NT - 25.05.1984, Blaðsíða 13

NT - 25.05.1984, Blaðsíða 13
IIU' Föstudagur 25. maí 1984 1 3 Útvarplaugardag, kl. 15.10 ogkl.24 Lista- popp - vinsældalistar austan og vestan Atlantshafs ■ Það eru ekki margir þætt- irnir, sem njóta þeirrar virð- ingar í útvarpinu að vera endurfluttir alveg reglulega. Það eru eiginlega ekki nema þættirnir urn íslenskt mál, morgunleikfimin - og svo auð- vitað Listapopp! Það þykir ekki einungis sjálfsagt að flytja Listapopp á Rás 1 á laugar- ögumkl. 16.20 ogsvoafturum miðnættið. Iteldur er þættinum einnig útvarpað unt Rás 2 í síðara skiptið. Umsjónarmaður Listapopps er Gunnar Salvarsson. Við spurðum unt formið á þáttun- unt. „Þessi þáttur er í ákaflega föstum skorðum." segir Gunn- ar okkur. Hann segir okkur þæ-ttina ætlaða til að kynna vinsælustu lögin í Bandaríkj- ununt og Bretlandi af þar til gerðum vinsældalistum, sem teknir eru saman í hverri viku og byggjast á plötusölu. að mestu leyti á sölu tveggja laga platna. Vinsældalistarnir mið- ast við 100 lög í báðunt þessum löndunt, en eins og gefur auga leið, er ekki hægt að gera þeim fjölda skil í 50 mín. löngunt þætti. Yfirleitt næst ekki að spila nema u.þ.b. 7 lög af hvorum lista í hverjunt þætti. Við spurðum, hvort Lista- popp væri algerlega einskorð- að við þessa vinsældalista, og sagði Gunnar það vera svo að mestu. Þó kæmi það fyrir að Itann hefði í höndunum plötur frá öðrunt löndum, sem hann skyti þá að í þáttunum. „En að öllu jöfnu eru það Bandaríkin og Bretland, sem ég miða á, og það er auðvitað vegna þess að sú tónlist, sem er vinsælust hérna heima, hefur, a.nt.k. frá því Bítlarnir voru og hétu, komið frá þess- urn löndum, þannig að þetta eru um leið vinsælustu lögin hér heinta. Ég geri mér sent sagt far um að kynna vinsæl- ustu lögin, „topsiders", af þess- um listum og líka lög, sem eru líkleg til þess að verða á toppnum innan tíðar," segir Gunnar. « . ■> u .« ■ 'r: Sjónvarp laugardag kl. 21. Buffy Sainte-Marie syngur og spjallar - hún berst fyrir friði og réttindum Indíána ■ Buffy Sainte-Marie er af Cree ættbálki Indíána og meðal hennar fólks eru það álitnir góðir eiginleikar að vera ekki leiðitamur, en jafnframt að líta hlutina réttum augum. „Þegar fólkið mitt er dapurt, hjálpa ég því til að verða ánægt á ný,“ segir hún. „Og þegar fóikið mitt er ánægt, minni ég það á það, sem þarf að gera - minni það á hina hliðina á lífinu.“ ■ Buffy Sainte-Marie, þjóð- lagasöngkonan og lagasmiður- inn. sem kemur á skerminn á laugardagskvöld kl. 21. fæddist á verndarsvæði lndíána í Sask- atchevvan í Kanada fyrir tæp- um 40 árurn. Húii óíst upp í Bandaríkjunum. í ríkjunum Maine og Massachusetts. og útskrifaðist frá háskólanum í Massachusetts eftir nám í aust- rænni heimspeki og kennslu- fræðum. Að því námi loknu. komst hún að raun um að hún átti um þrjár leiðir að velja í framtíð- inni. Hún g-at fengið starf við kennslu á Indíána-verndar- svæði. hún gat fengið styrk til framhaldsnáms í Austurlanda- heimspeki í Indlandi viðskóla. sem Mahatma Gandhi stofnaði á sínum tíma, eða hún gat lagt út á þá braut. sem rnest höfðaði til hennar en var jafnframt sú óöruggasta, hún gat tekið gít- arinn sinn og reynt að hafa ofan af fyrir sér með því að leika á hann og syngja. Það síðasta varð ofan á og síðan hefur Buffy verið ótrauð við að boða fólki hugsjónir sínar. en þar ber Itæst boðun friðar og þess að hlutur Indíána verði réttur. Bqöskapur Buffy hefur oft veri umdeildur, og á tímum Víetnamstríðsins vakti hún þá athygli bandarísku alríkislög- reglunnar, FBl. að hún sá ástæðu til að fylgjast með ferð- um Buffy og gerðunt og gerði það ekki hljóðlegar en svo að Buffy er handviss um að hún missti af mörgu atvinnútilboð- inu fyrir vikið. En svo fór þó á endanum. að hún komst yfir skjölin, eftir að liafa orðið að fá .rámdýra lögfræðinga til liðs við sig. og komst þá að raun um, að lögrcglunni hafði ekki tekist að grala neitt upp um hana. sem liönd vará festandi. En það vareinmitt í baráttunni gegn Víetrramstríðinu, sem hún vakti fvrst athygli sent lagásmiður, og einkennislag baráttunnar. Universal Soldi- er, er einmitt eftir Buffy Sainte- Marie. Hún hefur geftð út 16 hljóni- plötualbúm og eitt laga hennar, Until It's Tinte for You to Go. hcfur \ erið gcfið út á 16 tungumálum. þ.á.m. kínversku. Hún helur komið fram víða unt veröld og aflað svo mikils fjár að hún hefur stofnað sjóð til að styrkja skólagöngu Indíána í svo gott sem öllum þeirn lærdómsgrein- um, sem fyrirfinnast. Yfir 200 söngvarar hafa sungið lögin hennar. Má þar nefna Barbra Streisand. Hclen Reddy, Glen Campbell, Sonny og Cltcr, Bobby Darin, Roberta Flack, Neil Diamond, Johnny Mathis og Ray Coniff. Útvarp sunnudag kl. 14.25: Sagt frá Emanuel Swedenborg sænsk' um iafnoka Leonardos da Vinci ■ Á sunnudag kl. 14.25 er á dagskrá hljóðvarps þáttur, sem ber nafnið Aristóteles norðurs- ins. Þáttur urn Emanuel Swed- enborg. Ævar R. Kvaran hefur tekið þáttinn saman og lesari með honum er Rúrik Haralds- son. Við báöum Ævar að segjá okkureinhver deili á Emanuel Swedenhorg. „Emanuel Swedenborg var Svíi', sem var uppi 1688-1772. Þessi maður var svo óvenju- lega á undan sínum tíma á svo mörgum sviðum, að það verð- ur eiginlega að líkja honum við Leonardo da Vinci. Þannig sá hann fyrir sér bæði kafbáta og flugvélar og ýmislegt fleira á sínum tíma, og hann var svo fjölhæfur, að ég held að það sé leitun á öðru eins. í alfræði- orðabókinni bresku var hon’úm skammtaö jafn mikiö pláss og sjálfum Einstein. Það sýnir hvers konar maöur hann var." segir Ævar. Ævar rekur fyrir okkur hversu fjölhæfur vísindamaður Swedenborg var. Hann var t.d. doktor í heimspeki, stærð- fræðingur, eðlisfræðingur, stjörnufræðingur, steina- Utvarp sunnudag kl. 10.25: Enn er dvalist í Afríku í þættinum „Út og suður“ ■ í þætti Friðriks Páls Jóns- sonar, Út og suður, síðastlið- inn sunnudag hóf Hermann Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri, frásögn sína af ferð sinni til Kenya, en þar hitti liann m.a. íslenska kristni- boða, sem þar starfa. Ekki vannst Hermanni tími til að Ijúka feröasögunni á sunnudaginn var, svo að hann heldur áfram frásögninnj á morgun, sunnudag, kl. 10.25. træðingur, líffærufræðingur, líffræðingur og sérfræðingur í málmvinnslU, auk þess sem ltann var uppfinningamaðurog hafði hugboð um margar nú- tímauppgötvanir! En hann lét ekki þar við sitja, hann sat sig aldrci úr færi að auka við lærdómsinn. Þannigt.d. sóttist hann eftir aö fá húsnæöi hjá meisturum í hinum og þessum iðngreinum á námsárum sínum. í London t.d. bjó hann hjá úrsmið, trésmið og járn- smiö og lærði hjá þeim kúnst- irnar, enda smíðaði hann ntörg stórkostleg tæki. Auk allra áðurnefndra liæfi- leika Swcdenborgs, var liann líka ófreskur og sá í gégnum holt og hæðir, þegar því var að skipta. En þaö, sent breytti lífi lians mest, að sögn Ævars, var að hann taldi sig hafa fjórunt sinnum ferðast inn í hinn and- lega heim og skrifaði langar og ítarlegar lýsingar t.d. á lífinu cftir dauðann. Eftir Swcdenborg liggja tug- ■ Ævar R. Kvaran ir rita, og víða í löndum eru félög, sem kenna sig við hann og rcyna að fara aö kenningum hans. Hann cndurtúlkaði nefnilega biblíuna og gagn- rýndi ýmsar kreddur í trúar- brögöunum. Sitthvað fleira kann Ævar að segja okkur frá þessum stórbrotna og einstæða manni, sem uppi var fyrir um 300 árum. Laugardagur 26. maí 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður- fregnir. Morgunorð - Jón Isleifsson talar. 8.30 Forustugr. dagb. (útdr.). Tón- leikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.) Óskalög sjúk- linga, frh. 11.20 Umferðakeppni skólabarna Nemendur úr Hvassaleitis- og Austurbæjarskóla keppa til úrslita I spurningakeppni 12 ára skóla- barna um umferðarmál. Umsjónar- menn: Baldvin Ottósson og Páll Garðarsson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.40 Iþróttaþáttur Umsjón: Ragnar Örn Pétursson. 14.00 Listalif Umsjón: Sigmar B. Hauksson. 15.10 Listapopp - Gunnar Salvars- son. (Þátturinn endurtekinn kl. 24.00). 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Framhaldsleikrit: „Hinn mannlegi þáttur" eftir Graham Greene IV. þáttur: „Dápum við ekki réttan mann?“ Útvarpsleik- gerð: Bernd Lau. Þýðandi: Ingi- björg Þ. Stephensen. Leikstjóri: Árni Ibsen. Leikendur: Helgi Skúla- son, Steindór Hjörleifsson, Arnar Jónsson, Arnór Benónýsson, Þor- steinn Gunnarsson, Viðar Eggerts- son, Ragnheiður Steindórsdóttir, Erlingur Gislason, Rúrik Haralds- son og Gisli GUðmundsson. (IV. þáttur verður endurtekinn, föstu- daginn 1. júní n.ki. kl. 21.35). 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Síðdegistónleikar Fílharmón- íuhliómsveitin í Stokkhólmi leikur 18.00 Miðaftan í garðinum með Haf- steini Hafliðasyni. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurtregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 „Guðs reiði“ e. Matthias Jó- hannessen IV. og siðasti hluti: „Marmari og bálköstur". Stjórn- andi: Sveinn Einarsson. Flytjendur auk hans: Þorsteinn Gunnarsson, Borgar Garðarsson, Pétur Einars- son, Kristín Anna Þórarinsdóttir og Guðmundur Magnússon, sem er sögumaður. 20.60 Ungir pennar Stjórnandi: Dómhildur Sigurðardóttir (RÚVAK). 20.10 Góð barnabók Umsjónarmað- ur: Guðbjörg Þórisdóttir. 20.40 Norrænir nútímahöfundar 10. þáttur: Inge Eriksen Hjörtur Pálsson sér um þáttinn og ræðir við skáldkonuna, sem les upphaf dagbókarkafla, er einnig verður lesinn í íslenskri þýðingu. 21.15 Á sveitalinunni Þáttur Hildu Torfadóttur, Laugum í Reykjadal 22.00 „Sjóferð sumarið 1956“, smásaga eftir Margréti Hjálm- týsdóttur Þórunn Pálsdóttir les. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá . morgundagsins Orð kvöldsins 22.35 Harmonikuþáttur Umsjón: Högni Jónsson. 23.05 Létt sfgild tónlist. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. Laugardagur 26. maí 24.00-00.50 Listapopp (endurtek- inn þáttur frá Rás 1) Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 00.50-03.00 Á næturvaktinni Stjórn- andi: Kristin Björg Þorsteinsdóttir. Rásir 1 og 2 samtengdar kl. 24.00 Laugardagur 26. maí 16.30 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.10 Húsið á sléttunni Lokaþáttur - Vegir ástarinnar II. Bandarískur framhaldsmyndaflokkur. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 18.55 Enska knattspyrnann Loka- þáttur. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 í blíðu og strfðu Annar þáttur. Bandarískur gamanmyndaflokkur. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.00 Kvöldstund með Buffy Sainte- Marie Þjóðlagasöngkonan og lagasmiðurinn Buffy Sainte-Marie, sem er af indíánaættum, syngur gömul og ný lög sin og spjallar við áhorfendur. Málstaður friðar og hlutskipti indiána eru meðal helstu yrkisefna hennar. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.55Þúsund trúðar (A Thousand Clowns) Bandarísk gamanmynd fra1 956, gerð eftir leikriti eftir Herb Gardner. Leikstjóri Fred Coe. Aðalhlutverk: Jason Robards, Bar- bara Harris, Martin Balam, Barry Gordon og Gene Saks. Sjónvarps- þáttahöfundur hefur sagt skilið við starf sitt og helgar sig nú einkum uppeldi systursonar síns sem hjá honum býr. En dag nokkurn ber fulltrúa barnaverndarnefndar aö garði til að kanna heimilisástæður. Þykir honum það ekki tilhlýðilegt að forráðamaður drengsins skuli ganga alvinnulaus. Þýðandi Guð- rún Jörundsdóttir. 00.00 Dagskrárlok ,

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.