NT - 02.08.1984, Side 8

NT - 02.08.1984, Side 8
Fimmtudagur 2. ágúst 1984 8 -Verslunarmannahelgin:----------------- HVERT VILTU FARA? ■ Bubbi Morthens mun m.a. tjúnna mannskapinn upp á Laugahátíðinni góðu um verslunarmannaheigina. I Guðni Valtýsson, Karl Jónsson og Ásmundur Ingvarsson eru meðal þeirra hundrað Þórsara sem nú keppast við til að hafa allt sem glæsilegast í Herjólfsdal þegar hátíðin verður sett. ■ Nú er viðbúið að fólk sé tekið að hugsa sér til hreyfings, enda mesta ferðahelgi ársins skammt undan. Eins og fyrri daginn, þá er ýmislegt um að vera um verslunarmannahelgina og ættu allir, jafnt ungir sem aldnir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Lesendum til glöggvunar mun NT birta hér á eftir yfirlit yfir það helsta sem boðið er upp á um næstu helgi, í þeirri trú að það megi verða einhverjum til gagns. Dansleikir og skemmtanir Eins og fyrri daginn, þá gefst ungu fólki (á öllum aldri) kostur á að sletta ærlega úr klaufunum um verslunar- mannahelgina. Ber þá fyrst að nefna Viðeyjarhátíðina marg- frægu, Laugahátíðina, Gauk- inn í Þjórsárdal, Atlavík og síðast en ekki síst, þjóðhátíð- ina í Vestmannaeyjum. Viðeyjarhátíð Hátíð þessi mun hefjast í Viðey, föstudaginn 3. ágúst, skömmu eftir hádegi. Fólki gefst kostur á að fara frá Sundahöfn með Hafsteini Sveinssyni, sem annast flutn- ingana á milli lands og eyjar, og verða allmargar ferðir farn- ar daglega á meðan á hátíðinni stendur. Á föstudagskvöldið verður haldinn stórdansleikur við undirleik hljómsveitar Magga Kjartans, Kikks, Toppmanna og Pardusar. Auk þess verður mikil flugeldasýn- ing á vegum Hjálparsveitar skáta. Á laugardag verður síðan heilmikil dagskrá í gangi sem hefst eftir hádegi,' en þá mun Grammið gangast fyrir tón- leikum þar sem fram koma ýmsir flytjendur, m.a. Oxmó, Vonbrigði, Svarthvíti draum- ur, Slagverkur, Tikk-takk, Kukl o.fl. Um kvöldið verða síðan dansleikir á tveimur pöllum og munu ýmsir skemmtikraftar troða þar upp. Loks verður klykkt út með flugeldasýningu. Á sunnudaginn hefst dagskrá að nýju kl. 13.00 með poppmessu en síðan koma fram Bara-flokkurinn, Rocky Horror, Dúkkulísur, HLH- flokkurinn, Magnús ogJóhann og fleiri. Pennan dag verða jafnframt úrslit í break-dans- keppni, bátasýning, sjóskíða- sýning og sýning á seglbrett- um. Um kvöldið verður dans- að til kl. þrjú um nóttina við undirleik hinna og þessara hljómlistarmanna. I tilefni af Viðeyjarhátíðinni bjóða Flug- leiðir og Arnarflug upp á sérstaka „pakka" til Reykja- víkur og er Viðeyjarmiðinn innifalinn í verðinu. Laugahátíð Hin sívinsæla Laugahátíð mun að vanda verða haldin á Norðurlandi um verslunar- mannahelgina. Munu Bubbi Morthens og Megas verða aðal-sprauturnar. Eins og venja er til, þá stendur hátíðin frá föstudegi til mánudags, ekkert kostar inn á tjaldsvæð- in, og er dagskráin miðuð við að flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Á föstudagskvöldið verður fyrsti dansleikurinn haldinn og verður dansað til kl. þrjú um nóttina. Á laugardag verða haldnir hljómlcikar með Das Capital, BubbaogMegasi,auk þess sem haldin verður undan- keppni í break-dansi. Á sunnu- dag mun Sumargleðin og Stór- bingó skemmta allri fjölskyld- unni og þann dag verður úr- slitakeppni í break-dansi. Auk þess verður boðið upp á kvik- myndasýningar, allan daginn, alla daga Laugahátíðar. Fyrir rólynda fólkið má geta þess að á Laugum eru hótel fyrir þá sem veigra sér við að liggja í tjöldum. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum Aðgöngumiðaverð hátíðar- innar verður að þessu sinni 1000 krónur. Hátíðardagskrá- in verður að mestu með hefð- bundnusniði. Messa oghátíð- arræða serh verður að þessu sinni flutt af Helga Sæmunds- syni, bjargsig, brenna og flug- eldasýning að ógleymdum þeim ásetningi þjóðhátíðar- nefndarinnar að sigra bæjar- stjórnina glæsilega í reiptogi þeirra í milli. Af skemmti- kröftum má nefna Halla og Ladda, Björgvin Halldórsson, Hálft í hvoru, Jóhannes, eftir- hermu frá Ingjaldssandi, Gretti Björnsson með nikk- una, og söngvarana Bjartinar Guðlaugsson og Bobby Harri- son. Kynnir og stjórnandi há- tíðarinnar verður Árni Johnsen. íþróttafélagið Þór í Vest- mannaeyjum sér um þjóðhá- tíðina að þessu sinni, og hefur félagiðJieitið á Landakirkju að gefa gotTýeður. Undirbún- ingur hátíðarinnar er allur unninn í sjálfboðavinnu. Gaukurinn í Þjórsárdal Um verslunarmannahelgina verður haldið mót í Þjórsárdal sem nefnt hefur verið Gaukur- inn ’84, og er haldið á vegum Hérðassambandsins Skarp- héðins og Ungmannasambands Kjalarnessþings. Boðið verður upp á ýmislegt til skemmtunar, dansleiki, diskótek, break-danssýningu, karatesýningu, bardagalist, og flugeldasýningu á laugardags- og sunnudagskvöld. Miðaverð er um eitt þúsund krónur og hefst hátíðin á föstudagskvöld- ið. Meðal þeirra skemmti- krafta sem troða upp í Þjórsár- dalnum verða hljómsveitirnar Lótus, og Bara-flokkurinn, diskótekið Stúdíó frá Selfossi og Kiza-flokkurinn. Sætaferðir verða alla helgina til og frá mótssvæði og kostar hver ferð kr. 200. ■ Úr Atlavík. Atlavík ’84 Samkoman Atlavík ’84 verður að venju haldin í víkinni fögru í Hallormsstaðaskógi, á vegum Ú.Í.A. Dansleikir verða öll kvöldin og skemmti- dagskrár laugardag og sunnu- dag. Heiðursgestur samkom- unnar verður Jón Hjartarson, leikari og mun hann ávarpa NT-raynd:lnga samkomuna í hátíðardagskrá á sunnudag. Hljómsveitirnar Stuðmenn og Dúkkulísurnar skemmta á dansleikjunum og koma auk þess fram á skemmtidagskrám. Leikflokk- urinn Svart og sykurlaust verð- ur á ferð og flugi um samkomu- svæðið með ýmsar uppákomur alla helgina. Þá verður boðið upp á hljómsveitakeppni á laugardag og sunnudag, auk þess sem gestum gefst kostur á að spreyta sig í hinum ýmsu í íþróttagreinum. Margt fleira verður til skemmtunar og má þá nefna leiki ýmis konar, varðeld, flugeldasýningu og fjöllistarmenn. Samkoman hefst með dans- leik á föstudagskvöldið og lýk- ur með dansleik aðfararnótt mánudagsins. Á laugardags- kvöldið verður hinsvegar hald- inn grímudansleikur og eru gestir hvattir til að hafa það í huga þegar þeir punta sig fyrir ballið. Flugleiðir bjóða sérstakan Atlavíkurpakka á leiðinni Reykjavík-Atlavík-Reykjavík innifalið er flugfar báðar leið- ir, ferð með rútu í Atlavík frá Egilsstöðum, báðar leiðir og svo aðgangur að samkom- unni. Galtalækjarskógur Bindindismótið í Galtalækj- arskógi er tilvalin tilbreyting fyrir alla fjölskylduna um verslunarmannahelgina. Meðal þess sem boðið verður upp á að þessu sinni eru hljóm- sveit Ólafs Gauks, ásamt Svan- hildi, plötutekið Devó sem leikur fyrir dansi á föstudags- kvöldið, Stefán Baxter break- dansari, barnadansleikur með skemmtikröftunum Jörundi Guðmundssyni, Sigurði Sig- urjónssyni og Erni Árnasyni sem jafnframt munu skemmta á kvöldvöku. Tívolí verður á staðnum, flugeldasýningar og varðeldur. Aðgönguverð verð- ur kr. 600 fyrir fullorðna. Borgarfjarðar- dansleikir Þrír dansleikir verða haldnir á Logalandi um verslunar- mannahelgina, og er það hljómsveitin Upplyfting sem stjórnar fjörinu. Ýmislegt fleira verður til skemmtunar s.s. útihljómleikar, óvæntar uppákomur o.fl. Tjaldstæði verða við Logaland og varðeld- ar á kvöldin. Sæmundur sér um allar sætaferðir frá B.S.Í., aðgangur á tjaldsvæðið verður kr. 300. Húnaver Húnagleði verður í Húna- veri um verslunarmannahelg- ina að vanda og mun hljóm- sveitin Gautar frá Siglufirði leika fyrir dansi. Dansleikir verða föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld en auk Gauta mun hljómsveitin Big- band, og Sverrir Stormsker troða upp með söng og leik. Tjaldsvæði eru í nágrenni Húnavers með tilheyrandi snyrtiaðstöðu og veitingaskál- ■ Frá undirbúningi Vifteyjarhátíðar. NT-mynd: Amí Bj«m» ■ Mótift í Þjórsárdal um versiunarmannahelgina nefnist aft þessu sinni Gaukurinn ’84.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.