NT - 07.06.1984, Page 2

NT - 07.06.1984, Page 2
Fimmtudagur 7. júní 1984 2 ■ Steingrímur Hermannsson og Joseph Luns ræddust við í gær. ■ Á fundinum með blaðamönnum voru rædd bæði alvarlcg mál og.... Aðalritari NATO á fundi með íslenskum blaðamönnum: )) Góð framtíð að baki U ■ „Ég á góða framtíð að baki,“ sagði Joseph Luns, aðal- ritari NATO, þegar hann var spurður hvað hann tæki sér næst fyrir höndum. Luns lætur af starfi hjá NATO nú í júní og tekur Lord Carrington við starfi hans. „Munurinn á ykkur og mér,“ sagði Luns við fréttamenn í gær, „er sá að þið vitið að einhvern tíma hverfið þið af þessari plánetu, en fyrir mig er þetta mun nær.“ Joseph Luns og Geir Hall- grímsson, utanríkisráðherra sátu fyrir svörum á blaðamanna- fundi í gær. Luns sagðist hafa haft ánægju af heimsókn sinni, en í gær þáði hann hádegisverð- arboð forseta íslands og ræddi við Steingrím Hermannsson, forsætisráðherra. Um kvöldið sat hann kvöldverðarboð Steingríms. Luns hélt stutt erindi á blaða- mannafundinum. Sagði hann að Nýr bókhaldslykill hjá ríkisstofnunum ■ Nú er verið að leggja síðustu hönd á gerð nýs bók- haldslykils hjá Fjárlaga- og hagsýslustofnun. Lykilinn á að nota í öllum ríkisfyrir- tækjum frá og með næstu áramótum, en þá verður eins og kunnugt er tekið í notkun nýtt tölvustýrt bókhalds- og áætlanakerfi hjá ríkinu. „Það má segja að þetta sé gamli lykillinn endurbættur með nýjum liðum þannig að hann ætti að geta þjónað öllum ríkisaðilum,“ sagði Kári Sigfússon, deildarstjóri í ríkisbókhaldinu, í samtali við NT. Kári kvaðst ekki búast við að það kostaði mikil vanda- mái fyrir ríkisstofnanir að tileinka sér notkun nýja lyk- ilsins. Hann væri byggður á þeim gamla, sem langflestir ríkisaðilar hefðu notað. Eiga kennarar ekki afa og ömmu? ■ Dropateljari veltir því fyrir sér þessa dagana hvort hann sé orðinn ofsalega gam- aldags og „sveitó“ að eiga bara afa og ömmu í stað t.d. föðurmóður og móðurföður. í skýrslu Jafnréttisráðs segir nefnilega frá kærum 15 kennara sem töldu eyðublað fyrir Kennaratal á íslandi brjóta í bága við Jafnréttis- lögin, þar sem aðeins væri þar beðið um upplýsingar um „föðurföður og móður- föður, en ekki eftir föður- og móðurmóður". Jafnréttisráð var sammála kennurunum og beindi þeim sjálfsögðu til- mælum til ritstjóra kennara- talsins að „upplýsingum yrði bætt við um föðurmóður og móðurmóður". Líklega er það þó lán í óláni að kennarar skyldu ekki beðnir að upplýsa um þá áa sína sem á gamal- íslensku nefnast langafar. A nýíslensku hefði þá verið óskað upplýsinga um; móðurmóðurmóður, móð- urföðurmóður, föðurföður- föður og föðurmóðurmóður. Þótt kennarar séu eflaust skírleiksfólk grunar Dropa- teljara að eitthvað hefðu þess- ar upplýsingar vafist fyrir sumum þcirra, til að byrja með að minnsta kosti. Dropateljari hefur komist að því að móðurföðurmóðir hans muni hafa heitið Guðrún. Ráð til bjarg- ar útgerðinni ■ Þótt vafist hafi fyrir sjávarútvegsráðherrum þessa lands - svo lengi sem Dropi man eftir sér - að finna ráð til að útgerðin beri sig vafðist það hins vegar ekki fyrir útgerðarmanni sem hann hafði tal af um daginn (þótt sá væri raunar búinn að reka útgerðsínameð tapi f 20 ár). „Ef fjármálaráðherra gæfi núna út bráðabirgðalög um að þeir útgerðarmenn sem græddu eitthvað mættu eiga þann gróða skattfrjálsan þá er ég handviss um að a.m.k. 80% af útgerðinni í landinu kæmi út með gróða um næstu áramót", sagði þessi frækni útgerðarmaður. Og þar sem Dropi er þjóð- hollur (eins og allir vita) finnst honum sjálfsagt að koma ábendingunni til skila til þeirra sem einhverju gætu um ráðið, enda líklega mesta efnahagsundur á þessari öld ef útgerðin tæki allt í einu upp á því að græða. Sjaldan launar kálfur ofeldi ■ Sjaldan launar kálfur of- eldi. Þetta kom í ljós á dögunum þegar vinstri menn í kennarasambandinu felldu Gísla Baldvinsson í stjórnar- kjöri. Gísli hcfur verið mjög þægur við vinstri menn í vetur, í starfi sínu fyrir kenn- arafélag Reykjavíkur, þótt sjálfstæðismaður sé. En í kosningunum sneru vinstri menn sem sagt baki við Gísla hann hefði fyrst komið til ís- lands 1963, þá sem ráðherra í hollensku stjórninni. Síðan hefði hann komið oft hingað til lands. Luns erfæddurl911 ogþví73 ára gamall. Hann ber þó aldur- inn vel og var hress í máli á blaðamannafundinum. Luns var spurður um ýmis atriði varðandi stefnu NATO og upp- setningu eldflauga í Evrópu. Fram kont í máli hans að hann teldi NATO mikilvæg samtök til að viðhalda friði. Hann sagði uppsetningu eld- flauga í Evrópu nauðsynlega til að viðhalda valdajafnvægi og sagði að Sovétríkin hefðu sett úr skorðunt yfirburði NATO ríkja með uppsetningu lang- drægra eldflauga í Vestur- Sovétríkjunum. Hann sagðist ekki álíta að leiðtogar Sovétríkjanria væru reiðubúnir til alvarlegra við- ræðna um afvopnunarmál fyrr en ljóst væri hver yrði næsti forseti Bandaríkjanna. Þá sagði Luns að ekki kæmi og er hann því laus úr gísl- ingu. Vér viljum sameinast ■ Hevrst hefur að allmargir meðlimir Hins íslenska kennarafélags séu lítt hrifnir af sameiningarhugmyndum Kennarasambands íslands. Finnst sumum þeirra það koma undarlega fyrir sjónir að meðlimir KI séu aó álykta um sameiningu félaganna svona upp á sitt einsdæmi. Velta menn nú fyrir sér hvaða félagi KI vilji sameinast næst. Hefur verið minnst á Blaða- mannafélag íslands - já eða Félag íslenskra atvinnu- flugmanna. til mála að NATO ríkin drægj- ust inn í deilurnar við Persaflóa. Hann sagði að ef til aðildar Bandaríkjamanna í því stríði kæmi, þá gæti farið svo að þeir þyrftu að nota herafla sem nú er staðsettur í Evrópu. Væri þá ætlast til að Evrópuþjóðirnar hlypu í skarðið á meðan. Geir Hallgrímsson tók til máls í enda blaðamannafundar- ins og þakkaði Joseph Luns velvild sem hann hefði sýnt íslandi. Sagði Geir að Luns hefði lagt sig fram við lausn þorskastríðanna og við að vernda sérstöðu íslands innan NATO. Luns sagðist ekki vera búinn að gera upp við sig hvort hann skrifaði endurminningar sínar en sagði að þegar hann liti á hlaða skjala, símskeyta, ræða og blaðagreina í safni sínu efaðist hann um að honum ynnist tími til þess. Luns mun skoða sig um í dag. Þetta er síðasta opinbera heim- sókn hans til íslands, en 25. júní tekur Lord Carrington við sem aðalritari Atlantshafs- bandalagsins. Þrír af meðlimum Imperiet NT-mynd Ari Imperiet í Saf ari í kvöld ■ Sænska hljómsveitin Imperiet, sem kom fram á Norrokki í Laugardalshöll um síðustu helgi mun koma fram í Safari í kvöld, fimmtudagskvöld. Þetta verða síðustu hljómleikar hljómsveitarinn- ar hér á landi í þetta skipti, en þeir munu hefjast um hálf tólf leytið. Kirkjan í framsókn ■ Skálholt, útgáfufélag kirkjunnar hefur sett prent- stofu á laggirnar sem gerir útgáfunni mögulegt að standa að margháttaðri út- gáfustarfssemi á ódýran hátt. Tæp 200 ár er nú síðan kirkjan hætti prentstarfssemi og 400 ár liðin frá útgáfu fyrstu íslensku Biblíunnar. Hingað til hefur útgáfan gef- ið út hjálparefni vegna kirkjulegs starfs, 6 bækur, 2 hljómplötur og 2 snældur. >á er unnið að gerð barna- plötu. Einnig hefur Skálholt gefið út málgagn kirkjunnar, Víförla, sem kemur út 10 sinnum á ári. Þá er unnið að gerð myndbanda með kristi- legu efni og verður fyrsta myndbandið gefið út í sumar. Þessi nýja prentstofa er til húsa að Klapparstíg 27. Fyrsti framkvæmdastjóri Skálholts var frú Jóhanna S. Sigþórsdóttir en núverandi framkvæmdastjóri er sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.