NT - 07.06.1984, Blaðsíða 12

NT - 07.06.1984, Blaðsíða 12
 Fimmtudagur 7. júní 1984 12 Vettvangur Gfsli Kristjánsson: Deilt um vélrúning á Islandi í Morgunblaðinu þ. 12. maí s.l. birtist grein eftir dr. Stefán Aðalsteinsson, deildarstjóra hjá Rala, þar sem hann telur Arna G. Pétursson fara „skakkt með staðreyndir“þeg- ar eftir honum er haft, að 26 ár séu síðan fyrst voru notaðar vélknúðar klippur við rúningu sauðfjár hér á landi, en segir það rétt að svo langt sé síðan haustklipping var framkvæmd á Reykhólum á þennan hátt. í þessu sambandi minnist dr. Stefán á fyrstu prófanir, sem við hjá Búnaðarfræðslu Búnaöarfélags íslands fengum hann til að gera vorið 1956, þá á Skriðuklaustri og á Efra- Jökuldal. En hvorki rúmngur á Reykhólum 1958 né viðleitni okkar hjá Búnaðarfræðslunni til að kanna viðhorf nýjunga hér á þessu sviði, voru fyrstu athafnir við notkun vélknúins búnaðar af þessu tagi. Ég veit ekki betur en að árið 1948 hlutaðist Pétur Sigurjónsson verkfræðingur frá Alafossi, til um að Bjami Þorsteinsson bóndi á Hurðarbaki í Borgar- ■ „Vetrarrúningur og vél- klippur hafa gjörbreytt íslensk- um fjárbúskap.“ firði, fengi og notaði fyrstur allra hér vélklippur, knúðar meðbensínmótor og að Bjarni hafi síðan vélklippt, nú eru vélar hans bara rafknúðar, en það gerir ekki mikinn mismun. Ég veit að um sömu mundir eða fyrr voru vélklippur notað- ar, en þær voru knúðar af mannsafli, með sveif svo sem meðfylgjandi mynd sýnir Fálega tekið af flestum Pað er rétt hjá Stefáni, að við hjá Búnaðarfræðslunni fengum hann til þess að prófa vélknúðar klippur vorið 1956, bæði þæirsem Vélasalan útveg- aði okkur, knúðar með bensín- mótor og hinsvegar þær, sem Samband íslenskra Samvinnu- félaga flutti til landsins, að tillögu Hjalta Pálssonar til teng- ingar við aflúrtak dráttarvél- ar, með vökvaþrýstingi, sem í þá daga var algjör nýjung á byrjunarstigi og þróaðist fljótt til meiri öryggis í notkun. Því fórum við af stað með nýjung af nefndu tagi, að í mörgum greinum í blaðinu: The Scott- ish Farmer, sem við fengum reglulega, var hvað eftir annað rætt um ótrúleg afköst, er æfðir menn náðu við rúningu með vélknúðum tækjum, og nokkr- um mánuðum áður hafði ég séð heimildarmynd norska um þennan verknað, en þá þegar höfðum við gerst aðilar að samstarfi um kvikmyndagerð og kvikmyndanotkun í þágu búnaðarfræðslu um Norður- löndin öll. Um þetta ræðir í Fræðsluriti nr. 19, sem við hjá Búnaðarfræðslu Búnaðarfé- lagsins gáfum út snemma árs 1956: Þarsegirm.a. um vélrún- ine sauðfjár: Rúningur með vélum er reyndar ekki alger nýjung hér á landi, en sú aðferð hefúr aldrei útbreiðst neitt, vafalaust vegna þess að notaðir hafa verið óhentugir kambar í klippurnar eða menn hafa mis- jafnlega kunnað með þær að fara. í Bretlandi eru vélklippur mjög útbreiddar, eins og í flestum sauðfjárræktar- löndum. Eru kostir vélrúnings nú viðurkenndir i öllurn hinum miklu ullarframleiðslulöndum. Það skal sagt hér og staðfest, sem dr. Stefán tjáir í grein sinni, að nýjung þessari var ■ Vélklippur, knúðar hand- afli á sveiflnni, voru notaðar hér áður en aðrir aflgjafar voru teknir í notkun. fálega tekið af flestum og fyrir- höfn okkar hjá Búnaðarfræðsi- unni urn útvegun nefnds bún- aðar, snemma árs 1956, var engan veginn í þökk allra aðila í stjórn félagsins. Hitt var staðreynd, að enginn andmælti því að ég fengi dr. Stefán til þess að prófa umræddan tækni- búnað, ég hafði trú á hans vilja og getu til að annast hlutverkið með forsjá og fyrirhyggju og því trausti hefur hann ekki brugðist, hvorki við notkun umrædds vélgengis né í at- höfnum öllum um bót og betr- un á allri meðferð og gæðum íslenskrar ullar, bæði fyrr og síðar. Hitt er svo annað mál að ég veit ekki, - frekar en mál- fræðingarnir, - hvernig skilja ber hækkandi ullargæði. Mér hefur verið kennt að hækkun og lækkun væri metin við lengd- armál. Mér leiðist að bú- fræðingar eru að apa eftir læknum og öðrum, sem menntun hafa hlotið í Bret- landi, að forðast notkun annar- ra lýsingarorða en „hátt og lágt“ hvort sem um ræðir gæði, kosti, virðingu, eða hliðstæð Oddný Guðmundsdóttir skrifar um Orðabók um slangur: Síðari hluti Oftmáafmáli „Oft má af máli þekkja“ ■ Fyrir rúmlega hálfri öld kom út í Svíþjóð bók eftir roskinn kaupsýslumann, sem setið hafði sex ár í fangelsi fyrir fjárdrátt. Hann ritaði bókina til að sýna, að menn, sem ekki eru hættulegir lífi og limum annarra, séu engum til gagns lokaðir inni og verði af því verri menn en ekki betri.- Hann segir til marks um hnign- un fanganna, að þeir fari að tala sín á rnilli sérstaka mállýzku, fábreytta og and- lausa. Nefnir nokkur dæmi um þetta. Orðaforðinn líktist hvorki sænsku né öðru máli. Atti raunar engan uppruna. Á þeim tímum voru blaðamenn og fræðarar ekki á snöpum eftir undirheimamálfari, í því skyni að læða því inn í mælt mál þjóðar sinnar. Mál óláns- mannanna fór því ekki lengra. Tukthúsbúarnir sjálfir hafa lík- lega tlestir komizt aftur til manna. En málfarið, sem tengt var niðurlægingu þeirra, varð eftir í „steininum“. Það hæfði ekki frjálsum manni. „Oft má af máli þekkja manninn, hver helzt hann er“ segir skáldið. Reisn og þroski hvers manns greinist í engu jafn ótvírætt í fljótu bragði og af málfari hans. Málbreyting- arstefnan hér á landi er skemmdarfýsn. Sú árátta lýsir sér með ýmsu móti. Sumir rífa upp tré í görðum, aðrir laum- ast inn í mannlaus hús og sletta málningu um alla veggi. Allir skemmdarvargar eiga það sameiginlegt að vera ekki gleðivandir. AIK mál jafn gott. Til er í Ameríku söfnuður, sem kallar sig Vini Satans. Málstað Satans (eins og Biblí- an lýsir honum ) er gert jafn hátt undir höfði og málstað Krists. Þetta eru orðin ærið út- breidd viðhorf á mörgum svið- um, að gera öllu jafn hátt undir höfði, til dæmis fullyrða, að Jónas Hallgrímsson sé bubbunum í engu fremri, munurinn sé bara aldursmunur. Allir tónar eru hljómlist. Allt málfar á jafnan rétt á sér. Andstæðurnar rétt og rangt eru hreint og beint ekki verðar umræðu. Trúlegt er þó, að svona tal sé fremur til að sýnast „djarfur“ en, að það sé sannfæring. Að minnsta kosti þekki ég fólk, sem metur og vegur hlutina, þó að það tali svona. Mörgu öldruðu fólki hættir við að taka nærri sér, ef ný kynslóð bregður því um, að það fylgist ekki með „þróun- inni“. Hefði heimurinn batnað með hverri nýrri kynslóð, væri hann orðinn sæluvist. Sjómannamál. „Sjómannamálinu" er næsta ofaukið í slangurbókinni. Sjó- menn eru ekki fáránlegir „utangarðsmenn“, sem þjóna lund sinni með orðskrípum, orðskrípanna vegna. Þau heiti og nafngiftir, sem verða til á sjótrjám, eiga ekkert erindi í land og mega vera í friði, þar sem þau urðu til. Lunning, lens og skrap hafa á sínum tíma orðið föst í máli manna um borð í skipi og skaða íslenzkuna ekki neitt. „Klárir í bátana", segja sjómenn. Slík orðatiltæki verða líklega til ósjálfrátt á því augnabliki, sem þeirra er þörf, og okkur finnst þau ekki geta verið öðruvísi. Þau eiga ekki heima innan um hrognamál bókarinnar. Kímni er til í máli sjómanna. Þeir kalla tollþjónana „hettu- máva“. Þarna er ekki á ferð- inni það merkingarlausa bull, sem gerir Merðlingabók svo dæmalaust leiöinlega. Fyndni. Þeir telja slangur sitt fyndni. „Það hefur beina tilfínningalega skírskotun og er yfirleitt kraft- mikið og auðugt líkingamál, og eru þar ýkjur á ferð, og gamansemi er eitt af einkenn- um þess“. Meðal þess, sem líklega á að koma í stað fyndni, er „afsök- unarhús“ og „bíó“, sem látið er merkja salerni. Skagar Hund kemur í stað Hagar - Sund. Bótel - Horg kemur í stað Hótel Borg. (Ér einhver að hlæja?) Þá er það þetta „kraftmikla líkingamál": Bíllinn kallast „blikkbelja". Væri ekki greindarlegra að kalla hann blikkhross? Hljómplata er „sjúklega" góð. Hvernig eru gæði sjúkdóma? „Alger guðjón“ merkir miðlungs- mann. Skil ekki fyndnina. Hins vegar skil ég nú þrálátar dylgjur um einhvern „guðjón" í ljóð- um Þórarins Eldjárns. Hélt, að þetta væri staðbundin skóla- bræðrafyndni, sem, af eðli- ■ „Líklega halda aumingja piltarnir, að það sem þeir, vegna æsku sinnar og skólaannríkis, hafa ekki heyrt, fyrr en þeir tóku til við söfnun sína, sé nýtt af nálinni og unglingamálfar.“ þekkja legum ástæðum missti marks utan skólans. En þetta á þá bara að vera háð um fólk, sem ekki er eins mikilhæft og höf- undar nýyrðisins halda sig vera. Matarkex kallast, Sæmund- ur í skítagallanum". „Skúli" táknar fífl. Sveitafólk er „sveitavargur". Maður, sem hreinsar skólplagnir, er „skíta- prestur". Vinsamleg kveðja til erfiðismanna! Gæti þó verið vel meint. Tónlistarmenn nefna sjálfir eina tegund listar sinnar „gúanórokk“, líkja list sinni við sjófugladrit. Verði ykkur að góðu fyndnin og hið „kraftmikla, auðuga líkinga- mál“. Gjaldgeng orð. ingalykt, magalending (flug- véla), ryksugufloti (snjallt víg- orð gegn ofveiði togara.) Þetta er orðheppni en ekki slangur. Heiti strætisvagna komu eins og sjálfsagður hlutur. Nöfn spilanna: tvistur, fjarki, tía, o.s.frv. áttu vel við. Að flokka slíkt með bannorðum og utangarðsmálfari, er furðu- legt. Það fagra orð Evuklæði, sem þarna er haft með slangri, hefur lengi verið haft um nakta konu og er líklega úr dönsku. Merkir, að konan er hjúpuð sakleysi nektarinnar. Austurríki er tvírætt orð og gott nafn á Áfengisverzlun- inni, þó ekki sé það í síma- erlendu orði. Fjarstæða. Fjöldi orða hefur verið tekinn góðfús- lega inn í málið, einkum orð, sem bundin eru við afmarkað svið. Ekki var orðinu „gír“ útrýmt. Það var svo stutt og hentugt. Orðatiltæki úr spila- Bókin er flaustursverk. Hvað er slangur? spyrja höf- undarnir. Þeir hefðu átt að reyna að svara spurningunni af athugun en ekki ágizkun. Gömul, gjaldgeng orð hafa villzt inn í þetta ámátlega safn. Það ætti ekki að vera vandi að sjá, að þau eru gædd lífi og sál, eins og önnur íslenzka. Hver hefur ekki heyrt þessi orð á langri ævi: Góðglaður, blind- fullur, drukkinn, múraður, magnaður, nýbakaður (t.d. stúdent), rakinn (rakin norðanátt), blóðugur (rang- látur), brennivínsberserkur. Bleksterkt kaffi hef ég heyrt talað um alla mína æfi. Enda getur hér að líta eldgömul orð: Sukk (það er í Njálu), skar (hrörlegur maður), geirfugl (síðastur sinnar tegundar), lögg (brennivíns- eða kaffi- lögg), mömmudrengur, eldvatn, grautarskóli (gamalt háðsyrði um kvennaskóla), sorgarrönd (óhreinka undir nögl), engill (gamalt gæluorð, sem óþarft er að þýða með ,,englakrútt“.) Ungleg eru þessi orð, en snjöll eigi að síður: líkkistu- nagli, mánudagsveiki, pen- ■ „Þetta eru orðin ærið útbreidd við- horf á mörgum sviðum, að gera öllu jafn hátt undir höfði, til dæmis fullyrða, að Jónas Hallgrímsson sé bubbunum í engu fremri, munurinn sé bara aldurs- munur.“ skránni. Að kalla veginn frá Landmannalaugum Lauga- veg, er gjaldgengt, þó það sé ekki á landabréfinu. Gömul orðatiltæki villast inn í safnið. Kannast ekki margur við þetta: Að elska út af lífinu, að leggja á hilluna, að bauna á einhv. að rísa upp á afturfæturna (eins og hestur, sem prjónar) að vera vaxinn niður (Það er í Grettissögu) að tala ekki við seglskip, er sagt um þá, sem gera sér mannamun. Málvöndunarmönnum er brugðið um, að þeir vilji ekki „auðga" tunguna með neinu mennsku dettur engum í hug að þýða, svo sem renus, makker, grand og fleira. Eng- an veit ég amast við orðinu músík. Hverjum ætli dytti í hug að þýða ópíum á íslenzku? Öll þessi orð eru í slangursafninu. Mikið verk eiga Merðlingar fyrir höndum, ef þeir tína sam- an lyfjaheiti í safn sitt. Ég mæli því ekki bót, að menn sletti að óþörfu alþjóð- legum orðum. Sum erlend orð hafa þó fengið svo sérstakan blæ, að eftirsjón væri í þeim. Til dæmis bissness og sjoppa. Ekki vil ég útrýma Snobbhill. Bítill er orð, sem varla nyti sín í þýðingu. Svo eru orð eins og klassík og vakt, sem fyrir löngu

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.