NT - 02.08.1984, Side 4
Fimmtudagur 2. ágúst 1984 4
A
NORÐUR
LEID
>. Um verslunarmannahelgi^,ru haldnar^
útihátíöir víðsvegar um an • Jíðirnar< Margir fara r
þessa hclg. an Þess f sér nægja að skella tjald. og
I hópferðir en enn aðrir lata g út úr bænum.
Inesti í bfskoUið og ar r á suðurlandi og Mývatn
1 bórsmork og Landm t .(Jjr fcröamannastaðir.
og Ásbyrgi á Norðurland b pað gctur venð
\ En ferðamannastaðir eru á staði Sem nokkuð
I athyglisvcrt og anægju g sem aður greiðfært að
I komasui'^Vrö'á NT komum viö í Hrísey og á Blönduósi
IS.tnokta-ynd.fsHkum^.
■ Björgvin Pálsson oddviti (annar frá vinstri) ásaint vinnu félögum við byggingu nýja
barnaskólans.
Þensla í Hrísey
■ Hríseyjarferjan hvíta á Arskógsströnd
■ „Það er orðið töluvert
um það að ferðafólk komi
hingað í eyjuna og ferða-
mannastraumurinn á eftir að
aukast mikið með bættri
kynningu. Það varð mikil
breyting á þegar við fengum
nýju ferjuna okkar fyrir þrem
árum og við gátum þá flutt
mun meira af fólki út í eyna.
Við erum að koma hér upp
tjaldstæðum og snyrtiaðstöðu.
cn svcfnpokapláss eru í barna-
skólanum. Siglingin yfir í eyna
þykir vera mikið sport og fólk
kemur liingað gjarnan í skoð-
unarferðir eða til að slaka á.
Það er margt að sjá hér. Margir
■ Árni Tryggvason leikari að störfum við sumarbústað sinn í Hrísey, en hann er uppalinn þar.
koma hingað og skoða fugla
enda er hér mikið varp og
fuglalíí. Nautaræktunarstöðin
er forvitnileg í augum margra.
Hópar hafa líka gert það að
leigja ferjuna og sigla hringinn
í kringum eyjuna, skoða hana
í góðu veðri og sigla að Greni-
vík. Nú, á hótelinu okkar,
Hótel Brekku, er hægt að fá
góðan mat, Galloway nauta-
steik eða bara kaffi og meðlæti.
en í Hótel Brckku verður
væntanlega komin upp gisti-
aðstaða næsta sumar. Það
koma hingað hópar frá Akur-
eyri bara til að stoppa smátíma
og fá mat og kaffi. Þetta þykir
skemmtileg dagsferð.
Ibúar í eyjunni eru nú 274,
fólksfjöldinn rokkar nú til frá
ári til árs. Þetta hefur verið
svona um 280 manns og fer
dálítið eftir því hversu stórar
kennarafjölskyldurnar eru sem
flytja hingað, en það er mikil
hreyfing á kennurum hér. Við
erum að byggja veglegan
barnaskóla sem er mikið átak
í smáu samfélagi sem okkar.
Lang stærstur hluti eyjarbúa
vinnur í frystihúsunum þremur
sem hér eru. Síðan er eitt
byggingarfélag, Björk, og svo
Einangrunarstöð ríkisins sem
hefur tvo fastráðna
starfsmenn, sem starfa við
holdanautaframleiðsluna.
Nýjasti atvinnureksturinn er
hótelið. Kaupfélag Eyfirðinga
gerir héðan út einn togara og
250 tonna togbát en auk þess
eru gerðir út tveir 60 tonna
bátar. Þessir þrír síðustu eru
allir í rækjuævintýrinu og eru
á rækjuveiðum. Atvinnuleysi
hefur ekki verið hér teljandi
og ekki húsnæðisleysi eða fólk
verið á götunni eins og Reykja-
vík enda hefur verið byggt
mikið af nýju íbúðarhúsnæði á
síðustu árum.
Við gerum nú meira hér en
að vinna í frystihúsinu. Það er
bæði starfandi hér kvenfélag
sem er með alls konar skemmt-
anir og síðan er leikfélag með
leikstarfsemi á veturna. Síð-
asta vetur færði leikfélagið upp
Delerium Búbónis eftir Jónas
Árnason. Lionsfélagið er með
margs konar skemmtanir. Af
hefðbundnum skcmmtunum
er að nefna bingó og það er
mikið spilað þó engin séu hér
spilavítin. Síðan er á sumrin
opin hér sundlaug og krakk-
arnir og fullorðnir líka nota
liana töluvert. Krakkarnir eru
afskaplega duglegir við að taka
þátt í mótum hjá Ungmenna-
sambandinu, það var nýlega
unglingamót hér í Hrísey.
Hestamennska er hér engin
enda bannað vegna Einangr-
unarstöðvarinnar."
Af hverju
■ Blönduós er lítill og
vinalegur bær sem teyg-
ir sig meðfram ósum
árinnar Blöndu norður
í Húnavatnssýslu. Þang-
að sækja Austur-Hún-
vetningar þjónustu ým-
iss konar og þreyttir og
svangir ferðalangar
njóta matar og hvíldar
áður en brunað er áfram
norður eða suður. En
hversu margir eru það
sem hinkra aðeins við
og njóta þess að vera til
á Blönduósi? Við spurð-
um Sigurð Jóhannsson
hótelstjóra á Hótel
Blönduósi.
„Ja, hér á hótelinu
erum við með 21 herb-
ergi og þau eru meira og
minna fullbókuð fram á
haust. Það er þá mest af
erlendum ferðahópum
og ráðstefnuhópum og
svo hafa íslenskir ferða-
langar gist hótelið meir
í sumar en áður. En
þessir ferðalangar hvort
sem þeir eru íslenskir
eða erlendir koma hing-
að yfirleitt seint að
ekki Blönduós? fe
n
kvöldi
farnir
og eru
snemma að morgni.
Svæðið hefur verið svo
lítið kynnt að fólk áttar
sig ekki á því að hér er
alveg óhemju margt að
skoða. Hérna í nágrenn-
inu er t.d. mjög mikið
af sel og stuðlabergi og
hér í flæðarmálinu er
töluvert um silung og
lax. Það var verið að
gera kynningarmynd
um héraðið hér um dag-
inn og þá náðu þeir
einmitt ágætri mynd af
sel sem stökk upp úr
sjónum og greip lax á
lofti. Nú og hér í nágr-
enninu eru nokkrar af
betri laxveiðiám
landsins. Til dæmis Víði-
dalsá, Vatnsdalsá,
Laxá í Ásum, Laxá í
Reiðarasveit, Blanda,
Hallá og Svartá, Jú, jú
hingað koma stórhöfð-
ingjar að veiða. Ég man
eftir einum sem bjó hér
hjá okkur í fyrra og
kom alla leið frá Porto
Rico, ákaflega viðkunn-
anlegur maður. Hann
flaug á einkaþotu sinni
til Reykjavíkur, þaðan
tók hann bílaleigubíl
hingað og bjó hér í tvo
daga, áður en hann hélt
heirn á ný. Hann veiddi
einn lax og ég held að ég
hafi aldrei séð glaðari
mann á ævi minni. En
hann hefur aldeilis verið
dýr laxinn sá.“
■ Sigurður Jóhannsson hót-
elstjóri
I