NT


NT - 05.06.1984, Side 18

NT - 05.06.1984, Side 18
Þriðjudagur 5. júní 1984 18 Rás2kl. 10. Morgunmennirnir á Rás 2 með „Músíkgetraun“ ■ Þennan þriðjudagsmorgun ætla morgunmennirnir Páll Þorsteinsson. Ásgeir Tómas- son og Jón Ólafsson að spjalla við hlustendur um ýntis mál líðandi stundar. Einnig verða þeir með músíkgetraun, og svo er líka símatími, sem gefur okkur öllum tækifæri til að heilsa upp á þessa vinsælu menn. Sjónvarp kl. 20.40: Gullgrafaralestin ■ Nú hefst nýrmyndaflokkur í sjö þáttum unr járnbrautir. Hann heitir „Á járnbrauta- leiðum" (Great Little Railw- ays) og er heimildamynda- flokkur frá breska sjónvarpinu BBC, uin gamlar járnbrautir og lestarferðir á fögrum og oft fáförnum slóðum í Norður- og Suður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Þessi fyrsti þáttur heitir Gullgrafaralestin, er um leiðina til Yukon, þarsem járnbrautin fer um erfiðasta land sem hægt er að hugsa sér fyrir járnbraut- ir. En þarna var á gullgrafara- árunum mikil umferð, og er reynt að gefa fólki innsýn í þann tíma. Margar af þeim járnbrautar- leiðum, sem áhorfendur kynn- ast í þessum þáttum, eru ein- ungis fyrir áhugafólk og ferða- menn, sem hafa gaman af að kynnast gömlum ferðamáta á fáförnum slóðum, en sumar járnbrautirnar eru reknar enn í dag sem starfandi og mikið notuð samgöngutæki. ■ Hrikaleg gljúfur blasa við fyrir neðan járnbrautina, sem rennur eftir teinunum á mjórri bergsillu utan í háu fjalli. ■ Ragnar Kjartansson myndhöggvari hjá verki sínu „Lcirkera- smiðnum“. Útvarp kl. 21.10: Nú fá hlustendur að kynnast Islandi af frásögn Þorvaldar Thoroddsen og í leiðsögn Tómasar Einarssonar ■ Á dagskrá útvarpsins í kvöld hefjast þættir um ferðir Þorvaldar Thoroddsen um ísland. í kvöld er 1. þáttur: Austurland sumarið 1882. Umsjón með þessum þáttum hefur Tómas Einarsson kenn- ari. en hann hefur lesara með sér. í kvöld verður Snorri Jóns- son lesari með Tómasi. Er við töluðum við Tómas til að fræðast af honum um ferðir Þorvaldar og útvarpsþætti þessa, sagðist honum frá á þessa leið: „Þetta verða alls 12 þættir í útvarpinu í sumar, þar sem sagt verður frá rannsóknar- ferðum Þorvaldar árunum 1882-’98. Hann ferðaðist um landið í 14 sumur og rannsak- aði það á allan hátt. Aðal- fylgdarmaður hans var Ög- mundur Sigurðsson, sem síðar varð skólastjóri í Hafnarfirði. Við Ögmund er kennt fjallið Ög- mundur í Kerlingarfjöllum og við Þorvald er kennt fjall í Dyngjufjöllum, en hann skírði það þó ekki sjálfur, heldur voru aðrir síðar sem kölluðu fjallið eftir honum. Það hafði lítið sem ekkert verið ferðast um óbyggðir ís- lands á þessum tíma. Þorvald- ur er t.d. fyrstur til að fara um óbyggðir vestan Vatnajökuls milli Veiðivatna og Vatnajök- uls. Hann rannsakaði þetta svæði og ferðaðist þarna um fyrstur manna, eftir því sem best er vitað. Þorvaldur Thoroddsen fór bæði um byggðir og óbyggðir og skrifaði ferðaþætti jafnóð- um. Þeir voru svo gefnir út í Andvara, en seinna safnað í eitt rit sem heitir Ferðabók Þorvaldar Thoroddsen. Fyrsta útgáfa hennar kom út 1913- 1915. Hún var svo prentuð aftur 1958 og sá Jón Eyþórsson veðurfræðing- ur um þá útgáfu“. -í þessum útvarpsþáttum verða með mér 5 lesarar, sagði Tómas Einars- son, en Snorri Jónsson er sá fyrsti og les með mér um Áusturland. Seinna lesa með mér Valtýr Óskarsson og Bald- ur Sveinsson, en í seinni þátt- unum þegar fer að líða á þá ræði ég við Svein Jakobsson jarðfræðing um störf Þorvaldar og hver staða hans er núna meðal jarðfræðinga. Það skaðar ekki að hlustend- Sjónvarp kl. 20.35: Myndlistarmenn Ragnar Kjartansson, mynd- höggvari og leirkerasmiður ■ í tilefni af Listahátíð 1984, hefur Félag íslenskra myndlist- armanna leitað til Sjónvarpsins um gerð stuttra kynningar- þátta á nokkrum meðlimum félagsins. Eru þessir þættir framlag FÍM til Listahátíðar. Val listamanna hafði stjórn félagsins með höndum, en um- sjón Halldór Björn Runólfsson listfræðingur. Stjórn upptöku hefur Valdimar Leifsson kvik- myndagerðarmaður annast. Þar sem hver þáttur er þriggja til fimm mínútna langur, hafa stjórnendur bund- ið sig við afmarkað svið hvers listamanns. Er reynt að bregða ljósi á vinnu hans hér og nú, en þróunarferli og æviágrip látin liggja milli hluta. Markmið er að draga fram í dagsljósið þá fjölbreytni lista og listamanna, sem rúmast innan vébanda Félags íslenskra myndlistar- manna. Þættirnir verða sýndir í Sjón- varpinu meðan á Listahátíð stendur og verða kynntar nán- ar í dagskrá, svo og tímasetn- ing þeirra. Fyrsti kynningarþátturinn á íslenskum myndlistarmönnum var um Einar Hákonarson list- málara, en annar þátturinn er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld kl. 20.35 og fjallar hann um Ragnar Kjartansson, mynd- höggvara og leirkerasmið. ■ Tómas Einarsson, kcnnari og leiðsögumaður. „Ég hef mest ferðast um miðhálendi landsins, kringum Tur.gnafcllsjökul um Vonarskarð og svæðið þar um kring“, sagði Tómas, þegar við spurðum hann um hvaða svæði Islands hann hefði helst ferðast. ur hefðu kort við hendina, ef þau eru til á heimilinu. Nú í 1. þætti yrði það þá Austurlands- kort, en síðan í næsta þætti Reykjanes-kort, því að þar var Þorvaldur árið eftir. í kynn- ingu útvarpsins eða dagskrá segir til um hvaða landshluta verður sagt frá hverju sinni. -Harðasta og erfiðasta ferð Þorvaldar var er hann fór um Hornstrandir en hann komst með hesta alla leið að Horni í Hornvík. Það var glæfraferð og þó þetta væri farið um sumar þá má segja að það hafi verið vetrarveður, því að það árið kom aldrei sumar. Það snjóaði, svo hann þurfti að vaða snjó í hné á Hornbjargi. Þorvaldur var óskaplega dug- legur og áræðinn ferðamaður, sagði Tómas Einarsson. Sjálfur er Tómas mikill ferðamaður og hefur verið leiðsögumaður í mörgum ferð- um Ferðafélags íslands um landið. útvarp Þriðjudagur 5. maí 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. Þáttur Maröar Árnasonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorö - Oddur Albertsson talar, 9.00 Frettir. 9.05 Morgunstund barnanna. „Hindin góða“ eftir Kristján Jó- hannsson Viöar Eggertsson les (2). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkyningar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.) 10.45 „Man ég það sem löngu leið“ Ragnheiður Viggósdóttir sér um þáttinn. 11.15Tónleikar Ólafur Þóröarson kynnir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Sven Bertil Taube syngur lög eftir Theodorakis Art Blakel- ey, Count Basie o.fl. leika jasslög. 14.00 „Endurfaeðingin“ eftir Max Ehrlich Þorsteinn Antonsson les þýðingu sina (4). 14.30 Miðdegistónleikar 14.45 Upptaktur - Guðmundur Benediktsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Freftir. Dagskrá. 16.15 Veöur- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Síðdegisútvarp. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Stjórnandi: Gunnvör Braga. 20.00 Sagan: Flambardssetrið II. hluti, „Flugið heillar" eftir K.M. Peyton Silja Aöalsteinsdóttir les þýöingu sína (4). 20.30 Ensk þjóðlög. 20.40 Kvöldvaka a. Hafnfirski söðlasmiðurinn í Klattau Gunnar Stefánsson les frásögu þátt eftir Jón Helgason ritstjóra. b. Úr Ijoð- um Fornólfs Þorsteinn frá Hamri les. 21.10 Frá ferðum Þorvaldar Thor- oddsen um ísland 1. þáttur: Austurland sumarið 1882. Umsjón:Tómas Einarsson. Lesari með honum:Snorri Jónsson. 21.45 Utvarpssagan: „Þúsund og ein nótt“ Steinunn Jóhannesdóttir les valdar sögur úr safninu í þýöingu Steingrims Thorsteins- sonar (22). 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Listahátíð 1984: Toiileikar í Bústaðakirkju 3. þ.m. Gunnar Kvaran og átta aörir sellóleikarar flytja ásamt Elísabetu Erlingsdótt- ur söngkonu tónlist eftir Johann Sebastian Bach og Villa-Lobos. - Kynnir: Ásgeir Sigurgestsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Þriðjudagur 5. júní 10.00-12.00 Morgunþáttur. Síma- timi. Spjallaö 'viö hlustendur um ýmis mál liöandi stundar. Músik- getraun. Stiórnendur: Páll Þor- steinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ólafsson. 14.00-16.00 Vagg og velta. Létt lög af hljómplötum. Stjórnandi Gísli Sveinn Loftsson. 16.00-17.00 Þjóðlagaþáttur. Kom- ið viö vítt og breitt í heimi þjóölaga- tónlistarinnar. Stjórnandi: Kristján Sigurjónsson 17.00-18.00Frístund. Unglingaþátt- ur. Stjórnandi: Eðvarö Ingólfsson. Þriðjudagur 5. júní 19.35 Hnáturnar Lokaþáttur Þýöandi Þrándur Thoroddsen. Sögumaöur Edda Björgvinsdóttir. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Myndlistarmenn 2. Ragnar Kjartansson, myndhöggvari og leirkerasmiöur. 20.40 Á járnbrautaleiðum (Great Little Railways) Nýr flokkur - 1. Gullgrafaralestin heimildamyndafl- okkur í sjö þáttum frá breska sjónvarpiriu, BBC, um gamlar jarnbrautir og lestarferöir á fögrum og oft fáförnum slóðum i Norður- og Suöur-Ameriku, Evrópu og Asiu. Þýöandi og þulur: Ingi Karl Jóhannesson. 21.25 Verðir laganna 3. Pólitíkin er söm við sig Bandarískur fram- haldsmyndaflokkur um lögreglu- störf i stórborg. Þýðandi Bogi Arn- ar Finnbogason. 22.15 Einkarekstur - opinber rekstur? Pallborösumræöur á ráöstefnu sem Stjórnunarfélag is- lands gekkst fyrir á Hótel Sögu, 9. mai siðastliðinn og sjónvarpiö lét þá taka upp. Þátttakendur eru: Árni Gunnarsson, Ingi R. Helga- son, Jón Magnússon, Valur Valsson, Vilhjálmur Egilsson og Þröstur Ölafsson. Umræöum stýrir Þóröur Friðjónsson. 23.20 Fréttir í dagskrárlok

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.