NT


NT - 28.05.1984, Síða 31

NT - 28.05.1984, Síða 31
Búndeslígan: Marka- met! Karl-Heinz Rummenigge markahæstur ■ Eftir keppnistímabilið er vert að líta á nokkrar tölur. Nýtt markamet var sett í 21 árs sögu deildarinnar. í allt voru skoruð 1097 mörk. 11 mörkum meira en á keppnistímabilinu 1973- 1974. Jafnframt var sett met hvað varðar rauð spjöld. Alls fékk 21 leikmaður að sjá rauða spjaldið og á áttunda hundrað gulra spjalda voru sýnd í vetur. Markahæsti maður deildar- innar var Karl-Heinz Rummenigge, hann skoraði 26 mörk, Allofs var með 20, Mill hjá Gladbach var með 19 og Schreier hjá Bochum með 18 eins og Rudi Wöller hjá Bremen. Markahæstur íslensku leikmannanna í deildinni varð Ásgeir Sigurvinsson, hann skoraði 12 mörk, Atli Eðvaldsson skorað 8 mörk, og Pétur Ormslev eitt. ■ Asgeir Sigurvinsson á fullri ferð gegn HSV. Ásgeir og félagar fóru varlega í leiknum, mikið var í húfí og um að gera að fá ekki á sig mörk. Vörn Stuttgart var sterk, og leikmenn Þýskalands og Evrópumeistaranna frá í fyrra komust hvergi áleiðis. Ásgeir átti þokkalegan leik, án þess að sýna miklar listir, en þó mátti greinilega sjá hvílíkt akkeri hann er í sóknaraðgerðum liðsins. NT mynd (iuAmundur Sij>fús.son Mánudagur 28. maí 1984 31 Hamburger S V náði sigri - en fyrsti ósigur Stuttgart dugði ekki til - Stuttgart meistari ■ íslendingar sáu VFB Stuttgart, lið Ásgeirs Sigurvins- sonar í v-þýsku Búndeslígunni í knattspyrnu tryggja sér Þýska- landsmeistaratitilinn í knatt- spyrnu í beinni sjónvarpssend- ingu á laugardag. Um leið tap- aði Stuttgart fyrsta leiknum á heimavelli í Búndeslígunni í vetur, en aðeins 0-1 og við það voru menn að sjá nokkuð sáttir. Leikurinn var ekki sérstaklega góður, einkenndist af öryggis- spilamennsku, og kom nokkuð á óvart að HSV skyldi ekki sækja stífar. Stuttgart var lengst af sterk- ari aðilinn í leiknum, og nteð örlítið meiri ákveðni hefði liðið átt að tryggja sér sigur, áður en HSV skoraði eina mark leiksins á 85. mínútu. Stuttgart sótti meira framan af, og strax á 7. mínútu átti Allgöwer hörku- skalla í hliðarnetið hjá HSV. HSV sótti einnig, en flestar sóknir framan af strönduðu á sterkri vörn Stuttgart, þar sem Karlheins Förster var fremstur í flokki og hreinlega jarðaði markaskorarann Schatzshnei- der. Besta færi Stuttgart í jeikn- um átti Svíinn Cornclius á 32. mínútu, er hann skaut yfir úr dauðafæri á markteig, og 10 mínútum síðar skaut Karl All- göwer í þverslá HSV-marksins. HSV átti líka færi í fyrri hálf- leik, Roleder þurfti að verja stórglæsilega til að forða marki á II. mínútu. HSV náði yfirtökum í leiknum þegar leið á síðari hálfleik, en sammerkt varþó í öllunt leiknum að liðin sóttu til skiptis, en hörkuna vantaði til að reka endahnútinn. Minnstu munaði þegar Jimrnty Hartwig komst í dauðafæri á 73. mínútu eftir frábæra sendingu Felix Magath, en notaði það illa og missti boltann í hendur Rol- enders. Fáum mtnútum síðar gerðist það sama hinunt megin, Buchwald komst í gegn eftir góða samvinnu við Reichert, en missti boltann í hendur Uli Stein. Þegar stutt var eltir af leiknum leit allt út fyrir markalaust jafntefli, og leikmenn Stuttgart virtust ánægðir með það, enda ekki skrítið. En þá komst HSV í sókn, og úr varð eina mark leiksins. Magath gaf fyrir á tjærstöng, Roleder fór í sicógar- ferð og náði ekki boltanum, Schrödcr skallaði til baka og Milewski skoraði í tómt ntarkið. prátt fyrir fyrsta ósigurinn á heimavelli í vetur, fékk Stutt- gart meistaiatiltilinn. Liðið var með langbest markahlutfall þeirra þriggja liða sem voru þrjú efst með 48 stig. (Stuttgart, HSV og Möncheng- ladbach). Bestu menn þessa leiks voru Felix Magath hjá Hamborg, og Karlheins Förster hjá Stuttgart. Aðrir voru í meðallagi, eins og leikurinn. Létt hjá Liverpool ■ Englandsmeistarar Liverpool eru nu staddir í ísrael til að venja sig við Miðjarðar hafsloftslagið f yrir leikinn gegn Roma í Róm í þessari viku. Þeir spiluðu við landslið heima- manna í vikunni og unnu auðveldlega 4-1. Það voru þeir Ronnie Whelan 2. Mick Robinson og Graeme Souncss sem gerðu mörk Liver- pool en Rifat Turk skoraði fyrir heimamenn. Joe Fagan, framkvæmdastjóri Liverpool, gerði fjölmargar brcytingar á lið sínu í hálfleik án þess að það kæmi Israelsmöm um til góða. Svíar salta Möftu ■ Svíar „rústuðu" Möltubúa í leik þjóðanna í forkeppni heimsmeistarakeppninnar i knatt- spyrnu 4-0. Mörkin skoruðu Thomas Sunesson 2, Dan Corneliusson og Ingemar Erlandsson eitt hvor. Bandaríski Körfuboltinn: Lakers gegn Celtic ■ Það er nú ljóst að það verða Los Angcles Lakers og Boston Celtics sem leika til úrslita í bandarísku atvinnumannadeildinni í körfu- knattleik. Þetta réðist á föstudagskvöldið þegar Lakers sigruðu Phoenix Suns í sjötta leik liðanna með 99 stigum gegn 97. Finnar lögðu N-íra ■ Finnar komu heldur betur á óvart í gær þcgarþcir unnu nýkrýnda Bretlandseyjameist- ara í knattspyrnu, N-íra með einu marki gcgn engu í Finnlandi. Leikurínn var liður í undan- keppni HM en þessi lið eru í fimmta riðli. Markið skoraði Ari Valvec á 54. mín. og geta Finnar vel við unað. Spánn vann Sviss ■ Spánverjar unnu stórstigur á Svisslending- um er þjóðirnar maettust í vináttulandsleik í knattspyrnu í Genf á laugardag. Spánverjar skoruðu fjögur mörk en Sviss ekkert. Það voru þeir Santillana, Gallego, Rincon og Goicoechea sem skoruðu fyrir Spán. Ahorf- endur voru aðcins um 18 þúsund. Heimsmet í stangarstökki ■ Sovétmaðurinn Sergci Bubka setti nýtt heimsmet í stangarstökki á móti í Bratislava í Tékkóslóvakíu á laugardaginn, er hann stökk 5,85 metra og bætti eldra heimsmctið sem Frakkinn Thierry Vigneron átti um 2 cm. ■Jte( Æfingaskór Heinkes Star, blátt rúsk. hvít rönd. St. 3V2-9V2 Kr. 991,- Pele Junior, svart rúsk. Góöir krakkaskór. St. 25-35. Kr. 545,- Easy Rider, frábærir hlaupa og gönguskór. St. 5V2-11V2. Kr. 1347,- Pele Brasil ,dökkbl. rúsk. meö óslítandi botni. St. 7-11. Kr. 938,- Basket Super, þrælsterkir uppháir skór. St. 6-101/2. Kr. 2180,- Stenzel Coach, blátt rúsk. hvít rönd, þægi- legir skór. St. 31/2-91/2. Kr. 1122,- zvMsrewm.umveasAi Stenzel Universal, hvítt leöur. Svört rönd. Frábærir skór. St. 31/2-14 kr. 1285,- Sportvöruverslun Fitness, léttir og þægilegir skór. St. 6-111/2. Kr. 1170,- Póstsendum Laugavegi 69 — simi 11783 Kiapparstig 44 — simi 10330 Maradonna æfingaskór, rönd, þrælsterkur botn. St. 3V2-10V2. Kr. 938.- bláir m/hvitri i 4

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.