NT - 07.06.1984, Page 28

NT - 07.06.1984, Page 28
■ Nú er ódýrara að veikj- ast eftir kl. 5 en fyrir. Heimsókn heimilislæknis kostar 140 krónur sem sjúk- lingur greiðir en eftir kl. 5 er hægt að fá næturlækni. Sá tekur 135 krónur fyrir ómakið og hefur Sjúkra- samlag Reykjavíkur endur- greitt helming þeirrar upp- hæðar, þannig að sú heim- sókn kostar sjúklinginn 67.50 krónur. Það er því ódýrara sem svarar 72.50 krónum að halda út til fimm. Pá kostar viðtal á stofu læknis 75 krónur sem sjúklingur greið- ir. Læknirinn fær svo viðbót frá sjúkrasamiaginu. Sú viðbót get- ur verið allt frá einni krónu upp í átta krónur. Hér er átt við heimilislækna. Sérfræðingar geta tekið meira gjald fyrir viðtöl. í þéttbýli er hæsta þóknun sem heimilislæknir getur fengið 78.08 krónur. Þar af greiðir sjúkrasamlag 3.08 krónur. Úti ■ Þeir sem eru blankir ættu að reyna að halda út til klukkan fimm og hringja þá á næturlækni. Síminn í Reykjavík er 21213. Odýrara að vera veikur á kvöldin og um nætur! - en á daginn samkvæmt nýrri reglugerð um þátttöku sjúklinga í læknakostnaði þar sem læknar hirtu ekki um að rukka inn þessar krónur frá sjúkrasamlagi. Reglugerðar- breytingin tók ekki til nætur- læknisþjónustu í Reykjavík og nágrenni. á landi getur greiðsla sjúkra- samlags numið allt að átta krónum. Þá getur þóknun sjúkrasam- lags til heimilislæknis fyrir viðtal numið einni krónu. Það er spurning Jivort svari kostnaði fyrir lækni að rukka inn þessa krónu - eða hvað kosta eyðu- blöð og frímerki og svoleiðis? Það var reglugerðarbreyting sem tók gildi 1. júní sl. sem hækkaði allverulega hlut sjúk- linga í lækniskostnaði. Og 1. maí sl. féll úr gildi svokallað númerakerfi sem notað hefur verið lengi í Reykjavík. Þá fékk hver heimilislæknir fast gjald fyrir hvern einstakling sem var á skrá hjá viðkomandi lækni. Síðan tók læknir 25 krónur fyrir viðtal og 50 krónur fyrir vitjun. Nú hefur verið tekið upp fyrirkomulag sem færir heilsu- gæslu í Reykjavík og nágrenni meira í átt að heilsugæslufyrir- komulagi sem notað hefur verið úti á landi. Fá nú læknar með 1750 sjúklinga á skrá, 24.000 krónur á mánuði, auk 21.000 krónur til að standa straum af kostnaði við stofu sína. Gjaldkskrá sína semja læknar um við Tryggingastofnun ríkis- ins en hlutur sjúklinga í kostn- aði er ákveðinn með reglugerð. Nú fyrr í vetur tókust samn- ingar milli lækna og trygginga- stofnunar um gjaldskrá, cn reglugerð sem sett var nú í byrjun mánaðarins hækkaði hlut sjúklinga. Páll Þórðarson, framkvæmdastjóri Læknafélags íslands, sagði í samtali við NT að mikill misskilningur væri að laun lækna hækkuðu við þessa breytingu. Sagði hann að ef eitthvað væri þá lækkuðu þau, Páll Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri í Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu, sagði í samtali við NT að við samningu reglugerðarinnar hefði verið reiknað með að hún sparaði 180-190 milljónir króna á ári, fyrir tryggingakerfið. Sparnað- ur á þessu ári verður líklega milli 80 og 90 milljónir króna, þar sem reglugerðin tók ekki gildi fyrr en 1. júní. Þurrkur og hlýttfratn yfir helgi S Góðar líkur eru taldar á því að góða veörið hald- ist fram yfir helgi þó ein- hverjar breytingar getí orðið f skýjafari um sunn- an- og vestanvert landið. Þurrkur er samt talinn næsta vís á þeim lands- hlutum sem annarsstaðar. í gær fór hitinn í Reykja- vík upp í 19 stig sem er fátítt. Norðanlands var hann víða meiri en til sjávar á Austfjörðum urðu menn að láta sér nægja 10 gráður. Á Vestfjörðum var skýjað og svalt miðað við aðra landshluta. Sem sagt sama veður á morgun og hinn og í öllu falli vel þolanlegt ef ekki gott um allt land fram yfir helgi. Alþýðubandalagið í borgarstjórn: Vill ráðstafa iððagróðanuiri af Stígahlíð ■ Fulltrúar Alþýðu- bandalagsins í borgar- stjórn vilja verja 9,4 mill- jónum af hagnaði vegna sölu lóða við Stigahlíð tih Þriggja nýrra starfa á hverfaskrifstofum Félags- málastofnunar, kr. 400 þúsund. Til kaupa á húsi vegna unglingastarfs í Seljahverfi 2,5 millj., rekstur á árinu 500 þús. Til bókakaupa og vinnu vegna útibús í Gerðubergi 3 millj. og til bað- og búningsklefa í Laugardal 3 milljónir. Þannig hljóðar tillaga frá borgarfulltrúum Al- þýðubandalagsins sem tekin verður fyrir á fundi borgarstjórnar síðdegis. ■ Síst að undra þótt sundmcnn í sjó óttist gin sem þetta flestu fremur. Á innfelldu myndinni má sjá Hjört Laxdal skipstjóra sem ókindina fékk. NT-myndir: Inga Ódráttur í síð- ustu veiðiferð aflakóngsins ■ Ókind þessa fékk Sigurður Georgsson á Suðurey - afla- kóngur íslands á vetrarvertíð- inni - í veiðarfærin í síðustu veiðiferð sinni fyrir sjómanna- dag. Vakti hún litla hrifningu um borð, þar sem skepnur þessar eru kraftmiklar og fara illa með veiðarfærin. Sigurður kom skepnunni upp á bryggju í Vestmannaeyjum ef einhver hákarlaverkandi vildi nýta sér hana í verkuii. En um sjó- mannadaginn hafa Eyjamenn um annað að hugsa en brauð- strit og birgðir svo enginn gaf sér tíma til að hirða skepnuna og skera. Mun hákarlinn því hafa lent í gúanó í stað þess að komast í trog á þorrablóti að vetri.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.