NT - 28.05.1984, Page 18

NT - 28.05.1984, Page 18
Rás 2 kl. Sjónvarp kl. 20.40: •n •i«j Sjónvarp kl. 21.05: Andófsmaður í alræðisríki: Collin - síðari hluti ■ í gærkvöld var sýndur í sjónvarpi fyrir hluti myndarinn- ar Collin, gerð eftir bók austur- þýska andófsrithöfundarins Stefans Héym. Par sagði frá óvæginni baráttu tvéggja hjartasjúklinga, virts rit- höfundár og háttsetts em-. bættismanns í öryggisþjónustu Austur-Þýskalands. í kvöld kl. 21.05 hefst svo sýning síðari hlutans og þá er eftir að sjá hver endalok bar- áttunnar verða. Söguþráðurinn í myndinni fjallar um banvænar- í orðsins fyllstu merkingu - deilur hátt- setts embættismanns í öryggis- þjónustu Austur-Þýskalands og virts aldins rithöfundar. Báðir þjást þeir af alvarlegum hjartsjúkdómi og báðir eru þeir til læknismeðferðar á sarna sjúkrahúsinu. Það sjúkrahús er eingöngu ætlað æðstu mönnum flokksins. Ekki líður á löngu uns sjúkrahúsið er orðið að eins konar-vígvelli, þar sem þessir tveir svörnu andstæðingar grípa til hinna furðulegustu uppátækja í því augnamiði að ná sér æriega niðri hvor á öðrum og eina markmið hvors þeirra um sig er að lifa það áð sjá erkióvininn falla í valinn. Brátt verður augljóst að bar- áttah beinist ekki einungis að því að ganga hvor af öðrum dauðum. Rithöfundurinn er að skrifa endurminningar sínar og þar vílar hann ekki fyrir sér að fletta ofan af ýmsu vafasömu athæfi ráðherra þess, sem fer með öryggismál landsins. Reyndar vill hvorki betur né verr til en svo, að hann hefur aðsetur í herbergi á sama gangi og hinir tveir. Sjónvarpsmyndin Collin hefur hlotið mikið lof og viður- kenningu gagnrýnenda. 1982 var Curd Jurgens, sem fer með hlutverk rithöfundarins. sæmdur verðlaunum þýska sjónvarpssritsins HÖRZU, „Goldane Kamera“, fyrir frammistöðu sína. Hans- Christian Blech. sem fer með hlutverk andstæðingsins Urack, var sæmdursömu verð- launum við sama tækifæri. Sama ár voru rithöfundinum Stefan Heyrn veitt Bambi verð- launin, virtustu verðlaun kvik- mynda- og sjónvarpsheimsins þýska, fyrir bók sína, sem myndin var gerð eftir. Stefan Heym býr enn og starfar i Austur-Þýskalandi, en er ekki lengur í náðinni hjá yfirvöldum, sem líta hornauga gagnrýni hans á þjóðfélags- hætti þar í landi. En hann hefur alltaf haldið uppi háværri gagnrýni á það, sem hann hef- ur álitið athugavert þar sem hann hefur búið hverju sinni. Stefan Heym er gyðingur, fæddur í Þýskalandi 1913. Augljóslega átti hann lítið sameiginlegt-með valdhöfum þar eftir að Hitler kómst til valda. Stefan flýði til Banda- ríkjanna 1933, en þegar McCarthy-tímabilið gekk í garð, fór enn svo að hann átti ■ AsatímierádagskráRásar 2 kl. 17 í dag. Stjórnendur cru Ragnheiður Davíðsdóttir og Júlíus Einarsson. Asatími er umferðarþáttur og sagði Júlíus Einarsson okk- ur að aö venju yrðu að sjálfsögðu rædd umferðarmál í 9. þætt- inum. Þar að auki ætti að i'jalla um sumaráætlanir ferðaskrif- stofanna hcr innanlands og væri nú röðin komin að Guð- mundi Jónassyni og Úlfari Jac- obsen. í síðasta þætti hefði verið fjallað um sumaráætlanir Ferðafélags Islands og Útivist- ar. Þá koma „Lilla og Harald- ur" í heimsókn, cn það eru Gísli Rúnar og Edda Björg- vinsdóttir, sem hafa gefið þeim raddirnar. J3au hafa út- buið 4 umferðarþætti í gaman- sömum tón fyrir Umferðarráð og er þegar búið að útvarpa 2' þeirra í Asatíma. Útvarp kl. 20. Lög unga fólksins ■ í útvarpi í kvöld kl. 20.00 hefst þátturinn Lög unga fólksins. Kynnir er Þorsteinn .1. Vilhjálmsson. Lög unga fólksins eiga sér laga sögu í útvarpinu og eru þær orðnar allmargar kynslóð- irnar, sem hafa sent vinum og kunningjum, auk náttúrlega stóru ástarinnar hverju sinni, kveöjur með vinsælustu löguni hvers tíma. Þetta hlutverk þáttarins hefur ekkert breyst, hunn er enn vettvangur „dúnd- urkveðja til æðislega klístraða þáttarins"! Þorsteinn Vilhjálmsson ann- ast kynningar laganna á mánu- dagskvöldum og hefur gert frá áramótum, en Þóra Björg Thoroddsen á föstudagskvöld- um. Þorsteinn segir okkur að þættirnir séu því sem næst eins, a.m.k. merki hann sjálfur ’engan rnun. Bréfin berast jafnt og þétt, 30-40 á viku núna, en voru fleiri fyrr á árinu. Mánudagur 28. maí 1984 18 Sumar- Villta kanínan áætlanir í Asatíma á sér marga óvini - mynd um villtar kanínur á Bretlandseyjum ið getur verið í hópi óvina kan- ínanna, það veldur oft flóðum í kanínuhoiunum og gerir íbú- um þeirra lífið mun erfiðara. En kanínur eru þrautseigar. Þær verða að sýna skynsemi og treysta afburða næmum skyn- færum heyrn, sjón og lyktar- skyni, enda lifa þær flestar næsta dag, þrátt fyrir allar aðsteðjandi hættur. Kanínur eru líka afburða duglegar að auka kyn sitt og óragar að nema nýtt land. Allir þessir eiginleikar eru til þess, að kanínustofninn er ekki í hættu, þrátt fyrir allt. Stór hluti myndarinnar, sem sýnd verður í kvöld, fjall- ar um líf kanínanna í holum þeirra, en þar er líka ýmsar hættur að finna, ekki síður en utan holanna. Þar standa kan- ínurnar í ströngu við aðverja unga sína fyrir öðrum kanínum og ung karldýr eyða mestum tíma sínum í stríð og byltingar, þar sem þeir leitast við að. steypa ríkjandi foringjum af stóli og berjast unt hylli kven- dýranna ungu. Myndina tók Maurice Tibbles. en hann er verðlauna- maður á sínu sviði. Sögumað- ur er David Attenborough. Þýðandi og þulur er Jón O. Edvvald. ■ Erich Honecker, æðsti ráðamaður í Austu-Þýskalandi, hefur litla samúð með þeim, sem sýna einhver frávik frá opinberri stefnu Flokksins.Það hefur Stefan Heym, höfundur bókarinnar um Collin, fengið að reyna. ekki samleið með valdhöfum. Hann lagði því enn land undir fót og settist að í Austur- Berlín, þar sem honum var tekið með kostum og kynjum. Svo fór þó smám saman, að Stefan sá hina og þessa van- kanta við stjórnarfarið þar og var þá ekki að fara dult með gagnrýni sína frekar en fyrri daginn. Stefan Heym gerðist ungur kommúnisti og segist vera það enn, þrátt fyrir allt. ■ Vesalings kaninan á sér hvegi griðland. M.a.s. getur hún ekki verið óhult í holunni sinni, þar sem ýmsar hættur steðja að, m.a. frá öðrum kunínum. ■ Isjónvarpi íkvöldermynd frá BBC um villtu kanínuna á Bretlandseyjum, sem á í ákaf- lega harðri lífsbaráttu og óvini á hverju strái, en sýnir ótrúlega þrautseigju og lífsseiglu. Kanínurnar eiga sér marga óvini, þ.á.m. manninn. f aug- um bóndans eru þær meindýr, sem sjálfsagt er að hundclta og drepa. Rándýr, s.s. refir og músafálkar sitja stöðugt um þær. Á strandsvæðum sýna lundar þeim oft yfirgang og reka þær úr holum sínum til að setja upp eigin bú. og ungar og veikburða kanínur á öllum aldri eiga stöðugt á hættu að vcrða bráð máva. Jafnvel veðr- Mánudagur 28. maí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Siguröur Ægisson flytur (a.v.d.v.). Á virkum degi. Stefán Jökulsson, Kolbrún Halldórsdóttir, Kristin Jónsdóttir. 7.25 Leikfimi. Jónína Benediktsdótlir (a.v.d.v.). 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð. Baldvin Þ. Kristjáns- son talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Afastrákur“ eftir Ármann Kr. Einarsson Höfundur les (6) 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Forustugr. landsmálabl. (útdr.) Tónleikar. 11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 Kotra Endurtekinn þáttur Signýjar Pálsdóttur frá sunnudags- kvöldi (RÚVAK). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Savannah-tríóið, Þrju á palli o.fl. leika og syngja 14.00 Ferðaminningar Sveinbjarn- ar Egilssonar; seinni hluti Þor- steinn Hannesson les (33) 14.30 Miðdegistónleikar Drengja- kórinn í Regensburg syngur þýsk þjóðlög með undirleik hljóðfæra; Theobald Schrems stj. 14.45 Popphólfið Sigurður Kristins- son. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Hljóm- sveitin Fílharmónía leikur forleik- inn að óperunni „Oberon'1 eftir Carl Maria von Weber; Wolfgang Sawallisch stj. Joan Sutherland, Luciano Pavarotti og Spiro Malas flytja með kórog hljómsveit Covent Garden-óperunnar í Lundúnum atriði úr öðrum þætti óperunnar „Dóttur herdeildarinnar" eftir Gaet- ano Donizetti; Richard Bonynge stj. Fílharmóníusveitin í Vínarborg leikur balletttónlist úr „Spartacus“ eftir Aram Katsjatúrían; höfundur- inn stj. 17.00 Fréttir á ensku 17.10 Síðdegisvakan Umsjón: Páll Heiðar Jónsson og Borgþór S. Kjærnested. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynninaar. 19.35 Daglegt mál. Mörður Arnason talar. 19.40 Um daginn og veginn. Dr. Magni Guðmundsson hagfræð - ingur talar. 20.00 Lög unga fólksins. Þorsteinn J. Vilhjálmsson kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Sagnir af Stef- áni Þorleifssyni, prófasti að Presthólum Björn Dúason tekur saman og flytur. b. Karlakór Reykdæla syngur. Stjórnandi: Þóroddur Jónasson. c. Gaman- mál eftir Stefán Vagnsson frá Hjaltastöðum Elín Guðjónsdóttir les. Umsjón: Helga Ágústsdóttir 21.10 Nútímatónlist Þorkell Sigur- björnsson kynnir. 21.40 Útvarpssagan: „Þusund og ein nótt“ Steinunn Jóhannesdóttir les valdar sögur úr safninu i þýðingu Steingríms Thorsteins- sonar (18). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Skyggnst um á skóiahlaði Umsjón: Kristín H. Tryggvadóttir. 23.00 Kammertónlist Guðmundur Vilhjálmsson kynnir. 23.45 Fréttir. Dagskrálok. Mánudagur 28. mái 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórn- endur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ólafsson. 14.00-15.00 Dægurflugur Stjórn- andi: Leópold Sveinsson 15.00-16.00 Á rólegu nótunum Stjórnandi: Arnþrúður Karlsdóttir. 16.00-17.00 Laus í rásinni Stjórn- andi: Andrés Magnússon. 17.00-18.00 Asatimi (umferðarþátt- ur) Stjórnendur: Ragnheiður Davíðsdóttir og Júlíus Einarsson. Mánudagur 28. mai 19.35 Tommi og Jenni Bandarísk teiknimynd. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Kanínan Dýralífsmynd um villtu kanínuna á Bretlandseyjum sem á sér marga tjendur en heldur þó velli. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 21.05 Collin - síðari hluti. Þýsk sjónvarpsmynd gerð eftir sögu Stefáns Heyms. Leikstjóri: Peter Schulze-Rohr. Aðalhlutverk: Curd Jurgens, Hans Christian Blech og Thekla Carola Wied. Þýðandi Jó- hanna Þráinsdóttir. 22.35 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 23.05 Fréttir í dagskrárlok

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.