NT - 05.06.1984, Page 1
Þriðjudagur 5. júní 1984 -135. tbl. 68. árg.
Vestfirðingur í samkeppni við vegagerðina:
Lagði einn 15-20
kílómetra akveg!
■ Þegar vegurinn kemur
ekki til Lokinhamrabúa í
Arnarfirði, leggja þeirhann
bara sjálfir.
Það gerðist í síðustu
viku, þegar Elís Kjaran ýtu-
stjóri frá Þingeyri lagði al-
einn á nokkrum dögum 15-
20 km vegarspotta frá Lok-
inhömrum inn að Stapadal
í Amarfirði, þaðan sem
fyrir Var vegarslóði að
Hrafnseyri og aðalþjóðveg-
inum.
Nýi vegurinn styttir tölu-
vert leið Lokinhamrabúa
að þjóðveginum. Áður
þurftu þeir að aka um Sval-
voga að Þingeyri til að kom-
ast í þjóðbraut. Sá vegur
var lagður af vegagerðinni
1974-75 og er hann lokaður
fyrir aðra en kunnuga, þar
sem hann þykir með ein-
dæmum hættulegur.
Elís lagði veginn að
undirlagi íbúa Lokinhamra
og hreppsnefndarinnar.
Kostnaðurinn við fram-
kvæmdirnar var 130 þúsund
krónur. Hreppsnefndin
lagði til 50 þúsund kr. og
Sigríður Ragnarsdóttir á
Hrafnabjörgum 30 þúsund:
Eftir standa 50 þúsund og
ætlar ýtustjórinn að gefa
vinnu sína.
Við vegagerðina þurfti
Elís að fara um miklar
skriður, en hann er þaul-
vanur vegagerðarmaður og
getur komið ýtu sinni hvar
sem er. Heimamenn eru
mjög hrifnir af framtakinu.
Eiga tækni-
frjovganir
rétt á sér?
.
I
■ Á meðan læknavísind-
in finna æ fleiri og flóknari
leiðir til að hjálpa þeim
sem ekki geta eignast börn
með eðlilegum hætti hafa
ýmsar spumingar komið
upp um réttarfarslega
stöðu barna sem verða til
með aðstoð tækninnar og
einnig um það hvort
aðgerðir af þessu tagi eigi
siðferðislegan rétt á sér.
Hér á landi hefur skipu-
lagt tæknifrjóvgunarstarf
verið stundað um tæplega
fjögurra ára skeið. í úttekt
í opnu NT í dag er fjallað
um nokkur þeirra álita-
mála sem komið hafa upp
varðandi tæknifrjóvganir
hér á landi og erlendis.
NT-úttekt
í opnunni
Bláa lónið:
Óaldar-
lýður
herjar á
baðhús
exem-
sjúklinga
- gífurleg
skemmdarverk
verið unnin
■ Gífurleg spjöll hafa verið
unnin á baðhúsi psoriasissjúk-
linga við Bláa lónið í Svartsengi.
Oboðnir gestir hafa heimsótt
húsið að næturlagi nánast
hverja einustu helgi um nokk-
urra mánaða skeið og fengið
útrás fyrir eyðileggingarfýsn
auk þess að skilja eftir sig alls
kyns óþrif, meðal annars manna-
saur á miðju gólfi baðherbergis-
ins. — Sjá nánar síðu þrjú.
Hreppsnefnd Eyjahrepps ekki sammála Thorssystkinum
Samþykkir ekki að dótt-
ir eiganda fái jörðina
- hafnar nýju byggingarbréfi og að jörðin verði rýmd
■ Hreppsnefnd Eyja-
hrepps hafnaði á fundi sínum
um helgina byggingarbréfi
jarðarinnar Gerðubergs sem
hljóðaði upp á að eigandinn
Þórður Thors byggði hana
dóttur sinni og tengdasyni en
núverandi ábúandi Lárus
Gestsson færi af henni. For-
sendur hreppsnefndarinnar
voru fyrst og fremst þær að
Þórður hefði iosað aðra jörð
í hreppnum, Akurholt úr
ábúð fyrir þessa sömu dóttur
sína og þar hefðu þau hjónin
nú þegar byrjað að koma sér
fyrir. Þórður Thors sagðist í
samtaii við NT í gær álíta
þessa ákvörðun sveitarfé-
lagsins út í hött og að hann
myndi eftir sem áður halda
til streitu kröfu sinni á hend-
ur Lárusi um að hann færi af
jörðinni. Hann kvað hrepps-
nefndina ekki hafa neinn urn-
sagnarrétt um byggingarbréf
þegar um svo náinn skyldleika
eiganda og væntanlegs ábú-
anda væri að ræða. Þá sagði
Þórður að dóttir sín og
tengdasonur færu að Gerðu-
bergi þegar Lárus færi þaðan
burt.
Svanur Guðmundsson
oddviti Eyjahrepps kvaðst í
samtali við NT þess fullviss
að ákvörðun hreppsnefndar-
innar væri réttlætanleg og að
henni yrði ekki hnekkt. „Ég
vil bara bjóða þessa nýju
sveitunga að Akurholti vel-
komna og er þess fullviss að
Eyhreppingar munu styðja
við bakið á þeim eftir föngum
á meðan þau eru að koma
undir sig fótunum", sagði
oddvitinn að lokum.
Sjá nánar í blaðinu á
morgun.
Eldur í
tveimur
strætis-
vögnum!
- allt á huldu
með orsök
brunans
■ Um áttaleytið í gærkveldi
kom upp eldur í tveimur strætis-
vögnum við þvottastöð SVR.
Upptök eldsins erú óþekkt en
báðir bílarnir voru nýkomnir
inn. Höfðu vagnstjórarnir yfir-
gefið bílana fyrir utan, en fundu
þá skömmu seinna lofandi.
Slökkvistarf gekk allgreiðlega,
en alls notuðu starfsmennirnir
um 15 slökkvitæki, áður en
slökkviliðið bar að. Nokkur
slökkvitækjanna reyndust vera
því sem næst tóm. Eldurinn
logaði mest aftan til og undir
vögnunum, og gæti verið að
kviknað hafi í út frá kælinum í
öðrum bílnum en síðan eldurinn
breiðst út með olíu.
NT-mynd: Árni Bjarna.
Vestfirðir:
Verður
sjómanna-
verkfall
í júlí?
■ Samninganefnd Alþýðii-
sambands Vestfjarða hefur
beint því til sjómannafélaganna
á Vestfjörðum að þau afli sér
verkfallsheimildar með það fyr-
ir augum að verkfall geti hafist
1. júlí.
Samninganefndir Alþýðu-
sambands Vestfjarða og Út-
vegsmannafélags Vestfjarða
kontu saman til þess að reyna að
ná samningum á föstudaginn
var og það tókst ekki. í gær voru
svo tilmælin um verkfallsheim-
ild til þeirra félaga sem fara með
sjómannasamninga, alls 10
félög, samþykkt.
Samningar hafa verið lausir
frá því að lögin frægu um fryst-
ingu kjarasamninga voru sett.