NT - 07.06.1984, Síða 13
iir
UJL Vettvangur
Fimmtudagur 7. júní 1984 13
fyrirbæri málsins, sem venju-
legt íólk mælir ekki í lengdar-
einingum á íslandi.
Gjörbreyttu íslenskum
fjárbúskap
Það má víst telja bæði satt
og rétt, sem dr. Stefán segir í
endi umræddrar greinar, er
vitnað var til í upphafi hér, að
„vetrarrúningurinn og vél-
klippurnar hafa gjörbreytt ís-
lenskum fjárbúskap“ - að mín-
um dómi einnig meðferð og
nýtingarmöguleikum íslensku
ullarinnar, þó að hvorki dr.
Stefán eða Arni G. Pétursson
hafi rétt að mæla um notkun
fyrstu vélklippna við rúning
sauðfjár á okkar landi. Þó að
ég ætti hlut að útvegun vélbún-
aðar á þessu sviði á sínum
tíma, tel ég minn hlut engan
við þróun þeirra efna, er kom-
ið hafa í kjölfarið og ég virði
vel þann sterka þátt, sem dr.
Stefán hefur spunnið í þessum
efnum um meira en aldarfjórð-
ungs skeið. Til þess trúði ég
honum vel í upphafi og því
trausti hefur hann ekki
brugðist. Hitt er svo annað
mál, að ég veit ekki aðra rót
eldri við vélrúning hér, en
athafnir Péturs Sigurjónsson-
ar og framkvæmd mágs hans,
Bjarna bónda Þorsteinssonar
á Hurðarbaki.
■ Bensínmótor var aflgjafínn við fyrstu vélklippurnar, sem Vélasalan útvegaði í sambandi við
vélrúning Búnaðarfræðslunnar snemma árs 1956.
hafa fengið skilyrðisbundinn
borgararétt. (Óhóflegt jórtur
þeirra væri auðvitað hvimleitt).
Allt þetta telja Merðling-
ar með ótíndu slangri.
Líklega halda aumingja pilt-
arnir, að það sem þeir, vegna
æsku sinnar og skólaannríkis,
hafa ekki heyrt, fyrr en þeir
tóku til við söfnun sína, sé nýtt
af nálinni og unglingamálfar.
En hitt áttu þeir að láta sér
skiljast, að jafnvel þó nefnd
orð hefðu verið spánný, þá eru
þau ekki marklaust og merk-
ingarlaust slangur.
Öðru hverju verða til ný
orð, sem hrjóta ósjálfrátt af
vörum snjallra manna. Bless-
aðir Merðlingar, takið þau
■ „Bókiner
flaustursverk.
Hvað er slangur?
spyrja hófundam>
ir. Þeir hefðu átt
að reyna að svara
spurningunni af
athugun, en ekki
ágiskun.“
ekki í misgripum fyrir
poppmál.
Málfar eiturneytenda
Kem ég að því aftur, að
málfar tengt fíkniefnum er at-
hyglisvert, þó að það sé ættað
úr kviksyndi þeirrar mestu
ógæfu. sem hrellir þjóðina nú
á dögum. Átakanlegast er,
hvernig ólánsmennirnir velta
sér upp úr niðrandi orðum um
sjálfa sig og hagi sfna. Hass
gengur undir nöfnunum:
kúkur, skítur, mold, eitur,
drulla og ópíumskítur - svo
eitthvað sé nefnt.
Fróðleg frásögn er í bókinni:
„Um miðja síðustu öld fóru
mennta- og listamenn (leturbr.
mín)I Evrópu að neyta hamp-
efna. Algengt varð það ekki
fyrr en milli 60-70.“
Undraorðið kikk
hvaðeina, sem veitir
ánægju, fullnægingu, sælu, t.d.
ofbeldi, fíkniefni, kynlíf, úti-
vera, áfengi, tónlist, matur,
bækur, föt, svefn o.s.frv,“
Allt þetta getur kikk táknað.
■ „Sjómannamálinuernæstaofaukið
í slangurbókinni. Sjómenn eru ekki fár-
ánlegir „utangarðsmenn“, sem þjóna
lund sinni með orðskrípum, orðskríp-
anna vegna.“
Má ekki bæta allri Orðabók
Menningarsjóðs aftan við?
Orðvarir íslenzkuvinir
Þeir góðu menn, sem hafa
frætt okkur og glatt undanfarin
ár með þekkingu sinni, eru á
einhvern hátt annars hugar,
þegar fjöldi manns gerir sér
íeik að því að afskræma móð-
urmálið (í nafni frelsis og jafn-
réttis).
Það er ekki tími til að gamna
sér við að athuga, hvers vegna
menn segja á Húsavík en í
Reykjavík, meðan skrípimál-
lýzka er að útrýma íslenzk-
unni.
Sigur slangurmálsins er.
ótvíræður, ef það er rétt, sem
háskólakennari fullyrti, að
málið á íslandssögu Jónasar
Jónssonar sé svo úrelt, að nem-
.endur geti ekki lært hana.
Ég held, að þetta séu ýkjur.
Hins vegar skil ég ekki blinda
trú þeirra manna, sem messa
eitthvað á þessa leið: íslenzk-
unni er ekki að hnigna.
Unglingar sletta svolítið
Jensku, þar til þeir hætta því.
Tungumál má ekki standa í
stað.
Hvers vegna rennur þeim
ekki svo í skap við að sjá
ævistarf sitt óvirt, að þeir segi
sig úr lögum við alla þá, sem
þykjast vera menn með
mönnum í kunnáttustarfi, en
eru eins og mölur í ullarvoð?
Einhver var að hugga okkur
með því, að öll orð hætti að
vekja óbeit, þegar þau eru
orðin nógu gömul í málinu.
Hárrétt. Nútímafólk hættir
óðum að skynja blæbrigði
tungunnar. Hingað til hefur
hvert barn skilið muninn á því,
hvort sagt er „þú komst í
hlaðið á hvítum hesti" eða „þú
reiðst í hlaðið á rauðri meri"
Orðir kona getur gleymzt,
og ný kynslóð getur vanizt
þeim heitum, sem sorpyrða-
safnið býður í staðinn. Én það
þarf mikla hógværð og mikið
lítillæti til að sætta sig við þær
framtíðarhorfur.
Af nær 400 íslenzkum
hljómsveitum, sem störfuðu á
árunum milli 1960-82, báru
140 erlend nöfn. Segja má, að
íslenzkan sleppi vel í nafnaröð,
þar sem ekki er nema rúmlega
fjórða hvert orð er útlent!
Gaman væri að athuga nöfn
nýrra verzlana og fyrirtækja.
Það undarlega er, að sum
þeirra útlendu er hægt að þýða
orðrétt á íslenzku, þannig, að
þau nálgist að verða hnittin.
Broadway gæti blátt áfram
heitið Breiðvegur, og væri þá
gefið í skyn, að menn verði
ekki þvingaðir inn á „mjóa
veginn". Ætli Ameríkumenn
glotti ekki góðlátlega í
kampinn, þegar þeir sjá aum-
ingja útskersfólkið sýna nám-
fýsi sína með því að kalla litlu
gildaskálana sína eftir strætum
heimsborganna, ásamt því að
heilsa hvorki né kveðja á
móðurmáli sínu?
Ég veit ekki, hvort orðið
höfðingjadjarfur á sér hlið-
stæðu í ensku. En þá reisn,
sem í því felst, skilur sjálfsagt
margur enskumælandi maður.
Auk þess, sem þeir líta varla á
sig sem höfðingja, ferða-
langarnir, sem komnir eru til
að sjá fjöll í tæru lofti og sjá,
hvort mannlíf, sem á sér djúp-
ar rætur, hefur staðið af sér
þau gjörningaveður, sem þeir
eru löngu leiðir á heima hjá
sér.
Hver veit, nema einhver
Kristján Rask heimsæki okkur
á þessari öld, eins og fyrir 170
árum, „þegar Fróni reið allra
mest á“, og segi okkur, að við
eigum einhverja fegurstu
tungu heimsins, og að einnig
aðrar þjóðir verði fátækari, ef
hún líður undir lok.
Oddný Guðmundsdóttir
Málsvari frjalslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútíminn h.f.
Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm)
og Þórarinn Þórarinsson
Ritstjórn, skrifstofurog auglýsingar:
Síðumúli 15, Reykjavík. Sími:
686300. Auglýsingasími: 18300.
Kvöldsímar: 686387 og 686306.
Verð í lausasölu 25 kr.
Áskrift 275 kr.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaðaprent hf.
Auðlind fyrir fáa
■ Á undanförnum dögum hefur NT birt viðtöl
og ítarlegar fréttir af athyglisverðu deilumáli í
Hnappadalssýslu milli leiguliða og sveita þeirra
annars vegar og landeigenda hins vegar.
í stuttu máli snýst deilan um tekjur af gjöfulli
veiðiá, Haffjarðará. Eigendur hennar, erfingjar
Rikhards Thors, búa allir í öðrum landshluta, en
fá þó til sín bróðurpartinn af tekjum þessarar
helstu auðlindar svæðisins. í samantekt um
málið segir m.a. í NT í gær:
„Deilur bænda og Thorssystkina í Kolbeins-
staða- og Eyjahreppi eru áratugagamlar og
snúast um óteljandi atriði. Allt frá því að Thor
Jenssen föðurafi núverandi eigenda eignaðist
Haffjarðará í byrjun aldarinnar hefur bændum í
nágrenninu sviðið að sjá heistu auðlind tveggja
sveita í höndum utansveitarmanna sem hafa hin
seinni ár rekið ána sem gróðafyrirtæki. Sam-
kvæmt þeim gögnum sem þeir sjálfir hafa lagt
fram skilar áin rúmum tveimur milljón króna í
árshagnað. Eessi upphæð skiptist á milli þriggja
sona og tveggja dætra Rikhards Thors.
Einu tekjur heimamanna af ánni eru í formi
fasteignagjalda og aðstöðugjalds sem til skamms
tíma nam fáeinum tugum þúsunda en var nýlega
hækkað og nemur núna á þriðja hundrað þúsund
krónum.
♦
Af tíu jörðum Thorssystkina eru ennþá sex í
byggð. Að einni þeirra undanskilinni eru bygg-
ingar allsstaðar í mikilli niðurníðslu á þessum
jörðum og óvíst má telja að þar haldist byggð í
komandi framtíð. Kolviðarnes er eina jörðin
sem er sæmilega húsuð en þar byggði bóndinn
upp í óþökk og óleyfi jarðareiganda þrátt fyrir
að fyrri byggingar væru allar orðnar ónýtar.
Eins og fram hefur komið í NT stendur annar
Eyhreppingur í stríði við landdrottin sinn.
Lárus á Gerðubergi vill vera á jörð sinni en
eigandi vill hann burt og eftir nýjustu tíðindum
af þeim málum gæti þar verið nýtt útburðarmál
í uppsiglingu.“
Mál þetta er athyglisvert fyrir þær sakir, að
með því hafa verið vaktar upp grundvallarspurn-
ingar um afnot af náttúruauðlindum. í þessu
tilfelli er um að ræða utanaðkomandi aðila, sem
tekur til sín bróðurhlutann af afrakstri einu
umtalsverðu auðlindar svæðisins og það án
þess að veita íbúum þess nokkrar óbeinar
tekjur, eins og t.d. gegnum atvinnu, nema þá
lögbundin fasteigna- og aðstöðugjöld. Frá sjón-
arhóli íbúa sveitarinnar svipar því þessu máli til
þess þegar útlendingar mokuðu upp sjávarafla
við strendur íslands á sínum tíma án þess að
íslendingar nytu þess á nokkurn hátt.
NT gagnrýnir ekki eigendaréttinn, en telur
hins vegar sjálfsagt, að hrepparnir tveir fái að
njóta meir auðlinda sinna en hingað til.