NT - 02.08.1984, Qupperneq 14
ÁBÓT
■ Sókrates var allra manna fremstur í barátt-
unni gegn timburmennsku.
■ Platon réði ungu fólki, þ.e. yngra en 40, frá
drykkju.
Timburmennska óþörf
■ Hvarfmiðja menningar
sérhverrar þjóðar er vínmenn-
ing hennar. Upplausn þjóða
og glundroði siðrofsins endur-
speglast í óhófi ofdrykkjunnar.
Víti timburmannsins verða
mörgum til varnaðar. Það hef-
ur löngum verið höfuðverkur
timbraðra að finna ráð gegn
eftirköstum háværra drykkju-
kvelda.
Forn-Grikkir dásömuðu un-
aðssemdir víndrykkjunnar en
voru sér fyllilega meðvitaðir
um áþján eftirkastanna. Platon
brýndi hófsemi í drykkju fyrir
æskunni, þ.e. fólki undir 40
ára, en hvatti eldra fólk til að
dýrka Dionysos, sem gaf
mönnum vínið til að létta þeim
ellina. Forn-Grikkir fundu
ýmis óbrigðul ráð gegn timb-
urmennskunni og var Sókrates
talinn allra Grikkja fremstur í
þeim efnum. Ráðlegt var talið
að blanda vínið til helminga
með vatni og krydda það vel.
En það var talin mikil kúnst að
krydda vínið svo vel fari.
Grikkir höfðu auk þess í poka-
horninu tvö úrslita ráð gegn
timburmennsku væru menn
enn í vafa. Annað var að rífa
bragðmikinn ost í vínið. Hitt
ráðið var að vefja um höfuðið
þyrnigreinar eða viðargreinar.
Margir létu sér nægja að sofna
upp við tré í nærliggjandi
görðum.
NT mælir með nútímalegri
aðferðum. Takið inn vítamínin
B2 og B6 ásamt málmsöltum
áður en drykkja hefst. Drekkið
fáar tegundir og lítið magn.
Gott ráð þykir að sofna ekki
ofurölvi og hafa verkjatöflur
við rúmstokkinn sem teknar
eru inn undir messu ríkisút-
varpsins.
• Laugahátíðin er ein afþremur stœrstu útisam-
komum um verslunarmannahelgina.
• Meðal skemmtiatriða verða Sumargleðin
sem kemur öllum í gott skap, break-dans
keppni, stór-bingó, Megas o.m.fl.
• Hátíð sem haldin er á fögrum og verðursœl-
um stað Laugum í S-Þingeyjarsýslu.
• Ný hljósmveit Bubba Morthens, Das Capital
leikur á öllum dansleikjum.
• Þó rigni eldi og brennisteini eru gestir Lauga-
hátíðar öruggir í fögru og glœsilegu íþrótta-
húsi.
Hátíðin sem höfðar til allra,
láttu sjá þig
H.S.Þ.
Fimmtudagur 2. ágúst 1984 14
Grillréttur
helgarinnar!
cfriíns»$*
Oo baö'11' tv\\tef4D' upp a
|iwf (»1
06
q.900?- ’
, iíuóaa .
2 fl\a'-sw'
y.aíú’ú'1 \öataa' c . ^irvú""
^a%aS um\>aðb' t
í>»;
trara'
■ Páll Árnason yfirmatreiðslumaður á Hótel
Borg.
Brjóstbirta um
verslunarmannahelgina
■ NT hefur fengið Kristján Runólfsson, barþjón á Hótel Borg til að blanda nýjan drykk í
tilefni verslunarmannahelgarinnar. Drykkurinn hefur hlotið nafnið Regnbogi-NT og skal
borinn fram með kaffi að loknum kvöldverði. Auk þess að bera liti NT er drykkurinn Ijúfengur
mjög. Við birtum hér uppskrift að Regnboga-NT ásamt uppskriftum að tveim hanastélum sem
glatt geta hjörtu marga um verslunarmannahelgina.
Regnbogi-NT
1/2 Parfait Amour Bols
1/2 Liqor 43
Hellið Pafait Amour fyrst og síðan Liqor
varlega í „Pousse Café“ glas.
Græn elding
1/2 vodka
1/2 þurr vermouth
1 tks. grænn Chartreuse
Isexi Trotskýs
4 cl. vodka
6 cl. tómatdjús
1 tsk. sítrónudjús
Nokkrir dropar Worchester sósa, salt og pipar
4 cl. sódavatn
ísmolar með frystri, svartri ólífu í hverjum
mola.