NT - 05.06.1984, Page 17

NT - 05.06.1984, Page 17
Þriðjudagur 5. júní 1984 RIP-RAP-RUP- * _ - og Andrés TÍSKAN ■ Nú á 50 ára afinæli Andrés- ar Andar er ýmislegt gert til að halda upp á það. Schiesser- fyrirtækið, sem framleiðir vin- sæl -nærföt, svo sem brjósta- höld, nærbuxur, skyrtur, sólföt o.fl., hefur nú vegna afmælis- ins skreytt mikinn hluta fram- leiðslu sinnar með myndum af Andrési Önd og litlu frændum hans Rip, Rap og Rup. Þessa tísku kalla þeir líka Rip -Rap -Rup-tískuna. Skyrt- urnar er hægt að nota fyrir sumarblússur við pils eða buxur. Schiesser tekur ábyrgð á þessari vöru, og þeir tilkynna í auglýsinguin sínum, að þegar Andrés Önd verði 52 ára þá geti viðskiptavinirnir skipt undirfötunum sem þeir keyptu á afmælisárinu, ef þeir séu ekki ánægðir með sendingu þeirra. Framleiðendur segjast ekki búast við að ntargir noti sér þetta tækifæri. Hvort þeir hugsa sem svo, að neytendur kunni ekki við að senda til þeirra notuð nærföt sín, eða þá að þeir kunni svo vel að meta nærfötin og endingu þeirra, er ekki gott að segja. c Rip-Rap -nærfötin eru úr bómullarefni, en í brjóstahöld- unum er líka 5 % teygjuefni. Búist er við mikilli sölu á nærfötunum nieð hinum vin- sæla Andrési Önd sem skrauti á viðeigandi stöðum. » Litlu endurnar hoppa um á brjóstahöldum og nærbux- um fyrirsætunnar. » Þaðereinsgottað halda íhúfuna, þegar iþróttastúlk- an á í hlut, hún gæti átt það til að fara að hamast i fót- bolta i Andrésar Andarskyrt- unni. » I teiknimyndunum má aldrei sjást neitt dónalegt eða tvírætt, því flautar Andrés vandræðalegur, í þessu nýja hlutverki sínu. wmm WtMmm Wmmm Wmm wmm ■ '':■■//'■■.■ 'éiSSÍk 'W?'":-, wm '/////}, Allir skreyta sig, - en hver á sinn nátt! Söngkonan Grace Jones setur sig í munnsvipinn á „Ijónamanninum", en stellingar fyrir lj ósmyndarann sem þar er á ferð Larry (JR) Hagmán á nálgast hana. Hún er í svörtum jakka einhvers konar „furðufataballi". með silkikraga, og hvítum víðum jakka utan yfir. Síðan kórónar hún þennan En fína konan með andlitsskrautið, hátíðabúning nteð barðastórum sem herrarnir standa upp fyrir og snúast svörtum hatti, - en „punkturinn yfir í kringum, þekkið þið hana? Þetta er i-ið“ er þó hinn frægi munnsvipur Grace! Margrét prinsessa í Bretlandi sem kem- Líklega þekkir sjónvarpsáhugafólk ur svona skreytt í samkvæmi. » Larry(JR)Hagman ■ Allir reyna aö líta vel út, hvort sem þaö eru afskckktir frumbyggjar við Amazonfljót í Suður-Ameríku eða svörtustu Afríku, eða þá þekkt tískufólk í stórborgum. Við sjáum hér þrjár myndir af frægu fólki, sem allt puntar sig - hvert á sinn hátt. Þeir eru stærstu ein- eggja tvíburar í heimi ■ Mike og Jim Lanier eru stærstu eineggja tvíburar í heimi. Þeir eru nú þegar orðnir 2.10 m á hæð og 106 kg. og halda enn áfram að vaxa, enda eru þeir ekki nema 14 ára. Þar með hafa þeir skotið ref fyrir rass þeim eineggja tvíburum, sem skráðir eru sem þeir hávöxnustu í Heimsmetabók Guinness, Dan og Doug Busch í Flagstaff, Arizona, sem eru ekki nema 2.02 m á hæð ! -Þeir voru svo litlir, þegar þeir fæddust, segir móðir þeirra. - Þeir fæddust 8 vikum fyrir tímann og Jint var ekki nema 8 merkur og Mike bara 9 1/2 mörk. En nú er öldin önnur. Það fylgja því óneitanlega ýrnis óþægindi að vera svona hávaxnir. Tvíburarnir geta t.d. ekki bara gengið inn í fatabúð og keypt sér föt. Móðir þeirra verður að sauma allt á þá. Og skóna þeirra verður að sér- smíða. enda nota þcir hvorki meira né minna en nr. 56! Rúmin þeirra smíðaði pabbi þeirra og þurfti að láta gera rúmdýnur alveg sérstaklega.. Og samskipti tvíburanna við reiðhjól eru alveg sérstakur kapítuli. Enn hafa þeir ekki fundið rciðhjól, sem getur borið þá, þau leggjast hreinlega saman undir þeim ! Það er alveg sérstaklega bagalegt fyrir þá, því að þeir vinna sér inn vasa- peninga með blaðaútburði og þá getur heldur betur flýtt fyrir að geta notast við hjól. í skólanum, þar sem þeir ganga í 8.bekk, þurfa þeir að hafa sérsmíðaða stóla og borð. Og tvíburunum finnst óþægi- legt að þurfa alltaf að beygja sig til að ganga um dyr. Þar við bætist, að jafnaldrar þeirra eru ekki alltaf of fúsir til að vera með þeim, þar sem þeim finnst heldur lítillækkandi að þurfa alltaf að horfa upp til þeirra. -En ég er ánægður með að vera svona stór, segir Mike. -Þá sér maður yfir allt og okkur er líka sýnd meiri virð- ing en hinunt krökkunum. Stærðin er þeim ekki ein- göngu til vandræða. Nú þegar berast þeim tilboð hvaðanæva að frá hinunt og þessum há- skólum, sem sjá í þessuni há- vöxnu piltum efni í afbragðs körfuboltaleikara. Og foreldrar þeirra eru stolt- ir yfir sonum sínum, sem standa sig vel í skólanum og eru foreldrum sínum ljúfir og góðir synir. Þriðjudagur 5. júní 1984 » Þeir Mike og Jim Lanier eru þegar orðnir vel yfir 2 m á hæð og halda ehn áfram að stækka. Milli þeirra stendur 15 ára systir þeirra, sem er ekki nema 1.55 m á hæð. 12 ára bróðir er líka í fjölskyldunni og er hann i meðallagi hár.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.