þeim straumi popps og léttfroðu sem flæddi og flætt hefur yfir að undanförnu. Eins og áður sagði, gekk ýmislegt á í kringum útkomu plötunnar. Ekki leið þó á löngu þar til Mac hafði endur- heimt sjálfstraust sitt, og lýsti því yfir að platan væri „besta listaverk mannsandans síðan Michelangelo gerði myndina af Davíð.“ Platan Porcupine er erfið áheyrnar í fyrstunni. Það tekur margar hlustanir að venjast henni, og þetta á reyndar við um fleiri plötur hljómsveitar- innar. En eftir nokkra hlustun fara að koma í ljós frábærir hlutir, t.d. Heads Wili Roll, Higher Hell, og auðvitað bæði Back of Love og The Cutter. Og utan á eru fallegar myndir af hljómsveitinni hjá Gullfossi.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.