NT - 25.05.1984, Blaðsíða 26

NT - 25.05.1984, Blaðsíða 26
Þeir sem líklega keppa á OL ■ Þau lið sem áttu þátt- tökurétt á Olympíuleik- unum í handknattleik voru 12, og verða að líkindum 12 þrátt fyrir að Austantjaldsliðin drægju sig út. Þessi liö áttu að keppa: Sovétríkin, Pól- land, Tékkósóvakía, A- Þýskaland, Ungverja- land, Júgóslavía, Rú- menía, Danmörk, Banda- ríkin, Kúba og að líkind- um Japan fyrir hönd Asíu, og Alsír fyrir hönd Afríku, þó það sé enn ekki fullákveðið. Fimm fyrstnefndu liðin hafa dregið sig út, og inn koma í staðinn V-Þýskaland, Sviss, Spánn, Svíþjóð og ísland. Englendingar Evrópumeistarar ■ Englendingar sigruðu Spánverja í síðari leik liðanna í úrslitum Evrópu- keppni landsliða skipuð- um landsliðum 21 árs og yngri í knattspyrnu í gær. Englendingar sigruðu 2-0 í gær í Englandi, en í fyrri leiknum unnu Englcnd- ingar einnig, 1-0 á Spáni. Mark Hateley skoraði á 49. mín. og Howard Gayle á 51. mínútu. Dunlop open um helgina ■ Um næstu helgi, nán- ar tiltekið laugardag og sunnudag, verður Dun- lop open golfmótið á Hólsvelli í Leiru. Leiknar verða 36 holur, högg- leikur, með og án forgjaf- ar. Verðlaun verða hin glæsilegustu, eins og allt- af í þessu móti, sem nú er haldiö í 15 sinn. Verðlaun eru gefin af Austurbakka hf. Skráning í mótið hefst miðvikudag 23. maí. Eor- ráðamenn mótsins vonast til þess að veðurguðirnir verði kylfingum hagstæð- ir um næstu helgi, því völlurinn er að komast í sitt besta form. Boston brást ■ Loks kom að því að Boston Celtics töpuðu í viðureign sinni við Mil- waukee Bucks í undan- úrslitum bandaríska körfuboltans. Bucks sigr- uðu í gær 122-113 og þar með er staðan í keppni þessara félaga um sæti í úrslitaleikjunum orðin 3-1 Boston í hag. Þess má geta til gamans að aðalstjarna Boston, Larry Bird, spilaði há- skólakörfuknattleik með Indiana State Un., sem var besta háskólaliðið í Bandaríkjunum árið 1979, og ineð honum í því liði léku ekki „ófræg- ari“ menn en Haukamað- urinn Decarsta Webster, Valsarinn og Keflvíking- urinn Brad Miley og fyrrum Njarðvíkingur Alex Gilbert. KR pittar á skotskónum ■ Það vantaði ekki mörkin í leik KR og Leiknis í 3ja flokki á sunnudaginn var. KR- ingar sigruðu með 20 mörkum gegn engu og skoraöi Steinar Ingi- mundarson 8 mörk. Þess má geta að uppistaöan í KR liðinu eru piltar er urðu íslandsmeistarar í 4rða flokk í fyrra. ill' Föstudagur 25. maí 1984 30 HSI-þing hefst í kvöld ■ í kvöld hefst ársþing Handknattleikssambands íslands, og er þess beðið með nokkurri eftirvæntingu. Þar mun verða kosið í stjórn, og kosinn nýr formaður. Mikið hefur verið rætt og ritað um ófrið og ósamkomulag í stjórn Handknatt- leikssambands íslands undanfarið keppnistímabil, og skipt- ist stjórnin í tvo flokka. í kvöld hefst HSÍ-þing, og mun standa yfir helgina. Þar verður kosið milli tveggja manna í formannsstöðuna, Jóns Hjaltalíns Magnússonar og Péturs Rafnssonar. NT sló á þráðinn til þessara manna, og spurði þá út í framboð þeirra, deilurnar innan HSI og markmið þeirra. Pétur Rafnsson: „Þátttaka á Olympíu- íeikum efst á baugi“ Jón Hjaltalín Magnússon: „Ég tel að reynsla mín í stjórn HSÍ og það að ég get gert mikið gagn fyrir HSÍ sé fyrst og fremst forsenda fyrir því að ég býð mig fram.“ Það hefur mikið verið talað „Vil stórefla fræðslu- máí og kynningarmál" „Ég var nú í handbolta í gamla daga, er búinn að leika yfir 50 landsleiki, þ.m.t. bæði á Olympíuleikum og í Heims- meistarakeppni, og hef alltaf haft mikinn áhuga á þessu. Ég hef reyndar ekki haft tíma til að taka þátt í félagsstörfum síðustu árin vegna annarra anna, en hef áhuga á að koma inn í þetta aftur og hjálpa til. Ég tel mig hafa bæði þekkingu á íþróttinni sem slíkri og möguleika á að aðstoða. Að auki eru margir aðilar í Víkingi og öðrum fé- lögum sem hafa óskað eftir því að ég tæki að mér þetta starf.“ - Það hefur verið talað um miklar deilur innan stjórnar HSÍ síðastliðið ár, hefur þú einhverja skoðun á því? „Já, éj hef kynnt mér það mjög vel. Ég tcl að mikið af þessum deilum stafi af misskiln- ingi og það er mjög leitt að menn hafi ekki getað leyst það innan stjórnarinar, það kemur sér illa fyrir íþróttina sem slíka að hlaupa með hlúti í blöð, þó svo að ef einn byrjar þá er erfitt fyrir hinn að segja ekki neitt. Ég held nú að þetta hafi ekki verið nein alvarleg mistök, og sýnist að íþróttalega séð hafi síðasta ár verið gott og fjárhagslega mjög gott, vegna þess að þetta er í fyrsta skipti sem hafi verið hagnaður af rekstri sambands- ins. Ég tel í heild að starfið hafi verið þokkaLega gott, en það má vera öllu betra, sérstaklega samskipti við handknattleiks- ráðin og ekki minnst fjölmiðla." - Sumir hafa sagt að þitt framboð sé málamiðlun, er það rétt? „Ég lít ekki þannig á það. Það var ákveðin málamiðlun komin fram áður, reynt var að fá menn til að sættast á Guðmund Friðrik í stað Péturs og Friðriks sem eru báðir að því er mér skilst umdeildir. Friðrik hafði sætt sig á þessa málamiðlun að því er mér skilst, en Pétur hafnaði. Síðan leituðu aðilar til mín, ég hef hugsað þetta og ákveðið að bjóða mig fram.“ -Ef Friðrik Guðmundsson hefði ekki dregið sig til baka, hefði það breytt einhverju um þitt framboð? „Nei, það held ég ekki. Eftir að hafa rætt við þá aðila sem ég þekki í stjórnum félganna, þá hefði það ekki breytt neinu. En ég hef rætt mikið við Friðrik, og hann hefur lýst yfir stuðningi við mig og þeir sem studdu hann áður styðja mig nú. Ég hef kynnt mér það að Friðrik er mjög duglegur og áhugasamur um íþróttina." -Attu von á því að friður komist á í HSÍ, náir þú kjöri? „ Það vona ég svo sannar- lega.“ -Eru einhver sérstök mál sem þú ætlar að beita þér fyrir ef þú nærð kjöri sem formaður? „Já, það eru mörg mál. í fyrsta lagi fræðslumál, þau þarf að stórefla, ekki minnst úti á landi. Það þarf að aðstoða lítil félög úti um land við að skipu- leggja þjálfun yngri flokka. - ■ - Jón Hjaltalín Magnússon, hvers vegna býður þú þig fram sem formaður Handknattleiks- sambands Islands? Kynningarmál við fjölmiðla þarf að bæta. Það þarf að koma fréttum á réttan hátt á framfæri við fjölmiðla, og efla áhuga á íþróttinni. Það þarf að finna nýjar fjáröflunarleiðir, og selja íþróttina þannig að þeir sem vilja fjármagna hana sjá sér ákveðinn hag í því. í fjórða lagi vil ég leita eftir samningum við sveitarfélög um hagkvæmari húsaleigu, á íþróttahúsum, sérstaklega í sambandi við mótin og lands- leiki. Að lokum tel ég mjög mikilvægt að gefa unglinga- landsliðum tækifæri á að spreyta sig við erlenda jafnaldra og einnig kvennaíþróttinni. Með aukinni líkamsrækt held ég að handboltinn sé góð líkamsrækt fyrir yngri og eldri.“ um deilur og ófrið innan stjórn- ar HSI, hver er þín skoðun á því? „Þetta eru að mínu mati fyrst og fremst deilur um aðferðir að málum. Þetta eru líka deilur á milli nianna, og um menn. ( mínum huga eru þetta fyrst og fremst skiptar skoðanir um það hvernig menn meðhöndla á- kveðin mál, ekki endilega um endatakmarkið." „Þú gafst í upphafi kost á þér sem formaður gegn Friðriki Guðmundssyni, hafði framboð Jóns Hjaltalín einhver áhrif á það? „Nei, út af fyrir sig ekki. Það breytir engu um það að ég er ennþá í framboði. Aftur á móti þykir mér þróun mála undan- farnar vikur vera mjög furðuleg. Fyrst ákveður Friðrik að gefa kost á sér. Síðan kemur formað- ur HKRR með málamiðlunar tillögu um að Guðmundur Friðrik, núverandi gjaldke'ri, fari fram. Það er ekki í mínum huga nein málamiðlunartillaga. Síðan heldur hann áfram að reyna að finna það sem sem hann kallar málamiðlun og kemur þá fram með Jón Hjalta- lín Magnússon. Ég sé enga að- ferð lýðræðislegri í félagi eða samtökum, eins og HSÍ, aðra en þá að kjósa á milli manna. -Er það rétt, sem Friðrik Guðmundsson segir í viðtali við NT á þriðjudag, að þú hafir ekki sýnt málefnum handbolt- ans lit, varla mætt á fundi fyrr en komið hafi til tals að þú færir fram í formannsköri? „Þetta svar Friðriks er gjör- samlega út í hött. Friðrik veit mikið betur, og mér finnst rangt að honum að leyfa sér að setja þetta fram. Friðrik hefur manna best tækifæri til að skoða fund- argerðir HSÍ.“ -Er það rétt hjá Friðriki að ódrenglega hafi verið staðið að þínu framboði? „Ég skil ekki þetta svar Friðriks. Éf menn hafa skiptar skoðanir á málefni, eða aðferðir að málefnum, eða framkvæmd- um, og ef menn hafa skiptar skoðanir á mönnum, þá hafa „Dadú“ tekur við íslands meisturunum ■ „Við FH-ingar gerðum ákveðnar kröfur um þjálfara, en þeir þjálfarar voru ekki til reiðu. Þá þróuðust málin þannig að leikmenn liðsins bentu á þann kost að ég tæki við liðinu og sá kostur var tekinn" sagði Guðmundur Magnússon, sem ráðinn hefur verið þjálfari meistaraflokks FH í handknatt- leik fyrir næsta keppnistímabil. Guðmundur hcfur verið ein aðalstoð FH-liðsins á liðnum árum og meðal annars fyrirliði. Hann tók við Islandsbikarnum í vor fyrir hönd FH, sem unnu mótið með miklum glæsibrag eins og flestum er kunnugt. „Þetta þýðir ekki að ég sé búinn að leggja skóna á hilluna, en ég reikna ekki með að verða með næsta vetur. Ég tel það æskilegt að ég sé fyrir utan og stjórni liðinu þannig, en ég mun æfa.“ „Við FH-ingar höfum alltaf sett stefnuna á 1. sætið og það munum við gera áfram. Ég mun byggja liðiðáþeim leikmönnum sem fyrir eru og einnig ungum upprennandi mönnum innan félagsins, ég geri engar kröfur um að fá góða leikmenn úr öðrum félögum, þótt við miss- um Atla Hilmarsson. Ég mun byggja liðið upp á FH-ingum“ sagði Guðmundur Magnússon. Heimsmet í sundi ■ Austur-Þjóövcrjinn Jens-Peter Berndt setti nýtt heimsmet í 400 m fjórsundi á austur-þýska meistaramótinu í sundi á miðvikudag. Berndt synti á 4:19,61 og bætti met Brasilíumannsins Ricardo Prado sem var 4:19,78. Þá setti austur-þýska stúlkan Kristin Otto nýtt heimsmet í 200 m skrið- sundi á a-þýska meistara- mótinu í Magdeburg á mið- vikudag. Hún synti á 1:57,75. Þá setti Thomas Dressler nýtt Evrópumet í 100 m flugsundi með tím- anum 53,84. ■ Pétur Rafnsson, hvers vegna býðurðu þig fram sem formann Handknattleikssam- bands íslands? þeir fullt leyfi til þess. Ef þeim mislíkar sitjandi formaður, er ekkert eðlilegra en að menn bjóði sig fram. Ég skil ekki hvað Friðrik á við.“ - Attu von á því að friður komist á í HSÍ náir þú kjöri? „Ég hef fulla trú á því að ég geti sætt, ef eitthvað er til að sætta. Ég ímynda mér að ósætt- ið sé útaf fyrir sig ekki stórvægi- legt.“ - Eru einhver sérstök mál sem þú ætlar að beita þér fyrir sem formaður? „Efst í huga mínum, þegar þú spyrð þessarar spurningar, eru þau verkefni sem HSÍ er að standa í í dag, væntanleg þátt- taka í Olympíuleikunum. Það er geysilega stórt verkefni. Ól- ympíunefnd íslands hefur tekið mjög vel á þessum hlutum. Undirbúningur fram að Ólym- píuleikunum verður bæði strangur og dýr, og við þurfum að leggja mikla áherslu á að fjármagna hann. Ég er alveg viss um það að andinn fyrir þessari ferð er slíkur, að allir, bæði handboltaunnendur og aðrir í þjóðfélaginu, munu leggjast á eitt um að aðstoða HSI við að fjármagna þennan undirbúning til þess að hann geti orðið sem bestur. Fram- haldið er náttúrlega mikilvægt líka. Kvennalandsliðsnefnd og þjálfari kvennalandsliðsins hafa sýnt það og sannað að þau eru búin að gera mjög góða hluti. Það þarf að leggja mikið meiri rækt við kvennahandboltann en gert hefur verið. Ennfremur þarf að leggja meiri áherslu á unglingalandsliðið. Geri menn það ekki er ljóst að það kemur gat. Þetta eru höfuðþættirnir í starfinu. Til þess að þetta geti orðið, og hægt sé að skipuleggja fram í tímann, verður að nýta þann mannskap sem tilbúinn er að vinna fyrir HSÍ. Þar þarf skipulagningu, og sá sem stjórn- ar verður að geta fengið menn til að starfa með jákvæðu hug- arfari og hvatningu. Fyrir utan þetta er stærsti þátturinn fjármál. Það sem gert var á síðasta starfsári, að fá utanað- komandi menn til að vinna þær fjármögnunaraðferðir, sem koma upp í stjórninni, er mjög æskilegt. Þó sumir hafi ekki verið allskostar sáttir við þann niann sem ráðinn var til þeirra verka, þá eru til margir góðir menn sem geta tekið að sér svona verk og gera það. Skipu- lagningin og eftirlitið þarf að vera enn stífara og fjáröflunin verður að byrja strax að loknu 'þingi, ekki bara vegna Ólym- píuleikanna, heldur öll. Ég hef ýmsar hugmyndir varðandi að- ferðir í þcssu efni, sem ekki er kannski ástæða til að tíunda hér.“ ■ Guðmundur Magnússon.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.