NT - 25.05.1984, Blaðsíða 5
'N
Föstudagur 25. maí 1984 5
Skreiðartrönur geta verið snyrtilegar og jafnvel prýði í íslenskri náttúru en því miður ganga ekki ■ „Skreiðin selst ekki og þá má einu gilda hvað um hana verður“. En hvað um umhverfið! Veist þú
allir sem þessa grein stunda eins vel frá og sá sem hér á í hlut.
lesandi góður að þetta er inni í höfuðborgarsvæðinu.
Auður hafsins liggur undir skemmdum
- og umgengnin til háborinnar skammar
■ Því miður voru engin tök á að senda lesendum NT lyktina heim, en svo sannarlega
þá var hún óviðjafnanleg. Útyfir tekur þegar rignt hefur í óþverrann.
■ Skyldi hafa fengist
afurðalán fyrir þessa
fiska. Víða á svæðinu
var nýhrunin skreið sem
enn var hægt að bjarga
frá eyðileggingu. En
verður það gert?
■ Er þetta auður hafsins? Er það fyrir þetta sem borguð
eru afurðalán? Hver var að tala um hreint iand, fagurt
land? Já er nema von að sé spurt, þegar í Ijós kemur að
skreiðarverkendur ganga ekki aðeins illa um þá vöru sem
þeim er trúað fyrir heldur gefa landinu andstyggilegan
blæ.
Ekki alls fyrir löngu fréttist af hópi útlendinga við eina
af þessum „perlum" íslensks atvinnulífs með ljósmynda-
vélarnar á lofti. Þarna hafa trönur hrunið niður og í stað
þess að reisa þær upp var hengt á rárnar þar sem þær lágu
örfáar spannir frá yfirborði jarðar. Annars staðar lá
margra ára skreið sem einhverra hluta vegna hafði aldrei
farið á markað í hrúgum bæði morknuð og möðkuð. Á
einum stað mátti merkja að fisksali eða einhver í líkum
bísness var viðriðinn staðinn. Beingarðar af ýsum sem
höfðu verið flakaðar voru þarna í dáleglegum haug, eins
og sérstök veisla fyrir maðk og önnur skyld fyrirbæri
lífríkisins.
En ekki eru allir eins, á einum stað rakst Ijósmyndari
NT á skreiðartrönur sem voru sannarlega til fyrirmyndar.
Rétt við hliðina voru sumar þær myndir sem bera
skreiðarverkendum hvað verst vitni teknar. Þessi uppá-
koma rifjar upp að nýlega voru samþykkt lög frá Alþingi
sem opna möguleikann á því að svifta fiskverkendum
vinnsluleyfum. Vonandi getur þessi umfjöllun NTýtt eftir
einhverju í þá veru, þó ekki væri tii annars en að koma í
veg fyrir umgengni af þessu tagi.
BUCHTAL
Gólf — Vecjcjflísar
Vestur-þýsk
gæðavara
úti sem inni
á viðráðanlecju
verði.
Komið og skoðið
eitt mesta úrval
landsins af
flísum
í sýningarsal
okkar.
Sjón er sögu
ríkari
BUCHTAL
FEGURÐ — GÆÐI—ENDING
BYGGIWGAVÖRURl
HRINGBRAUT 120 Simar Timburdeild 28 604 ^
Byggingavorur 28 600 Malningarvorur og verklæri 28-605 I
Gollteppadeild 28 603 Flisar og hreinlætistæki 28 430 I
Þu færð
allt í einn
kaupsamning
■ Fagur var fiskur í sjó