NT


NT - 15.08.1984, Síða 1

NT - 15.08.1984, Síða 1
Slysið í Herðu- breiðariindum: Konan látin ■ Þýska konan sem slasaðist alvarlega inni í Herðubreiðar- lindum í fyrri viku lést á Borgarspítalan- um í gærmorgun. Eins og fram hefur komið í fréttum hlaut hún alvarlega höfuð- áverka og gekkst undir skurðaðgerð hér þegar fyrir helgi. ■ Þýski flugmaðurinn, Zeid- ler, við Cessna 210 vél sína á Reykjavíkurflugvelli í gær, eftir að hafa komið henni áfallalaust til lands frá Eyjum. NT-mynd: Róbert Fluqmálastjórn bjargar rammvilltum þýskum flugmanni: „Orugglega einhver besta leitarþjónusta í Evrópu“ Heilbrigðisráðherra: Bannar gleraugna- sölu hjá Hagkaupum ■ „Ég dáist mest að því hversu fljótir þeir voru að fínna okkur; íslendingar hafa örugglega einhverja bestu leitar- þjónustu í Evrópu,“ sagði þýski flugmaðurinn Zeidler við NT á Reykjavíkurflugvelli í gær, eftir að hafa komið vél sinni heilu og höldnu frá Vestmannaeyjum þar sem hann þurfti að lenda í fyrrinótt vegna bensínleysis. ■ í gær skrifaði heilbrigðisráð- herra Matthías Bjarnason undir bréf ráðuneytisins til Hagkaupa þess efnis að gleraugnasala án optikera og án tilvísunar frá augnlækni sé bönnuð. í samtali við blaðið kvaðst ráðherra von- ast til að fyrirmælum þessum, sem eru í samræmi við ný lög, yrði fylgt og ekki þyrfti að koma til frekari aðgerða. Eins og skýrt var frá í NT á mánudag' veikir gleraugnasala án tilvísunar lækna forvarnir gegn gláku og sykursýki. Benda rannsóknir augnlækna á glák- unni til þess að ástandið hafi verið mun betra hér á landi en víða erlendis þar sem gleraugu eru seld án tilvísana. Hann var á leiðinni frá Nars- sarsuaq til Reykjavíkur á lítilli einshreyfilsflugvéi af gerðinni Cessna 210 með tvo farþega innanborðsog varáætlaður flug- tími til Reykjavíkur 4 Vi klst. Engar staðarákvarðarnir bárust frá flugmanninum og ekkert talsamband var við hann mestan hluta flugsins en DC-8 flugvél frá Keflavík náði þó talsam- bandi við flugmanninn og gat hann þá hvorki gefið upp staðar- ákvörðun né áætlaðan komu- tíma til Reykjavíkur og sagðist vera villtur. King Air flugvél Flugmála- stjórnar var þá strax send til leitar og fann hún Cessnuna með miðunum, 140 sjómílur suður af Vestmannaeyjum á suðlægri stefnu. Þá var ljóst að eldsneyti vélarinnar dygði ekki til Reykjavíkur og var henni leiðbeint til lendingar á flugvell- inum í Vestmannaeyjum og lenti hún þar kl. 02.21. Flugmaðurinn, Zeidler, var spurður hvernig honum hefði liðið að lenda í Eyjum á síðustu bendíndropunum en hann kvaðst aldrei hafa talið sig vera 1 í raunverulegri hættu en vand- ræði hans stöfuðu af því að ADF miðunartæki vélarinnar urðu óvirk og því gat hann ekki áttað sig á því hversu langt frá landi hann var staddur. Sagði i hann að miðað við flugbók hefði hann átt að vera orðinn bensín- Iaus í Vestmannaeyjum en það hefði komið í ljós í gær að töluvert bensín hefði verið eftir, enda hefði hann hagað flugi þannig að sem mest bensín sparaðist. Zeidler var að koma frá Kansas City í Bandaríkjunum á leið til Þýskalands og bjóst hann við að halda áfram för sinni um leið og viðgerð á miðunartækj- unum lyki. 28 punda lax í Vatnsdalsá: Sá stærsti! ■ Tuttugu og átta punda lax veiddist í Vatnsdalsá í Húnavatnssýslu í fyrradag og er það stærsti lax sem dreginn hefur verið á land á þessu sumri. Laxinn fékkst í svonefnd- um Hnausastreng og gein hann við Hary Mary flugu nr. 8. Þaðvarerlendurveiði- maður sem hafði heppnina með sér og kvikmynduðu félagar hans viðureignina vtö laxinn frá byrjun til enda. Sjá Veiðihorn á bls. 2. Kjarasamningar í burðarliðnum? ■ Samkvæmt heimildum NT gæti svo farið að mörg af stærstu verkalýðsfélögunum undirrituðu samninga jafnvel fyrir 1. sept. Undanfarið hafa verið í gangi umræður milli áhrifamikilla aðila í ASÍ og VSÍ um samkomulag sem byggðist á 6-7% kauphækkun 1. september, leiðréttingu á bónusgreiðslu til fiskvinnslu- fólks og að sett verði nefnd aðila í það að endurskoða launaflokkaröðun. Sú nefnd myndi skila af sér á útmánuð- um. Þá yrði væntanlega í slíku samkomulagi áfangahækkun 1. janúar. Samkomulagið myndi væntanlega gilda til 1. júní og vera uppsegjanlegt ef verulegar breytingar í launa- eða verðlagsmálum yrðu á samningsttmanum. Ekkert samflot verður með ASÍ-félögum að þessu sinni og semur því hvert félag fyrir sig. Því er ekki víst að allir sam- þykktu samkomulag sem þetta en verulegar líkur eru á því að stærstu félögin samþykktu það, einkum ef félög innan Verkamannasambandsins gæfu tóninn. Þá er ekki vafi á því að þau liðlega 100 ASÍ- félög, sem ekki sögðu upp samningum, myndu undirrita slíkan samning. Þegar talað er um 6-7% kauphækkun þá eru þau 3% sem greiðast áttu 1. sept. inni í þeirri tölu. ■ Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra tók á móti ís- lensku Ólympíuförunum við heimkomuna í gær. Hér sést hún fagna Sveini Bjömssyni forseta ÍSÍ og ekki ber á öðru en vel fari á með þeim. NT-mynd Róbert Sjá nánar íþróttir bls. 26-27.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.