NT - 28.05.1984, Síða 30
Myndsjá frá Stuttgart:
Fagnaðarlæti meiri en dæmi eru til áður:
300 þúsund fylgdust
með fagnaðarlátunum
■ Áfram Stuttgart. Uppsclt var á leik Stuttgart og HSV á Necker
Stadion, 72 þúsund manns voru í þessum áhorfendastúkum. Að auki
sáu 10 þúsund manns leikinn í beinni sjónvarpssendingu á risaskermi
í íþróttahöll viö hliöina. íslendingar sáu leikinn beint í sjónvarpi, en
ekki V-Þjóöverjar. NT-myndir CuAmundur Sigfússon
■ Þýskum fréttamönnum ber
saman um að sjaldan eða aldrei
hafi þýska mcistaratitlinum
verið fagnað jafn hjartanlega
og í Stuttgart í gær og í gær-
kvöldi.
■ Nágranni Ásgeirs Sigurvinssonar, maður sem Ásgeir þekkti ekki og hafði ekki talað við, var
búinn að hengja stóran Stuttgartfána utan við hús Asgeirs, og að auki íslenskan fána sem hann
hafði látið sauma, utan á húsið. Fáninn íslenski var að vísu ekki mjög vel hcppnaður, en söm var
gerðin.
Klukkutíma eftir að,
leiknum lauk höfðu fáir hinna
70 þúsund áhorfenda yfirgefið
leikvang Stuttgart liðsins. Eftir
leikinn er talið að um 300
þúsund manns hafi fylgst með
skrúðakstri leikmanna og for-
ráðamanna Stuttgart um borg-
ina,en farið var í opnum Mer-
cedes Benz bílum af öllum
stærðum og gerðum og aldri
frá heimavelli Stuttgart til ráð-
húss borgarinnar. Þar var
samankomið tvö til þrjú hundr-
uð manns, eða um annar hver
íbúi borgarinnar. Vestur-þýska
sjónvarpsstöðin SW sýndi beint
frá fagnaðarlátunum og þess á
milli var skotið inní sýningum
frá leiknum í bær.
Gat sjónvarpsþulurinn þess
að íslendingar hefðu einir
þjóða getað fylgst með sjón-
varpsútsendingunni í beinni út-
sendingu.
Á tröppum ráðhússins tók
borgarstjórn Stuttgart við lið-
inu og ræður voru haldnar,
leikmenn liðsins heiðraðir og
var þeim ákaft fagnað. Fagnað-
arlætin voru slík að borgar-
stjórinn ætlaði aldrei að komast
að til að flytja ávarp sitt. Eftir
afhöfnina á tröppunum var
leikmönnum og forráða-
mönnum liðsins boðið til veislu
borgarstjórnar í ráðhúsinu. V-
þýska sjónvarpsstöðin ZDF var
í beinu sambandi í tengslum
við íþróttaþáttinn í gærkvöldi.
Meðal þeirra sem talað var
við var ÁSGEIR Sigurvinsson.
Leikmenn Stuttgart gengu síð-
an einn og einn fram á ráðhús-
svalirnar, með „salatskálina"
eftirsóttu, en svo er silfur-
skjöldurinn sem leikmenn fá í
sigurlaun í deildarkeppninni,
uppnefndur.
Rætt var við leikmenn af
svölunum og þeim var fagnað
mjög afþeim miklafjölda borg-
arbúa sem á svölunum stóðu.
Opnunartími bjórkráa var
framlengdur til kl. 3 og er
fullvíst að flestir borgarbúa
hafa gengið seint til náða, enda
ekki á hverjum degi sem liðið
þeirra verður meistari.
Það átti sér síðast stað árið
1952, fyrir 32 árum, en alls
hefur Stuttgart liðið unnið
meistaratitilinn þrisvarsinnum,
1950, 1952 og 1984.
■ Víða mátti sjá íslenska fána
á vellinuni, fyrir og eftir leik.
Fimmtíu Islendingar fóru í sér-
staka hópferð og sáu leikinn,
og fleiri mættu sem búsettir eru
í V-Þýskalandi.
■ Það sem allt snerist um.
Karlheinz Förster og Ásgeir
Sigurvinsson með skálina eftir-
sóttu.
■ Fjölmargir Islendingar voru á leiknum. Hér má sjá tvö eintök.
Maðurinn til vinstri cr Steinn Sveinsson, fyrrum lormaður Körfu-
knattleikssambands Islands.
■ Mercedes Benz bílar af öllum stærðum, aldri og gerðum tóku
þátt í skrúðgöngunni eftir afhendingu Þýskalandsskjaldarins. Hér
má sjá einn af eldri gerðinni á hringferð á leikvanginum.
Lewis gaf
forsmekkinn
■ Carl Lcwis gaf
inönnum forsmekk af því,
hvers megi vænta frá hon-
um á Olympíuleikunum i
L.A. á móti sem fram fór í
San Jose um helgina. Carl
sigraði í bæði 100 m og 200
m hlaupi. Hann hljóp 100
m á 10 sek. sléttum og 200
m á 20,01.
Meðal annarra úrslita á
mótinu má nefna að fjórir
kúluvarparar köstuðu yfir
21 m og var sigurvegari
Brian Oldfield sem varpaði
kúlunni 22,19 m Mary
Decker, heimsmethafi í 5
og 10 þúsund metra hlaupi
á 4:50,0 sem er besti tími
bandarískrar konu í ár.
Steve Scott sigraði í 1500 m
hlaupi karla á 3:55, 71.
Alberto Guimarres frá
Brasilíu kom fyrstur í mark
í 800 m hlaupi á 1:46,54 og
Andre Phillips vann 400 m
hlaup á 48,23.
■ Stjarnan sjálf á fullri ferð í leiknum. Ásgeir fór víða um völlinn
í þessum leik og takmarkið, Þýskalandsmeistaratitillinn náðist.
■ Verðlaunaafhendingin afstaðin. Karlheinz Förster sýnir áhorf-
endum gripinn, lyftir honum hátt.Gleðin í kring er mikil, enda sést
varla í fyrirliðann.
Síðasta umferð Búndslígunnar:
Karl-Heinz kvaddi með marki
■ Síöasta umferð v-þýsku
Bundesligunnar í knattspyrnu
fór fram á laugardaginn var.
Fyrir þessa umferð var Ijóst að
Stuttgart var nánast orðið v-
þýskur mcistari, í knattspyrnu,
liðið gat tapað fyrir HSV með
allt að fimm marka mun, án
þess að sigur liðsins í deildinni
væri í hættu.
1-0 tap Stuttgart fyrir Ham-
burger á heimavelli þýddi það
að þrjú lið voru efst og jöfn í
deildarkeppninni að stigum,
Stuttgart, Hamburger SV og
Borussia Mönchengladbach
fengu öll 48 stig í 34 leikjum,
en markatala Stuttgart var mun
betri, liðið hafði 46 mörk í plús
eftir keppnistímabilið, Ham-
burger SV 39 og Borussia
Mönchengladbach 33.
Sigur Stuttgart í keppninni
þykir mjög sanngjarn, blaða-
mönnum, leikmönnum, þjálf-
urum, öllum, sem við hefur
verið rætt í fjölmiðlum, ber
saman um það.
Úrslit helgarinnar urðu ann-
ars þessi.
Stuttgart-Hamburger 0-1
Mannheim-Offenbach . . 6-1
Köln-Leverkusen .........2-0
Nurnberg-Dortmund ... 0-2
Bochum-Dusseldorf .... 6-1
Gladbach-Bielefeld .... 3-0
Frankfurt-Kaiserslautem . . 3-0
Braunschweig-Bremen 1-2
Bayern-Úrdingen .........3-2
Leikur Kölnar og Leverkus-
en þótti ekki góður. Staðan í
hálfleik var 0-0 samkvæmt
gangi leiksins. í síðari hálfleik
voru Kölnarmenn heldur
sprækari. í síðari hálfleik gerði
Klaus Allofs, sem nú í allmarg-
ar vikur hefur leikið frábær-
lega, tvö mörk og varð þar með
annar markahæsti leikmaður
deildarinnar með 20 mörk, og
Köln fékk UEFA-sæti.
í Munchen lék Bayern gegn
Úrdingen. Fyrirfram var búist
við að Bayern mundi vinna
stórsigur. Þetta var kveðju-
leikur Karl-Heinz Rummen-
igge. Karl-Heinz Rummenigge
kvaddi eins og hann hafði
lofað. Þegar á 17. mín. leiksins
skoraði hann. En Bayern náði
ekki að sýna neitt sérstakt.
Feilzer jafnaði með góðu skoti
af 16 metra færi á 25. mín. og
mjög á óvænt komst Úrdingen
yfir 2-1 á 75. mín. leiksins
þegar Sackewitz skoraði gott
mark. Á 83. mín. náði vara-
maðurinn Mathy að jafna leik-
inn og rétt fyrir leikslok eða á
88. mínútu tryggði Michael
Rummenigge Bayern sigur.
Með þessum sigri varð Bayern
í fjórða sæti í deildinni, einu
stigi á eftir topptríóinu.
Bochum lék heima gegn
Dússeldorf, en eins og flestum
er kunnugt þá hefur Dússeldorf
liðið hrunið á undanförnum
mánuðum. Staðan í háífleik
var 1-0 Bochum í vil og leikur-
inn hafði verið fremur jafn. í
síðari hálfleik tók Bochum öll
völd á vellinum og lokastaðan
varð 6-1 þeim í hag. Bommer
skoraði mark Dússeldorf þegar
staðan var 3-0 fyrir Bochum.
Hvorki Atli Eðvaldsson né
Pétur Ormslev léku með Dúss-
eldorf í þessum leik. Þeir eru
báðir meiddir, Atli snéri sig á
hné á æfingu í vikunni og
meiðsli Péturs Ormslevs tóku
sig upp fyrir tveimur vikum.
Þrátt fyrir að Gladbach Iéki
fremur illa komst Bielefeld aldr-
ei inní myndina og 3-0 sigur
Gladbach var nokkuð öruggur.
Mörkin skoruðu Mill, Bruns og
Criefs.
Frankfurt hafnaði í 16. sæti
deildarinnar þráft fyrir 3-0 sigur
á Keiserslautern.
Werder Bremen vánn örugg-
an sigur á Braunscw'eig. 2-1,
með mörkum þeirra Böhnke
og Möhlmann. en Ellmerich
hafði jafnað fyrir Braunschveig
á 15. mínútu leiksins.
Lokastaðan:
Stuttgart 34 19 10 5 79-33 48
Hamborg 34 21 6 7 75-36 48
Gladbach 34 21 6 7 81-48 48
Bayern 34 20 7 7 84-41 47
Bremen 34 19 7 8 79-46 45
Köln 34 16 6 12 70-57 38
Leverkusen 34 13 8 13 50-50 34
Bielefeld 34 12 9 13 40-49 33
Brunschweig 34 13 6 16 54-69 32
Urdingen 34 12 7 15 66-79 31
Mannheim 34 10 11 13 45-58 31
Kaiserslautern 34 12 6 16 68-69 30
Dortmund 34 11 8 15 54-65 30
Dusseldorf 34 11 7 16 63-75 29
Bochum 34 10 8 16 68-70 28
Frankfurt 34 7 13 14 45-61 27
Offenbach 34 7 5 22 48-106 19
Numberg 34 6 2 26 38-85 14