NT - 15.08.1984, Side 3
m 7 Miðvikudagur 15. ágúst 1984 3
y u Fréttír
Mikil óvissa um upphæð námslána fyrsta áis nema:
Námsmenn berj-
ast í bönkunum
„Eykur rugling og skriffinnskuna og gengur þvert á stefnu
ráðherrans“ segir framkvæmdastjóri Lánasjóðsins
■ „Yið hér í Lánasjóðnum getum ekkert tryggt það að
bankarnir láni fyrsta árs nemum þær upphæðir sem við
reiknum þeim til framfærslu,“ sagði Sigurjón Valdimarsson
framkvæmdastjóri LÍN í samtali við NT. Eins og kunnugt er
hafa fyrsta árs nemar sótt um lán til sjóðsins fyrir komandi
misseri en ráðherra ákveðið að sjóðurinn úthluti þeim ekki
umræddum lánum fyrr en að loknum prófum á fyrsta misseri.
„Við munum senda þessum nemum yfirlýsingu um það
hversu mikið lán þeir geta fengið hjá okkur eftir jól en hvað
viðkomandi námsmaður getur gert við þá yfirlýsingu eða
hvort hún mun gagnast honum þegar hann fer á fund
bankastjóra get ég ekki svarað fyrir,“ sagði Sigurjón
ennfremur.
■ Bankarnir hafa iofað námsmönnum fyrirgreiðslu hér eftir sem
hingað til en verður sú fyrirgreiðsla í einhverju samræmi við þá
útreikninga sem LÍN leggur til grundvallar við framfærslu náms-
manna? Hversu há verða bankalánin?
í nýlegri fréttatilkynningu
menntamálaráðuneytis um
þessi mál segir meðal annars að
ráðuneytið hafi þegar haft sam-
band við banka og sparisjóði
um það hvort þeir muni kaupa
víxla af námsmönnum vegna
fyrrgreindrar fjárþarfar. „Svör
banka og sparisjóða eru þau, að
þeir hafi ætíð sinnt og muni
sinna lánsfjárþörf námsmanna
að því marki sem samrímist
almennum reglum þeirra og út-
lánagetu." Um þetta atriði sagði
Sigurjón Valdimarsson að hér
væru talsvert breyttar aðstæður
frá fyrri árum þegar lánasjóður-
inn hefði séð flestum fyrir lánum
og væru viðbótarlán þau sem
hér um ræðir áætluð nema um
85 milljónum króna. Annars
hefði kannski mátt reikna með
15 milljónum í lán til náms-
manna en nú væru þær samtals
100.
Um ágæti umræddrar breyt-
ingar sagði Sigurjón að hún yki
á rugling og skriffinnsku við
námslánin því engu að síður
yrði lánasjóðurinn að lána þetta
fé. „Þetta gengur þvert á stefnu
ráðherra að minnka kostnað við
rekstur sjóðsins. Og einhvern-
tíma hefur nú verið haft í
fimtingum að það sé alveg hálft
starf að vera umboðsmaður
námsmanna erlendis og þetta er
nú síst til að draga úr því.“
„Ég lít á þetta sem bráða-
birgðalausn sem nú er farin við
þessi lán og að eðlilegt sé að
sjóðurinn úthluti lánunum þeg-
ar þeirra er þörf hjá námsmann-
inum en ekki að verið sé að
dreifa þessu út um allan bæ,“
sagði framkvæmdastjórinn að-
spurður um það hvort hér væri
um framtíðarskipulag að ræða,
hvað snerti lán til fyrsta árs
nema. Þá kom fram hjá Sigur-
jóni að um 5% þeirra fyrstaárs-
nema sem fengið hafa víxillán
beint frá sjóðnum hafa ekki
staðist námskröfur í lok misseris
og þá orðið að greiða víxilinn
upp eins og um venjulegan
bankavíxil væri að ræða. Hjá
hinum 95% hefur víxillinn sjálf-
krafa breyst í skuldabréf með
venjulegum kröfum námslána.
Eins og fyrr segir er áætlað að
lán til fyrsta árs nema á haust-
misseri nemi 85 milljónum ef
fylgt verður framfærsluútreikn-
ingi Lánasjóðsins og skiptist sú
upphæð á rúmlega 1400
námsmenn, 800 hér heima og
600 sem eru við nám erlendis. I
Fundað
um ör-
yggi er-
lendra
ferða-
manna
■ Stjórnarnefnd Ferða-
málaráðs hefur boðað til
fundar í hádeginu í dag
með Slysavarnafélagi
íslands, lögregluyfirvöld-
umog fleirum til að ræða
um leiðir til að koma í veg
fyrir að erlendir ferða-
menn fari sér að voða hér
á landi.
Dauði ferðamannanna
fimm síðustu daga hefur
vakið mikinn óhug meðal
þeirra, sem annast fyrir-
greiðslu við erlenda ferða-
menn á íslandi og allir eru
staðráðnir í að koma í veg
fyrir að slíkt geti endur-
tekið sig.
NT mun fjalla um þessi
mál í úttekt á morgun.
Vildarkjör á Vesturlandi
Hóteltilboð:
HÓTEL AKRANES síml: 93-2020/2144. Gamalgróiö og vin-
gjarnlegt hótel í þeim ágæta kaupstað Akranesi.
TILBOÐ: Gisting í tvær nætur m/morgunveröi kr. 750,- per
mann í 2ja manna herbergjum.
HÓTEL BIFRÖST sími: 93-500. Stendur í fögru umhverfi sem
býöur upp á margvíslega náttúruskoöun.
TILBOÐ: Gisting í 2 nætur m/morgunveröi kr. 1.120,- per
mann í 2ja manna herbergjum.
HÓTEL BORGARNES sími: 93-7119/7219. Stendur á gömlum
merg, en er þó síungt hótel í bænum viö brúna.
TILBOÐ: Gisting í 2 nætur m/morgunveröi kr. 1.300,- per
mann í 2ja manna herbergjum m/baöi og kr. 2.000,- í 1 manns
herbergjum m/baði.
HÓTEL EDDA, REYKHOLTI sími: 93-5260/5203. Sögufrægur
og fallegur staöur, þar sem rekiö er eitt af hinum landskunnu
Eddu hótelum.
TILBOÐ: Gisting í 2 nætur m/morgunverði kr. 1.020,- þer
mann í 2ja manna herbergjum og kr. 1.460,- í eins manns
herbergjum.
HÓTEL EDDA, S/ELINGSDAL sími: 93-4265. Þarna er miö-
punktur hinna dramatísku átaka Laxdælu og dómkirkja álfa í
næsta nágrenni.
TILBOÐ: Gisting í 2 nætur án morgunveröar kr. 800,- per
mann í 2ja manna herbergjum. 10% afsláttur á morgun- og
kvöldveröi.
HÓTEL NES sími: 93-6300. Ákjósanlegur gististaöur í nám-
unda viö hinn dugmagnaöa Snæfellsjökul.
TILBOÐ: Gisting í tvær nætur m/morgunveröi kr. 800,- per
mann í 2ja manna herbergjum og kr. 1.200,- í eins manns
herbergjum.
HÓTEL STYKKISHÓLMUR sími: 93-8330/8430. Nýlegt hótel í
sérstæöu og fögru umhverfi meö útsýni yfir á Breiðafjörð.
TILBOÐ: Gisting í 2 nætur m/morgunveröi í 2ja manna
herbergjum m/baöi. Sauna-baö og sigling um Breiöafjörö meö
viökomu í Flatey kr. 1.695,- per mann. Aukanætur kr. 500,-.
HREÐAVATNSSKÁLI sími: 93-5011. Fallegt og forvitnilegt
umhverfi. Á síöustu árum hafa verið geröar miklar breytingar á
húsakynnum.
TILBOD: Gisting í 2 nætur án morgunveröar kr. 495,- per
mann i 2ja manna herbergjum. 10% afsláttur á mat.
Gildistími 12. ágúst — 30. september.
Sveitagistingakjarni:
ARNARFELL Arnarstapa, 311 Borgarnesi. Sími: 93-7102. Á Arn-
arfelli er einstök náttúrufegurö og friösæld. Svæöiö er kjöriö fyrir
náttúruunnendur og fuglaáhugafólk. Hinn seiömagnaöi Snæfells-
jökull er rétt viö bæjarvegginn.
BRENNISTADIR Flókadal, 311 Borgarnesi. Sími: 93-5193. A
Brenmstööum eru fjölmargar tegundir húsdýra, svo sem hestar,
kýr, kindur, geitur, endur og hrelnræktaöir íslenskir hundar. Hesta-
leiga er á Brennistööum.
FLJÓTSTUNGA Hvítársíöu, 311 Borgarnesi. Sími: 93-7102. Hjá
Fljótstungu er fagurt umhverfi til gönguferða og náttúruskoðunar.
Þar er bæöi hestaleiga og silungsvelöi. Surtshellir og Vígelmir eru í
næsta nágrenni.
GARÐAR Staöarsveit, 311 Borgarnesi. Sími: 93-5719. Garöar
bjóöa upp á hestaleigu og bátaleigu. Viö túnfótinn liggur falieg 5
km löng sandfjara og stutt er í fjaligöngur.
KVERNÁ Grundarfirói, 350 Grundarfjöröur. Sími: 93-8814. Kverná
býöur upp á svefnpokagistingu í sumarhúsi, hestaleigu, silungsveiói
og tjaldstæöi. I fallegu umhverfl stendur eitt tignarlegasta fjall
landsins Kirkjufell.
GISTIHEIMILIÐ GÍSLABÆR Hellnum, 311 Borgarnesi. Sími: 93-
7102. Frá Hellnum eru fallegar gönguleiöir, t.d. í Lónsdranga. Hægt
er aö komast á sjóstanga- og handfæraveiðar ef gefur á sjó. Allur
útbúnaöur fyrir hendi.
NÝHÖFN Melasveit, 301 Akranesi. Sími: 93-3879. Nýhöfn er í
fallegu umhverfi undir Hafnarfjalli. Þar er hasgt aö komast í veiði í
sjó, viö bæinn eöa vlö Seleyri.
YTRI TUNGA Staöarsveit, 311 Borgarnesi. Sími: 93-5698. Viö ytri
Tungu er falleg fjara þar sem mikið er um sel. Auöveldar fjallgöngu-
leiöir eru i nágrenninu. Silungsveiöi og hestaleiga er í nágrenninu.
HÚSAFELL Hálsasveit, 311 Borgarnesi. Sími: 93-7102. Húsafell
býöur upp á auk margrómaórar náttúrufeguröar, ýmis konar af-
þreyingu, svo sem varöelda, gönguferöir, útsýnisflug, kvöldmessu,
hellaferöir, sundlaug og sauna.
Allir þessir staðir bjóða 10% afslátt á gistingu og mat,
svefnpokaplássi, sundlaugum (þar sam þær eru) og tjald-
stsaðum.
Samgöngur:
Þeir sem ksupa eitthvert af tramangreindum til-
boðum fá sfslátt sf ásstlunarferðum neðan-
greindra samgönguaðila til og frá Vesturlandi. Hér
fer á eftir skrá yfir þá samgönguaðila sem afslátt
veita og hve mikinn afslátt hver um sig veitir.
Akraborg — Reykjavfk/Akranes/Reykavik. 10% af-
sláttur er af öllum fargjöldum. Auk þess gilda þau
sértilboö sem þegar hafa veriö auglýst.
Arnarflug — Reykjavik/Stykkiahólmur/Rif/Reykja-
vik 30% afsláttur af feröum til og frá Stykkishólmi og
Rifi.
Sárleyfiabifreiðar Helga Pátursaonar hf. —
Reykjavík/Snæfellsnes/Reykjavik. 30% afsláttur af
öllum fargjöldum.
Sasmundur Sigmundason — Reykjavík/Borgar-
nes/Borgarfjörður/Reykjavik. 30% afsláttur af öllum
fargjöldum.
Vestfjarðaleið — Reykjavík/Dalasýsla/Reykjavik
30% afsláttur á öllum fargjöldum til og frá Dalasýslu.
Bónus
Þeim sem kaupa eitthvert af kjarnatilboöunum, fá
ennfremur 10% afslátt hjá neöangreindum veit-
ingastöóum á ýmissi þjónustu og veitingum.
Áaakaffi, Grundargötu 59, Grundarfirói.
Dalabúó, Miöbraut 8, Búöardal.
Olíustöðin, Miösandi, Hvalfiröi.
Vegamót, Miklaholtshreppi.
Veitingahúaið Stillholt, Stillholti 2, Akranesi.
Botnsakáli, Hvalfirói. Bensín á heildsöluveröi.
Hreðavatnsakáli, Noröurárdal.
Söluskálinn Skútan, Þjóöbraut 9, Akranesi.
Veitingahúsið Ferstiklu, Hvalflrði.
Ofangreind tilboð á „Vildarkjörum á Vesturlandi" gilda frá 12. ágúst til 30. september 1984.
(Sumarhótel falla aö sjálfsögöu út um leiö og þau hætta.)
Afsláttarkort fást aöeins þegar keyptur hefur veriö gistikjarni og gilda í 10 daga eftir útgáfu
þeirra, þó ekki lengur en til 30. september 1984.
„Vildarkjör á Vesturlandi“ eru seld hjá Ferðaskrifstofunum, Arnarflugi og BSI. Aukþesser hægtaðpantaþau
beint hjáviðkomandi hótelieðasveitabæ. Nauðsynlegt er að panta þau fyrirfram.
„Vildarkjör á Vesturlandi“ eru kostaboð á erfiðum tímum í þjóðfélaginu.
Ferðamálasamtök Vesturlands.