NT - 15.06.1984, Blaðsíða 13

NT - 15.06.1984, Blaðsíða 13
i Modern Jazz Quartett kemur saman aðnýju og nú í Laugardalshöllinni á vegum Listahátíðar. Ef tii vill síðasta tækifærið að sjá og heyra snillingana saman ■ Mörg af helstu stór- mennum jassins hafa gist ísland, Louis Armstrong og Ella Fitzgerald komu fyrir um tveim áratugum, Benny Good- man kom á Listhátíð 1976, Stan Getz kom á síðustu Lista- hátíð og eru þá fáir taldir. Og nú eru allir ástríðufullir jass- unnendur komnir með fiðring í kroppinn, og kannske reynd- ar tónlistarunnendur í víðasta skilningi, The Modern Jazz Quartett heldur nefnilega tón- leika á vegum Listhátíðar ann- að kvöld í Laugardalshöllinni. Líklega hafa fæstir búist við því að það ætti fyrir þeim að liggja að hlýða á leik þessara frábæru tónlistarmanna hér á íslandi eða yfirleitt nokkurs staðar. The Modern Jazz Quartett hætti nefnilega reglu- legu tónleikahaldi fyrir um það bil áratug, en hafa hist einu sinni á ári eða tveim og tekið saman sveiflu. Nú í ár er það ísland sem verður þess heiðurs aðnjótandi að taka á móti þeim félögum og er búist við því að tó.nleikarnir hér verði þeir einu sem kvartettinn held- ur á þessu ári. Raunar heyrast þeir spádómar að hér verði um að ræða síðustu tónleikana í lífi þessa fræga kvartetts. Pað eru rúmlega 30 ár síðan The Modern Jazz Quartett var stofnaður og síðan 1955 hefur hann verið skipaður sömu mönnum og nú gista ísland á Listahátíð. Þeir eru Percy Heath, bassaleikari, Milt Jack- son vibrafónleikari, Connie Kay trommuleikari og John Lewis píanóleikari. Pessir fjórmenningar voru allir orðnir heimsfrægir er þeir slógu saman í kompaní og stofnuðu kvartett sinn. Pað er heldur ekki að orðlengja það, að jassheimurinn féll þegar að fótum þeirra. Peir leika kamm- erjass af frábæru listfengi og þykir leikur þeirra sérlega fág- aður og vandaður. Percy Heath bassaleikari er frá Philadelphia, alinn upp á músíkölsku heimili og hóf fiðlunám, en sneri sér síðan að bassanum. 1950 tók hann sæti í hljómsveit Dizzy Gillispie, en áður hafði hann leikið með Howard McGee, J.J. Johnson og Art Blakey, svo einhverjir séu nefndir. Milt Jackson víbrafónleikari fæddist í Detroit og þegar hann komst á skólaaldur hafði hann þegar náð valdi á 5 hljóð- færum, sem hann lék á jöfnum höndum. Framan af lagði hann aðaláherslu á trommurnar, en eftir að tónlistarkennari hans kynnti víbrafóninn fyrir hon- um var framtíðin ráðin. Hann féll þegar fyrir hinu nýja hljóð- færi. Hann hóf að leika með Dizzie Gillispie 1945 og á árunum þar á eftir lék hann m.a. með Ray Brown, Al Haig, Thelonious Monk, Woody Herman. Hann var einn af stofnendum The Mo- dern Jazz Quartett og hefur þess utan gert hljóðritanir með flestum af stærstu nöfnum jass- ins á sinni tíð. Þá hefur hann haldið fjölda konserta, ýmist einn eða með öðrum víða í Evrópu og í Japan. Þeir sem muna eftir hljóm- leikum Benny Goodmans á Listahátíð 1976 minnast e.t.v. trommuleikarans Conny Cay, sem nú kemur í annað sinn á Listahátíð og leikur í Höllinni, að þessu sinni með The Mo- dern JazzQuartett. ConnyCay ólst upp í Bronx, og kvaldist í píanótímum í æsku og það var ekki fyrr en hann byrjaði að fikta við trommurnar sem tón- listarástríða hans fékk útrás. Auk Goodmans hefur hann unnið með Lester Young, Charlie Parker, Coleman Hawkins og Stan Getz. Hann gekk til liðs við Mo- dern Jazz Quartett 1955 síðast- ur þeirra fjórmenninga sem nú skipa kvartettinn. John Lewis byrjaði að læra á píanó 6 ára gamall og 15 ára gamall byrjaði hann að leika í klúbbum ogdanshúsum. Hann nam við Manhattan School of Music, og lék síðan með Miles Davis, lllinois Jaquet og Dizzy Gillispie áður en hann stofnaði The Modern Jazz Quartett. Jafnframt því að leika jass hefur hann leikið með Sinfó- níuhljómsveitum og hljóðritað klassíska tónlist. Tónleikar þeirra fjórmenn- inga hefjast í Höllinni kl. 21.00 á laugardagskvöld. Það skal enn ítrekað að þetta kann að verða síðasta tækifærið til að upplifa þessa snillinga leika fjóra saman í kvartetti sínum. Miðar eru enn fáanlegir hjá Listahátíð og verða einnig seldir við innganginn meðan plássið leyfir.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.