NT - 15.06.1984, Blaðsíða 17
Q
Föstudagur 15. júní 1984 17
Tónleikar Músíkhópsins í kvöld:
Átta söngvar fyrir
brjálaðan konung
- nýstárlegt tón- og leikverk með-
al atriða á forvitnilegri efnisskrá
■ „Þetta er ekki eiginlegt
nútímatónverk, í því er vitnað
í tónlist allt frá Hándel til
okkar daga. Sönghlutverkið er
yfirgengilega erfitt og krefst
virtúósískra hæfileika bæði
í söng og leik. „Eitt-
hvað á þessa leið mælti Einar
Jóhannesson klarinettuleikari
í samtali við NT, en hann er
einn þeirra sem mynda músík-
hópinn. Sá hópur efnir til tón-
leika í kvöld í Bústaðakirkju
og verkið sem hann talar um
nefnist „Eight Songs for a mad
king" og er eftir Bretann Peter
Maxwell Davies. Pað verður
frumflutt á íslandi á þessum
tónleikum.
Kóngurinn sem vitnað er til
í titli verksins er George III á
Englandi, sem var uppi 1738-
1820. George þessi var ekki
■ John Speight í hlutverki
hins geggjaða kóngs, Georgs
þriðja. NT mynd Ari
heill á geðsmunum og eru
Ijóðin byggð á því er hann
reyndi að kenna fuglum í búri
að syngja, m.a. lög eftir Hán-
del sem konungur hafði miklar
mætur á. Nokkrar setningar í
ljóðunum eru hafðar beint eftir
George III. Söngvunum er ætl-
að að lýsa inn í hugarheim
konungsins og tjá geðveiki
hans og baráttu hans við hana
svo og viðbrögð annarra við
henni. smánartilfinningu eða
hlátri, sem geðveikir menn
hafa mátt þola gegnum tíðina.
Það eru hljóðfærin sem túlka
þessi viðbrögð og raunar koma
hljóðfæraleikararnir fram í
fleiri hlutverkum, fjórir þeirra
sitja til dæmis í búrum og
táicna þá finkur konungsins,
sem hann reynir að kenna stef
úr Messíasi Hándels. Síðan
taka finkurnar á sig aðrar
myndir í sjúkum huga kon-
ungsins. í sjöunda söngnum
ræðst konungur að búri fiðlu-
leikarans og hefur þá drepið
eina finkuna og gefist um leið
upp fyrir sjúkdómi sínum, og
gefur sig dauðanum á vald. Hér
er eiginlega um músíkleikhús
að ræða. þar sem barýtón-
leikarinn John Speight fer með
hlutverk konungsins, hlutverk
sem krefst virtúósítets jafnt í
söng sem raddbeitingu.
Annað verk eftir sama höf-
und verður flutt á tónleikun-
um, Hymnos fyrir klarinettu
og píanó. Þá verður flutt Ka-
denza fyrir einleiksvíólu eftir
Áskel Másson en þetta verk
samdi Áskell fyrir Unni Svein-
bjarnardóttur víóluleikara og
kemur hún sérstaklega til
landsins til að leika það. Pá
verður flutt Solo fyrir einleiks-
flautu eftir John Speight, sem
ekki lætur sér nægja sönginn
heldur hefur einnig látið í
vaxandi mæli að sér kveða sem
tónskáld. Þá flytur Músíkhóp-
urinn Tríó fyrir klarinettu,
fiðlu og píanó.
Þeir sem koma fram á tón-
leikum Músíkhópsins auk
Johns Speight eru Bernard
Wilkinson, flauta, Einar Jó-
hannesson klarinett, Guðný
Guðmundsdóttir, fiðla, Unnur
Sveinbjarnardóttir, víóla, Car-
mel Russill, selló, David
Knowles, píanó og semball og
Árni Áskelsson sem leikur á
slagverk.
framundan
Niall Toibin í Gamla bíói
á laugardag í gervi Brendan Behans:
Fyndnasturallralra
■ írski leikarinn Nial Toibin
þykir ótrúlega líkur hinum
fræga landa sínum, Brendan
Behan, höfundi leikritsins
Gísl, sem gengið hefur á fjöl-
um Iðnó í vetur. Ekki nóg með
það, hann var mikill vinur hins
látna rithöfundar. Toibin er
frægur fyrir eins manns sýning-
ar sínar um víða veröld,
„skemmtilegasti íri, sem nokk-
urn tíma hefur sést," er yfir-
skrift á gagnrýni úr kanadíska
blaðinu The Toronto Sun“ um
eina sýningu hans. Eitt fræg-
asta atriði hans er einmitt þeg-
ar hann kemur fram í gerfi
Brendan Behans og það er
atriðið sem hann kemur með
hingað til Reykjavíkur á Lista-
hátíð. Sýning Toibins verður í
Gamla bíói á laugardag klukk-
an 17.00 (ekki klukkan 20.30
eins og auglýst er í dagskrá
Listahátíðar).
„Klukkur vítis,“ eða „The
Bell of Hell“ er yfirskrift sýn-
ingarinnar og vísar hún til eins
Ijóða Behans úr Gísl. Sýningin
felur í sér tvær smásögur
Sýning Steinunnar Þórarinsdóttur
í Listmunahúsinu:
Skúlptúrarogvegg
myndir úr gleri,
leir og steinsteypu
Behans, Fermingarfötin og Al-
þýðukonan. Ennfremur minn-
ist Toibin kynna sinna við
Behan, segir sögur af honum
sem hann hefur haft frá sam-
föngum hans, drykkjufélögum
lögreglumönnum og öðrum,
sem Behan hafði samneyti við.
Og stöðugt er Toibin í gerfi
Behans sjálfs og segja þeir sem
til þekkja að hans líkist svo
Behan að með ólíkindum megi
teljast. Toibin á að baki glæsi-
legan leikferil á sviðum helstu
leikhúsa í Bretlandi, hann er
frægur fyrir eins manns sýning-
ar sínar, sem hafa vakið gífur-
legan fögnuð þeirra sem séð
hafa, enda er Toibin húmoristi
eins og þeir gerast bestir á
írlandi engu síðri en hinn frægi
Dave Allen, sem sjónvarps-
áhorfendum á íslandi er í
fersku minni eftir síðasta
vetur. Á síðustu árum hefur
hann leikið í þekktum kvik-
myndum og fslendingar
þekkja hann úr framhalds-
myndaflokknum Brideside re-
visited, sem sjónvarpið sýnd á
liðnum vetri.
■ „Öll mín verk eru tengd
manninum á einhvern hátt.
Þau eru oft frásagnarkennd,
tjá skoðanir mínar og tilfinn-
ingar. Hins vegar vil ég ekki
troða þessum skoðunum eða
tilfinningum upp á áhorfand-
ann. Það verður hver og einn
að taka afstöðu til verkanna á
sínum forsendum. Fólk hefur
mismunandi reynsluheim á
bak við sig og skoðar hlutina í
Ijósi þessarar reynslu."
Eitthvað á þessa leið segir
Steinunn Þórarinsdóttir um
verk sín, en á laugardag opnar
hún sýningu í Listmunahúsinu
við Lækjargötu, fjórðu einka-
sýningu sína til þessa. Á henni
eru skúlptúrar og veggmyndir
úr leir gleri og steinsteypu.
„Leirinn er ekki eins sterkt
efni og steinsteypan og sum
verkin eru þannig í byggingu
að það er ekki hægt að nota
leirinn í þau, og þá gríp ég til
steypunnar," segir Steinunn,
og bætir við að steinsteypan
hafi áferð sem ekki náist með
leirnum og ákveðinn sjarma
ekki síður en hann.
Hún meðhöndlar leirinn
með gamalli japanskri aðferð,
sem kallast Raku, og gefur
leirnum sérstaka áferð. Fyrst
móta ég leirinn og hrábrenni
hann síðan svo hann verði
meðfærilegri. Egnotaofnsem,
er hlaðinn úr múrsteinum,
kyndi hann upp í 800-900
gráður og brenni leirinn þar í.
Því næst er verkið tekið úr
ofninum og það sett í kassa
fullan af sagi. Við það kviknar
í saginu og eftir að lok hefur
verið sett á, heldur sagið áfram
að sviðna inn í leirinn. Þetta er
skemmtilegaðferð, m.a. vegna
þess að maður getur fylgst með
verkinu á öllum stigum, en það
er ekki hægt ef maður notar
venjulegan rafmagnsofn.
Steinunn Þórarinsdóttir hef-
ur stundað listnám í Englandi
og á Ítalíu og hefur sýnt þrisvar
áður á einkasýningum eins og
áður segir, síðast á Kjarvals-
stöðum 1982 og auk þess hefur
hún tekið þátt í samsýningum
hér heima og erlendis. Hún
segist hafa unnið síðasta hálfa
árið að þessari sýningu án þess
að hafa launaða vinnu með og
með efniskaupum og aðstöðu
segir sig sjálft að þetta fyrirtæki
kostar sitt. Sjálf segir hún að
það sé hugsjónaatriði að
stunda myndlist á íslandi. „Að
vísu fékk ég starfslaun í vor og
það grynnir á skuldunum.
Kannske verður nýstofnað
Samband íslenskra myndlist-
armanna, sem sameinar ís-
lenska myndlistarmenn í einu
félagi til að rétta hlut þeirra
eitthvað.
„Annars er það furða hvað
selst ntikið af listaverkum á
íslandi. Einstaklingar kaupa
meira en mann skyldi gruna.
Hvað mig snertir þá eru þessi
verk niín ekki beint nein stofu-
list og ég er ekki að setja upp
útsölu."
Steinunn Þórarinsdóttir
NT mynd Rúbert
Mánudagur
18. júní
7.00 Veöurlregnir. Fréttir. Bæn.Ólöf
Ólafsdóttir flytur (a.v.d.v.): í bítið
-Hanna G. Sigurðardóttir og lllugi
Jökulsson. 7.25 Leikfimi. Jónína
Benediktsdóttir (a.v.d.v.)
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð Þrúður Sigurðardóttir,
Hvammi í Ölfusi, talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Sumarið með Aðalsteini" eftir
Trausta Ólafsson Höfundurbyrjar
lesturinn.
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugr. landsmálabl. (útdr.). Tón-
leikar.
11.00 „Ég man þá tíð.“ Lög frá
liðnum árum. Umsjón: Hermann
Ragnar Stefánsson.
11.30 Reykjavík bernsku minnar.
Endurtekinn þáttur Guðjóns Friðr-
ikssonar frá sunnudegi.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.30 ítalskir og þýskir popplista-
menn syngja og leika.
14.00 „Endurfæðingin" eftir Max
Ehrlich, Þorsteinn Antonsson les
þýðingu sina (13).
14.30 Miðdegistónleikar Ossipov
þjóðlagahljómsveitin rússneska
leikur „Draumsjónir" eftir Robert
Schumann og „Tunglskin" eftir
Claude Debussy: V. Dubrovsky
stj./ Chantal Mathieu og kammer-
sveit leika „Ástardraum", nætur-
Ijóð nr. 3 eftir Franz Liszt.
14.45 Popphólfið - Sigurður Krist-
insson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Siðdegistónleikar Útvarps-
kórinn í Munchen og Sinfóníu-
hljómsveitin í Bamberg flytja atriði
úr óperunni „Keisara og smiði'1
eftir Albert Lortzing, Hans Gierster'
stj./ José Carreras syngur aríur úr
óperum eftir Ruggiero Leoncavallo
og Umberto Giordano með Sinfón-
íuhljómsveit Lundúna, Jesús Lóp-
ez Cobos stj./ Frederica von Stade
syngur með Fílharmóníusveitinni
í Rotterdam Resitatív og rondó úr
óperunni „La Clemenza di Tito"
eftir Wolfgang Amadeus Mozart,
Edo de Waart stj./ Hljómsveit Co-
vent Garden-óperunnar leikur
danssýningarlög úr „Svanavatn-
inu“ eftir Pjotr Tsjaíkovský, Jean
Morel stj.
17.00 Fréttir á ensku
17.10 Síðdegisútvarp -Sigrún
Björnsdóttir og Sverrir Gauti Di-
ego. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál. Möröur Arnason
talar.
19.40 Um daginn og veginn Úlfar
Þorsteinsson talar.
20.00 Lög unga fólksins. Þorsteinn
J. Vilhjálmsson kynnir.
20.40 Kvöldvaka a. Minningar frá
Alþingishátíðinni 1930 Jóna I.
Guömundsdóttir les brag eftir Þór-
hildi Sveinsdóttur. b. Karlakórinn
Fóstbræður syngur. Stjórnandi:
Ragnar Björnsson. c. Fjárrekstur
úr Mýrarsýslu til Reykjavíkur
1932 Óskar Þórðarson frá Haga
tekur saman frásöguþátt og flytur.
Umsjón: Helga Ágústsdóttir.
21.10 Nútímatónlist Þorkell Sigur-
björnsson kynnir.
21.40 Útvarpssagan: „Glötuð
ásýnd" eftir Francoise Sagan
Valgerður Þóra byrjar lestur þýð-
ingar sinnar.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Norrænir núti'mahöfundar
12. þáttur: Benny Andersen
Hjörtur Pálsson sér um þáttinn og
rseðir við höfundinn sem les úr
Ijóðum sínum. Einnig verður lesið
úr þeim í íslenskri þýðingu.
23.10 Kammertónlist a. „Introduct-
ion og rondó" op. 98 eftir Friedrich
Kuhlau. Frantz Lemsserog Merete
Westergárd leika áflautu og píanó.
b. Sónata i As-dúr op. 115 eftir
Louis Spohr. Helga og Klaus
Storck leika á hörpu og selló.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Þriðjudagur
19. júní
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. I
bítið 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt
mál. Endurt. þáttur Marðar Arna-
sonar frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð - Oddur Albertsson
talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna.
„Sumarið með Aðalsteini" eftir
Trausta Ólafsson Höfundur les
(2).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugr. landsmálabl. (útdr.)
10.45 „Man ég það sem löngu leið“
Ragnheiður Viggósdóttir sér um
þáttinn.
11.15 Tónleikar Ólafur Þórðarson
kynnir.
12.00 Dagskrá. Tóníeikar. Tilkynn-
ingar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.30 Portúgölsk og spænsk lög
Linda de Suza og José Feliciano
syngja.
14.00 „Endurfæðingin" eftir Max
Ehrlich Þorsteinn Antonsson les
þýðingu sína (14).
14.30 Miðdegistónleikar Andre
Watts leikur á píanó „Rhapsody in
Blue" eftir George Gershwin.
14.45 Upptaktur - Guðmundur
Benediktsson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16,00 Frettir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 íslensk tónlist Bernard Wilkin-
son, Daöi Kolbeinsson, Einar Jó-
hannesson, Joseph Ognibene og
Hafsteinn Guðmundsson leika
Blásarakvintett eftir Jón Ásgeirs-
son / Ólöf Kolbrún Harðardóttir
syngur lög eftir Ingibjörgu
Þorbergs.
17.00 Fréttir á ensku.
17.10 Siðdegisútvarp.Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds-
ins
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn Stjórnandi:
Gunnvör Braga.
20.00 Sagan: Flambardssetrið II.
hluti, „Flugið heillar" eftir K.M.
Peyton Silja Aöalsteinsdóttir les
þýðingu sina (12).
20.30 Horn unga fólksins í umsjá
Sigurlaugar M. Jónasdóttur.
20.40 Kvöldvaka a. Seyðisfjörður -
Norðfjörður - Eskifjörður Július
Einarsson les úr erindasafni séra
Sigurðar Einarssonar í Holti. b.
Þar munaði mjóu Lóa Þorkels-
dóttir les frumsamda frásögn. c.
Gísli á Hólum Eggert Þór Bern-
harðsson les íslenska stórlyga-
sögu úr safni Ólafs Daviðssonar.
21.10 Frá ferðum Þorvaldar Thor-
oddsen um ísland 3. þáttur:
Ódáðahraun 1884 og Vestfirðir
1886 Umsjón: Tómas Einarsson.
Lesari með honum: Valtýr Óskars-
son.
21.45 Útvarpssagan: „Glötuð
ásýnd“ eftir Francoise Sagan
Valgerður Þóra les þýöingu sína
(2).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskra
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Kvöldtónleikar: Stef og til-
brigði Knútur R. Magnússon
kynnir.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Manudagur
18. júní
10.00-12.00 Morgunþáttur Róleg
tónlist fyrstu klukkustundina, með-
an plötusnúðar og hlustendur eru
að komast í gang eftir helgina.
Stjórnendur: Páll Þorsteinsson,
Ásgeir Tómasson og Jón Ólafs-
son.
14.00-15.00 Dægurflugur Nýjustu
dægurlögin. Stjórnandi: Leopoiu
Sveinsson.
15.00-16.00 í fullu fjöri. Gömul dæg-
urlög. Stjórnandi: Jón Gröndal.
16.00-17.00 Á Norðurslóðum
Gömul og ný dægurlög frá Norður-
löndum. Stjórnandi: Kormákur
Bragason.
17.00-18.00 Asatími. Ferðaþáttur.
Stjórnandi: Júlíus Einarsson.
Þriðjudagur
19. júní
10.00-12.00 Morgunþáttur. Sima-
tími. Spjallað við hlustendur um
ýmis mál líöandi s.tundar. Músík-
getraun. Stjórnendur: Páll Þor-
steinsson. Asgeir Tómasson og
Jón Ólafsson.
14.00-15.00 Vagg og velta. Létt lög
af hljómplötum. Stjórnandi: Gísli
Sveinn Loftsson.
15.00-16.00 Með sínu lagi Lög af
íslenskum hljómplötum. Stjórn-
andi: Svavar Gests.
16.00-17.00 Þjóðlagaþáttur Komið
við vitt og breytt í heimi þjóðlaga-
tónlistarinnar. Stjórnandi: Kristján
Sigurjónsson.
17.00-18.00 Frístund Unglingaþátt-
ur. Stjórnandi: Eðvarð Ingólfsson.
sjónvarp
Mánudagur
18. júní
19.35 Tommi og Jenni Bandarisk
teiknimynd.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Hvað viltu vita? (Say Someth-
ing Happened) Breskt sjónvarps-
leikrit eftir Alan Bennett. Aðalhlut-
verk: Thora Hird og Hugh Lloyd.
Öldruð hjón, fáskiptin og ómann-
blendin fá óvæntan gest. Það er
ung stúlka frá félagsmálastofnun,
sem er að kanna hagi aldraöra í
bæjarfélaginu. Þýðandi Óskar Ingi-
marsson.
21.30 Lífstíðarfangar Breskurfrétta-
þáttur um refsivist og fangelsismál.
I þættinum er m.a. leitað svara við
þeim spurningum hvort fangavist
hafi bætandi áhrif á afbrotamenn
eða dragi úr glæpum. Þýðandi
Guðrún Jörundsdóttir.
22.05 íþróttir
22.35 Fréttir í dagskrárlok.
Þriðjudagur
19. júní
19.35 Bogi og Logi Teiknimynda-
flokkur frá Tékkóslóvakíu.
19.45 Fréttir á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Á Járnbrautaleiðum 3. Drek-
arnir á Sykurey.
21.25 Verðir laganna Fimmti þáttur
Bandariskur framhaldsmynda-
flokkur um lögreglustörf i stórborg.
Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason.
22.15 Kjaramál og kvenréttindi Um-
ræðuþáttur i beinni útsendingu um
stöðu kvenna ávinnumarkaðinum.
Umræðum stýrir Elías Snæland
Jónsson, aðstoöarritstjóri.
23.05 Fréttir i dagskrárlok