NT - 02.08.1984, Side 12
( W'
il ÁBÓT Ferðir o «9 frístundir -— 3
Getui <0'jyst ánægjunni
■ Oft eru augljósustu fyrirbœri erfiðust að útskýra. Ánœgja virðist nærtakasta skýringin á frístundaiðkun fólks. NT fór á
stúfana og leitaði skilgreiningu á ánœgju að baki ólíkru tegunda tómstundaiðju. Tómstundaiðja eins er atvinna annars og
atvinna margra var upþrunalega tómstundagaman. Við leituðum því til valinkunnra manna og kvenna í leit að
ánœgjuskilgreiningum.
Hljóð-
fœraleikur
Glíma
Martcinn Magnússon glímu-
áhugamaður
„Þaö cr tæknin tyrst og fremst
sem er heillandi við þessa
íþrótt. Ég veit nú ekki al-
mennilega hvernig cg á aö lýsa
þessu. Það er kannski sérstak-
lega vcgna þess aö h,ún krefst
svo nákvæmrar einbeitingar
bæði andlega og líkamlega.
Nú og svo veitir félagsskapur-
inn í kringum þetta manni
afskaplega mikla ánægju."
Guðný Guðmundsdóttir kons-
ertmeistari
í stóru og smáu ntá segja að
sú ánægja sem maður fær út úr
því að spila á hljóðfæri sé í
hlutfalli við þann undirbúning
sem maður hefur lagt í það,
þ.e.a.s. þá vinnu og þá kunn-
áttu sem maður hefur aflað sér
á hverjum tíma. Og það er
auðvitað viss ánægja fólgin í
því að geta miðlað fólki af
svona stórkostlegri list eins og
tónlistinni, því meiri eránægj-
an því betur sem maður er
undirbúinn undir það.“
Golf
Steinunn Sæmundsdóttir golf-
áhugakona
„Aðalánægjan felst kannski
í útivistinni. Svo hef ég verið
ólétt tvö síðastliðin surnur
þannig að þetta hefur verið
bæði hollt og gott fyrir mig.
Hm... svo er það náttúrlega
keppnin um það að verða alltaf
betri og betri....
Kvartmíla
Valur Vífdsson kvartmílu-
áhugamaður
„Viljið þið bara ekki prófa?
Þetta er náttúrlega keppni
þannig að ánægjan er mest
þegar maður er búinn að
vinna. Svoerauðvitaðöllvinn-
an í kringum þetta. Að baki
hvers bíls liggja nokkur þús-
und tímar. Maður hefur valið
sér þetta sjálfur en þetta .er
púra vinna. Þetta er líka mikil
nákvæmnisvinna því í keppn-
inni sjálfri ræðst allt á nokkrum
hundruðustu úr sekúndu.
þ.e.a.s. hvort maður er nógu
iljótur að koma bílnum af
stað. Það er trikkið í kvartmíl-
unni. Ánægjan liggur að ein-
hverju leyti í taugaspenningn-
um í kringum þetta augnablik
sem er geysilegur enda eru
margir sern hafa bara geyspað
á því.
Ármann: Nú og svo er það
líka það sem á eftir kemur,
þ.e.a.s. hvort þú þurfir að
horfa á afturendann á bílnum
á undan eða njótir þeirrar
ánægju að sjá hann í speglin-
um.
Valur: Nei, maður hefur
ósköp gaman af þessu. Að
sjálfsögðu gæti maður setið og
vafið flugur eða eitthvað en
það höfðar ekki til mín.
■ Valur Vífllsson ásamt
kvartmílufélögum sínum
Ármanni og Benna (t.v.)
og Eyþóri (t.h.).
Rallý
Birgir Þór Bragason rallý-
áhugamaður.
Hmm.... Ánægjan af aksturs-
íþróttinni liggur að hluta tii í
því að vinna andstæðinginn....
en á réttlátan hátt auðvitað.
Meöan á kcppni stendur er
það fyrst og fremst hraðinn
sem er mest spennandi því að
því meiri sem hraðinn verður
því minna má út af bregða til
þess að eitthvað mistakist hjá
manni.“
Fimmtudagur 2. ágúst 1984 12
■ Guðmundur Þorsteinsson er starfsmaður hjá bókaforlaginu
Svart á Hvítu, en þeir unnu í B-riðli fírmakeppninnar í ár.
Bikarinn í baksýn.
Skák
Guðmundur Þorstcinsson
skákáhugamaður
„Skákin er eins og lífið. Að
sigra, vera með og ekki síst að
hafa nokkra ánægju uppúr
krafsinu. Skákin er eins og
klassiskt listaverk sem aldrei
hættir að koma á óvart. Þó
gerist hún að mestu í höfðum
keppendanna sjálfra og þeir
sem tefla reka sig oft á það að
til eru fræ sem aldrei verða
blórn. En jafnframt er skákin
vísindi og vinna eins og allir
skákmeistarar vita. Þeir sem
líta á skákina sem tómstunda-
iðju eða „hobby" eins og ég,
ná aldrei langt."
Ritstörf
Halldór Laxness rithöfundur
„Þið spyrjið mig eins og ég
væri dagsbrúnarmaður. Það
eina sem ég geri er að skrifa og
það er ... og það er... það sem
kallað er ein... einbeiting
hugans. Það þýðir ekkert að
hafa radíóið á eða eitthvert
hljóðaapparat... Það er ekkert
rómantískt eða spennandi við
það þó að konti út úr því
eitthvað sem fólk hefur gaman
af að lesa þegar búið er að
skrifa það tíu sinnum og prenta
það o.s.frv."
NT: Jú augljóslega eru rit-
störf vinna en er hægt að hugsa
sér ánægju af þeirri vinnu?
„Ekki ánægju Í...Í.. þeint
anda sem maður fer í bíó eða
skemmta sér eitthvað. Enda andleg vinna með fullt af
stendur það ekki til að það sé próblemum sent þarf að glíma
nein skemmtun. Þetta er hörð við.“
Ættfrœði
Sigurgeir Þorgrímsson ætt-
fræðingur.
„Ættfræðin er að verða ein
vinsælasta tómstundaiðja ís-
lendinga og hefur fram að
þessu verið óendanleg upp-
spretta fróðleiks um sögu Is-
lands og annarra þjóða. Enda
skyldu menn aldrei temja sér
þá fordóma sumra háskóla-
genginna manna að líta niður
á ættfræðina en meta heldur
hið forna spakmæli að ættfræð-
in er móðir sagnfræðinnar.
„Menn eru ekki að fás.t við
ættfræði ánægjunnar vegna,
heldur vegna þess að menn
finna gleði af því að geta nýtt
hana í hagnýtum tilgangi.
Þ.e.a.s. ef einhver ánægja er
þá er það að finna árangur af
starfi sínu. Ættfræðin samein-
ar menn en sundrar ekki, við
erum öll af sömu rót sprottin
en í ættfræðinni finnum viö
fvrir því að við eigum öll sama
uppruna. Þess vegna sagði
Bjarni heitinn Benediktsson
einu sinni í I7. júní ræðu að
allir íslendingar eigi sameigin-
lega forfeður og ntuni eigasam-
eiginlega. afkomendur eftir
nokkrar aidir. Ættfræðin
kennir manni það að það er
ekki til neitt sem heitir ættar-
hroki. stéttarskipting metnað-
ur eða þjóðernishroki. Við
erum þess vegna öll jöfn hvort
sem við erunt komin af kotung-
urn eða konungum.
„Ættfræðin hefur sannað
hagnýtt gildi sitt á fjölda svið-
um allt frá sagnfræði til læknis-
fræði og við ritun byggðasögu,
æviskráa. auk þess að vera
uppspretta fróðleiks og ánægju
fjölda fólks og verða sívinsælli.