NT - 25.05.1984, Blaðsíða 1

NT - 25.05.1984, Blaðsíða 1
Fagur fiskur í ■ Já fagur var fiskur í sjó og auður íslendinga er þorskurinn sem allir óttast að klárist einn góðan veðurdag. Það er ekki nóg að krefjast þess af sjómönn- unum að þeir fari vel með aflann ef hann er svo látinn grotna niður í ónýtum trönum og það rétt við Reykjavík. NT menn brugðu sér á vettvang og skoðuðu þennan dæmalausa sóðaskap sem viðgengst hjá sumum þeim sem trúað hefur verið fyrirauði hafsins. - Sjá bls. S Listasafn íslands á uppboði í Kaupmannahöfn: Fjársterkir landar sprengdu upp verðið ■ „Myndin kostaði 140 þús- und krónur danskar eða 420 þúsund íslenskar og ofaná það kemur 12 og hálft prósent gjald (50 þús.)“ sagði dr. Selma Jónsdóttir forstöðu- maður Listasafns íslands er NT spurði hana út í mynd eftir Jón Stefánsson sem Listasafnið keypti nýlega á uppboði í Kaupmannahöfn. Að sögn Selmu notfærði safnið sér heimild í lögum og seldi aðra mynd eftir Jón til að fjármagna kaupin. Safnið á nú 92 verk eftir Jón Stefánsson. En það er annað í þessu. Að sögn Selmu var talið að myndin myndi kosta milli 60 og 70 þúsund krónur danskar í upp- hafi. Það var hins vegar boðið á móti Listasafninu og myridin fórfyriruppsprengt verð. Sam- kvæmt heimildum NT voru það íslenskir aðilar sem buðu á móti Listasafni lands síns. Gáfaðir menn íslendingar. Listasafn íslands fær á milli 750-800 þúsund krónur til lista- verkakaupa á þessu ári. Unglingurinn og gamli maðurinn Lars von Trier og John Huston ■ „Madur á alltaf að stefna á fyrsta sætið“. Þetta segir danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier í viðtali við NT, sem birtist í dag. Kvikmynd Lars THE ELEMENT OF CRIME vakti verðskuldaða athygli á kvikmyndahátíðinni í Cannes og fékk leikstjórinn sérstök verðlaun fýrir tæknilegt framlag. John Huston og mynd hans UNDIR ELDFJALLINU voru taldir nær öruggir sigurvegarar í samkeppninni í Cannes. Gamli maðurinn varð þó af Gullpálmanum, en var heiðraður sérstaklega í staðinn. í NT í dag er sagt frá mynd hans. ■ Danski kvikmyndaleik- stjórínn Lars von Trier í NT viðtali við morgunverðarborð- ■ John Huston kynnir mynd iðáCarltonhóteiinuíCannes. síná. NT-mynd GB. NT-mynd GB. Sjá bls. 6 og 7.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.