NT - 17.05.1984, Side 12

NT - 17.05.1984, Side 12
ÁBÓTUnga fólkið 1 Fimmtudagur 17. maí 1984 12 Dvergurinn frá Roland SH 101-ca. 12.400 kr. ■SH 101 er frá Roland-fyrir-. tækinu og það er Rín sem flytur hann inn, eins og JX-3P og öll önnur tæki sem koma frá Roland. Þetta er öllu ein- faldara og ódýrara tæki en JX-3P, enda einungis mónó- fónískur, þ.e. aðeins hægt að spila á eina nótu í einu. Á, honum er allir venjulegir' möguleikar sem sjá má á synþum, og auk þess er sequ- enser. Þetta er lítið og gott tæki, sem er knúið batteríum, en einnig hægt að setja í sambandi við innstungu. Aðeins einn oscillator er í synþanum, sem gefur óneitan- lega fremur þunnan hljóm miðað við synþa þar sem tveir sveifluvakar eru á hverri nótu . En þessi eini gefur á sinn hátt góðan hljóm og með ýmiskon- ar effektum má styrkja það mjög (t.d. chorus eða echo- delay). Einnig er þarna svo- kallaður sub-oscillator, sem gefur tón áttund lægra en að altóninn og styrkir það einnig sándið. Synþanum fylgir handfang með effektahljólum, þannig að hægt er að bera gripinn svipað og gítar á sviði Sequenserinn er handhægur í meðförum, fyrst er ýtt á takka sem heitir load, og þá tekur sequenserinn inn hverja þá nótu sem ýtt er á, og spilar það aftur ef ýtt er á takka sem kallaður er play. LFO sveiflu- stjórinn stýrir einnig hraðan- um á sequensernum, sé synþ- inn ekki í sambandi við trommuheila sem stýrir hrað- anum. Arpeggiator er einnig á SH 101. Það er fyrirbæri sem gefur tónaraðir í áttundum upp og niður, upp og niður. Þetta lítur fremur skringilega út, en skýrist þegar menn fara að fikta í synþanum. Arpeggiator er reyndar líka bæði á Poly 61 og JX-3P. Þetta er yfirleitt lítið. notað og erfitt að skilja af hverju þetta er sett inn á flest alla synþa sem nú eru á mark- aði. Jæja, það er fremur auðvelt að eiga við SH 101, þetta er að öllu leyti synþi eins og synþar gerast í grundvallaratriðum, og að mínu áliti er ekkert betra en að fá sér einn lítinn synþa áður en lagt er út í kaup á þeim dýrari. Menn geta þá lært vel og vandlega hvernig á að nýta sér hina ýmsu eiginleika synþans, því stjórnkerfið er í grundvallaratriðum eins á stór- um synþum og litlum. Svo er líka hreint ótrúlegt hvað er hægt að nota litla synþa mikið. Það þarf ekki alltaf að hafa pólyfóníska synþa til að geta búið til gott tölvupopp. í heild góður og gegn gripur á sínu sviði og hæfilega ódýr ef menn eru að kynnast synþesis- er í fyrsta sinn. ■ Það er Biggi í Tónkvísl sem flytur inn KORG-græj- urnar. Meðal þess sem hann hefur flutt inn er KORG Mono/Poly, KORG Polysix, og nú síðast Poly 61. Poly 61 er með digital os- cillatorum, sem eru fullkomn- ari en oscillatorarnir á hinum tveimur, Mono/Poly og Poly- six. JX-3P synþinn er líka með digital oscillatora. Digital os- cillatorar eru mun stabílli en venjulegir VCO oscillatorar, og það þarf t.d. ekki að bíða eftir að þeir hitni. Poly 61 er fallegur útlits, grár með grænum litum hér og þar, og hvítum tökkum. A honum er 61 minni, sem öll koma fyrirframprógrammeruð frá verksmiðjunni, en má síðan breyta að vild. Til að finna minnin er ýtt á takka, ef finna KORG Poly 61 Ekkigallalaus, engóðursamt á minni 41, þá er ýtt á takka merkta 4 og 1. Númerið á því minni sem er virkt þá stundina sést svo á litlum skermi með grænum tölustöfum. Til að breyta hljóðunum sem fyrir eru, eða búa til ný, þarf að fara nokkuð flókna leið. Efst á synþanum eru merktar fúnksjónir synþans og hefur hver þeirra númer. Síðan þarf að fara í takkana áðurnefndu og finna númerið á ákveðinni fúnksjón, t.d. oscillator 1 (DCO 1), og þá fyrst er hægt að breyta honum með ákveðn- um takka. Þetta er fremur hægfara aðferð og tímafrek og maður hefur ekki góða yfirsýn yfir hvað er að gerast. Hér hefur verið reynt að fitja upp á nýjung, þetta fyrirkomulag er nýtt, og hún hefur mistekist að mínu mati. Þetta hvetur menn til þess að halda sig við hljóðin sem koma frá verksmiðjunni. Snúum okkur þá að hljóm- gæðunum. Eins og í JX-3P eru alls 12 oscillatorar í synþanum, það er hægt að ýta á 6 nótur í einu, og á hverri nótu eru tveir oscillatorar. Miðað við'hljóm- inn í JX-3P þá er Polv 61 með fremur grófa áferð á hljómnum. Þetta er að vissu leyti kostur á neðri enda tónskalans, í bass- anum og upp að miðju, en þegar á að fara að fá falleg strengjasánd þá bregst þeim hjá KORG bogalistin. En eins og áður segir er bassinn mjög góður, eins og yfírleitt hjá KORG. Bassasándið er skemmtilega gróft og rudda- legt. Það liggur við að það jafni sig upp með strengjasánd- ið. Það er enginn sequenser á Poly 61. Óneitanlega er það ókostur. Þá er ekki margt eftir að segja, á gripnum er svokallað chord memory, þannig að hægt er að prógrammera ákveðna hljóma inna á synþann og spil- ar hann þá hljómanna sé ýtt á eina nótu. Þetta er mjög skemmtilegt og hægt að nota á margvíslegan hátt. Einnig er venjulegt tape memory, þann- ig að hægt er að hlaða sándin út á kassettu og setja ný inn, og joystick, sem gefur færi á blæbrigðum í spilamenrisku. í heild má segja að þetta hljóðfæri nái ekki alveg að standast samanburð við JX-3P, en er þó traust hljóðfæri með ýmsa kosti. Verðið er 38.000. Kanadiskó ■ Tónlist af þeirri tegund sem Rockwell flytur nýtur mikilla vinsælda hér á landi um þessar mundir og hefur gert það í nokkurn tíma, þar eð diskótónlistin virðist hafa heltekið unglinga íslands að mörgu leyti. Með Break- dansinum sérstaka þá flæðir yfir landið alls kyns diskótónlist og þessi plata Rockwells er einmitt í þeim dúr. Þetta er ekkert „scratch" og þetta er ekki neitt frekar break-dance tónlist frekar en einh ver önnur tegund af diskó. Ég myndi kalla þetta ósköp venjulegt diskó í stfl Michael Jacksons og fleir handarískra diskógoöa. Þessum Rockwell er einkar tamt að blaðra heilu lögin út í gegn og aðeins raula í viðlögum laganna. Gott og vcl ef hann hefur gaman af því. Mér fínnst persónulega skemmtilegra ef menn syngja lögin sín að mestu. Somebody’s watching me heitir platan og titillagið þekkja flestir landsmenn þar eð það hefur hljómað á öldum Ijósvakans í lengri tíma. Somebody’s watching me er næst besta lag plötunnar segi ég. Það besta er Taxman, gamla Bítlalagið. Rockwell fer ekki mikið út fyrir gömlu útsetninguna og hann fer vel með þetta frábæra lag. Niðurstaða: Ágætt diskó og gott „sánd“. Dolby er glúrinn ■ Thomas Dolby heitir náungi og sá er glúrinn í höndunum, hefur búið til nokkur stykki af synthesizerum og ýmsu fleiru, unnið með frægum listamönnum og gert sólóplötur og er nú nokkuð vinsæll hér á Isalandinu kalda. The Flat Earth heitir hans nýjasta plata og þar fer hann nýjar leiðir hvað varðar útsetningar og hljóðfæraskipan. Vissulega eru hljóðgervlar á plötunni en ekki í jafn ríkum mæli og áður. Básúnur, þverflautur, píanó og trompetar eru áberandi í útsetningum og bassaleikurinn frábær vægast sagt. Sum lögin virka hálf kuldaleg við fyrstu heyrn en eftir því sem oftar er hlustað á plötuna, því betur fer maður að kunna við hana. Undir lokin verður hún sem besti vinur manns. The Flat Earth heillar mig þó nokkuð en það segir nú ekki mikið er það? Thomas Dolby er á uppleið og mér finnst honum virkilega fara fram og þessi plata er mun betrí en hans síðasta. Bestu lögin eru Hyperactive og 1 scare myself. Akaflega leiðinlegt Dazz-band ■ Ég ætla að vera stuttorður um þessa „tónlist". Það er alveg sama hvað ég reyndi, ég gat bara hlustað á þessa plötu einu sinni og varla það. Mér er ómögulegt að vera jákvæður á þennan ófögnuð. Þetta eru eintómar stunur og læti út í gegn og það heyrír til undantekninga ef einhver melódía er í „lögunum". Það er helst í rólegu lögunum sem smá-fílingur komst í mig. Einkenni Dazz-bandsins er yfirgengileg „effecta“ notkun, stunur og kröftugt diskótbít. Sjálfsagt hafa einhverjir gaman af svona tónlist, en ekki ég- Eflaust er gott að dansa við þetta í smástund en ekki lengur. Læt ég þessum stutta reiðilestri lokið yfir þessu steingelda negra-diskói. Platan heitir „Joystick“ eða gleðigandur. Þrumugott popp hjá Thompson Twins... ■ ThompsonTwinsheitirsveit sem gert hefur það gott úti í hinum erlenda heimi, aðallega í Bretlandi. Hér á ísalandi hafa tvíburarnir greypt sig í hjartarótum íslenskrar æsku. Hljómsveitina skipa Joe Leeway, Alannah Currie og Tom Bailey. Mér finnst tónlist sú sem Thompson tvíburarnir þrír leika, vera góð popptónlist. Állavega fjögur lög á plötunni hafa heyrst mikið leikin í hinum ýmsu útvarpsþáttum á hinum ýmsum rásum. Það skemmtilegasta við þessa sveit eða þetta tríó finnst mér hve mikið xýlófónn og marimba fá að njóta sín. Það er ekki algengt að þesslags hljóðfæri séu notuð í nútíma- popptónlist. Vissulega eru synthesizerar mikið notaðir hjá Thompson Twins og það gera þeir vel. Söngurinn finnst mér þó vera í öndvegi hjá tvíburunum og er það vel. Mikið er um að söngurinn sé raddaður og mikið déskoti er það vel gert. Doctor, Doctor og Hold me now finnst mér langbestu lög plötunnar, þó hin séu langt frá því að vera léleg, síður en svo. Sister of mercy finnst mér einnig skemmtileg og Supertramp-bakraddir gefa því skemmtilegan blæ. Ég er ekki frá því að þessi fyrsta plata Thompson Twins, Into the gap, eins og hún heitir, sé ein allra besta popp-platan sem komið hefur út á árinu... Jól.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.