NT


NT - 02.08.1984, Qupperneq 9

NT - 02.08.1984, Qupperneq 9
 L il ÁBÓT— 3 If Verslunarmannahelgin Fimmtudagur 2. ágúst 1984 ■ ■ HVAD VILTU GERA? FERÐAFÉLAGINN ■ Úr Galtalækjarskógi inn verður auk þess opinn. Ekkert kostar inn á tjaldsvæð- ið en aðgöngumiði á dansleik- ina verður á kr. 350. Sætaferðir verða að Húnaveri. Miðgarður í Skagafirði Þrír dansleikir verða í Mið- garði um verslunarmannahelg- ina undir stjórn hljómsveitar Geirmundar Valtýssonar. í nágrenni við Miðgarð verða auk þess tvö hestamannamót til fróðleiks fyrir hrossaunn- endur. Fjölskyldu- samkomur og rólegheit En lífið er ekki bara glaumur, gleði og freyðandi vín. Sumum óar við kætinni í æsk- unni, og vilja halda sig þar sem ekki þarf að vænta ónæðis- samra nátta með söng og teiti fram undir morgun. Að vísu eru nokkur þau mót sem nefnd hafa verið hér að framan skipu- lögð með alla fjölskylduna í huga t.d. þjóðhátíðin í Vest- mannaeyjum, bindindismótið í Galtalækjarskógi, Laugahá- tíð o.fl. en fyrir þá sem vilja enn meiri rólegheit má nefna nokkra staði sem búa sig undir að taka á móti gestum um verslunarmannahelgina. Ferðafélags- ferðirnar:Þórsmörk- Landmannalaugar: Ferðafélag íslands mun bregða undir sig betri fætinum um verslunarmannahelgina. M.a. verður farið á Strandir, Ingólfsfjörð og í Dali á föstu- dag kl. 18, Skaftafell, Hvera- velli, Þórsmörk og Land- mannalaugar, kl. 20.00. Þá hyggst Ferðafélagið gangast fyrir ferðum í Lakagíga og að Alftavatni sama dag á sama tíma. Á laugardag verður síð- an farið á Snæfellsnes kl. 8.00 og í Þórsmörk kl. 13.00 sama dag. Upplögð tilbreyting fyrir göngugarpa og náttúruunn- endur. Húsafell Að þessu sinni er stefnt að því að laða fjölskyldufólkið að Húsafelli, en þar verður ekki ■ Úr Þórsmörk um útisamkomu að ræða, held- ur kyrrð, næði og notaiegheit. Tvenns konar verð er á tjald- svæðunum, eftir því hvort menn kjósa fyrsta eða annan klassa. Verðið er í báðum tilfellum undir 50 krónum. Laugarvatn Á Laugarvatni er margt hægt að gera sér til skemmtun- ar, en þar eru starfrækt tvö Eddu-hótel auk tjald- og hjól- hýsasvæðis. Lionsklúbbur Laugardals starfrækir segl- brettaleigu á Laugarvatni auk þess sem menn geta brugðið sér í litla túra á árabátum. Þá er hestaleiga í nágrenninu fyrir þá sem vilja skoða nágrennið öðruvísi en fótgangandi eða akandi. Núpur, Flókalundur í sumar er boðið upp á gistingu í héraðsskólanum að Núpi, en þar mun einnig fram- I GALTALÆKJARSKÓGI ■ Frá Húsafelli reiddur matur á matmálstím- um. Á Núpi eru einnig sund- laug og íþróttasalur, og ágætis tjaldsvæði við skólann. Frá Núpi er stutt til Flateyrar, Þingeyrar og Súgandafjarðar auk þess sem Dýrafjörðurinn býður upp á marga fagra staði til skoðunar og dvalar. I Flókalundi er starfrækt Eddu-hótel og orlofsbúðir, auk þess sem tjald- og hjól- hýsasvæði er í botni Vatns- fjarðar. Fjörðurinn er undur- fagur og j)aðan er skammt til Patreksfjarðar, Bíldudals og Tálknafjarðar. Mývatn Þar er Hótel Reynihlíð starf- rækt auk þess sem boðið er upp á mótorhjólaleigu, bíla- leigu og bátaleigu að ógleymdu útsýnisflugi inn að Öskju og Kverkfjöllum fyrir þá sem þess óska. Sveitin umhverfis Mý- vatn er undurfögur og þaðan er ekki löng leið inn á Oræfi, eða til Húsavíkur að ógleymdri Kröflu og öllu því sem henni tilheyrir. Útivist Nú fyrir þá gönguhressu má enn geta þess að Utivist býður upp á ýmsar ferðir um verslun- armannahelgina. Má t.d. nefna Þórsmerkurferð, ferð á Hornstrandir, í Öræfi og Skaftafell, í Lakagíga, Kjal- ferð auk siglingar í Purkey á Breiðafirði, o.fl. ö.fl. Kirkjulækjarkot Árlegt landsmót hvíta- sunnumanna í Kirkjulækjar- koti, Fljótshlíð verður sam- kvæmt venju um verslunar- mannahelgina, frá fimmtudegi til mánudags. Á dagskránni er m.a. barnasamvera, samkom- ur, Biblíulestrar, kvöldvökur og varðeldur ásamt söng. Góð aðstaða er til að taka á móti tjaldfólki í Kirkjulækjarkoti og er mótið öllum opið. Kukl í Reykjavík Nú eitthvað verða eftirlegu- kindurnar í Reykjavík að fá fyrir snúð sinn um verslunar- mannahelgina. NT getur glatt heimalningana með því að hljómsveitin Kukl mun efna til tónleika í Safari 2. ágúst (fimmtud.) í tilefni af nýút- kominni plötu sinni. Á tónleik- unum mun OXMÁ einnig koma fram og e.t.v. fleiri. Þetta mun vera með„ síðustu tónleikum Kukl hérlendis því hljómsveitin hyggst halda til Evrópu til tónleikahalds innan tíðar. ■ Bæklingurinn góði sem Iþróttasamband lögreglu- manna og Umferðarráð hyggj- ast dreifa til vegfarenda um verslunarmannahelgina. Ferða- félaginn ■ Það er aldrei of varlega farið, einkum þegar annasam- asta umferðarhelgi ársins fer í hönd. í tilefni af verslunar- mannahelginni hafa fþrótta- samband lögreglumanna og Umferðarráð staðið saman að fróðlegum, handhægum bækl- ingi sem í ráði er að dreifa til sem flestra ökumanna á vegum landsins um komandi helgi. í bæklingnum er m.a. að finna ýmsar ábendingar frá umferðarráði, símanúmer lög- reglustöðva og sjúkrabifreiða á landinu, vegalengdir milli staða, heilræði í bátsferð- um og á vatnaleiðum, þjónustu F.Í.B. og margt fleira sem komið getur sér vel þegar lagt er upp í langferð. Þá er í bæklingnum Ölympíu- og um- ferðargetraun þar sem bitist er um glæsilega vinninga. NT beinir þeim tilmælum til allra vegfarenda að kynna sér vel öll öryggisatriði og hagnýtar upp- lýsingar, svo helgin megi fara vel og slysalaust fram. i (D

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.