NT - 15.06.1984, Side 24
52-----tLSjCS- iniij .«r lugsbuSíJÖ^
I )
Föstudagur 15. júnr 198&' !' 24
Holland
Uppsetning stýriflauga
samþykkt með skilyrðum
Haag-Reutcr.
■ Hollenska þingið samþykkti í gær tillögur stjórnarinn-
ar um uppsetningu stýriflauga. Mál þetta hefur veriö mjög
umdeilt í Hollandi og hvorki verið samstaða innan
stjórnarinnar né þingsins. Málin standa nú þannig, að
Hollendingar hafa ákveðið að fresta ákvörðun um upp-
setningu 48 stýriflauga þangað til í nóvember á næsta ári.
En ef Sovétríkin fjölga SS-20 flaugum sínum fyrir þann
tíma munu stýriflaugarnar verða settar upp í Hollandi.
Með þessu hyggst holler.ska
stjórnin þrýsta á Sovétríkin að
auka ekki kjarnorkubúnað
sem beint er gegn Vestur-
Evrópu og jafnvel að flýta fyrir
að afvopnunarviðræður geti
hafist á ný. En lítil von virðist
itil að hægt verði að draga Sov-
■étríkin til viðræðna á þessu ári.
Ef samkomulag hefur náðst um
fækkun kjarnorkuflauga í
Evrópu fyrir nóvember 1985
munu Hollendingar cinnig
fækka þeim stýriflaugum sem
þeir munu taka við, og um hefur
verið samið.
Umræður um málið stóðu
yfir í alla fyrrinótt í þinginu og
breytingartillögur voru fluttar.
Tæpast stóð stjórnin er atkvæði
féllu þannig að 79 greiddu at-
kvæði með henni og 71 á móti.
Stjórn íhaldsmanna og frjáls-
lyndra heldur því velli, en í
atkvæðagreiðslunni komu full-
trúar nokkurra smáflokka til
hægri, henni til hjálpar.
Bretland
Flotinn fær full-
komið köf unarskip
London-Reuter.
■ Fullkomnasta köfunarskip,
sem enn hefur verið smíðað,
verður brátt tekið í notkun af
breska flotanum. Skipið sem er
7.200 tonn verður afhent flotan-
um í næsta rriánuði. Kostnaður-
inn við smíðina nemur um 4.2
milliörðum króna. Meðal verk-
efna þessarar undrasmíðar verð-
ur að nema hljóð frá sovéskum
Hugheilar þakkir færum viö öllum sem heiðr-
uöu okkur, og sýndu okkur vinsemd meö
heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum á sex-
tugsafmæli okkar hjóna 5. júní s.l.
Lifið öll heil og sæl.
Elsa og Magnús Kjartansson
Hjallanesi
Landsveit.
t
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma
Ólavía Sigurðardóttir
Hlíðarenda
Ölfusi
verður jarðsungin frá Hjallakirkju iaugardaginn 16. júní kl. 14.
Ólafur Þórðarson
börn, tengdabörn og barnabörn
Útför móður okkar
Sigrúnar Jónsdóttur
frá Tungufelli
er andaðist 7. júní s.l. fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn
16. júní kl. 13.
Jarðsett verður á Tungufelli.
Hlöðver Magnússon
Sverrir Magnússon
Maðurinn minn
Guðbjörn Eiríksson
frá Arakoti
Skeiðum
lést að Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 14. júní.
Dagný Sigurbjörg Jónsdóttir.
kafbátum og fylgjast með stað-
setningu þeirra.
Þetta er fyrsta skip þessarar
tegundar sem tekið er í notkun
á Norður-Atlantshafi. Hægt er
að senda köfunarklefa niður úr
skipinu sem komast á mikið
dýpi og er það búið margs kyns
tækjum sem ekki er gefið upp
liver eru og eins er hönnun
skipsins leyndarmál.
■ Á meðan á umræðum stóð í hollenska þinginu um uppsetningu stýriflauga efndu andstæðingar
kjarnorkuvopna til mótmæla utan við þinghúsið í Haag. Símamynd polfoto
Walesa íhugar að
draga sig í hlé
- ákvörðun f er eftir kjörsókn á sunnudag
Skærur
meðal
Zulu-
manna
Msinga, Suður-Afríka-Rcuter.
■ Stríðandi ætt-
bálkar Zulumanna
skutu á lögreglu-
sveit sem var að
reyna að stilla til
friðar í fyrradag.
Kallað var á þyrlur
til aðstoðar og að
bardaganum lokn-
um fannst lík eins
stríðsmanns og
talsvert af vopnum
og skotfærum.
Undanfarið hafa
staðið yfir skærur
meðal Zulumanna í
hinu strjálbyggða hér-
aði Natal. 60 manns
hafa fallið og þúsundir
flúið þorp sín síðan í
síðasta mánuði vegna
bardaganna.
Þegar lögreglan
skarst í leikinn í fyrra-
dag stóð yfir bardagi
milli tveggja flokka og
voru upptök hans þau
að annar flokkurinn
hafði reynt að fá hinn
í lið með sér til að
herja á þann þriðja.
Þegar það tókst ekki
hófst bardagi.
Varsjá-Reuter.
■ Um næstu helgi fara
fram bæjar- og sveitar-
stjórnakosningar í Pól-
landi. Leiötogar Samstöðu,
hinnar bönnuðu verkalýðs-
hreyfingar hafa skorað á
fólk að neyta ekki kosn-
ingaréttar síns. Lech
Walesa gaf út hógværlega
orðaða yfirlýsingu í gær-
morgun, þar sem hann
sagðist sjálfur ekki ætla að
kjósa og gæti það farið eftir
hvernig kjörsókn verður
hvort hann heldur áfram
sem leiðtogi Samstöðu eða
dregur sig í hlé.
Litið er á yfirlýsingu Walesa
sem þolraun fyrir samtökin en
hann vill fá að sjá svart á hvítu
hvort þau njóta sama stuðnings
og áður.
Aðrir samstöðumenn sem eru
í felum hafa gefið út mun harð-
orðari yfirlýsingar. Verkalýðs-
nefndin í Varsjá skorar á verka-
menn og alla Varsjárbúa að
takmarka ekki mótmæli sín við
að kjósa ekki í þessum auð-
mýkjandi kosningum sem settar
eru á svið, heldur að sýna að
þær séu haldnar í skugga lög-
reglukylfa og undir vernd
óeirðalögreglu. Skorað er á fólk
að sækja kirkju á sunnudags-
morgni.
í gær var tilkynnt að málaferli
yfir fjórum af félögum Kor sam-
takanna muni hefjast 13. júlí n.k.
Sjö aðrir samstöðumenn bíða
réttarhalda í fangelsum. Orð-
rómur er um að stjórnvöld vilji
semja við fangana og kirkjuna
um möguleika á að láta mennina
lausa og þá með hvaða skilyrð-
um.
Fann fullan poka af demöntum
- og er ofsóttur og hrakinn
i
New York-Reuter.
■ 16 ára gamall munaðar-
laus piltur í Florida var á rölti
á járnbrautarteinum og kom
auga á brúnan bréfpoka sem
hann tók upp af rælni og
opnaði. Pokinn var fullur af
demöntum. Pilturinn fór
með pokann og innihaldið til
lögreglunnar. Þarvarhonum
sagt að hann ætti auðæfln.
Hann seldi nokkra steina á
uppboði fyrir 250 þúsund
dollara.
Þetta hljóðar eins og væm-
inn róman sem endar með
því að hamingjan brosir við
söguhetjunni. En Eric de
Wilde hefur ekki lifað ham-
ingjusömu lífi síðan
„heppnin" helltist yfir hann,
sem undirstrikuð voru af
gildandi lögum í Florida um
fundið fé og eignarhald á því.
Síðan pilturinn fann
demantana á járnbrautar-
teinunum í marsmánuði 1983
hefur hann aftur og aftur
verið laminn sundur og sam-
an í skólanum, sem hann
stundaði nám í, honum er
hótað öllu illu af ókunnugum
röddum í símanum og þrá-
faldlega hefur verið brotist
inn á heimtlihans. Tvisvar
sinnum hefur verið reynt að
aka á hann og hann hefur
neyðst til að hætta námi
vegna ofsókna í skólanum.
Ástæðan er sú að fjölmiðl-
arnir gefa honum engin grið.
Þeir þrástaglast á heppni
hans og auði, sem vekur
öfund og græðgi annarra sem
ekki geta unnt honum
heppninnar.
I fyrradag voru nokkrir
demantar úr eigu de Wildes
boðnir upp hjá Christie í
New York fyrir 281.490 doll-
ara. Hann sat þar þögull í
stól sínum og deplaði ekki
auga þótt fjölmiðlafólk
reyndi að leggja fyrir hann
spurningar. Lögfræðingur
hans sagði fréttamönnum
hvernig komið er fyrir de
Wilde.
Eftir að de Wilde skilaði
demöntunum til lögreglunn-
ar voru þeir í vörslu hennar í
sex mánuði og auglýst var
eftir að eigandi gæfi sig fram.
Enginn viðurkenndi að hafa
glatað auðæfunum og að
hálfu ári liðnu voru demant-
arnir því eign de Wildes
samkvæmt lögum fylkisins.
Lögfræðingur hans sagði að
enginn vissi hvernig á þeim
stóð og með hvaða hætti
demantarnir lentu á járn-
brautarteinunum í bréfpoka.
Ekki er vitað hvort sá sem
glataði þeim hefur komist
yfir þá með óheiðarlegum
hætti en enginn hefur kært
sig um að gera eignarkröfu í
fjársjóðinn.
Hann er því eign piltsins
sem fann pokann hvort sem
aðrir geta unnt honum þess
að njóta eignarinnar eða
ekki.